Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 2

Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 10 ára Eyrbekkingur fer á Norðurlandamótið í skólaskák BEKKJARFÉLAGAR Pálmars kunnu vel að meta það að eiga góðan skákmann innan sinna raða. Morgunblaðið/Sig. Jóns. PÁLMAR Jónsson 10 ára skákmaður frá Eyrarbakka. Ný tækni tekin upp við skattframtal Breytt útlit vegna tölvu- vinnslu TEKIN verður upp ný tækni við skráningu á skattgögnum á þessu ári hjá Ríkisskatt- stjóraembættinu og hefur því útliti skattframtalseyðublaða sem berast landsmönnum í síðari hluta mánaðarins verið breytt. Breytingin felur það í sér að í stað þess að handskrá framtöl verða þau skönnuð og skráð vélrænt inn í tölvu- kerfi skattyfirvalda. skv. upp- lýsingum Hrefnu Einarsdótt- ur, deildarstjóra hjá Ríkis- skattstjóra. Þessi tækni ræð- ur jafnt við handskrifuð framtöl sem vélrituð svo framarlega sem fylgt er leið- beiningum um útfyllingu talna í reiti framtalsins. Samhliða þessari breyt- ingu verða einnig tekin upp stöðluð rekstrarframtöl, ef rekstraraðilar óska eftir að skila upplýsingum á stöðluðu formi. Eru reitirnir á framtal- inu skilgreindir fyrirfram og upplýsingar skráðar þar inn. Mikill ávinningur Hin nýja tækni felst í því að tekin er mynd af framtal- inu og það vistað á stafrænu formi, sérstakur hugbúnaður fer yfir skjalið og skynjar og greinir tölur í reitunum. Ræð- ur þessi tækni við greiningu á handskrift og aðspurð sagði Hrefna að þessi tækni hefði verið prófuð rækilega og því ætti ekki að vera hætta á að handskrifaðar tölur verði ekki greindar rétt. Mikill ávinningur verður af þessari breytingu þegar fram í sækir fyrir skattyfír- völd m.a. vegna þess að ekki þarf að handskrá framtölin inn á tölvur og mikill tími sparast með þessu fyrirkomu- Iagi sem áður fór í að flokka og nálgast framtalsgögn. Tefli langar skákir og æfi byrjanir Selfossi. Morgunblaðið. PÁLMAR Jónsson 10 ára Eyr- bekkingur sigraði örugglega í undankeppni fyrir Norður- landamótið í einstaklingskeppni í skólaskák. Keppnin fór fram um helgina og var keppt um eitt sæti í yngsta flokki 10 ára og yngri. Pálmar mun því keppa á Norðurlandamótinu í Færeyj- um sem haldið verður í febrúar. Pálmar sigraði örugglega, vann fyrstu átta skákirnar og fékk átta vinninga af níu mögu- legum. í öðru til þriðja sæti urðu Víðir Petersen, Kópavogi, og Aron Nílsson, Reykjavík, með 7 vinninga, báðir 8 ára gamlir. Pálmar vakti fyrst athygli á Landsmótinu í skólaskák sem haldið var á Eyrarbakka í fyrra. Pálmar byijaði að tefla 8 ára í skólanum. „Það er mikið teflt hér í skólanum, aðallega yngri krakkarnir,“ sagði Pálmar. Hann sagði að sér fyndist gaman að tefla vegna þess að það þyrfti að reikna mikið út alls konar möguleika en hann hefur gaman af stærðfræði. Hann segist hugsa svona 3-4 leiki fram í tímann þegar hann er að tefla og segist ætla að æfa vel fyrir Norðurlandamótið í Færeyjum. „Ég ætla að tefla langar skákir og æfa nýjar byijanir til að nota á mótinu," sagði hinn ungi og efnilegi skákmaður frá Eyrar- bakka. Bekkjarfélagar Pálmars voru hinir ánægðustu með að eiga svo góðan skákmann innan sinna raða og nánast allir í bekknum sögðust tefla og hafa gaman af skák. Allir voru tilbúnir að vera í stuðningsklúbbi Pálmars þegar hann fer á Norðurlandamótið í Færeyjum í febrúar. Þegar Pálmar kom í skólann í gær- morgun fékk hann afhentan veg- legan blómvönd frá skólanum. Samkeppnisstofnun telur auglýsingar Brimborgar um nýja fjármögnun villandi Nýir bílar seldust upp um helgina ALLIR nýir bílar á lager Brimborg- ar hf. seldust upp á sýningu fyrir- tækisins um helgina þar sem ný fjármögnunarleið var kynnt með yfírskriftinni „fislétt fjármögnun“. Þannig seldust upp allir nýir smá- bílar hjá umboðinu af gerðunum Ford og Daihatsu Charade og fjöi- margar pantanir bárust, þ.á m. í dýrari bíla af Volvo-gerð. „Mér sýnist að salan eftir helgina verði á bilinu 60-100 bílar,“ sagði Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar gert athugasemd- ir vegna auglýsinga Brimborgar um helgina á hinni nýju fjármögn- unarleið þar sem þær eru taldar villandi og mun fyrirtækið breyta auglýsingunum. Eins og fram hefur komið er umrædd fjármögnun á vegum Lýs- ingar hf. Hún er hagstæðari fyrir einstaklinga en hefðbundin bílalán, sem nemur 1,5% stimpilgjaldi. Slíkt gjald er Iagt á hefðbundin bílalán eins og önnur skuldabréfalán, en kaupleigusamningar eru undan- þegnir. Þar að auki eru samning- arnir mun sveigjanlegri en þau bíla- lán sem hafa verið í boði