Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 16

Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aframhaldandi lækk- un langtímavaxta LANGTÍMAVEXTIR héldu áfram að lækka á verðbréfamarkaði í gær í kjölfar þess að vextir á 20 ára spariskírteinum lækkuðu um 0,15 prósentustig eða 15 punkta í við- skiptum á föstudaginn var. Ávöxt- unarkrafa 20 ára spariskírteina hélt áfram að lækka í líflegum viðskipt- um í gær og hafði í lok viðskipta lækkað um 5 punkta til viðbótar og ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði enn meira, en hún hafði lækkað ein- ungis Iítilsháttar í viðskiptum á föstudaginn. Tuttugu ára spariskírteini seldust fyrir 190 milljónir króna á Verð- bréfaþingi í gær og lækkaði ávöxt- unarkrafan úr 5,36% í 5,29%, en hækkaði síðan örlítið aftur og við lok viðskipta var krafan 5,31% eða 5 punktum lægri en í lok viðskipta á föstudag. Ávöxtunarkrafa hús- bréfa á Verðbréfaþingi lækkaði um 15 punkta frá því á föstudag úr 5,84% í 5,69% í öðrum flokki frá því í fyrra. Ávöxtunarkrafan var orðin enn lægri hjá verðbréfafyrirtækjum í lok viðskipta í gær eða 5,67%. Hlutabréf hækka í verði Þá voru einnig lífleg viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi og hækkaði gengi hlutabréfa mikið í nokkrum félögum. Gengi hlutabréfa í íslandsbanka hækkaði um 5,26% í 2,00 og seldust hlutabréf fyrir 7,5 milljónir króna. Hlutabréf í Tækni- vali hækkuðu þó enn meira eða um 6,15% í 6,90 og seldust hlutabréf fyrir 600 þúsund krónur. Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 12 milljónir króna og hækkaði gengið um 0,30 eða um 2,56%. Loks hækk- aði gengið á hlutabréfum í Eim- skipafélaginu úr 7,38 í 7,45 eða um 0,95%, og nam sala hlutabréfa í félaginu rúmum sjö milljónum. Gengi hlutabréfa í öðrum félögum hækkaði einnig en þó minna. Eina félagið sem lækkaði í verði var Tangi á Vopnafirði. Gengið lækkaði úr 2,10 í 2,05 eða um 2,38%, en viðskiptin með bréf í félaginu námu rétt rúmum 500 þúsund krónum. Hlutafjárútboði Hólmadrangs lokið HÓLM ADRAN GUR hf. á Hólmavík hefur lokið útboði á nýju'hlutafé sem hófst í byijun desember sl. Bréfin voru að nafnvirði 15 milljónir króna og voru seld á genginu 4,5 eða fyr- ir 67,5 milljónir. Forkaupsréttar- hafar keyptu bréf að nafnvirði 4,1 milljón, en á almennan markað fóru 10,9 milljónir að nafnverði eða um 50 milljónir að markaðsverðmæti. Með útboðinu náðist það markmið að breikka eignarhald fyrirtækisins. Þannig minnkaði hlutur Kaupfélags Steingríms- fjarðar og tengdra fyrirtækja úr 62% í 54% og hlutur Hólma- víkurhrepps fór úr 10% í 8%. Fram kemur í frétt að þetta útboð hafi styrkt rekstrar- grundvöll fyrirtækisins í kjölfar mikilla fjárfestinga á síðastl- iðnu ári. Þá hafi skráning fyrir- tækisins á Opna tilboðsmarkað- inum samhliða útboðinu auð- veldað viðskipti með hlutabréf- in. Tap var á rekstri Hólma- drangs á árinu 1996, en áætlun ársins 1997 gerir ráð fyrir að afkoma batni verulega, einkum vegna mikillar endurnýjunar á vinnsluaðstöðu á árinu 1996. Er því búist við nokkrum hagn- aði á nýbyijuðu ári. Búnaðar- bankinn Verðbréf sá um útboð- ið og sölu bréfanna. Vöruskiptin í nóvember í járnum 1,2 milljarða afgangurá 11mánuðum í NÓVEMBERMÁNUÐI sl. voru fluttar út vörur fyrir 11,5 milljarða króna og inn fyrir nær sömu upp- hæð fob. Vöruskiptin í nóvember stóðu því í jámum en í nóvember 1995 voru þau hagstæð um 1,7 milljarða króna á föstu gengi segir í frétt frá Hagstofunni. Fyrstu ellefu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 114,8 milljarða króna en inn fyrir 113,7 milijarða króna fob. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 1,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 12,3 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn er því 11,1 milljarði króna lakari en á sama tíma í fyrr en um 6,1 millj- arði lakari að frátöldum innflutn- ingi og útflutningi á skipum og flugvélum. Fyrstu ellefu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 76% alls útflutningsins og var verð- mæti þeirra 12% meira og verð- mæti kísiljárns 18% meira en á sama tíma árið áður. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu ellefu mánuði þessa árs var 21% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutn- ingur sérstakrar fjárfestingavöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutningur til stóriðju og olíu- innflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöld- um reynist annar vöruinnflutning- ur hafa orðið 18% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutningur á mat- vöru og drykkjarvöru um 10%, fólksbílainnflutningur jókst um 43% og innflutningur annarrar neysluvöru var 10% meiri en á sama tímabili íf yrra Loks hefur innflutningur annarrar vöru, þ.m.t. fjárfestingar og rekstrarvöru, auk- ist um 19% frá sl. ári. VÖRUSKIPT4N X . æt_ ■■ \ . iv VIÐ UTLOND Verðmæti vöruút- og innflutnings ^ . jan.