Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Meðaltalsstyrkur Félagsmálastofnunar Reykjavíkur hækkaði um 21 þúsund kr.
Fj árhagsaðstoð
jókst úr 96 í 733
m.kr. á áratug
ÚTGJÖLD Reykjavíkurborgar til
fjárhagsaðstoðar við einstaklinga
jukust úr 96 m.kr. í 733 m.kr. á
árunum 1986 til 1996. Fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð
fyrir 40 m.kr. minni útgjöldum til
fjárhagsaðstoðar á vegum Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar
árið 1997 en varið var til þess verk-
efnis árið 1996. Framlag ársins
1997 er 693 m.kr. Árið 1996 runnu
733 m.kr. til fjárhagsaðstoðar sem
var 8% aukning frá árinu 1995 þeg-
ar framlögin námu 682 m.kr. Árið
1994 var 540 m.kr. varið til ijár-
hagsaðstoðar.
Meðaltalsstyrkur hækkaði um
nímlega 21 þúsund krónur á mann
á ári milli 1995 og 1996, eða úr
162.136 krónum árið 1995 í
183.483 árið 1996.
Færri styrkþegar,
hærri útgjöld
Styrkþegar voru hins vegar færri
1996 en 1995. Fyrstu 10 mánuði
ársins fækkaði þeim úr 3.416 í 3.320.
Fyrstu 10 mánuði ársins 1994 voru
styrkþegar 2.828. Allt árið 1995 þáðu
3.800 manns styrk, 3.293 árið 1994
og 2.891 árið 1993. Frá 1986 hefur
styrkþegunum hins vegar fjölgað úr
2.185 og hefur fjöldi þeirra vaxið ár
frá ári nema árin 1988 og 1992.
Lára Bjömsdóttir félagsmálastjóri
segir að í þessum tölum endurspegl-
ist atvinnuleysisþróun á tímabiiinu.
Aðspurð hvers vegna útgjöldin
ykjust þegar styrkþegum fækkar
sagði Lára að vaxandi fjöldi styrk-
þega væri að glíma við langtímaat-
vinnuleysi. Um 60% styrkþega voru
atvinnulaus og runnu um 75% út-
gjaldanna til þeirra. Þar af runnu
43% útgjalda til þeirra sem hafa
verið atvinnulausir lengur en í 7
mánuði.
Aukið atvinnuleysi
„Áður hafa flestir fengið fjár-
hagsaðstoð í skamman tíma, flestir
í nokkra mánuði, en nú er fólk
hneppt í gildru atvinnuleysis og fá-
tæktar,“ segir Lára Björnsdóttir.
Meðalstyrkur til atvinnulausra
sem hafa fengið styrk 8 mánuði eða
lengur er 440 þús. kr. á ári en
meðaltalsstyrkur til annarra en at-
vinnulausra var 291 þús. kr. á árinu.
12% styrkþeganna árið 1995 voru
í launavinnu, 4% í námi, 15%öryrkj-
ar, 5% ellilífeyrisþegar og 4% sjúk-
lingar. 60% voru atvinnulaus eins
og fyrr sagði.
Félagsmálastofnun tók upp nýjar
reglur um afgreiðslu fjárhagsað-
stoðar á árinu 1995 og segir Lára
að markmiðið með þeim reglum
hafi verið að gera afgreiðslu fljót-
virkari, einfaldari og gagnsærri og
auka jafnræði með umsækjendum.
Hún hafnar því að útgjaldaaukn-
ingin síðasta ár tengist nýju reglun-
um.
Fjárhagsaðstoðarútgjöld Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar og meðalfjöldi atvinnulausra
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
Hlutfallsleg skipting
styrkþega Félagsmála-
stofnunar, eftir
atvinnustöðu árið 1995
Öryrkjar
Launa-
fólk
Ellil.þegar
Sjúklingar
Nemar
Meðaupphæð á hvern
styrkþega á 10 mánaða
tímabili árin 1994-96
183.483
Jan.-okt. Jan.-okt. Jan.-okt.
„Mín kenning er sú að fjár-
hagsaðstoðin hefði verið hærri á
síðasta ári ef ekki hefði verið búið
að setja nýju reglurnar," segir Lára
Björnsdóttir og kveðst byggja þá
skoðun á því að með nýju reglunum
hafi verið dregið úr svigrúmi ein-
stakra starfsmanna stofnunarinnar
til svonefndra heimildargreiðslna
vegna einstaklingsbundinna að-
stæðna.
Lára Björnsdóttir segir að álitið
sé að nú taki að hægja enn frekar
á aukningu fjárhagsaðstoðar af
þessu tagi. Á næstunni muni Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkurborg-
ar snúa sér að því að skoða sérstak-
lega þann hóp sem nýtur langtíma-
aðstoðar og veita þeim hópi öflugri
aðstoð og ráðgjöf en áður og skoða
aðstæður hans sérstaklega, hvað
einkenni hann og hvað þurfi til að
koma til hjálpar þeim einstakling-
um sem hann skipa.
