Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 23
ERLENT
Mál gegn Clinton
fyrir hæstarétti
Yítisengill
skotinn
til bana
26 ÁRA félagi í bifhjólageng-
inu Vítisenglum í Danmörku
var skotinn til bana í Álaborg
á föstudag. Lögreglan handtók
14 félaga í öðru bifhjólagengi,
Bandidos, vegna rannsóknar
málsins.
Félagi í sænsku bifhjólagengi
var einnig fluttur á sjúkrahús
eftir skotbardaga nálægt Hels-
ingborg í gær. Ekki var vitað
hvort tengsl væru á milli bar-
daganna en óttast er að nýtt
stríð sé að blossa upp milli
gengjanna. Átta manns hafa
beðið bana í átökum gengjanna
í Svíþjóð, Danmörku og Noregi
á þremur árum.
Hashimoto
bjartsýnn
RYUTARO Hashimoto, forsæt-
isráðherra Japans, kvaðst í gær
vona að samningaviðræður
gætu hafist sem allra fyrst við
skæruliða sem halda enn 74
mönnum í gíslingu í bústað jap-
anska sendiherrans í Lima.
Fyrirhuguðum fundi skærulið-
anna með samningamönnum
stjórnarinnar í Perú var frestað
á sunnudag þar sem skærulið-
arnir héldu til streitu þeirri
kröfu sinni að 400 félögum
þeirra yrði sleppt úr fangelsum.
Þjarmað
að Harnisch
FAST er nú lagt að Hanno
Harnisch, vinsælum forystu-
manni í flokki fyrrverandi
kommúnista í Þýskalandi,
Flokki lýðræðislegs sósíalisma,
að segja af sér vegna ásakana
um að hann hafi njósnað fyrir
Stasi, leyniþjónustu kommún-
istastjórnarinnar í Austur-
Þýskalandi. Harnisch viður-
kenndi í vikunni sem leið að
hann hefði verið knúinn til að
njósna fyrir Stasi frá árinu
1976 en í gær bentu nýjustu
fréttir til þess að hann hefði
sjálfur boðist til að starfa fyrir
leyniþjónustuna árið 1971.
Paris Match
greiði sekt
DÓM-
STÓLL í
París dæmdi
í gær viku-
blaðið París
Match til að
greiða
100.000
franka,
jafnvirði
tæpra 13
milljóna króna, í sekt fyrir að
birta tvær myndir sem teknar
voru af Franeois Mitterrand,
fynverandi forseta Frakk-
lands, á dánarbeðinu. Blaðinu
var einnig gert að greiða nán-
ustu ættingjum Mitterrands
einn franka, sem svarar tæpum
13 krónum, hveijum í skaða-
bætur vegna myndbirtingar-
innar.
Dæmdur
fyrir smygl
KÍNVERSKUR dómstóll
dæmdi í gær bandarískan
kaupsýslumann, William Ping
Chen, í tíu ára fangelsi fyrir
að smygla 238 tonnum af „út-
lendu rusli“ til Kína í ágóða-
skyni. Manninum var einnig
gert að greiða sem svarar 4
milljónum króna í sekt og lög-
reglunni var fyrirskipað að vísa
honum úr landi.
Washington. Reuter.
HÆSTIRÉTTUR í Bandaríkjunum
fjallaði í gær um það hvort rétta
mætti í máli, sem hefur verið höfðað
gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta
vegna meints kynferðislegs áreitis,
á meðan hann situr í embætti, eða
hvort fresta verði málaferlunum þar
til kjörtímabili forsetans lýkur. Búist
er við úrskurði í sumar.
Málið snýst ekki um ásakanirnar,
sem hafa verið birtar í smáatriðum.
Rétturinn átti ekki að fjalla um það
hvort fótur væri fyrir ásökununum.
í fyrsta sinni átti að skera úr um
það hvort stefna mætti sitjandi for-
seta Bandaríkjanna og fara fram á
bætur vegna atviks, sem átti sér
stað áður en hann settist í embætti.
