Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 57
MARÍA
MAGNÚSDÓTTIR
+ María Magnúsdóttir fædd-
ist í Reykjavík hinn 30. apríl
1936. Hún lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 20. desember
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Fossvogskirkju 30.
desember.
Það þyrmdi yfir mig er ég fregn-
aði lát Massýjar vinkonu minnar.
Vitaskuld hafði ég lengi vitað að
hveiju stefndi og undraðist maður
raunar hve hetjulega Massý barðist
við sjúkleik sinn og hve hún bar sig
ávallt vel. Hún var síkát og gekk
hnarreist hvar sem hún fór og var
jafnan stutt í hláturinn. Já, gáska-
full var hún og lipur í allri um-
gengni enda hvers manns hugljúfi
og átti gott með að ná til fólks, ekki
hvað síst ungmenna. Þannig muna
þeir sem áttu leið um skiptistöð stæt-
isvagna Kópavogs um nokkurt skeið
eftir að sú stöð var tekin í gagnið
hve vel Massý tókst að ná til ung-
mennanna sem þar héldu við, og
stjórnaði þeim af stakri lipurð án
þess þó að missa tökin eða vera áber-
andi ströng. Enda hélt hún virðingu
þeirra fyrir vikið þar sem hún stóð
vaktina í söluturninum.
Leiðir okkar Massýjar bar þó ekki
formlega saman fyrr en að ég held
1977 þegar ég aðstoðaði hana við
opin hús fyrir unglinga í húsi sjálf-
stæðismanna í Kópavogi, eftir að
„Grease“- og „Saturday Night Fev-
er“-æðið var gengið í garð. Þar tók-
um við þátt í skemmtan unga fólks-
ins þar sem það var að reyna að
fullnema sig í dönsunum sem því til-
heyrði. Oftar en ekki gerðumst við
danskennarar þeirra sem þar komu
þótt ekkert hefðum við prófið, en
Massý hafði nú lítið fyrir þessu enda
dansinn henni í blóð borinn svo að
segja, þannig að vér hinir minni hátt-
ar dansarar reyndum að láta sem
minnst á oss bera. En það var gam-
an að dansa við Massý, enda gáfust
nú annað slagið tilefni til þess eftir
þessa kennslu okkar þar sem við
vorum bæði flokksbundnir sjálfstæð-
ismenn. María var félagi í öllum fé-
lögum sjálfstæðismanna og kvenna
í Kópavogi og raunar stofnfélagi alla-
vega í Baldri, málfunda- og laun-
þegafélagi sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi, og hafði verið bæði í stjórn
þess og annarra félaga í gegn um
tíðina. Var formaður Baldurs um
nokkurt skeið og loks varaformaður
þar fram á síðasta dag. María var
búin að vera um áratuga skeið einn
af stjórnarmönnum verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins. Henni hafði þar
að auki verið trúað lengi fyrir setu
í kjördæmisráði flokksins í Reykja-
nesi. Allt fórst henni þetta vel úr
hendi sem von var. Hugsjónir Sjálf-
stæðisflokksins voru henni hugleikn-
ar og fóru sem betur fer saman við
hugsjónir hennar.
Á þeim tímum sem það þótti „fínt“
meðal margra launþega að vera sós-
íalisti, lenti Massý oftar en ekki í
rimmu á vinnustöðum sínum vegna
skoðana sinna. Gekk þetta svo langt
að sumir vinnufélaga hennar töldu
hana nokkurs konar svikara við stétt
launþega að starfa innan vébanda
Sjálfstæðisflokksins. En Massý var
óþreytandi talsmaður hugsjóna sinna
og á endanum stillti hún öldurnar
og vafalaust er að hún hefur náð að
„kristna" þá nokkra vinnufélagana á
endanum með eldmóði sínum. En þá
var hún nú ekki alltaf sátt við stefnu
og áherslur sitjandi þing- og ráða-
manna Sjálfstæðisflokksins síns og
fengu þá viðkomandi pésar orð í
eyra, því ófeimin var hún að segja
fyrirmenni skoðun sína, og gerði það
jafnan tæpitungulaust, á einfaldri og
skýrri íslensku.
