Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Metverð á
rússneskum
verðbréfum
JAPANSKUR verðbréfasali spáir í hlutina í gær.
Japönsk bréf ná
sér á strik
RÚSSNESK hlutabréf seldust á
metverði á föstudag vegna mikillar
eftirspurnar erlendra fjárfesta
þrátt fyrir ugg vegna veikinda
Borísar Jeltsíns forseta.
Mörg bréf hækkuðu um meira
en 10% í verði, en markaðurinn
var óstöðugur. Verð bréfa í orku-
fyrirtækinu Mosenergo í Moskvu ,
sem margir erlendir fjárfestar nota
til viðmiðunar, komst í 1,53 dollara
síðdegis og lækkaði í 1,42 dollara,
en lokaverð á fimmtudag var 1,26
dollarar. Þau hafa hækkað úr tæp-
lega einum dollar fyrir jól.
Arðsemi 155,9%
Rússneska viðskiptavísitalan
hækkaði um 1,6% á fimmtudag í
231.48, sem er met, þrátt fyrir
veikindi Jeltsíns. Mikil lækkun varð
á verði hlutabréfa þegar aðgerð
var gerð á Jeltsín í nóvember.
Þrátt fyrir veikindi Jeltsíns og
ótryggt ástand í Rússlandi í fyrra
stóðu verðbréfaviðskipti með meiri
blóma þar en í öðrum löndum sem
hafa nýlega haslað sér völl á þessu
sviði. Arðsemi var um 155,9% og
áhugi erlendra fjárfesta hefur
vaknað.
„Stjórnendur venjulegra er-
lendra fjárfestingasjóða hafa í
fyrsta skipti ráðizt í verulegar fjár-
festingar í Rússlandi," segir sér-
fræðingur í Lúxemborg.
Hong Kong. Reuter.
JAPÖNSK bréf náðu sér á strik í
gær eftir mikið tap fyrir helgi og
hafði það jákvæð áhrif á öðrum
mörkuðum Asíu.
Nikkei 225 vísitalan í Tókýó lækk-
aði í fyrstu í 17.019,56, en hækkaði
að lokum um 815,14 punkta, eða
4,71%, í 18.118,79, sem er fyrsta
hækkun vísitölunnar í eina viku.
Hækkunin var svo mikil að hún
vó á móti tapinu á föstudag og ríf-
lega það. Lækkunin fyrir helgi var
sú mesta á einum degi í tvö ár. Nik-
kei lækkaði um rúmlega 2000 punkta
í síðustu viku vegna aukinna efa-
semda um að ríkisstjórn Japans geti
tryggt áframhaldandi efnahagsbata.
Sérfræðingur sögðu að hækkunin
í gær hefði verið „tæknileg" og að
markaðurinn mótaðist enn af ugg
vegna efnahagsástandsins og stöðu
ýmissa fjármálastofnana.
Hækkunin stafaði einnig af því að
einn af leiðtogum stjórnarflokksins
hafði hvatt til ráðstafana vegna
veikrar verðbréfastöðu. Annar emb-
ættismaður flýtti sér hins vegar að
bera tii baka að ríkisstjórnin mundi
grípa til fjármálalegra björgunarað-
gerða.
LUMAR ÞU A AUGLYSINGU?
■
ÍMARK efnir til samkeppni í samráði við
Samband íslenskra auglýsingastofa um
athyglisverðustu auglýsingu ársins 1996.
Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé
gerð af íslenskum aðila og hafi birst fyrst
á árinu 1996.
Tilgangur samkeppninnar er að vekja
almenna athygli á vel gerðum
auglýsingum og auglýsingaefni og veita
aðstandendum þeirra verðskuldaða
viðurkenningu.
Skilafrestur rennur út föstudaginn
31. janúar 1997.
Auglýsingaefni ásamt útfylltum
þátttökuseðlum skal skila
í pósthólf 8393, 128 Rvk.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu
auglýsinguna í eftirtöldum flokkum:
Kvikmyndaðar auglýsingar
Útvarpsauglýsingar
Dagblaðaauglýsingar
Tímaritaauglýsingar
• Auglýsingaherferðir
• Umhverfisgrafík
• Markpóstur
• Vöru- og firmamerki
• Kynningarefni annað
en markpóstur
• Óvenjulegasta auglýsingin
Kynningarf lokkur:
• Vefur fyrirtækja
íMARK-
Skeifan 11A, 108 Reykjavík,
sími og fax 568 9988
PÓSTUR OG SÍMI HF
UjSVANSJ
'oþus2\\t |j|
OPIN KERFI HF
rrawi
ATHYGLISVERÐASTA AUGLÝSING ÁRSINS 1996
GM og Volks-
wagen leysa
deilu sína
Detroit. Reuter.
VOLKSWAGEN og General Mot-
ors hafa náð samkomulagi í deilu
sinni um meintar njósnir starfs-
manna sem hættu störfum hjá GM
og voru ráðnir til starfa hjá VW.
Verð hlutabréfa í VolkSwagen
hækkaði um 2% þegar tilkynnt
hafði verið um samkomulagið og
seldust á 724,50 mörk sem er
met. Bréfin höfðu áður hækkað
um 10% í verði vegna frétta um
að samkomulag væri í nánd.
Samkvæmt samkomulaginu
hættir GM málarekstri gegn VW
í Bandaríkjunum og Volkswagen
greiðir GM 100 milljónir dollara.
