Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Sendum vinum og velunnurum bestu nýársóskir
og þakkir fyrir kveðjur, skeyti og góðar gjafir í
tilefni gullbrúðkaups okkar síðastliðið gamlárs-
kvöld.
Heill fylgi framtíð okkar allra.
Sigríður og Jón,
Artúnum.
Ókeypis lögfræ&iaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator féhg laganema.
EINSÖNGSDEILD
Hefðbundið einsöngsnám samkvæmt
viðurkenndri námsskrá.
Hverri önn lýkur með tónleikum og/eða
stigsprófum.
Deildarstjóri: Friðrik S. Kristinsson.
SÖNGDEILD FYRIR ÁHUGAFÓLK
Einsöngstímar, raddþjálfun, hliðargreinar.
Hóptímar fyrir kórsöngvara 2 til 4 saman.
Litlir hópar, 6 til 12 saman, tekin fyrir létt
tónlist.
Unglingahópar.
Kennarar: Jóhanna Þórhallsdóttir
og Ragnheiður Linnet.
BARNAKÓR REYKJAVÍKUR
Syngjandi forskóli fyrir börn 2 til 5 ára.
Kórskóli fyrir 5 til 9 ára.
Kór I fyrir 9 til 12 ára.
Kór II fyrir 13 til 15 ára.
Stúlknakór Reykjavíkur fyrir 15 til 18 ára.
Aðalstjórnandi: Margrét Pálmadóttir.
Innritun og upplýsingar á
Ægisgötu 7, sími 562 6460.
Innritun barna í síma
551 5263.
Kennsla hefst þriðjudaginn
14. janúar.
FJOLBRAUTASXÓUNN
BREIÐNOUI
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
Kvöldskóli
Námsframboð vorönn 1997
í boði 144 áfangar og eftirtaldar námsbrautir.
Bóknám Eðlisfræðibraut
Náttúrufræðibraut
Nýmálabraut
Félagsfræðibraut
Iðnnám Grunndeild í tréiðnum
Grunndeild í rafiðnum
Húsasmíðabraut
Listnám
Starfsmenntanám
Rafvirkjabraut
Handíðabraut
Myndlistarbraut
Grunnnám í
matvælagreinum
Matartæknabraut
Sjúkraliðanám
Heimilisrekstrarbraut
Viðskiptanám Ritarabraut
Skrifstofubraut
Verslunarbraut
Bókhaldsbraut
Tölvubraut
Hagfræðibraut
Markaðsbraut
Stúdetspróf er hægt að taka af flestum brautum í kvöldskóla FB
Innritun
fímmtudag 09.01. kl. 16.30-19.30
Kennsla hefst mánudaginn 13.01. 1997 kl. 18.00
I DAG
SKAK
Umsjón MarÉcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á árlega
jólaskákmótinu í Hastings í
Englandi, en það hefur ver-
ið háð í meira en öld. Stiga-
hæsti keppandinn á mótinu
fékk hér slæman skell í
fyrstu umferð og náði sér
ekki á strik:
Mark Hebden (2.530)
hafði hvítt og átti leik, en
Michael Adams
(2.685) var með svart.
40. Rg6+! - fxg6 41.
fxg6 (Svartur verður
nú að gefa heilan
hrók, en fær samt
aðeins annað frípeð
hvíts í staðinn.) 41. -
Ke6 42. g7 - Hxh7
43. Hxh7 - Hg8
(Með skiptamun yflr
í endatafli stendur
hvítur til vinnings.)
44. Rf2 - e4 45. Rg4
- Bf4 46. Rh6 -
Bxh6 47. Hxh6 -
Re7 48. Hh8 - Kf7
49. Hxg8 - Kxg8 50. Kcl
og þvítur vann örugglega.
Úrslitin í Hastings urðu
þessi: 1.-3. Rosentalis, Lit-
háen, Hebden og Nunn 6
v. af 9 mögulegum, 4.-5.
