Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Noregnr Snjó- flóða- hættan liðin hjá Ósló. Morgunblaðið. SÉRFRÆÐINGAR sögðu í gær að ekki væri lengur hætta á snjóflóðum á byggðir í Troms-fylki í Norður-Noregi. Um 200 íbúar sveitarfélagsins Breidvik-eiði, sem urðu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóða á föstudag, voru þó tregir til að snúa heim og ótt- uðust að fleiri snjóflóð myndu falla. Þrír sérfræðingar í snjóflóð- um könnuðu nokkur hættu- svæði í Troms-fylki og komust að þeirri niðurstöðu að þar sem ekki væri spáð versnandi veðri á næstu dögum væri ekki leng- ur hætta á frekari snjóflóðum i fylkinu. Þeir fóru um svæðin á þyrlum og sáu að snjóflóð höfðu fallið, sum nálægt byggðum, en sögðu að hættan væri liðin hjá að þessu sinni. Um 140 af íbúunum 200, sem flúðu frá Breidvik-eiði, gistu á hóteli í Tromso á kostn- að bæjarins, en yfirvöld sögðu að þar sem hættan væri af- staðin yrði fólkið að greiða sjálft fyrir gistinguna ef það vildi ekki snúa heim. „Hver ber ábyrgðina ef nýtt snjóflóð fellur eftir að við snú- um heim?“ spurði einn íbúa Breidvik-eiðis, Eva Breivik. „Hvers vegna geta þeir ekki sprengt stóru snjóskaflana i fjallinu niður meðan byggðin er mannlaus? Ég er hrædd en neyðist til að fara heim.“ Um 40 vegir eru lokaðir vegna fannfergis og snjóflóða- hættu í Norður-Noregi. Óveð- ur geisaði einnig í vesturhluta landsins i gær en þar var ekki talin hætta á snjóflóðum á byggðir. ERLELNT Bandaríkin í kuldagreipum Rússnesk kjarnorkutækni Yilja auka útflutning Moskvu. Reuter. MIKLIR kuldar eru í Miðríkjum Bandaríkjanna og talið er, að 31 maður hafi týnt Iífi frá því á fimmtudag. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Suður-Dakótaen þar eru skaflarnir víða fimm metra djúpir. Er miklu kaldara á þessum slóðum nú en í meðal- ári og náði norðanstrengurinn allt suður til Texas. Þar var rúm- lega tveggja stiga frost um helg- ina en meðalhitinn á þessum tíma er þar annars rúmlega 12 gráð- ur. Mikið fannfergi er líka í Aust- urríkjunum sums staðar en þessi mynd var tekin í Buffalo í New York. Þær systurnar Frances og Germain Niedzialkowski, báðar um áttrætt, eru hér að moka frá húsdyrunum. VIKTOR Mikhaílov, kjarnorkumála- ráðherra Rússlands, sagði í gær rúss- nesku stjómina stefna að auknum útflutningi á rússneskri kjarnorku- tækni, en kjamorkuiðnaður Rúss- lands stendur nú frammi fyrir stór- kostlegum fjárhagsvanda, auk þess sem kjamorkuandstæðingum innan Rússlands er að vaxa fiskur um hrygg. í skýru svari við gagnrýni, sem borizt hefur aðallega frá Bandaríkj- unum, varði Mikhaílov samning Rússa við írani um kaup hinna síð- arnefndu á rússneskri kjarnorku- tækni. Hann greindi jafnframt frá því, að Rússar myndu láta verða af byggingu kjarnorkuvera í Kína og ljúka samningum um svipaðar fram- kvæmdir á Indlandi. „Það þarf að auka útflutning," sagði Mikhaílov á blaðamannafundi. „Það er engum stætt á því að skipta löndum heims upp í ríki sem njóta velþóknunar og þau sem gera það ekki... Þetta myndi aðeins ýta und- ir hermdarverkastarfsemi," sagði hann. „Það er betra að vera vinir og vinna saman." Fjármögnunarvandamál Mikhaílov sagði að nú þegar störf- uðu 150 rússneskir sérfræðingar með