Þá hafði Massý óþreytandi áhuga
á börnum sínum og síðar einnig
barnabörnum. Vakti hún yfir hverju
fótmáli þeirra og fylgdist grannt með
því sem þau tóku sér fyrir hendur.
Þannig fengum við sem áttum skipti
við hana að heyra hana segja með
stolti frá þessum föngulega hópi sín-
um og hveiju því framaspori sem þau
stigu og var augljóst að hún lagði
þeim til krafta sína, þyrfti þess með,
svo að allt gengi þeim nú að óskum.
Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur misst einn af ötulustu baráttu-
mönnum sínum. Stórt skarð hefur
verið höggvið í raðir okkar sem
vandasamt er að skipa í á nýjan leik.
Þá hefur íjölskylda hennar misst
yndislega eiginkonu, móður, ömmu,
og frænku, skarð sem aldrei verður
fyllt. En það er þó huggun harmi
gegn að nú er Massý komin á nýjar
brautir þar sem hún skipar vafalaust
veglegan sess, þrautalaus af þeim
sjúkdómi sem svo illa lék hana héma
megin.
Eg þykist fara nærri um að ég
tala fyrir hönd sjálfstæðismanna í
heild, er ég þakka áratugalöng óeig-
ingjörn störf hennar í þágu flokks-
ins, trygglyndi hennar og vináttu,
ekki hvað síst í minn garð sem og
samflokksmanna sinna. Fjölskyldu
hennar biðjum við Guðs blessunar í
hinum mikla missi. Við óskum
Massýju velfarnaðar á þeirri braut
sem hún hefur nú hafið vegferð sína
á og minnumst hennar í einlægri og
djúpri þökk fyrir allt og biðjum þess
að algóður Guð blessi minningu
hennar.
Þorsteinn Halldórsson,
formaður Baldurs.
RAÐAUGi YSINGAR
Fundarboð
Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun
Evrópusambandsins (FAIR).
Boðað er til fundar í Borgartúni 6 föstudag-
inn 10. janúar kl. 10.00.
Dagskrá:
1. Árangur íslenskra rannsóknarmanna
í FAIR.
2. Áherslur 5. Rammaáætlunar á sviði
landbúnaðar og fiskveiða.
3. Áherslur í næsta kalli í FAIR 15. mars.
4. Átaktil að auka þátttöku fyrirtækja íFAIR.
KYNNINGARMIÐSTÖÐ
EVRÓPURANNSÓKNA
Vélstjórafélag íslands
Málþing um
starfsumhverfi vélstjóra
íBorgartúni 6 iaugardaginn
11. janúar 1997.
Kl. 12.30 Skráning þátttakenda.
Kl. 13.00 Setning. Helgi Laxdal, formaður
Vélstjóraféiags íslands.
Kl. 13.05 Ávarp. Ingibjörg Pálmadóttir,
heilbrigðisráðherra.
Kl. 13.30 Áhættuþættir í starfsumhverfi
vélstjóra. Vilhjálmur Rafnsson,
yfirlæknir.
Kl. 14.00 Húðsjúkdómar. Steingrímur
Davíðsson, hjúðsjúkdómalæknir.
Kl. 14.20 Hávaði og heyrnarskemmdir.
Einar Sindrason, yfirlæknir.
Kl. 14.40 Krabbameinshætta. Vilhjálmur
Rafnsson, yfirlæknir.
Kl. 15.00 Fyrirspurnir og umræður.
Kl. 15.30 Kaffi.
Kl. 16.00 Reglur og viðhorf Vinnueftirlits
ríkisins. Guðmundur Eiríksson,
vélfræðingur.
Kl. 16.15 Reglur og viðhorf Siglingamála-
stofnunar. Kristinn Ingólfsson,
tæknifræðingur.
Kl. 16.30 Vistvæn skip. Guðbjartur Einars-
son, vélfræðingur.
Kl. 17.00 Fyrirspurnir og umræður.
Kl. 17.30 Slit. Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags íslands.
Kl. 18.00 Léttar veitingar í boði heilbrigðis-
ráðherra.
Aðalfundur
knattspyrnudeildar
KR
Aðalfundur knattspyrnudeildar KR verður
haldinn í félagsheimili KR föstudaginn
17. janúar 1997 og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Verslunarhúsnæði við
Laugaveg óskast
30-40 fm verslunarhúsnæði á góðum stað
við Laugaveg óskast fyrir sérverslun með
þekkt vörumerki.