Lalic, Króatíu, og Movse-
sjan, Armeníu, 5 v. 6. Ad-
ams 4 */* v. 7. Xie Jun, Kína,
4 v. 8.-9. Conquest og
Motwani, Skotlandi, 3 v. 12.
Flear 2!A v.
Aukaaðalfundur Taflfé-
lags Reykjavíkur fer fram
í kvöld kl. 20 í félagsheimil-
inu Faxafeni 12.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Með morgunkaffinu
Áster...
... súkkulaðikaka á
afmælisdaginn.
TM Reg. U S. Pat. Off. — all nghts reserved
(c) 1996 Los Angeles Times Syndicate
ÞETTA er Magnús Jóns-
son, skipstjóri, sem hefur
ekki komið i land i
rúmlega ár.
ÉG vil í fyrsta lagi þakka
foreldrum mínunt, sem
gerðu mér kleift að koma
hingað og í öðru lagi vil
ég þakka börnunum mín-
um, sem urðu þess vald-
andi að ég kom hingað.
ERTU nú ekki orðin illa
haldin af hrein-
gerningaæði?
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: ellyÞmbl.is
Lélegt
grænmeti á
Blönduósi
ÉG KEM stundum við á
Blönduósi á ferðum mín-
um norður í land og þá
fer í kaupfélagið þar til
innkaupa, m.a. á mat-
vöru. Það er alveg ótrú-
legt að í skipti eftir skipti
sem ég kem þama er í
boði hálfónýtt græn-
metni, t.d. morkið kál og
svarbrúnir sveppir. Ef ég
bið um ferskara græn-
meti hef ég bara fengið
loðin svör og mér sagt
að varan sé í lagi, þó ég
telji hana varla æta. Það
er ekki boðið upp á að
slá af verðinu þó maður
verði að skera jafnvel
helming burtu. Mér
finnst ótækt að Kaupfé-
lagið á Blönduósi bjóði
viðskiptavinum sínum
hálfónýta vöru og það á
fullu verði, þar sem
kaupfélagið situr eitt að
markaðnum.
R. Björk Eiríksdóttir.
Villiöndin
ERNA Jóhannsdóttir
hringdi og langaði að fá
upplýsingar um það
hvort leikritið Villiöndin
hefði verið sýnt áður, og
þá hvar, hvenær og
hveijir léku. Hún er í
síma 553-5063.
Tapað/fundið
Gleraugu
töpuðust
LÍTIL, dökk karlmanns-
gleraugu töpuðust lík-
lega á skemmtistaðnum
Casablanka í Lækjargötu
eða á leið í vesturbæinn
frá miðbæ á gamlárs-
kvöld. Finnandi vinsam-
legast hafið samband í
síma 552-4099.
Armband
tapaðist
ÞREFALT perluarm-
band tapaðist á nýárs-
fagnaði á Hótel Sögu.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að láta vita í síma
557-9935.
Kettlingar
FIMM gullfallegir kettl-
ingar, kassavanir og
þrifnir óska eftir góðum
heimilum. Upplýsingar í
síma 554-4045 eftir kl.
17.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót o.fl. lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja
afmælistilkynning-
um og eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329 eða
sent á netfangið:
gusta@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
Yíkverji skrifar...
Nýlega eða nánar tiltekið hinn
29. september síðastliðinn
voru 90 ár liðin frá því er Landsími
íslands var stofnaður með hátíð-
legri skeytasendingu ráðherra og
konungs. Síminn náði brátt mikilli
útbreiðslu, varð lyftistöng athafna-
lífs og átti m.a. stærstan þátt í
því, að heildverzlun við útlönd
komst á innlendar hendur.
Árið 1935 voru svo sett lög sem
sameinuðu Landsíma íslands og
Póststofuna og til varð fyrirtækið
Póstur & sími. Þetta fyrirtæki var
svo um síðustu áramót gert að
hlutafélagi, sem allt er í eigu ríkis-
ins, en breyttir tímar ollu því, að
nauðsynlegt þótti að breyta rekstr-
arformi fyrirtækisins, sem lengi
hefur verið eitt stærsta fyrirtæki á
íslandi.