Jafnframt heitir VW því að kaupa
bílahluti af GM fyrir 1 milljarð
dollara á næstu sjö árum.
VW viðurkennir einnig að hugs-
anlegt sé að Jose Ignacio Lopez
de Arriortua og aðrir sem hættu
störfum hjá GM og komu til liðs
við VW í marz 1993 hafi gerzt
sekir um ólöglegt athæfi.
GM fór í mál við VW í Detroit
í fyrra og sakaði Lopez og félaga
hans um að hafa stolið leyniskjöl-
um um framleiðsluáætlanir GM í
Evrópu, verð á bílahlutum og fram-
leiðslutækni, sem gerðu VW kleift
að draga úr kostnaði.
GM hefur einnig sakað forstjóra
VW, Ferdiand Piech, og aðra yfir-
menn VW um að hafa verið í vit-
orði með Lopez í samsæri um að
koma skjölunum til Þýzkalands og
innbyrða upplýsingarnar í tölvu-
kerfi VW.
VW mun rjúfa öll tengsl við
Lopez til marz 2000 samkvæmt
samkomulaginu að sögn GM. Þeg-
ar Lopez sagði af sér sem fram-
leiðslustjóri VW í nóvember sögðu
ráðamenn VW að hann yrði áfram
ráðgjafi fyrirtækisins á launum og
vakti sú ákvörðun mikla reiði GM
og dótturfyrirtækisins Adam Opel
AG í Þýzkalandi.
Hættu á
sekt afstýrt
Samkomulagið náðist að loknum
í leyniviðræðum í Detroit og af-
stýrði hættu á því að dómstólar
dæmdu Volkswagen til að greiða
marga milljarða dollara sekt.
Fyrirtækin komast hjá dýrum
málarekstri og í sameiginlegri yfir-
lýsingu er því fagnað að þau geti
átt með sér snurðulausa samvinnu
í framtíðinni.
Samkomulagið hefur ekki áhrif
á opinbera rannsókn á máli Lopez
og félaga í Þýzkalandi og svipaða
rannsókn í Bandaríkjunum. VW
viðurkennir að lögsókn GM hafi
ekki þjónað þeim tilgangi að valda
VW álitshnekki og dregur til baka
ásakanir um að starfsmenn GM
kunni að hafa hagrætt sönnunar-
gögnum í málinu.
Stefnuyfirlýsing veldur titringi
Andvíg sveigjan-
legri vinnutíma
Montpellier. Morgunblaðið.
MIKILS titrings gætir nú á frönsk-
um vinnumarkaði í kjölfar yfirlýs-
ingar Alain Juppé, forsætisráð-
herra Frakklands, þess efnis að
ríkisstjórnin hyggist halda ótrauð
áfram endurbótum sínum innan
opinbera geirans, sem fela m.a. í
sér frekari einkavæðingu og auk-
inn sveigjanleika á vinnufyrir-
komulagi opinberra starfsmanna.
Hafa verkalýðsfélög starfsmanna
frönsku járnbrautanna m.a. lýst
yfir allsheijarverkfalli þann 24.
janúar næstkomandi.
Alain Juppé lýsti því yfir sl.
miðvikudag að helstu áhersluatriði
ríkisstjórnar sinnar stæðu óbreytt,
þ.e. að reyna að draga úr atvinnu-
leysi, stefna áfram að aðild að
evrópska myntbandalaginu og síð-
ast en ekki síst að herða enn á
umbótum innan ríkisgeirans.
Þessi yfirlýsing hefur valdið
nokkrum titringi meðal verkalýðs-
félaga opinberra starfsmanna, ef
frá eru talin verkalýðsfélög starfs-
manna France Telekom, sem undir-
rituðu sl. fimmtudag samkomulag
við stjórn fýrirtækisins, sem gilda
mun í tvö ár og felur m.a. í sér
aukinn sveigjanleika á vinnufyrir-
komulagi starfsmanna þess.
Meiri spennu gætir hins vegar
innan frönsku járnbrautanna
(SNCF). Ríkisstjórnin hyggst
stokka upp fyrirkomulagið á
stjórnun samgangna í Frakklandi,
en enn er óljóst hvenær þær breyt-
ingar munu taka gildi. Ríkisstjórn-
in kynnti viðkomandi verkalýðsfé-
lögum áform sín á fundum á mið-
vikudag og fimmtudag.
Áform ríkisstjórnarinnar fela
það m.a. í sér að komið verður á
fót nýju fyrirtæki sem mun hafa
umsjón með rekstri allra innviða-
þátta járnbrauta landsins. Er þetta
liður í undirbúningi á einkavæð-
ingu SNCF. Sem fyrr segir hafa
verkalýðsfélög frönsku járnbraut-
anna boðað til sólarhringsverkfalls
þann 24. janúar. Helsta krafa
þeirra að þessu sinni er lækkun
eftirlaunaaldurs í 55 ár.
Dale Carnegie Þjálfun
Betri mannleg samskipti - Meiri eldmóður
Minni áhyggjur - Betri ræðumennska
Meira öryggi - Meiri ánægja í lífinu
KYNNINGARFUNDUR
FIMMTUDAG KL. 20:30 A£> SOGAVEGI 69, RHYK.IAVÍK
FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT
0 STJÓRNUN ARSKÓLINN „ h»„„u - Konráð Adolphsson
i
)
i
i
i
>
i