Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 9
FRETTIR
Úrskurður Einkaleyfastofu
Vörumerkið
Naggar eign KÞ
EINKALEYFASTOFAN hefur úr-
skurðað að Kaupfélag Þingeyinga,
Húsavík, hafi einkarétt á notkun
vörumerkisins Naggar. Heitið hefur
verið notað um litla forsteikta og
mótaða kjötbita. Sláturfélag Suður-
lands hefur í framhaldi af úrskurð-
inum breytt heiti sínu á þessari vöru
í bita. Að sögn Ásgeirs Baldurs,
markaðsstjóra KÞ, eru þó enn til
sölu naggar frá SS, pakkaðir 7. jan-
úar, en úrskurðurinn féll 17. desem-
ber. Hann segir að KÞ muni óska
eftir lögbanni á notkun SS á heitinu.
KÞ óskaði eftir skráningu vöru-
merkisins í júlí 1995 en í nóvember
sama ár bárust andmæli Sláturfé-
lagsins. Rökstuðningurinn var sá að
orðið væri of almennt, fyndist í orða-
bókum og hefði merkinguna „eitt-
hvað smávaxið, biti eða afbitið
stykki“ og því sjálfsagt orð yfir litla
kjötbita eða hliðstæða vöru. Bent
var á hliðstæðu í notkun orðsins
pylsa sem er lýsandi fyrir ástand
og form vörunnar og ekki skráning-
arhæft. Einnig var bent á að það
líkist enska orðinu nuggets, sem sé
í daglegu tali notað um sérstaklega
formaða kjötbita. Skyldleiki orðanna
naggar og nuggets væri augljós.
Frumleg og skemmtileg
hugmynd segir KÞ
í rökstuðningi KÞ segir að sam-
kvæmt túlkun vörumerkjalaga sé
skráning orða sem finnast í orðabók
ekki útilokuð, heldur aðeins orða
sem notuð eru í daglegu máli og
fagmáli í viðskiptum. Orðið naggur
hafi auk þess ekki áður verið notað
um matvöru, hvað þá litla kjötbita
og sé hugmynd KÞ því bæði frum-
leg og skemmtileg. Jafnframt segir
að eftir að KÞ kynnti vöru undir
vöruheitinu Naggar hafi Sláturfé-
lagið hafið framleiðslu á eftirlíkingu
á vörunni undir nákvæmlega sama
heiti. Þetta er að áliti _KÞ andstætt
vörumerkjalögum. í úrskurði
Einkaleyfastofu er að mestu leyti
tekið undir rökstuðning KÞ.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, segist ekki
vera fullkomlega sammála rök-
semdafærslu í úrskurðinum, en vilji
ekki eyða meiri tíma í málið. Hann
segir að vörumerkinu hafi verið
breytt um leið og úrskurðurinn
barst. Kjötbitarnir, sem áður nefnd-
ust naggar, heita nú lamba- og
grísabitar.
Samningum SR-
mjöls vísað til
sáttasemjara
VERKALÝÐSFÉLÖGIN sem
semja við SR-mjöl hf. hafa vísað
kjaraviðræðum sínum við VSÍ til
ríkissáttasemjara. Signý Jóhann-
esdóttir, formaður verkalýðsfé-
lagsins Vöku, segir að viðræður
hafi engum árangri skilað og eng-
inn samningafundur hafi verið
boðaður á þessu ári.
Það eru verkalýðsfélögin á
Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði
og Reyðarfirði sem vísuðu kjara-
viðræðum sínum við VSÍ vegna
SR-mjöls hf. til sáttasemjara.
„Viðræður við vinnuveitendur
hafa engu skilað og í raun hafa
engin svör fengist við þeim kröf-
um sem við lögðum fram 13.
nóvember. Meginatriðið í okkar
kröfugerð er að vinnutilskipun
Evrópusambandsins skerði ekki
kjör starfsmanna," sagði Signý.
SR-mjöl hefur oftast nær samið
beint við verkalýðsfélögin um kjör
starfsmanna sinna, en _að þessu
sinni fól fyrirtækið VSÍ að fara
með samningsumboð.
Signý vildi ekki tjá sig um hvort
hún teldi líkur á að verkalýðsfé-
lögin myndu þrýsta á vinnuveit-
endur með vinnustöðvun. Hún
sagðist vilja heyra tóninn í við-
semjendum sínum fyrst, en boðað-
ur hefur verið fundur í kjaradeil-
unni á morgun.
Loðnuveiðar eru að hefjast að
nýju þessa dagana. Veiðarnar
standa að jafnaði fram í lok mars.
Tímasetning verkfalls skiptir því
miklu máli í þessari atvinnugrein
ef verkalýðsfélögin vilja að það
hafi áhrif á viðsemjandann.
BJÖRGUNARSVEIT Slysavarnafélagsins á Kjalarnesi aðstoðaði mann sem slasaðist
í fjallgöngu í Esjunni á sunnudag.
Féll á svelli
í Esjunni
MAÐUR slasaðist lítillega þegar
hann féll á svelli í Esjunni á
sunnudag. Björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins á Kjalarnesi náði
í manninn og flutti hann á slysa-
deild.
Maðurinn, sem er um sjötugt,
var í gönguferð síðdegis á sunnu-
dag ásamt öðrum manni við
Laugagnípu fyrir ofan bæinn Esju-
berg á Kjalarnesi. Veður var mjög
gott og því margir sem lögðu leið
sína á fjallið. Launhált var víða á
þessum slóðum og hrasaði maður-
inn á svelli. Hann slasaðist ekki
mikið, en nóg til þess að hann
komst ekki hjálparlaust niður.
Félagi mannsins fór niður að
bænum á Esjubergi og fékk að
hringja eftir aðstoð. Björgunar-
sveitin var komin á staðinn innan
fárra mínútna, en félagar hennar
þekkja Esjuna vel og eru vel þjálf-
aðir og búnir til fjallabjörgunar.
Björgunin reyndist samt nokkuð
erfið, enda var um brattan og
hálan gilskorning að fara og orðið
dimmt á niðurleið. Ferðin með
manninn gekk þó að óskum og var
hann fluttur á Sjúkrahús Reykja-
víkur.
Útsala - útsala
TESS
i neðst við
\ Dunhaga,
sími 562 2230
Opið virka daga
kl.9-18,
laugardag
kl. 10-14.
SVIPMYNDIR
Hvcrfisf»ötu 18, s. 5S2 2690
Útsala
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga firá kl. 10-18.30 og laugardaga frá kl 10-15
Hef opnað lækningastofu
í Domus Medica
Egilsgötu 3.
Sérgrein: Geðlækningar.
Tímapantanir frá kl. 9-17 í síma 563-1071.
Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir.
10-50% afsláttur
A.th. 25% afsláttur af KS. drögtum í staerð 36
40% afsláttur af hálfsíöum kápum
Vorlfnan
frá C ’ FVI og
KS er komin
Lauganesi 07
S: 551 7015
UTSALA
3 0% - 70%
AFSLÁTTUR
B O G N E R
sérverslun v/Óðinstorg, sími 552 5177