Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Atlantis á fímmta stefnumótið við Mír Canaveralhöfða. Reuter. Jeltsín sagður gegna embættisstörfum Moskvu. Reuter. BANDARÍSKA geirnferjan Atlant- is á að öllu óbreyttu stefnumót í geimnuin í dag við rússnesku geimstöðina Mír. Verður það fimmta stefnumót þeirra af níu ráðgerðum. Með Atlantis er bandarískur læknir og leysir hann af hólmi landa sinn, sem verið hefur í Mír frá í september við rannsóknarstörf. Geimskotið Canaveralhöfða í Bandaríkjunum á sunnudag sást úr mörghundruð kílómetra fjar- lægð í tæru næturloftinu og átta mínútum seinna mátti enn greina Atlantis eins og skínandi, bjarta stjörnu, en þá var ferjan í 480 kílómetra fjarlægð frá skotstaðn- um og í 110 km hæð yfir jörðu. í áhöfninni er 41 árs bandarísk- ur flotaforingi og iæknir, Jerry Linenger, sem taka mun við af landa sínum, John Blaha, í Mír. Linenger er fjórði og jafnframt yngsti bandaríski geimfar- inn, sem dvelst um borð í geimstöðinni. Þar mun hann vinna að 80 tilraunaverkefn- um þar til í maí, en þá er gert ráð fyrir því að Atlantis sæki hann. Jafnframt er gert ráð fyrir að Linenger fari í sex stunda geimgöngu, hina fyrstu sem bandarískur geimfari fer í úr rússnesku geimfari. Linenger sagðist eiga þá ósk heitasta að komast til jarðar á tilsettum tíma svo hann geti orðið viðstaddur fæðingu annars barns þeirra hjóna, en kona hans á von á sér í júní. Færa áhöfn Mír vistir í ferðinni færir Atlantis áhöfn- inni á Mír um 1.600 kíló af vistum, en vegna fjárskorts reiðir rúss- neska geimferðastofnunin sig í auknum mæli á ferðir bandarísku geimferjunnar með birgðaflutn- inga út í geim. Reiknað hefur verið út, að Atl- antis hóf sig á loft 42 þúsundustu úr sekúndu á eftir margra mánaða fyrirfram ákveðinni áætlun. LÆKNAR Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sem er á sjúkrahúsi vegna lungnabólgu, segja að for- setinn sé farinn að að gegna emb- ættisstörfum að nýju en ekki kom fram í gær hvenær hann verður útskrifaður af sjúkrahúsinu. Eiginkona Jeltsíns, Naína, hefur einnig verið lögð inn á sjúkrahúsið vegna sýkingar, að sögn tals- manna forsetans í gær. Þeir greindu ekki nánar frá veikindum hennar en gáfu til kynna að þau væru ekki alvarleg. Hastarleg flensa hefur gengið í Moskvu að undanförnu og Alexander Lívshíts fjármálaráðherra var lagður inn á sjúkrahúsið á miðvikudag vegna pestarinnar. Sergej Jastrzhembskí, talsmað- ur Jeltsíns, sagði að ástand forset- ans væri stöðugt, hann væri hita- laus og blóðþrýstingurinn eðlileg- ur. Hann kvaðst ekki geta staðfest fréttir um að Jeltsín færi af sjúkra- húsinu í dag eða á morgun. Sergej Míronov, einn af læknum forset- ans, sagði á föstudag að Jeltsín yrði líklega í þijá daga til viðbótar á sjúkrahúsinu og síðan ætti hann að dvelja á sveitasetri sínu í þrjár vikur á meðan hann væri að ná sér. „Jeltsín hefur styrkst verulega og hann er byrjaður að vinna við skjöl,“ sagði í tilkynningu frá Kreml á sunnudag. Jeltsín var lagður inn á