Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 6

Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nordfoto ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, veitir gestum í samsætinu eiginhandaráritun. BÖRNIN voru ánægð með heimsókn forsetahjónanna og hér hefur ein af yngri kynslóðinni vingazt við frú Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UM 500 íslendingar þáðu í gær boð ís- lensku forsetahjónanna um að koma til kaffisamsætis í Moltkes Palæ í miðborg Kaupmannahafnar. Þarna var fólk á öll- um aldri, allt frá smábörnum upp í aldrað fólk, og þáði kaffi og vínarbrauð í góðu yfirlæti. Forsetahjónin komu til Kaupmanna- hafnar frá Stokkhólmi, en þar voru þau viðstödd jarðarför Bertils prins, sem fór 500 íslendingar í kaffi- samsæti forsetahjónanna fram um hádegi í gær. Forsetahjónin sátu mannahafnar og tóku á móti löndum sín- þó ekki síðdegisverð sænsku konungs- um þar. hjónanna, heldur héldu rakleiðis til Kaup- Samsætið var mörgum kærkomið tæki- færi til að heilsa upp á forsetahjónin, sem gengu á milli gesta og tóku þá tali. Það voru ekki síst krakkarnir, sem voru ánægðir að komast í tæri við þau hjónin, sem sinntu þessum áhugasömu gestum sínum vel. Forsetahjónin dvelja í Kaupmannahöfn fram að helgi og taka þátt í hátíðahöldum í tilefni af ríkisafmæli Margrétar Þórhild- ar Danadrottningar, ásamt öðrum nor- rænum þjóðhöfðingjum. Harkalegar deilur Stöðvar 2 og Stöðvar 3 Báðír segjast kanna málshöfðun Athugasemd frá Stöð 3 Alvanalegt að starfs menn færi sig milli HARKA er í deilum forsvarsmanna Stöðvar 2 og Stöðvar 3 eftir að fimm stjórnendur fyrrnefnda fyrirtækisins hófu fyrirvaralaust störf hjá því síð- arnefnda og kanna báðir aðilar möguleika á málshöfðun. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Stöð 2, segist m.a. íhuga að krefjast lög- banns á störf mannanna hjá Stöð 3. Einar Kristinn Jónsson, stjórnar- formaður Stöðvar 3, segir að fyrir hönd Magnúsar E. Kristjánssonar, nýráðins sjónvarpsstjóra, og annarra starfsmanna hafi fyrirtækið falið lögmönnum sínum að bregðast við og kanna möguleika á höfðun meið- yrðamáls í framhaldi af yfirlýsingum talsmanna Stöðvar 2 um að þeir telji að Magnús og jafnvel fleiri fimmmenninganna hafi tekið skjöl með upplýsingum um rekstur Stöðv- ar 2 af skrifstofum sínum þegar þeir létu af störfum á föstudag. „Ég tók engin gögn, ég hef ekki misnotað nein gögn, ég hef ekki lát- ið einum eða neinum í té trúnaðar- upplýsingar frá íslenska útvarpsfé- laginu, hvorki munnlegar né skrif- legar og mun ekki láta neinum í té slíkar upplýsingar," sagði Magnús E. Kristjánsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu og sagði það komið í lögfræðilegan farveg. Stöð 2 íhugar lögbann „Að því leyti sem þetta fyrirtæki verður fyrir tjóni af völdum þessara manna verða þeir látnir bera það tjón. Við munum höfða skaðabóta- mál og ég velti því fyrir mér að fá sett lögbann á að þeir mæti til starfa hjá Stöð 3 meðan þeir hafa mæting- arskyldu, vinnuskyldu og hlýðni- skyldu gagnvart okkur. Meðan við höfum ekki leyst þá undan þeim skyldum eiga þeir að mæta hér,“ segir Sigurður G. Guðjónssonar, stjórnarmaður í íslenska útvarpsfé- laginu. Sigurður segir að Magnús E. Kristjánsson, nýráðinn sjónvarps- stjóri Stöðvar 3, hafi setið stjórnar- fund í íslenska útvarpsfélaginu þann 4. janúar og þá hafi hann fengið afhentar allar rekstraráætlanir fyrir- tækisins, auk upplýsinga um tekjur þess á liðnu ári, fjölda áskrifenda og hreyfingar á áskrifendum, aug- lýsingatekjur og fleira. „Þessi gögn eru ekki á skrifstofu Magnúsar," segir Sigurður. „Þessum mönnum hafði verið treyst fyrir mikl- um upplýsingum um framtíð fyrir- tækisins. Jón Axel Ólafsson hafði t.d. allar nýjustu upplýsingar þessa fyrir- tækis um „pay-per-view“ og fýrirætl- anir okkar í því sambandi. Þau gögn eru ekki á hans skrifstofu. Thor 01- afsson, sölustjóri auglýsinga, var hér á fimmtudagskvöld. Hann hefur ekki afhent okkur upplýsingar um stöðu einstakra mála.