Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameiginleg æfing Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins á Faxaflóa Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ,PATARINN“ leiðbeinir TF-SIF við iendingu á þyrlupalli danska varðskipsins Hvidbjernen úti á Faxaflóa. flotadeild danska sjóhersins og er það nýjasta af fimm varðskipum hennar. Fjögur þeirra eru af gerð- inni „Thetis" og eru smíðuð í Svendborg skibsværft í Danmörku. Þau voru tekin í notkun á árunum 1990 til 1992. Hvidbjornen er 3.500 tonn að stærð, 112,5 metrar að lengd og 14,4 metrar á breidd. Það er búið háþróuðum afísingarbún- aði og sérstaklega styrkt til sigl- inga í miklum hafís. I áhöfn eru 62 manns og eru þeir að jafnaði tvo til þijá mánuði í túrnum. „Höfum miðlað Gæslunni af reynslu okkar“ Nýr skipherra, Theis Riber, er að taka við starfi á Hvidbjornen o g af því tilefni er Axel Fiedler, flotaforingi í fyrstu flotadeiid sjó- hersins, með i för. Nýja starfið leggst vel í Riber ogkveðst hann nyög ánægður með skipið. Það sé afbragðsgott sjóskip af góðri stærð, þoli vel að sigla í ís og henti vel til siglinga í öllu Norður-Atl- antshafinu. Það tekur flotaforing- inn undir og segir það einnig mik- ilsvert hversu góður allur aðbúnað- ur áhafnarinnar er um borð. Aðspurður um hvort hann myndi ráðleggja Landhelgisgæslunni að fjárfesta í skipi af þessari tegund segir Fiedler að ákvörðunin sé auðvitað íslendinga, en vissulega sé hann afar ánægður með Thetis- skipin. „Við höfum miðlað Land- helgisgæslunni af reynslu okkar og hún er nyög góð,“ segir Fiedler. Aðflug, sig, nauð- lending og bruni Landhelgisgæslan og danski sjóherínn héldu sameiginlega björg- unaræfingu á Faxaflóa sl. laugardag. Margrét Sveinbjörnsdóttir og Halldór Kolbeins ljós- myndari fylgdust með. ÚTI á Faxaflóa, nánar tiltekið um níu sjómílur vestsuðvestur af Akranesi, blaktir danski fáninn við hún á varðskipinu Hvidbjorn- en. Sameiginleg æfing Landhelg- isgæslunnar og danska sjóhersins er í þann mund að hefjast. Þyrla Gæslunnar, TF-SIF, nálg- ast skipið, sveimar yfir því um stund og er í stöðugu fjarskipta- sambandi við sljórnstöð þess. Von bráðar fæst heimild til lendingar og þyrlan færir sig hægt en örugg- lega upp að hlið skipsins, stað- næmist í loftinu yfir þyrlupallin- um og sígur mjúklega niður. Lend- ingarsljóri, sem áhöfn þyrlunnar kallar raunar „patara", stendur á þyrlupallinum með tvær gular veifur, sem hann patar upp, niður og til hliðar eftir kúnstarinnar STÝRIMAÐURINN og sigmaðurinn Auðunn Kristinsson sígur niður úr þyrlunni. reglum, í þeim tilgangi að leið- beina við lendinguna, auk þess sem flugstjóri og flugmaður fá áfram nákvæm fyrirmæli úr stjórnstöð skipsins. Þyrla í neyð Æfingin hefst á aðflugi og lend- ingu þyrlunnar á þyrlupalli, með nákvæmri tilsögn úr stjórnstöð skipsins. Þá er æft sig úr þyrl- unni, þar sem þyrlan er staðsett ofan við skipið, sigmaður og lækn- ir síga niður í línu og eru hífðir upp aftur. Næst kemur tilkynning um þyrlu í neyð, með tvo slasaða menn innanborðs. Þyrlan nauð- lendir, slökkvilið skipsins er í við- bragðsstöðu með fulikominn siökkvibúnað og björgunarlið fær- ir hina „slösuðu" á börum inn á vel búinn skipsspítalann og kannar ástand þeirra. Hvidbjornen tilheyrir fyrstu Andlát ÞORSTEINN S. THORAREN SEN ÞORSTEINN S. Thor- arensen, fyrrverandi borgarfógeti í Reykja- vík, lézt síðastliðinn laugardag á 80. aldurs- ári. Þorsteinn var fædd- ur 12. maí 1917 á Mó- eiðarhvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Skúli Þorsteins- son Thorarensen og Ástríður Kjartansdóttir Thorarensen. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1936 og embættisprófi í lögfræði frá gegndi hann því emb- ætti til 1987, er hann fékk lausn frá störfum vegna aldurs. Hann var oft settur setudómari og setufóg- eti víða um land. Þá var hann settur hæstarétt- ardómari frá 1. október til 31. desember árið 1980 og oft endranær í einstökum málum. Þor- steinn var aukakennari við lagadeild Háskóla íslands frá 1970 til 1988 og varadómari í félagsdómi 1974-1983, Morgunblaðið/Albert Kemp EINS og sjá má er bíllinn mikið skemmdur. Alvarlega slasað- ur eftir bílveltu Fáskrúðsflrði. Morgunblaðið. Háskóla Islands 1943. Arið 1948 hlaut hann réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Þorsteinn stundaði bústörf á Mó- eiðarhvoli 1943-44. Hann var síðan fulltrúi hjá borgarfógetanum í Reykjavík 1944-1963, en þá var hann skipaður borgarfógeti og forseti dómsins 1980- 1983. Eftir Þorstein liggja greinar og ritgerðir um lögfræði. Þorsteinn kvæntist árið 1949 Unu Hansdóttur Thorarensen, f. Peters- en. Hún lézt árið 1987. Börn þeirra eru Ástríður Thorarensen, hjúkrun- arfræðingur og forsætisráðherrafrú, og Skúli Thorarensen, starfsmaður Landspítalans. Maður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsiudeild Sjúkrahúss Reykja- víkur eftir að bíll hans fór út af veginum innst í Vattamesskriðum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar- fjarðar sl. laugardagskvöld. Veg- farandi sem átti leið um skriðurnar sá hjólför sem lágu út af veginum og lét lögreglu vita. Talið er að slysið hafi átt sér stað um kl. 21 á laugardagskvöld eða örfáum mínútum áður en veg- farandinn kom að slysstaðnum. Hann tilkynnti lögreglu strax að hann hefði séð að hjólför lágu út af veginum og fór síðan niður skriðurnar til að hlúa að hinum slasaða. Jeppabifreiðin, sem fór út af veginum og valt, stöðvaðist á hjól- unum 50-60 metra neðan við veg- inn en þarna er mjög bratt niður og stórgrýtt urð. Veður var mjög slæmt, allhvöss norðaustanátt og krapahríð og hálka á vegi. Kallað á þyrlu Eftir að tilkynnt hefði verið um slysið fór sjúkrabíll frá Fáskrúðs- firði og menn frá björgunarsveit- inni Geisla á Fáskúrðsfirði og komu þeir manninum upp á veg. Enginn læknir er starfandi á Fá- skrúðsfirði, en læknar frá Eskifirði og Reyðarfirði fóru til móts við sjúkrabílinn. Eftir að komið var með manninn á Heilsugæslustöðina á Reyðarfirði kom í ljós að hann var meira slas- aður en talið var í fyrstu og var þá ákveðið að kalla út þyrlu. Út- kallið barst stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar kl. 23.06. Þyrlan þurfti að hafa viðkomu á Höfn í Horna- firði til að taka eldsneyti og súr- efni, en hún lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur kl. 5.43. Að sögn læknis á gjörgæsludeild er maðurinn með mjög alvarlega höfuðáverka. Hlaut alvar- lega háls- áverka í árekstri KONA, sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bifreiða í Borgarfirði á sunnudag, gengst að öllum líkindum undir aðgerð vegna hálsáverka í Sjúkrahúsi Reykjavík- ur í dag, að sögn læknis á gjör- gæsludeild. Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning um slysið um kl. 16.30 á sunnudag, þegar bóndinn á Hraunsnefi í Norðurárdal óskaði eftir að sjúkrabíll, læknir og lög- regla kæmu á staðinn, en slysið varð skammt frá bænum. Tveir bílar höfðu rekist saman á veginum og annar kastast út af honum. Kona, sem ók öðrum bíln- um, slasaðist mjög mikið og var í fyrstu flutt í sjúkrahúsið á Akra- nesi, en þar var tekin ákvörðun um að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hana í Sjúkrahús Reykjavíkur. --------------- Tafir á fimm ferðum Flug- leiða VEGNA bilunar í flugvél Flugleiða í Fort Lauderdale sl. laugardag varð seinkun á fimm ferðum Flug- leiða í millilandaflugi á sunnudag. Farþegar sem voru á leið frá Banda- ríkjunum til meginlands Evrópu gistu hérlendis aðfaranótt mánu- dagsins. I einni af þessum fimm ferðum, sem tafir urðu á, var vegna mistaka í Bandaríkjunum settur rangur kost- ur um borð í eina flugvélina. í stað kvöldverðar var farþegum boðið upp á morgunverð og kvörtuðu sumir undan fæðinu. Farið var með tengif- arþega til Evrópu á Hótel Esju og þeim gefinn kvöldverður þar. IKEA veitiittíastaðui'iiin ' J J , . , 4MLt' er í hádeginu Salatdiskur 298.- Veitingastaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.