211 manns eru í þeim hópi sem
fékk fjárhagsstyrki frá Félags-
málastofnun 8 mánuði eða meira
hvort áranna 1995 og 1996.
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri
Dauðans hönd Sjón-
varpsins á leikhúslífinu
Virðist líða ákaflega illa, segir Jón Viðar
STEFÁN Baldursson, þjóðleikhús-
stjóri, hafði hörð orð um störf Jóns
Viðars Jónssonar, leiklistargagn-
rýnanda Dagsljóss Ríkissjónvarps-
ins, á hátíðardagskrá sem efnt var
til í tilefni af aldarafmæli Leikfé-
lags Reykjavíkur í Borgarleikhús-
inu á sunnudagskvöld. Sagði hann
að leiklistargagnrýni Ríkissjón-
varpsins lægi eins og dauðans hönd
á íslensku leikhúslífi. Ennfremur
sagði hann að það væri sama hversu
harðger gróðurinn í garði íslenskra
lista væri, hann væri alltaf hægt
að drepa með því að úða yfír hann
úr eiturbrúsum.
Útvarpsráð bókaði í gær stuðn-
ing við Jón Viðar: „Í tilefni um-
mæla þjóðleikhússtjóra í ræðu á
100 ára afmæli Leikfélags Reykja-
víkur lýsir Útvarpsráð fyllsta stuðn-
ingi við leikhúsgagnrýnanda Sjón-
varpsins sem hefur fjallað málefna-
lega og af þekkingu um leikhús-
mál.“
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón Viðar að þessi ummæli þjóðleik-
hússtjóra væru einungis einhver
órökstudd stóryrði og fúkyrði sem
hann gæti lítið sagt um. „Honum
virðist líða ákaflega illa, aumingja
manninum, og ég verð bara að
vona að hann taki gleði sína með
hækkandi sól. Ég veit ekki til þess
að ég hafí gefíð honum neitt tilefni
til að láta svona; ég hef bara unnið
mitt starf hjá Sjónvarpinu og við
það situr.“
Aðspurður hvað Jóni Viðari þætti
um slíka gagnrýni á störf gagnrýn-
enda sagðist hann aðeins geta svar-
að því á einn veg. „Því miður er
alltaf eitthvað um það að fólk fari
út í listir sem hefur ekki þroska til
að taka gagnrýni. Það er í rauninni
ekki höfuðverkur gagnrýnandans,
heldur er það vandi þessa fólks sem
hefur farið út í þetta á röngum
forsendum. Listafólk verður að gera
til sín kröfur og vera viðbúið því
að til þess séu gerðar kröfur, bæði
af samfélaginu og af okkur sem
höfum það hlutverk að fjalla um
listir á gagnrýnin hátt.
Annars hefur hver sína skoðun
á gagnrýni og menn verða bara að
búa við það. Ég hef reyndar ekki
orðið var við að ég liggi undir meiri
ámælum fyrir mín störf en aðrir.
Það er þama einhver einn maður
sem er eitthvað vanstilltur og það
er hans vandamál.“
Talað hefur verið um að Jón
Viðar beiti óvægnum stíl í gagnrýni
sinni og sjálfur segist hann hafa
haft þá reglu að tala umbúðalaust
um hlutina. „Ég hef ekki legið á
skoðun minni, hvort sem hún er til
lofs eða lasts. Það getur vel verið
að það komi misjafnlega við menn.
Það getur líka verið að menn séu
orðnir vanir silkihanskagagnrýni í
fjölrniðlum hér.
Ég get ekki metið tilfínningaleg
áhrif þess sem ég skrifa eða segi
á aðra. Reynslan kennir manni að
sársaukaþröskuldur listafólks er
ákaflega mishár; flestir eru tilbúnir
til að taka gagniýni og geta unnið
úr henni fyllilega en aðrir virðast
ekki geta þolað hana og telja sig
jafnvel vera hafna yfir hana. Ég
veit ekki hvort þjóðleikhússtjóri er
í þeim hópi en mér þykja þessi við-
brögð hans upp á síðkastið fremur
benda til þess.“
Skiltaþvottur
Morgunblaðið/Þorkell
BÍLAR og húsgluggar eru óhrein- Þessi borgarstarfsmaður stuðlaði
ir í vetrarslabbinu þessa dagana að því að ökumenn gætu greint
og það eru umferðarskiltin líka. hvert leiðin lægi.
15 mán-
aða fang-
elsi fyrir
nauðgrm
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef-
ur dæmt 26 ára mann í 15 mánaða
fangelsi fyrir nauðgun og til að
greiða 350 þúsund krónur í miska-
bætur, auk alls sakarkostnaðar.