“ Sigurður segist telja að útganga stjórnendanna fimm sem ráðnir hafa verið til Stöðvar 3 sé svívirðileg. „Þetta er svívirðileg útganga sem á sér ekkert fordæmi í íslensku við- skiptalífi. Þess eru varla dæmi í ís- lenskri viðskiptasögu að menn skuli tæma skrifstofur sínar að kvöldi og snemma að morgni og koma svo eftir hádegi, henda í menn sundur- klipptum kreditkortum og bensín- kortum og segjast vera farnir að vinna hjá Stöð 3.“ Sigurður segir að þeir Magnús, Jón Axel, Thor og Magnús Viðar Sigurðsson, framleiðslustjóri, hafí ekki haft uppi neina tilburði til þess að ganga frá starfslokum hjá fyrir- tækinu og setja stjórnendur þess inn i stöðu þeirra mála sem undir þá hafa heyrt. Þó undanskilji hann að þessu leyti Hannes Jóhannsson tæknistjóra. „Hann er sá eini sem hefur farið formlega fram á að vera leystur undan sínum samningi og hann hefur boðist til að vera okkur innan handar meðan yfírfærslan milli fyrirtækja eigi sér stað, segir Sigurður." Ómæld yfirvinna Sigurður segir að tjón Stöðvar 2 vegna útgöngu stjórnendanna geti orðið margvíslegt. T.d. ómæld auka- vinna starfsmanna sem nú standi yfir til þess að reyna að fá botn í stöðu mála þeirra sem mennirnir hafi borið ábyrgð á. Þá segir hann að hagnýti mennirnir sér í starfi fyrir keppinautinn þær upplýsingar sem þeir hafí haft á brott frá Stöð 2 sé það skýlaust brot á 27. grein samkeppnislaga. Lögmenn fyrirtæk- isins hafi framhaldið til skoðunar. Sigurður segist telja að allt þetta mál sé íhugunarefni fyrir íslenskt viðskiptalíf. „Er þetta löglegt og ef svo er er þetta það siðferði sem menn eru að sækjast eftir; að menn geti komið samkeppnisfyrirtæki í uppnám með þessum hætti? Menn í viðskiptalífinu í heild ættu að velta því fyrir sér hvort svona útganga sé það sem íslensk fyrirtæki sjá fyr- ir sér í framtíðinni. Þetta er eins- dæmi, það þýðir ekkert að skírskota til þess að þetta sé alvanalegt.“ Sigurður kvaðst telja þetta mál sambærilegt frægu máli General Motors og Volkswagen sem kennt er við Lopez, frakvæmdastjóra sem fór milli starfa hjá fyrirtækjunum. „Við erum komnir inn á Evrópska efnahagssvæðið og það hafa tekið gildi samkeppnisreglur sem vernda neytendur og einnig fyrirtæki gegn óréttmætri samkeppni innanlands." Sigurður var spurður hvort Stöð 2 hefði haft samband við stjórnend- urna fimm um helgina til þess að reyna að telja þeim hughvarf og sagði hann að haft hefði verið sam- band við Hannes Jóhannsson en ekki við aðra. Hins vegar hefði öllum fímm verið sent bréf með áskorun um að mæta til vinnu í dag. Spurður um fregnir af því að starfsmönnum Stöðvar 2 hefði á laugardaginn verið gert að undirrita samning um að þeir mundu ekki hefja störf hjá samkeppnisaðilum næstu tvö ár sagði Sigurður það rangt enda stæðust slík ákvæði sennilega ekki í ráðningarsamning- um almennra starfsmanna. Á laug- ardag hefðu hins vegar fyrir tilviljun verið undirritaðir almennir ráðning- arsamningar nokkurra starfsmanna um kaup og kjör og starfsheiti; samningar sem markaðsstjóri hefði dregið að ganga frá. ÍSLENSK margmiðlun hf., eigandi Stöðvar 3, sendi á sunnudagskvöld frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 á laugar- dagskvöld