írönum að byggingu kjarna- kljúfs af gerðinni VVER-440. íranir vilja að smíðaðir verði fjórir slíkir til viðbótar, en Mikhaílov sagði að það væri þá aðeins mögulegt, ef takast myndi að leysa ákveðin ijár- mögnunarvandamál. Vestrænir sérfræðingar áætla, að bygging kjarnakljúfanna í íran, sem Bandaríkjamenn saka um að styðja við alþjóðlega hermdarverkastarf- semi, kosti um tvo milljarða Banda- ríkjadala (um 120 milljarða íslenskra króna). Reuter Hátíðahöld vegna rík- isafmælis Dana- drottningar undirbúin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FORMLEG hátíðahöld vegna ald- arfjórðungs ríkisafmælis Mar- grétar Þórhildar Danadrottning- ar hefjast í dag. Fulltrúar íslands við hátíðahöldin eru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands og kona hans Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Allir þjóðhöfð- ingjar Norðurlanda koma og auk þess konungsfjölskyldur Evrópu, sem flestar eru skyldar drottn- ingunni eða tengdar. Fyrir hádegi verður tekið á móti þjóðhöfðingjum Norður- landa og fleiri gestum, en þeir munu búa í gestaibúðum Amali- enborgar. Siðar um daginn verð- ur guðsþjónusta í Hallarkirkju Kristjánsborgarhallar, en þessi einkakirkja konungsfjölskyld- unnar verður nú notuð í fyrsta skipti eftir bruna fyrir nokkrum árum. I kvöld verður svo hátíðar- veisla. A morgun verður drottn- ingin hyllt á svölum Amalien- borgar, en siðan keyrir hún í opnum vagni til hádegisverðar i Ráðhúsinu. Síðdegis er gestamót- taka og síðan hátiðasýning i Kon- unglega leikhúsinu um kvöldið og næturverður i þeim hluta Amalienborgar, sem Friðrik Reuter MARGRÉT Danadrottning hefur nú setið við völd í aldar- fjórðung og verður því fagnað með hátiðahöldum. krónprins býr í. Um helgina held- ur drottningin og fjölskylda hennar upp á ríkisafmælið í Arósum. Fyrir helgi var drottningin far- in að taka á móti gjöfum í tilefni tímamótanna, ásamt Henrik prins og hundunum þeirra. Sumir gef- enda hafa fengið fengið leyfi til að afhenda gjafir sínar og mæta þá með þær, taka í höndina á hjónunum, afhenda gjöfina og leyfa svo þeim næsta að komast að. Drottningin hafði útbúið lista, þar sem hún óskaði meðal annars eftir hlutum í nýuppgerða álmu Amalienborgarhallar. Danska ríkisútvarpið gaf upp- tökur með gömlum útvarpsþátt- um um og með Friðrik 9., föður drottningarinnar, en hnífapör, húsgögn og annar húsbúnaður, bækur og geisladiskar eru ann- ars dæmigerðar gjafir, auk fjár- muna í sjóð drottningar og prins- ins, sem styrkir margvíslega góð- gerðarstarfsemi. Dönsk og sænsk umræða um efnahags- og myntbandalag Danskt áhrifaleysi og sænsk skattlagning SVÍAR og Danir standa í ólíkum sporum hvað aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu varðar, þar sem Danir hafa fengið undanþágu frá aðild en Svíar hafa undirritað Maastrichtsamkomulagið í heild sinni, en hafa þó ekki tekið endan- lega afstöðu. I báðum löndum er ákaft rætt hvort hagur sé af aðild eða ekki. Nýlega hafa tveir málsmet- andi menn látið ljós sitt skína um þessi efni, Göran Persson, forsætis- ráðherra Svía, og Erik Hoffmeyer, fyrrverandi seðlabankastjóri Dana, og leggja þeir áherslu á ólík atriði. Persson vill ekki móta skoðanir kjósenda Persson skrifaði nýlega