Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 19
ÚRVERIMU
Smábátamenn kaupa tryggingar af bresku fyrirtæki á Loyds-markaði
Allt að 48% lækkun
iðgjalda þilfarsbáta
LANDSSAMBAND smábátaeigenda
hefur gert samning við breskt trygg-
ingafélag, sem starfar á Loyds-
markaðinum, um kaup á tryggingum
fyrir smábáta. Alls tóku 173 smá-
bátaeigendur þátt í tryggingaútboð-
inu, en frestur til þess rann út þann
1. desember sl. sem er eindagi sem
flest tryggingafélög hafa sett sér til
að segja upp tryggingum smábáta.
LS leitaði til Alþjóðlegrar miðlunar,
þar sem íslenskir tryggingamiðlarar
eru við störf, til að annast útboðið,
en það er sama fyrirtæki og bauð
út bílatryggingar hjá félagsmönnum
í FÍB á síðasta ári er þeir ákváðu
að leita tilboða erlendis.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
LS, segir að kjörin séu að öllu leyti
betri en smábátaeigendur hafi áður
kynnst, en nú hafa á annað hundrað
smábátaeigendur gengið frá trygg-
ingunum skv. nýju skilmálunum.
Vátryggingaskilmálarnir eru víðtæk-
ari fyrir opna báta, en verið hefur,
en þeir sömu og gilt hafa hjá þilfars-
bátum.
Víðtækari skilmálar
og ýmis bónusákvæði
Að sögn Arthurs Bogasonar, for-
manns LS, þýðir þetta verulega
lækkun á iðgjöldum. „Þetta felur í
sér gríðarlega lækkun iðgjalda þil-
farsbátanna, allt að 48%, en heldur
minni lækkun hjá opnu bátunum.
Skilmálar eru allir mun víðtækari og
Lokaðá
loðnuveiði
í flottroll
VEÍÐISVÆÐINU við svokallaðan
Hvalbakshalla var lokað fyrir loðnu-
veiðar í flottroll um helgina. Hlut-
fall ókynþroska loðnu í afla flot-
trollsskipanna var yfir leyfilegum
mörkum og því var gripið til viku-
loknunnar sem gekk í gildi eftir
miðnætti á laugardag. Mælingar
úr afla nótaskipanna gáfu ekki til-
efni til lokunnar fyrir loðnuveiðar
í nót.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknarstofnun,
segir að ástæða þess að hlutfall
smáloðnu í afla flottrollsskipanna
sé hærra en hjá nótaskipunum sé
sú að meðfram kantbrúninni fyrir
austan land sé venjulega töluvert
magn smáloðnu. Þegar að stærri
loðnan gangi yfir þessi svæði fylgi
smærri loðnan með í aflanum og
yfírleitt í meira magni í troll. Hann
segir þetta tímabundið ástand sem
hverfi með öllu þegar veiðarnar
færist suður með landinu.
Væn loðna á Þórsbanka
Fremur lítil loðnuveiði var á mið-
unum í gær og um helgina en flot-
trollskipin voru þá stödd utan við
Þórsbanka, djúpt austur af landinu
og fundu þar stóra og góða loðnu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins gekk veiðin sæmilega og
lönduðu Beitir NK, Jón Sigurðsson
GK og Þorsteinn EA um 1.740
tonnum af loðnu á Neskaupstað á
laugardag. Þá ganga nótaveiðarnar
hægt og svo virðist sem vonir
manna um að vertíðin gæti hafist
fyrr nú en áður verði ekki að veru-
leika. Heildarafli íslenskra loðnu-
skipa á vertíðinni er nú orðin rúm
485 þúsund tonn og eftirstöðvar
upphafskvótans því 252 þúsund
tonn.
Lítil síldveiði var um helgina, en
hamlaði veiðum að mestu. Skipin
fengu þó þokkalegan afla á sunnu-
dag en voru flest komin í land í
gærmorgun vegna brælunnar. Þijú
skip lönduðu þá rúmlega eitt þús-
und tonnum af síld í Neskaupstað.
Þá varð síldar vart í umtalsverðu
magni í Reyðarfjarðardýpi fyrir
helgi en hún stendur djúpt, á um
70 föðmum og næst ekki í nótina,
auk þess sem hún dreifist þegar
hún kemur ofar og þykir stygg með
eindæmum.
ýmis bónusákvæði eru sem maður
sér allt of lítið af og nánast ekkert
hjá íslensku tryggingafélögunum hér
heima. Við höfum að vísu vitað af
einhveijum slíkum dæmum, en þau
eru svo fjarri því að vera almenn eða
eitthvað sem menn hafa getað geng-
ið að sem vísu,“ segir Arthur.
Iðgjaldataxtinn á þilfarsbátum,
sem eru skyldutryggðir, árið 1996
var 4,5%, en þessi nýju iðgjöld fara
niður í 2,34%. Iðgjaldið af bát, sem
metinn er á tíu milljónir kr., var þar
af leiðandi 450 þúsund kr., en fer
nú niður í 234 þúsund kr. sem þýðir
216 þúsund kr. spamað. Iðgjöldin á
opnu bátunum lækka aðeins minna
þar sem iðgjöldin af þeim hafa verið
heldur minni á tryggingamarkaði
hérlendis. „Þeim bátum er samt sem
áður boðið upp á sama iðgjaldataxta
og þilfarsbátunum og sömu skilmála,
sem eru víðtækari en þeir skilmálar,
sem okkar menn hafa hingað til ver-
ið að tryggja eftir. Þetta er því veru-
legt sem menn spara sér á þessu auk
þess sem sjálfsábyrgðin er mun hag-
stæðari en hún hefur verið til þessa,“
segir Örn Pálsson.
Að sögn Arthurs hefur mikið verið
hringt og spurst fyrir um þetta nýja
tryggingafyrirkomulag síðustu daga.
„Þetta á örugglega eftir að gera
margvíslegan skurk á trygginga-
markaði hérlendis á næstunni. Við
vitum að tryggingamál eru mjög við-
kvæm þannig að við getum ekki
annað en verið ánægðir með viðbrögð
okkar manna og erum alveg klárir
á því að ef menn geta losnað úr
tryggingum annars staðar á næsta
ári muni stór hópur bætast við þann
hóp, sem þegar hefur sagt upp trygg-
ingum hjá íslensku félögunum. Eg
held að það sé ekki nokkur vafi á
því að menn munu flykkjast í þetta
nýja kerfi þegar fram líða stundir."
Blab allra landsmanna!
-kjarni málsins!