sjúkra- húsið á miðvikudag og þá var sagt að greinst hefði bólga í öðru lung- anu. Nú hefur hins vegar verið staðfest að bólga sé í báðum lung- um og lungnabólgan sé því erfið- ari viðfangs en gefrð var til kynna í fyrstu. Lebed sigurviss Helsti andstæðingur Jeltsíns, Alexander Lebed, fyrrverandi öt'- yggisráðgjafi hans, kvaðst stað- ráðinn í að láta spádóma margra stjórnmálaskýrenda um að hann yrði næsti forseti Rússlands ræt- ast. „Eg vil verða forseti og verð forseti,“ sagði Lebed í sjónvarps- viðtali á sunnudag. Aðspurður kvaðst hann viss um að forseta- kosningum yrði flýtt vegna veik- inda Jeltsíns og að hann myndi fara með sigur af hólmi. Hann sagði engar líkur á að kosningarn- ar yrðu árið 2000, þegar kjörtíma- bil forsetans rennur út. „Veikindi forsetans eru ekki fyrst og fremst heilsufarslegt vandamál, heldur pólitískt," sagði fréttaskýrandi rússneska sjón- varpsins NTV. „Meðan spár lækn- anna eru bjartsýnar eru póiitísku horfurnar slæmar.“ Embættismenn „ráðalausir“ Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra er enn í fríi skammt frá Moskvu og hvorki hann né Ana- tolí Tsjúbajs, skrifstofustjóri for- setans, hafa tjáð sig opinberlega um veikindi Jeltsíns. „Embættis- mennirnir vita ekki hvað þeir eiga að segja," sagði fréttaskýrandi NTV um þessa þögn. „Svo virðist sem þeir séu ráðalausir eða jafnvel skelkaðir." Jeltsín hafði aðeins starfað í tvær vikur í Kreml eftir hjarta- skurðaðgerðina fyrir tveimur mánuðum þegar hann fór á sjúkrahúsið að nýju. Langvinn veikindi hans hafa valdið umræðu um hvort breyta eigi stjórnar- skránni til að draga úr völdum forsetans og auka völd þingsins. Eitt dagblaðanna í Moskvu sagði á laugardag að ef til vill væri tíma- bært að Jeltsín drægi sig I hlé vegna veikindanna. Reuter ELDSÚLA stendur aftan úr geimferj- unni Atlantis er hún hefur sig á loft frá Canaveralhöfða. Kýpurdeilan Segja 16 mánuði til stefnu Nikosíu. Reuter. DREGIÐ hefur úr ótta við yfirvof- andi átök milli Tyrkja og Kýpur- Grikkja en Kýpurstjóm segir, að flugskeytunum, sem hún ætlar að kaupa af Rússum, verði komið upp eftir 16 mánuði hafi þá ekki verið fundin lausn á Kýpurdeilunni. Yiannakis Cassoulides, talsmaður Kýpurstjómar, sagði að loknum fundi GÍafcos Clerides Kýpurforseta með Carey Cavanaugh, fulltrúa Banda- ríkjastjómar, að það, sem nú þyrfti að gera, væri að setjast niður og finna pólitíska lausn á Kýpurdeilunni. Sagði hann, að 16 mánuðir væra nægur tími til þess en liðin eru 23 ár síðan Tyrkir lögðu norðurhlutann og þriðj- ung eyjarinnar undir sig. í síðustu viku hótuðu þeir nokkram sinnum að beita hervaldi ef Kýpurstjóm kæmi fyrir S-300-fIugskeytum, sem hún ætlar að kaupa af Rússum. ------» ♦ ♦ Ítalía Atta manns bíða bana í lestarslysi Piacenza. Reuter. AÐ MINNSTA kosti átta manns biðu bana og þrjátíu slösuðust þegar hrað- lest fór af sporinu og rakst á há- spennumöstur í norðurhluta Ítalíu á sunnudag. Verið er að rannsaka or- sök slyssins og er talið að lestin hafí verið á of miklum