Víkveija er ekki kunnugt um að
nokkurn tíma hafi Póstur & sími
veitt þjónustu án endurgjalds. Það
var því skemmtileg tilbreyting er
hið nýja fyrirtæki tilkynnti með
sérprentuðu smáblaði, sem borið
var í hús, að ókeypis yrði að hringja
innanlands frá klukkan 10 árdegis
á nýársdag til miðnættis. Merkilegt
að breyta þurfti rekstrarforminu til
þess að slíkur höfðingsskapur þyrfti
að koma í ljós.
Víkverja finnst þessi gerð hins
nýja hlutafélags til fyrirmyndar.
Fólk fékk sem sé nýársgjöf frá sím-
anum, það mætti hringja ókeypis
að vild til vina og vandamanna og
óska þeim gleðilegs nýárs. Hitt
furðaði Víkveiji sig á að í heilsíðu-
auglýsingum Pósts & síma hf., þar
sem fyrirtækið óskaði landsmönn-
um öllum farsældar á nýju ári, var
þess í engu getið að ókeypis væri
að hringja út um land á tilteknum
tíma á nýársdag. Hvers vegna?
Önnur fyrirtæki hefðu verið stolt
af þessari breytni sinni og hefðu
ekki falið hana í sérprentuðum
bæklingi, sem fæstir hirða um að
lesa og telja bara einn auglýsinga-
póstinn enn. En samt: Til hamingju
Póstur & sími, sem greinilega er
rétt byijaður að hugsa eins og sjálf-
stætt hlutafélag, en virðist þó enn
pínúlítið ragur við það.
xxx
*
Adögunum kom sonur Víkveija,
sem vildi fara að heimsækja
kærustuna, sem býr í Breiðholts-
hverfí og spurði, hvort hann gæti
fengið bílinn lánaðan. Víkveiji taldi,
að hann gæti nú rétt eins tekið
strætisvagn, þeir væru þægilegur
ferðamáti í höfuðborginni, starf-
ræktir fyrir borgarana til þess að
komast á milli hverfa hennar. Son-
urinn kvað nei við. Það væri útilok-
að að komast milli þessara tveggja
staða miðað við leiðakerfið, nema
það tæki lungann úr kvöldinu. Kerf-
ið væri meinlega gallað.
Þessu vildi Víkvetji ekki trúa og
sótt var inn í skáp lítil bók, sem
Strætisvagnar Reykjavíkur gefa út
og er leiðalýsing vagnanna og þar
á korti á að vera unnt að sjá hvern-
ig komast megi milli borgarhiuta
án þess að þurfa að ganga einhveij-
ar meiri háttar vegalengdir. Og viti
menn, strákurinn hafði rétt fyrir
sér. Útilokað var að nálgast strætis-
vagn í heimahverfi Víkverja, nema
taka fyrst vagn og aka niður á
Hlemm, marga kílómetra vestan við
heimili Víkveija, og skipta þar um
vagn, sem ók upp í Breiðholtshverf-
ið. Á austurleið frá Hlemmi ekur
svo vagninn rétt við heimili Vík-
veija — en heitir þá hraðferð eða
eitthvað í þá áttina og stansar
hvergi í nágrenninu.
Víkverja varð hugsað til allrar
þeirrar gagnrýni, sem nýja leiða-
kerfí SVR hefur sætt á undanförn-
um misserum. Hann sannfærðist á
þessu kvöldi, að sú gagnrýni á við
mikil rök að styðjast. En hvað ger-
ist? Nákvæmlega ekki neitt. F’yrir
hvetja eru þessir vagnar? Svo virð-
ist sem stjórnendur SVR líti svo á,
að þeir séu ekki fyrir borgarana.
Það eitt virðist augljóst.