Upplýsingar í síma 552 3050 eða 896 1990.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Sjálfstæðismenn
í Reykjavík
Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna og hið árlega þorrablót
verða haldin laugardaginn 25. janúar næstkomandi.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Vörður -
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Kópavogur
Árshátíð - þorrablót
Hin árlega hátíð sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin laugar-
daginn 25. janúar 1997 og hefst kl. 19.00.
Hátíöargestur: Formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson,
forsætisráðherra.
Miðasala verður laugardaginn 11. janúar 1997 í Hamraborg 1,
3. hæð, milli kl. 10.00 og 14.00.
Nefndin.
SltlCI ouglýsingor
I.O.O.F. 5 = 1781098 = Ár
I.O.O.F. 11 = 17819872 =
Landsst. 5997010919 VIII
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 9. janúar. Byrjum að
spila kl. 20.30 stundvíslega.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvað ber nýtt ár og
framtíðin í skauti sér?
Ábendingar og ráðleggingar til
þín. Spái í spil og bolla. Kem í
heimahús og/eða vinnustaði fyrir
3 eða fleiri. Góð reynsla af
saumaklúbbum, vinnufélögum,
fjölskyldum o.fl. Sanngjarnt verð.
Geymið auglýsinguna.
Júlíus,
Sími551 8859.
\G—z/
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Aðaldeild KFUM við upphaf nýs
árs.
Umsjón: Aðalsteinn Thorarensen.
Allir karlmenn velkomnir.
Myndakvöld 9. janúar
Sýndar verða myndir úr tveimur
ferðum um þemasvæði Útivist-
ar. Anna Soffía Óskarsdóttir og
Gunnar Hólm sýna myndir úr
kynningarferð Útivistar í Laka-
gíga. Árni Jóhannsson sýnir
myndir frá ferðinni Sveinstindur
- Skælingar - Eldgjá.
Sýningin hefst kl. 20.30 í Fóst-
bræðraheimilinu við Langholts-
veg. Verð 600 kr. Innifalið í að-
gangseyri er hið vinsæla hlað-
borð kaffinefndar.
Dagsferð 12. janúar
kl. 10.30: Raðganga Útivistar
1997, 1. áfangi: Garðskagaviti -
Sandgerði.
Netslóð:
http://www.centrum.is/utivist
Leiklistarstúdíó
Eddu Björgvins
og Gísla Rúnars
Nýtt námskeið í leiklist og
tjáningu er að hefjast.
Sími 581 2535.
Nú geta allir lært
að syngja,
laglausir sem lagvísir.
Hóptímar/einkatimar
Byrjenda-
og framhaldsnámskeið:
Námskeið fyrir unga sem aldna,
laglausa sem lagvísa. Söng-
kennsla í hóp. Þátttakendur fá
grunnþjálfun í raddbeitingu,
réttri öndun og ýmsu fleiru sem
hjálpar þeim að ná tökum á
söngröddinni.
Söngsmiðja fyrir hressa
krakka:
Söngur, tónlist, leikræn tjáning.
Aldursskipt námskeið frá 5 ára
. aldri.
Einsöngur:
Klassík og dægurtónlist.
Kvennakórinn Kyrjurnar:
: Stjórnendur: Sigurbjörg Hv.
Magnúsdóttir og Sigrún Grendal.
‘ Rokk/jass/blues
( vetur kennir kanadíska söng-
I konanTena Palmerviðskólann.
Frábær söngkona, sem unnið
I hefur til fjölda verðlauna fyrir
:söng sinn.
ISönghópur Móður Jarðar:
iStjórnandi: Esther Helga Guð-
i mundsdóttir. Kórhópur, sem
Iflytur „GospeL'-tónlist og ýmsa
I létta tónlist, heldur sjálfstæða
ttónleika og syngur við ýmis tæki-
ffæri. Óskum eftir fólki með
rreynslu í söng og nótnalestri.
(Kennsla hefst 20. janúar.
I Innritun er hafin í síma 561 2455
wirka daga frá kl. 13-18.
Söngsmiðjan ehf.,
Hverfisgötu 76,
Reykjavík.
Blab allra landsmanna!
fHfftnpsnMalnifo
-kjarnimálsins!