Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 59
FRÉTTIR
HLUTI útskriftarnemenda frá Iðnskólanum í Reykjavík.
107 brautskráðir frá Iðnskólanum í Reykjavík
Betri námsárangur
HAUSTÚTSKRIFT Iðnskólans í
Reykjavík fór fram í Hallgrímskirkju
föstudaginn 20. desember. 107 nem-
endur luku burtfararprófi frá braut-
um skólans.
í ræðu Ingvars Ásmundssonar
skólameistara kom fram að 1.898
nemendur voru skráðir í skólann á
haustönn, þar af 1.585 í dagskóla
og 313 í kvöldskóla. Hafði fækkað
um 85 nemendur frá haustönninni
1995 sem skýrist að mestu ieyti af
flutningi bílgreina og framhaldsdeild
málmiðngreina í Borgarholtsskóla
og flutningi bakaradeildar í Mennta-
skólann í Kópavogi.
Skólameistari ræddi umtalsverð-
an árangur sem náðst hefur af breyt-
ingum á námsmati við skólann.
Haustið 1995 féllu 447 á skólasókn
eða 27% skráðra nemenda. Þessar
tölur höfðu lækkað niður í 337 og
22% á þessari önn. Haustið 1995
luku 78% skráðra nemenda við
a.m.k. einn áfanga á önninni en 86%
á þessari önn. Skólameistari taldi
að breytt próffyrirkomulag tengt við
símat skýrði þessa bættu viðveru
sem síðan hafi skilað sér í betri vinnu
og námsárangri nemenda.
*
Forseti Islands fékk afhent
250.000. Nýjatestamentið
Vormissen
Biblíuskól-
ans við
Holtaveg að
hefjast
VORMISSERI Bibiíuskólans við
Holtaveg hefst á næstu dögum. í
boði verða alls átta námskeið en
fyrsta námskeiðið hefst nk. mánu-
dag. Ber það heitið Frá Lúther til
upplýsingar, en á þvi verður stiklað
á stóru í kirkjusögu seinni alda.
Fjallað verður m.a. um sögu
Lúthers og siðbótar hans, réttrún-
aðartímabilið og upphaf píetismans
eða heittrúarstefnunnar. Kennt
verður fjögur mánudagskvöld en
innritun lýkur föstudaginn 10. jan-
úar. Leiðbeinandi á námskeiðinu
verður Þórarinn Björnsson, guð-
fræðingur. Viku seinna hefst Alfa-
námskeið sem nú er kennt í þriðja
sinn. Fjallar það um grundvallarat-
riði kristinnar trúar.
Önnur námskeið á vormisseri eru
námskeiðin Fjallræðan, Samskipti
hjóna og sambandið við Guð, Boðun
trúar með hjálp sjónhverfinga, Boð-
un trúar og töflumálun, Samkyn-
hneigð og kristin trú og loks Leið-
togi í mótun. Námskeiðin eru öllum
opin en nánari upplýsingar fást á
skrifstofu skólans. Fréttabréf
Biblíuskólans er sent öllum sem
þess óska endurgjaldslaust.
-----♦ ♦ «------
Vitna að
árekstri leitað
TVEIR bílar skullu saman á gatna-
mótum Reykjanesbrautar og
Smiðjuvegar aðfaranótt laugar-
dagsins 4. janúar sl. kl. 3.45 og
óskar rannsóknardeild lögreglunnar
í Reykjavík eftir að hafa tal af vitn-
um að árekstrinum.
Renault-bíl RK-943 var ekið í
beygju austur Smiðjuveg og inn á
Reykjanesbraut og Volkswagen
Polo BL-894 var ekið suður Reykja-
nesbraut. Bílarnir skullu saman og
greinir ökumenn á um stöðu um-
ferðarljósanna á gatnamótunum.
LIÐSMENN Gídeonfélagsins á
Islandi úthlutuðu sl. haust
250.000. Nýja testamentinu. Af
því tilefni var forseti íslands,
herra Ólafur Ragnar Grímsson,
heimsóttur og honum afhent ein-
tak af Nýja testamentinu. Á
myndinni, sem tekin var við af-
Verkalýðs-
söngvakeppni
Sósíalista-
félag-sins
SKILAFRESTUR í verkalýðs-
söngvakeppni sem Sósíalistafélagið
efndi til í tilefni af tveggja ára af-
mæli sínu hinn 16. október síðastlið-
inn rennur út 1. febrúar næstkom-
andi.
Söngvar til keppninnar skulu
berast Sósíalistafélaginu, Hjalta-
bakka 2, 109 Reykjavík, fyrir 1.
febrúar 1997 undir dulnefni en rétt
nafn og heimilisfang þátttakenda
skal fylgja með í lokuðu umslagi.
Verðlaunin verða samtals áttatíu
þúsund krónur. Skiptast þa_u til
helminga fyrir lag og texta. Úrslit
verða kynnt fyrsta maí næstkom-
andi.
Dómnefnd er skipuð fulltrúum
frá Félagi tónskálda og textahöf-
unda, Japis, Sósíalistafélaginu og
Tónskáldafélagi íslands.
hendinguna, eru f.v.: Bjarni Árna-
son, varaforseti Gídeonfélagsins,
Guðmundur Örn Guðjónsson, for-
seti félagsins, hr. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Islands, og Sig-
urbjörn Þorkelsson, fram-
kvæmdastjóri Gídeonfélagsins á
Islandi.
