Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 60
50 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Wl//ÞJ//S AtÍNi/e ZEGTA AE> ' W áG HAFf FITNA& ' J / és A?rr/ i//srA£^J 7 l/£LTA Alée HOL IA& S (/ FÆ&O / f Hé£>AN / F& ÆTLA £6 ] tlAÞ&MS A£> FF/PA y F/TOSNAUÐAe FLVáUfi ■[ CT) f-Qí i' \Pi Grettir Tommi og Jenni Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik 9 Sími 569 1100 9 Símbréf 569 1329 9 Netfang: lauga@mbl.is Getum gert betur Frá Þorvaldi Kr. Gunnarssyni: SÚ VAR tíðin að íslendingar og Norðmenn voru taldir svipaðir að getu á knattspyrnusviðinu en nú er öldin önnur. Markviss uppbygging hefur skilað Norðmönnum mjög góðu landsliði sem nær árangri. Nánast vikulega berast fréttir af kaupum á norskum knattspyrnu- mönnum í úrvalsdeild á Englandi. Spurningin er hvort ísiendingar eiga möguleika á að ná svipuðum ár- angri eður ei. Mín persónulega skoð- un er að þrennt skorti hér á landi til _að við getum bætt okkur mikið. í fyrsta lagi verður A-landsliðið að fá að spila við betri lið. Eitt skref í þá átt gæti verið að koma á legg Norðurlandamóti í knattspyrnu. Norðurlöndin eru í dag framarlega á sviði knattspyrnu en þó sérstak- lega Svíþjóð, Noregur og Danmörk. íslendingar hafa oft komið á óvart með góðri frammistöðu og ekkert lið getur bókað sigur gegn okkur fyrir fram. Færeyringar og Finnar eru kannski lakastir en sýna oft ótrúleg- an baráttuvilja og leikgleði sem gaman er að horfa á. Þegar hugsað er til allra þeirra, samskipta sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sín á milli er undarlegt að ekki sé haldið Norðurlandamót í knattspyrnu. Þannig mót væri kjörið tækifæri fyrir íslenska knattspyrnumenn því við spilum alltof sjaldan við sterk landslið. í öðru lagi má gera betur í sam- bandi við íslandsmótið í knatt- spyrnu. Hvernig stendur á því að aðeins eru leiknir 18 leikir á hveiju tímabili? Það er alltof lítið fyrir full- hrausta knattspyrnumenn sem vilja komast langt í íþrótt sinni. Það er löngu tímabært að hafa þrefalda umferð. Það er hægt að spila knatt- spyrnu lengur en bara um hásumar- ið og það ætti að vera hægt að lengja tímabilið um allt að mánuð með góðu móti. Yfirbyggðir knattspyrnu- vellir eru bráðnauðsynlegir ef við viljum fá að sitja við sama borð og aðrar knattspyrnuþjóðir og hefur mikið verið rætt um þátt þeirra í velgengni Norðmanna. Fjölgun liða í fyrstu deild er aðeins réttlætanleg ef það veikir ekki deildina með fleiri lélegum leikjum og eins og staðan er í dag þá væri fækkun liða í deild- inni og fleiri umferðir kannski betri hugmynd. I þriðja lagi verðum við að fá eins mikið úr yngri flokkunum eins og hægt er en svo virðist sem það hafi tekist. Árangur ungmennalandsliðs- ins hefur verið mjög góður og von- andi á það eftir að skila sér í betra A-landsliði seinna meir. Atli Eð- valdsson og félagar eiga lof skiiið fyrir að rífa liðið svona upp og hlýt- ur hann að vera inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari íslands. Islendingar eru fáir og við höfum ekki úr eins miklu að moða fjárhags- lega og Norðmenn en á knattspyrnu- sviðinu getum við bætt okkur mikið. Hið sterka handboltalandslið okkar hefur margoft sýnt að lítil þjóð get- ur sigrað stærri þjóðir ef vel er hald- ið á málunum. Ef hugarfarið er rétt og sigurvilj- inn er til staðar getum við náð mjög langt. En augljóslega þurfum við að hafa fyrir hlutunum og vera vakandi fyrir nýjungum. Við getum ekki barið höfðinu við stein og viðhaldið úreltu mótafyrirkomulagi lengur ef við viljum ná árangri. ÞORVALDUR KR. GUNNARSSON, Grettisgötu 58b, Reykjavík. Lausnin fundin Frá Ástu Svavarsdóttur: ÁGÆTA þjóð! Lausnin á vanda vel- ferðarkerfísins er fundin. Það er til ákaflega einföld leið til þess að verða sér úti um peninga. Lausnin felst í umferðarlögum landsins og er 88. grein þeirra hrein gullnáma. Sam- kvæmt henni þarftu aðeins að ganga fram hjá bfl. Einfaldara og auðveld- ara gæti það varla verið. Og fyrir þennan litla labbitúr færðu á annan tug þúsunda kr. Að vísu þarf aðeins meira að koma til. (Þess þarf alltaf, það er m.a.s. smátt letur hjá Sjón- varpsmarkaðnum.) Þú þarft að fara upp á spítala (sakar ekki að vera flott á því og taka leigubíl, þú færð það endurgreitt) og segjast vera illt einhvers staðar. Það dugar að segja „æ“ á réttum stöðum og þá er feng- in sjúkdómsgreining á tognun, lækni er ekki siðferðilega fært að segja upp í opið geðið á þér að þú sért að ljúga. Þá þarf að fara á lögreglu- stöðina og (þetta gæti verið erfitt fyrir bytjendur) segja að bíllinn sem þú gekkst fram hjá hafi stjakað við þér. Ef þú ert vel að þér í lögum getur þú sagt að þótt bíllinn hafi ekki komið við þig hafir þú komið við bílinn og þú færð peninga í vas- ann!!! Ótrúlegt en satt! Ef þú vilt verða þér úti um meira en smáaura þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Marblettir hjálpa alltaf mikið. Það er mjög sterkt að ganga fyrir bíl en veldu einn á hægri ferð, ekki viltu slasa þig að ráði. Það er reyndar alveg sama hvernig þú ferð að þessu, það eitt að þú sért gangandi og bíll í gangi komið saman, þú færð alltaf peninga. Því samkvæmt 88. gr. umf.l. þá ber gangandi vegfarandi nákvæmlega enga ábyrgð á gjörðum sínum. Nákvæmlega enga. Þú ert með vottorð frá Alþingi þess efnis að þú berir enga ábyrgð á lífi þínu og limum og það sé alveg sama hvað þú gerir og hvernig þú hagar þér. Svo að þú þarft ekki einu sinni að fela það að þú sért vísvitandi að fleygja þér fyrir bílinn. Og það sem meira er, tryggingafélögin munu koma til með að taka leikatriði þínu fagnandi. Þú verður hetja og færð alla þá peninga sem þig vantar. Af hveiju? Jú, þú kemur til með að hækka iðgjöldin hjá skráðum bif- reiðaeiganda. Og það er alveg sama hversu mikið þú kemur til með að græða, tryggingafélögin græða allt- af meira. ÁSTA SVAVARSDÓTTIR, Álfheimum 48, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.