um ráðningu fram- kvæmdastjóra og annarra starfs- manna til Stöðvar 3: „í fyrsta lagi er fréttaflutningur Stöðvar 2 algjörlega einhliða og þjónar fyrst og fremst einkahags- munum eigenda íslenska útvarpsfé- lagsins undir afar þjálli fréttastjórn þeirra, frekar en hagsmunum áhorf- enda og almennings. Aldrei var leitað eftir sjónarmiði annarra aðila málsins en eigenda íslenska útvarpsfélagsins. Fréttaflutningur af þessu tagi á sér ekki hliðstæðu í ábyrgri fjölmiðlun. Af þessum ástæðum og öðrum er blásið til sóknar hjá Stöð 3 til að gefa almenningi nýjan og verðugan valkost. í öðru lagi eru viðbrögð Islenska útvarpsfélagsins í innbyrðis ósam- ræmi. Haft er eftir lögmanni félags- ins og stjórnarmanni í fjölmiðlum í fyrradag og gærmorgun að við þessu hafí verið búist og að Stöð 2 líti á þetta sem eðlilega ákvörðun, en í gærkvöld er haft í hótunum. í þriðja lagi beinist fréttaflutning- ur Stöðvar 2 að persónu Magnúsar E. Kristjánssonar á þann hátt að jaðrar við atvinnuróg. í fjórða Jagi var í fréttinni greint frá bréfi Islenska útvarpsfélagsins til Magnúsar í gær. Þess var hins vegar ekki getið að íslenska útvarps- félagið sendi í gær öllum þeim starfsmönnum sem í fyrradag réðu sig til Stöðvar 3, sérstakt hótunar- bréf um skaðabætur og málaferli vegna starfaskipta sinna. Við þetta er ýmislegt að athuga. Samkeppnislög hindra ekki starfsmenn í að skipta um starfsvett- vang á markaði þar sem fákeppni ríkir eins og í ljósvakamiðlun. Sam- keppnislög færa íslenska útvarpsfé- laginu viðkomandi starfsmenn ekki til eignar, almenn þekking þeirra og reynsla er nokkuð sem þeir hafa áunnið sér með menntun og störfum fyrir ýmsa aðila í gegnum tíðina. Álvanalegt er og eðlilegt að starfs- menn færi sig milli fyrirtækja í sam- bærilegum rekstri eins og íslenska útvarpsfélagið þekkir sjálft, en margir starfsmanna þess unnu áður hjá Ríkisútvarpinu. Við ráðningu hinna nýju starfs- manna til Stöðvar 3 er fyrst og fremst leitað eftir almennri færni, þekkingu og reynslu þeirra til að byggja upp sjónvarpsstöð á öðrum tæknilegum og dagskrárlegum for- sendum en Stöð 2. Með hótunarbréfum er ómaklega vegið að starfsmönnum, sem um áraraðir hafa unnið óeigingjarnt og ötult starf hjá íslenska útvarpsfé- lagsins og ættu frekar þakkir skildar en lögfræðihótanir. Jafnframt er á afar ósmekklegan hátt vegið að atvinnufrelsi og tekju- möguleikum viðkomandi sarfs- manna um komandi framtíð. Stöð 3 mun að sjálfsögðu slá skjaldborg um hina nýju starfsmenn og fjölskyldur þeirra gegn svo óvæginni árás frá Islenska útvarpsfélaginu hf. á fram- færslumöguleika þeirra. Engar forsendur eru fyrir því áliti að samkeppnislög eða önnur lands- lög séu brotin að mati lögmanna Stöðvar 3, sem hafa fengið málið til umfjöllunar." Rannsókn á viðskiln- aði sveitar- stjóra BÆJARSTJÓRl ísafjarðarbæj- ar fór þess fyrir nokkru á leit við lögfræðing bæjarins að hann óskaði eftir opinberri rannsókn á viðskilnaði og fjár- reiðum fyrrverandi sveitar- stjóra á Suðureyri og er málið nú til meðferðar hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins, að því er Kristján Þ. Júlíusson, bæjar- stjóri á ísafirði, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið. Málið kom upp þegar unnið var að milliuppgjöri á reikning- um hjá sveitarfélaginu en þá komu í ljós atriði sem stjómend- ur hins nýja sameinaða sveitar- félags ísafjarðarbæjar vildu fá nánari skýringar á. Sveitarstjór- inn sem um ræðir lét af störfum á fyrri hluta seinasta árs. Í I f I I I I I Í I i í I I I I 1 I I i í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.