Maðurinn bar við minnisleysi um
atburði vegna ölvunar, en kvaðst
þó fullviss um að hann hefði ekki
nauðgað konunni. Dómurinn kemst
að niðurstöðu sinni með vísan til
þess að framburður konunnar var
staðfastur og skýr og rannsóknar-
gögn studdu sögu hennar. Maðurinn
hefur áfrýjað dómnum til hæsta-
réttar.
Atburðurinn varð um mitt síðasta
ár. Maðurinn og konan, sem eru
fyrrverandi vinnufélagar, urðu sam-
ferða af veitingastað heim til sam-
eiginlegrar kunningjakonu sinnar.
Þegar þangað var komið fór konan
inn í herbergi og lagðist til svefns
en maðurinn sat í stofu ásamt hús-
ráðanda. Þegar húsráðandi fór að
sofa lagðist maðurinn til svefns í
stofusófanum.
Batt hana við rúmið
Konan bar að hún hefði vaknað
við að maðurinn var að reyna að
færa hana úr buxum. Þegar hún
streittist á móti batt hann vinstri
hönd hennar og hægri fót við rúm-
gaflinn og kom fram vilja sínum.
Eftir að maðurinn fór náði konan
að losa sig. Hún leitaði til neyðar-
móttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur
næsta dag.
Við yfirheyrslur svaraði maður-
inn því til að hann myndi ekkert
eftir atvikum sökum ölvunar, en
fyrir dómi neitaði hann allri sök og
kvaðst alltaf verða sannfærðari um
sakleysi sitt eftir því sem liði á.
Hann væri með alveg hreina sam-
visku.
í niðurstöðum dómsins segir að
konan hafi frá upphafi verið stað-
föst í skýrslum sínum og þær verið
trúverðugar. Þá samrýmist fram-
burður hennar rannsókn læknis á
áverkum sem hún hlaut. Dómurinn
taldi því sannað að maðurinn hefði
gerst sekur um nauðgun.
350 þúsund krónur í bætur
Konan fór fram á eina milljón
króna í miskabætur og rúmar 22
þúsund krónur í þjáningabætur, auk
tæplega 112 þúsund króna í máls-
kostnað. Dómurinn taldi hæfilegar
bætur 350 þúsund krónur og máls-
kostnað 60 þúsund krónur, auk þess
sem manninum var gert að greiða
veijanda sínum 80 þúsund krónur
og 80 þúsund króna saksóknarlaun.
Dóminn kváðu upp héraðsdómar-
arnir Hervör Þorvaldsdóttir, Pétur
Guðgeirsson og Sigurður Tómas
Magnússon.
Kröfu logreglu fyrir héraðsdómi hafnað
Saka veijanda um að bera
upplýsingar milli manna
Fíkniefnalögreglan krafðist þess
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síð-
ustu viku að veijandi eins sakborn-
ings í stóra hassmálinu yrði látinn
víkja sæti þar sem hann hefði borið
upplýsingar á milli manna og hindrað
þannig rannsókn málsins. Lögmað-
urinn neitaði ásökununum og dómar-
inn tók kröfu lögreglunnar ekki til
greina.
Jóhann Hauksson, lögmaður hjá
embætti lögreglustjórans í Reykja-
vík, sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að fíkniefnalögreglan teldi yfir-
gnæfandi líkur á að veijandinn hefði
borið upplýsingar á milli sakborn-
inga, sem í byijun hefðu ekki allir
setið í varðhaldi á sama tíma. „Við
fórum fram á að veijandinn yrði lát-
inn víkja sæti í þágu rannsóknar
málsins," sagði Jóhann, sem viður-
kenndi að þetta mál væri óvenjulegt
og sjálfur myndi hann ekki til þess
að lögreglan hefði áður farið fram á
að veijandi viki sæti. Lögreglan hefði
hins vegar talið yfírgnæfandi líkur á
að veijandinn hefði gert sig sekan
um þessi afglöp og því hefði þurft
að reyna þessa leið. „Við kærðum
ákvörðim héraðsdóms til Hæstarétt-
ar, sem tekur afstöðu til kærunnar
í þessari viku,“ sagði Jóhann Hauks-
son.
Veijandinn, Pétur Gautur Krist-
jánsson, sagði í gær að hann harð-
neitaði þessum ásökunum, en hann
ætlaði að svara þeim efnislega fyrir
hæstarétti. Sjálfur áfrýjaði hann
þeim úrskurði héraðsdóms, að skjól-
stæðingur hans þyrfti að sæta fram-
lengingu á gæsluvarðhaldi.
Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi
vegna rannsóknar málsins og rennur
varðhald þeirra út 17. og 22. janúar
og 6. og 7. febrúar.