„Ólíkt öðrum bandarískum emb-
ættismönnum ber forsetinn einn
ábyrgð á heilu sviði stjórnsýslunn-
ar,“ sagði Robtert S. Bennett, lög-
fræðingur Clintons, í þeim gögnum,
sem lögð voru fyrir réttinn til þess
að fá málinu frestað. „Jafnvel þótt
forseti hefði á endanum sigur
mundu langvinn málaferli vegna
einkamála gera honum ófært að
veita kröftum sínum óskiptum til
eins erfiðasta starfs í heimi.“
Forsetinn hafinn yfir lög?
Lögmaður Jones, Gilbert K. Da-
vis, sagði hins vegar í þeim gögnum,
sem hann sendi réttinum, að skjól-
stæðingur sinn ætti rétt á því að
málið yrði tekið fyrir nú þegar.
Hann sagði að höfundar stjórnar-
skrárinnar hefðu „ekki ætlast til
þess að forsetinn yrði hafmn yfir
lögin og áskildu forsetum því engin
persónuleg forréttindi í ætt við þau,
sem kóngafólk hefur“.
I áfrýjun Clintons sagði að mála-
ferli gætu stefnt í hættu skiptingu
dómsvalds og framkvæmdavalds.
Dómari ætti ekki að geta haft áhrif
á það hvaða mál hafi forgang i störf-
um forseta stangist dagskrá hans á
við dagskrá réttarins.
Jones heldur því fram að Clinton
hafi farið á fjörur við sig á hótelher-
bergi í Little Rock í Arkansas árið
1991 þegar hann var þar ríkis-
stjóri. Hún segir að hann hafi leyst
niður um sig og kveðst geta lýst
„sérkennum“ kynfæra hans.
Clinton hefur vísað ásökunum Jo-
nes á bug og kveðst aldrei hafa hitt
hana. Jones stefndi Clinton árið 1994
og krefst 700 þúsund dollara (tæp-
lega 50 milljóna króna) í skaðabætur.
Hæstiréttur úrskurðaði árið 1982
að ekki væri hægt að fara í skaða-
bótamál við forseta vegna embætt-
isstarfa og það ætti einnig við eftir
að þeir létu af embætti. Það gæti
haft áhrif á ákvarðanir forseta að
vita að hann gæti átt málsókn yfir
höfði sér.
Allianz_____________
eftirlaunasparnaður
Hefur þú
eitthvað að hlakka til
í ellinni, eins og Páll?
f
k.
*mmssz
Páll hóf eítivlaunaspamaó hja Allianz 30 ára
gamall og hyggst leggja til hliðar 10.000 kr. a mánuúi.
Auk þeinar ávöxtunar sem hann a i \ ændum er
lrann, meú þessu sparnaúarlormi, líftryggúur fyrir
ö.242.860 kr. \ iú upphat samnings.
l’egar l’all verúur 62 ara a hann von a 1 1.563.270
krónum i skattfrjalsri eingreiúslu, sem era.vtluú ávöxtun
lramtíúai. L l hann kvs hins vegar aú avaxta upphæúina
lengur. a hann von a..
12.566.700 kr. 63 ára
eða 13.645.170 kr. 64 ára
eða 14.806.710 kr. 65 ára
eða 16.057.665 kr. 66 ára
eða 17.404.875 kr. 67 ára
Hafðu samband og
kannaðu hvernig dæmið
gæti litið út hjá þér.
Allianz
Síöumúla 32, sími 588 3060
Dæmi þetta miðast við nð aldur tryggingartnka er 50 nr við upphaf sofnunar og reiknað er nieð að hann greiði 10.000 kr. a mantiði
Reiknað er eftir verðskra Allianz L2M Abruftarif 5 ar. Gengi marksins miðast við 1 DM = 45 kr.
Ofnngreinclar tölur byggjast a útreikningum framtiðaravoxtunar hja Allinnz.
Mitterand