hjá trygg- ingafélögum og eignarleigufyrir- tækjum. Vaxtakjör og lántökugjald bílasamninga er hins vegar sam- bærileg og á öðrum bílalánum. Egill benti á að hin nýja fjár- mögnun Lýsingar gæfi einstakling- um kost á lítilli greiðslubyrði vegna kaupa á nýjum bílum, þar sem hægt væri að fresta verulegum hluta afborgunar til loka láns- tímans. Þegar þar að kæmi mætti framlengja samninginn þannig að greiðslubyrðin héldist óbreytt. í öðru lagi gæti viðkomandi greitt upp eftirstöðvar samningsins í lok lánstímans og eignast bílinn þannig alfarið. í þriðja lagi væri unnt að setja gamla bílinn upp í nýjan bíl og gera upp samninginn með nýjum bílasamningi. Fjöldi ábendinga borist til Samkeppnisstofnunar Að sögn Önnu Birnu Halldórs- dóttur hjá Samkeppnisstofnun eru auglýsingar Brimborgar mjög vill- andi. Hún sagði að Samkeppnis- stofnun hefði í gær borist fjöldi kvartana og ábendinga vegna aug- lýsinganna, bæði frá keppinautum Brimborgar og neytendum. í auglýsingum um greiðslukjör og afborganir þarf samkvæmt reglugerð um verðupplýsingar í auglýsingum að koma fram annars vegar staðgreiðsluverð þess sem auglýst er og hins vegar heildar- upphæðin sem greiða þarf. Anna Birna segir að þetta komi ekki fram í umræddum auglýsingum Brim- borgar í blöðum og sjónvarpi og þær séu mjög villandi. Samkeppnisstofnun mun senda Brimborg athugasemdir vegna auglýsinganna og óska skýringa fyrirtækisins á þeim. Egill sagðist mundu skoða at- hugasemdirnar og breyta auglýs- ingunum til samræmis við þær. „Astæðan fyrir því að við höfðum þennan hátt á er sú að hér er um nýjung að ræða, miklar upplýsingar og erfítt er að koma þeim á fram- færi í stuttri auglýsingu'. Því var fólk hvatt til að leita nánari upplýs- inga.“ Glitnir hf., sem er umsvifamikið fyrirtæki í bílalánum, tilkynnti á föstudag eftir að kunngert var um bílasamninga Lýsingar, að hann myndi einnig bjóða einkabíla á kaupleigusamningum á sambæri- legum kjörum. Hrapaði til banaí Merkigili í Skagafirði Sauðárkróki. Morgunblaðið. BANASLYS varð í Akrahreppi um hádegisbil á sunnudag. Helgi Jóns- son, bóndi á Merkigili, hrapaði í gilið og mun hafa látist samstundis. Tildrög slyssins munu hafa verið þau að Helgi hafði sammælt sig við Stefán Hrólfsson, bónda á Keldu- landi, að Stefán sækti hann að eyðibýlinu Gils- bakka um hádeg- isbil, en Helgi ætlaði að ganga yfír gilið. Saman ætluðu þeir síðan á fund í sveitinni. Þegar Helgi kom ekki á tilsettum tíma að Gilsbakka fór Stefán við annan mann fram að gilinu og þar sáu þeir slóð Helga meðfram gilbarm- inum og síðan hvar hann hafði hrap- að fram af gilbrúninni að norðanverðu um 150 metra niður í gljúfrið. Helgi Jónsson var ættaður frá Herríðarhóli í Rangárþingi og kom fyrst að Merkigili sem ráðsmaður Moniku H. Helgadóttur sem þar bjó þá ein, orðin gömul kona. Árið 1976”’ keypti Helgi Merkigil með allri áhöfn og bjó þar síðan. Monika dvaldist þar hjá honum meðan aldur og heilsa hennar leyfði, en eftir það var Helgi einn á Merkigili. ♦ ♦ ♦ Lést í vinnu- slysi á Suðurey HELGI Arnar Guðmundsson, Hvalba á Suðurey, lést að morgni 10. janúar á sjúkrahúsinu í Þórshöfn í Færeyj- um af völdum vinnuslyss um borð í færeyska togaranum Fönix. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Suðu- rey átti slysið sér stað að kvöldi fimmtudags og var verið að hífa troll um borð í togarann þegar vír slitnaði og slóst í Helga, þar sem hann stóð við þriðja mann aftast í skipinu. Hann var fluttur á sjúkra- hús á Suðurey þar sem hann gekkst undir aðgerð en var síðan fluttur á sjúkrahúsið í Þórshöfn, þar sem hann lést að morgni föstudags af völdum innvortis blæðinga. Helgi var 31 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö böm í Færeyjum auk 11 ára dóttur á ís- landi. ------♦ ♦ ♦------ 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Sauðárkróki. Morgunblaðið. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra dæmdi í gær tæplega tvítugan mann til átján mánaða óskilorðs- bundinnar fangelsisvistunar og greiðslu 190 þúsund króna í máls- vamarlaun, vegna líkamsárásar sem framin var á dansleik í félagsheimilinu Miðgarði í desember síðastliðnum. Málsatvik voru þau að hinn dæmdi sló mann í höfuðið með hafnabolta- kylfu svo að af hlutust miklir áverk- ar og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavík- ur þar sem hann gekkst undir að- gerðir og hefur verið á sjúkrahúsi síðan. Hinn dæmdi hefur ekki áður kom- ist í kast við lögin og gekkst við broti sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.