Rabbfundur
um Húnavöku
{ TILEFNI af 85 ára afmælis Ung-
mennasambands A-Hún. hefur
stjórn sambandsins ákveðið að boða
til rabbfundar laugardaginn 11.
janúar kl. 10.30 um kosti þess og
galla að færa til tímasetningu
Húnavöku þannig að hún yrði t.d.
haldin fyrstu helgina í júlí eða um
verslunarmannahelgina eða jafnvel
færa hana aftur að páskum. Fund-
urinn verður haldinn í fundarsal
Samstöðu á Þverbraut 1, Blönduósi.
----------♦ ♦ ♦
LEIÐRÉTT
Ekki jólagjöf
ÞAU mistök urðu við vinnslu blaðs-
ins í gær að í myndartexta var sagt
að Björgvin Kristbergsson hefði
fengið myndbandsupptökuvél, sem
hann hélt á á meðfylgjandi mynd, í
jólagjöf. Hið rétta er að hann keypti
hana sjálfur í ágúst síðastliðnum.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Matur og matgerð
Gómsætir réttir
úr hangikjöti
Kristín Gestsdóttir endurtekur nýársóskir
____til lesenda sinna, en nýársþátturinn_
birtist á aðfangadag.
NÚ ER hin mikla átveisla okk-
ar íslendinga liðin hjá. Þeg-
ar ég kom á fætur seint að morgni
annars jóladags hljómaði í útvarp-
inu auglýsing _frá stórmarkaði:
„Glæný ýsa.“ Ég stökk nú ekki
af stað heldur fór í frystikistuna
og náði mér í frosna ýsu, sem ég
steikti á pönnu. Kartöflujafningur
jóladags var puntaður upp - kart-
öflurnar skornar í sneiðar og jafn-
ingurinn hrærður upp með eggi
og múskati, allt sett í eldfast fat
og osti stráð yfir, þetta var borið
fram með steiktu ýsunni. í ís-
skápnum var talsvert af hangi-
kjöti sem beið betri tíma. Seinna
tók ég til við að nýta það. Bjó til
eggjaköku í bakaraofninum, vafði
upp og setti hangikjöt og ijóma-
ost í hana, fyllti snittubrauð með
ijómaosti, hangikjöti og grænni
papríku og bjó loks til gómsæta
hangikjötsböku. Hangikjötsbök-
una frysti ég, fyllta snittubrauðið
bíður í kæliskápnum en eggja-
kakan var borðuð á staðnum.
Fyllt snittubrauð
Best er að kaupa ijómaost í
400 g umbúðum - blá box.
Brauðið er skorið í um 15 sm
bita, þeir holaðir út, skilinn er
eftir góður kantur við skorpuna.
Þá er hreinn rjómaostur hrærður
með papríkudufti, smátt skorinni
grænni papríku og smátt skornu
hangikjöti. Snittubrauðsbitarnir
eru fylltir með þessu frá báðum
endum, endum brauðsins er slegið
létt niður í borðið til þess að
maukið þéttist í því. Brauðbitarn-
ir vafðir í álpappír, geymdir í
kæliskáp og skornir í sneiðar við
notkun.
Eggjakaka með
hangikjöti
___________6 stór egg__________
__________% tsk. pipor_________
_________14 tsk. múskat________
!4 tsk. salt
fersk steinselja (má sleppa)
200 g hreinn rjómaostur
2 - 3 dl smátt skorið hangikjöt
1. Hitið bakaraofninn í 200°C,
2. Setjið eggjarauður, pipar,
múskat og salt í skál og þeytið
vel saman. Klippið steinseljuna
og setjið saman við. Þeytið síðan
hvíturnar og bætið út í.
3. Leggið bökunarpappír á
skúffuna úr bakaraofninum og
smyijið eggjahrærunni jafnt á
hann, bakið í 12 mínútur. Þetta
blæs upp en hjaðnar síðan.
4. Hitið ijómaostinn örlítið t.d.
í örbylgjuofni, smyrjið honum
jafnt ofan á eggjakökuna, skerið
hangikjötið smátt og stráið yfir.
Vefjið eggjakökuna þétt upp. Við
notkun er þetta skorið í 2-3 sm
sneiðar og borðað með ristuðu
brauði og smjöri.
Athugið: Geymið í kæliskáp,
frystið ekki.
Hangikjötsbaka
2 dl hveiti
__________1 tsk. þurrger_______
'A tsk. salt
1 msk. matarolía
1 dl fingurvolgt vatn úr krananum
1. Setjið allt í skál og hrærið
saman. Þrýstið á botninn og upp
með börmunum á smurðu böku-
móti 23 - 25 sm í þvermál. Þetta
verður þunnt iag. Nota má ál-
form.
Fyllingin
250 g sprotakál (brokkoli),
_________má vera frosió________
1 /2 dl saltvatn til að sjóða kálið i
3 dl smátt skorið hangikjöt
'/2 lítil dós kotasæla
án bragðefna
_____________2 egg_____________
Va tsk. pipar
1 dl rifinn mjólkurostur,
sú tegund sem þið eigið
1. Hitið bakaraofn í 190°C,
blástursofn í 170°C.
1. Sjóðið kálið í saltvatninu í
um 7 mínútur. Kælið örlítið en
setjið síðan ofan á bökubotninn.
Setjið hangikjötið með.
2. Þeytið eggin með pipar, setj-
ið kotasælu saman við. Hellið
yfir. Stráið mjólkurostinum yfir
og bakið í 30 mínútur.