-nóv. 1995 og 1996 1995 1996 Breytingá (fob virði í milljónum króna) jan.-nóv. jan.-nóv. föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 106.626,5 114.848,2 +7,7% Sjávarafurðir 77.327,9 86.733,0 +12,2% Ál 10.899,2 11.120,9 +2,0% Kísiljárn 2.924,2 3.441,3 +17,7% Skip og flugvélar 3.761,3 1.509,2 -59,9% Annað 11.713,9 12.043,8 +2,8% Innflutningur alls (fob) 94.371,0 113.670,4 +20,5% Sérstakar fjárfestingarvörur 2.587,4 5.335,4 Skip 1.741,2 5.147,4 Flugvélar 793,6 104,6 Landsvirkjun 52,6 83,4 77/ stóriðju 5.829,1 7.158,3 +22,8% íslenska álfélagið 5.110,4 6.252,9 +22,4% íslenska járnblendifélagið 718,7 905,4 +26,0% Almennur innflutningur 85.954,5 101.176,7 +17,7% Olía 6.744,8 8.820,5 +30,8% Alm. innflutningur án olíu 79.209,7 92.356,2 +16,6% Matvörur og drykkjarvörur 9.506,5 10.454,1 +10,0% Fólksbílar 4.278,4 6.118,1 +43,0% Aðrar neysluvörur 20.016,3 21.982,1 +9,8% Annað 45.408,5 53.801,9 +18,5% Vöruskiptajöfnuður 12.255,5 1.177,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins 6.466,7 -3.690,2 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 3.087,3 -2.399,9 Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janjar-nóvernber1996óbreyttfrásamatímaáriðáður. . T Við rýmum til fyrir nýrri vöru og seljum nokkra rafeindavarpa □ g glærur (sýningartæki) með verulegum afslætti næstu daga. Tækin sem um ræðir eru m.a. eftirtalin: RaÍBÍndBvarpar Vnrð áður: TiIIiaðBvarð: InfocuB LP 550 halogen 640 x 480 kr. 650.000 kr. 300.000 Infocus LP 210 metal halide 640 x 480 kr. 570.000 kr. 450.000 3M MP 8020 metal halide 640 x 480 kr. 990.000 kr. 550.000 Rafeindaglærur Infocus PB 550 B40 x 480 video/tölvur kr. 420.000 kr. 260.000 Infocus PB 3600 G40 x 480 kr. 380.000 kr. 180.000 InfocuB PB 2600 640 x 480 kr. 220.000 kr. 110.000 Infocus PB 82QV 800 x 600 video/tölvur kr. 510.000 kr. 350.000 3M PB 6450 640 x 480 video/tölvur kr. 510.000 kr. 310.000 Tækin eru öll í fyrsta flokks ástandi og með 1 árs ábyrgð. Nánari upplýsingar gefa Sveinn □ g Kolbeinn í sima 569 7600 á skrif stofutíma. InFccus" NÝHERJI RADÍÓSTOFAN Skiphalt 37 - 1D5 Reykjavík Sími: 569 76DD - Fax: 569 7629 http://www.nyherji.is par & glærur^ Samkeppnisráð Rættum breyting- ar á verði mjólkur NIÐURFELLING hámarksálagn- ingar á mjólkurvörum í smásölú hefur verið rædd í Samkeppnisráði í tengslum við breytilegan afslátt á heildsölustigi á mjólkurafurðum, segir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar. Hann segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin í málinu og verði að öllum líkindum ekki tekin fyrr en nýr fulltrúi neyt- enda hefur verið skipaður í fímm- mannanefndina og niðurstaða sé komin í málið innan hennar. í fréttapósti Kaupmannasamtaka íslands kemur fram að Kaup- mannasamtökin muni ekki gera athugasemd um málið ef þetta gengur eftir. „Því þá eru viðskipti með þessar vörur \omar í það horf sem talið er eðlilegt. En lögð verður áhersla á að afslátturinn verði uppi á borðinu og innan skikkanlegra marka. Ljóst er að stærri kaupend- ur muni ætíð ná betri kjörum en hinir smærri. Það er eðli viðskipta. En kjörin þurfa að vera gagnsæ og öllum opin sem uppfylla þær magn- og greiðslukröfur sem gerð- ar eru, - það er krafa Kaupmanna- samtaka íslands.“ ----» ♦ ♦---- Verslunar- ferðir til Islands ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja upp verkefnishóp til að undirbúa versl- unarferðir frá Bandaríkjunum til íslands frá og með desember næst- komandi. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Kaupmanna- samtaka íslands, munu fulltrúar Flugleiða, Ferðamálaráðs, Kaup- mannasamtaka Islands, Kringlunn- ar, Laugavegssamtakanna, Reykja- víkurborgar og Europe Tax Free Shopping taka þátt í að undirbúa verslunarferðir hingað til lands þar sem einnig yrði boðið upp á ýmis- konar afþreyingu. „Flugleiðir hafa undanfarin ár boðið upp á verslun- arferðir frá Bandaríkjunum til ís- lands og í ljós hefur komið að áhugi er fyrir hendi þar í landi fyrir stutt- um ferðum til íslands og raunhæft sé að áætla að ferðamenn gætu orðið um 400-500 til að byrja með,“ segir Sigurður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.