hraða. Öryggislögreglan í Róm sagði að ekkert benti t;l að lestin hefði farið af sporinu vegna skemmdarverka. Nokkrir stjórnmálamenn höfðu getið sér þess til þar sem Francesco Cos- siga, fyrrverandi forseti Ítalíu, var í lestinni. Hann sakaði ekki og flaug síðar til Rómar. Lestin var á leið frá Mílanó til Rómar. Slysið varð þegar lestin fór í beygju nálægt Piacenza; um 50 km sunnan við Mílanó. • • Onnur misheppnuð tilraun til hnattflugs í loftbelg á einni viku Reuter BELGFAR belgísk-svissnesks leiðangurs stígur upp á við yfir svissnesku Ölpunum á sunnudag en hnattflugstilraunin stóð aðeins í sex stundir. Genf, London. Reuter. ^ „Ottuðumst að olíugufum ar yfirbuguðu okkur SVISSNESKI belgfarinn Bertr- and Piceard sagðist i gær hafa hætt hnattflugstilraun í loftbelg á sunnudag vegna þrálátrar olíugufu í klefa þeirra Wims Verstraetens. Lentu þeir fari sínu á Miðjarðarhafi sex stund- um eftir flugtak í svissneska bænum Chateau d’Oex á sunnu- dag. Veðurfarsaðstæður til belg- flugs voru eins og best verður á kosið er Piccard og Verstraeten lögðu upp. Eftir þrjár stundir byrjaði olíufnykur hins vegar að angra þá. Gátu þeir ekki fundið út hvort gufurnar bærust frá steinoliuhitabúnaði belg- hylkisins eða hiturum, sem hita áttu loftbelginn upp. „Ákvörð- unin var mjög erfið, en við óttuð- umst að gufurnar yfirbuguðu okkur. Sviði í augum og verkur í hálsi var orðinn óbærilegur. Það lá fyrir áður en lagt var upp, að við ætluðúm ekki að tefla á tvær hættur, heldur hafa öryggið í fyrirrúmi,“ sagði Picc- ard. Hann sagðist hafa kosið frem- ur að lenda á sjó en landi til að belgurinn og belgfarið skemmd- ust sem minnst. Reyndist búnað- urinn í góðu ásigkomulagi mætti nota hann til nýrrar hnattflugst- ilraunar seinna meir. I hnattfluginu hugðust Piccard og Verstraeten leggja að baki um 38 þúsund kílómetra en belgf- ar hefur til þessa lengst flogið viðstöðulaust 11.270 kílómetra. Þá hefur belgfar lengst verið viðstöðulaust á lofti i fimm sólar- hringa en þeir gerðu ráð fyrir að vera 15 til 20 daga. Saman hafa Piccard og Verstraeten Iengi flogið loftbelgjum. Árið 1992 fóru þeir með sigur af hólmi r kappflugi yfir Atlantshaf. Branson hyggstreyna aftur í nóvember Richard Branson, breski auðkýfingurinn sem gerði mis- heppnaða hnattflugstilraun í síð- ustu viku, fór til Chateaux d’Oex um helgina og hvatti Piccard og Verstraeten til dáða. Skömmu eftir flugtak þeirra fór hann á loft í einkaþotu sinni og hringsól- aði um belgfarið i 30 þúsund feta hæð. „Þvi fylgdi óvenjuleg til- finning. Ég finn mjög til með þeim, en eftir að hafa gengið í gegrrum samskonar reynslu sjálf- ur, er gott að þá sakaði ekki,“ sagði Branson í gær. Sjálfur sagðist hann ráðgera aðra til- raun til viðstöðulauss belgflugs umhverfis jörðina næstkomandi nóvember. Bandarískur belgfari, Steve Fossett, er í startholunum og takist hnattflugstilraun hans verður þó væntanlega ekkert af annarri tilraun Bransons.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.