grein í Svenska Dagbladet þar sem hann lýsir aðstöðu Svía og eigin afstöðu. Þeir, sem álíta að stjórnmálamenn séu til þess settir að leiða og stjórna, komast fljótt að því við lestur grein- ar hans að Persson álítur hlutverk sitt fremur að efna til umræðna heldur en að segja kjósendum hvað hann álíti sjálfur. Fyrri hluti greinar Perssons er úttekt á efnahagsþróun í Svíþjóð Danir og Svíar ræða nú ákaft hvort hagur sé í aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu eður ei. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um sjónarmið tveggja forystumanna. EVRÓPA^ undanfarin ár. Persson segir að ástandið hafi stórversnað á árunum 1991-1994 er hægriflokkarnir sátu í stjórn undir forsæti Carls Bildts formanns Hægriflokksins, en lætur þess ógetið að ástandið þá hafi að hluta verið arfleifð áratuga jafnað- arstefnu. Kreppunni hafi núverandi stjórn sigrast á og nú sé efnahags- staða Svía sterkari en Þjóðveija. Persson segir myntbandalagsaðild ekki aðeins snúast um efnahagsmál, heldur um þróun Evrópusambands- ins. Svíar hafi gengið í ESB sem samstarf sjálfstæðra þjóða. „Verður ESB þá áfram samstarf sjálfstæðra þjóða eftir að þriðja stig myntsam- bandsins verður komið á? Ég álít að það liggi ekki í augum uppi,“ segir Persson. Forsætisráðherrann segir að pen- ingastefnan verði á yfírþjóðlegu valdsviði og þá sé spurning hvort fjármálastefnan, þar með talin skatt- lagning, verði það ekki líka. Óljóst sé hvort stöðugleikasáttmálinn myndi jafnvægi þarna á milli. Þá geti Evrópuþingið þurft að ákvarða skattlagningu fyrir allt ESB og þar með verði samstarfið ekki lengur samstarf sjálfstæðra þjóða, heldur stefni á evrópskt sambandsríki, sem sé allt annað en Svíar hafi kosið yfír sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild. Persson segist því ekki skilja Erik Göran Hoffmeyer. Persson. hvernig Bildt geti hvatt sig til að taka eindregna afstöðu með mynt- bandalagsaðild til að vísa Svíum leið- ina. Hana þurfi að ræða, því að hún geti á endanum snúist um rétt Svía til að ákveða skatta sína sjálfir. Sjálfur vilji hann því hafa frum- kvæði að umræðum um myntsam- bandið, en ekki að stuðla að því að forréttindahópar komi því á án sam- ráðs við Evrópubúa. Ekki þýði að afhenda borgurunum það sem full- gerðan hlut með stundatöflu, án samráðs við þá. Að standa utan við pólitíska driffjöður ESB Erik Hoffmeyer hefur löngum verið álitinn tortrygginn í garð myntbandalags líkt og þótti vera um starfsbræður hans í Bundesbank, þýska seðlabankanum, en ef marka má grein hans í Politiken dámar honum ekki að Danir standi utan þess, hinn pólitíski samruni Evrópu fari þar fram. Hoffmeyer segist fyrir 10-15 árum síðan hafa slegið því alvöru- laust fram við Þjóðverja að ekkert yrði af myntbandalagi, nema Evr- ópuþjóðirnar færu að hegða sér eins og Þjóðverjar. Viðmælandi hans hafi þá álitið þetta óvinveitta fullyrðingu og að réttara væri að segja að ekk- ert yrði af myntbandalaginu nema að hin löndin sæju að þýska leiðin í efnahagsmálum væri sú besta. Hoffmeyer segir að þýsk-franska umræðan um myntsambandið, hin leiðandi umræða, hafi harðnað veru- lega undanfarið og nefnir ýmis deilu- mál Frakka og Þjóðveija. Frakkar hafi meðal annars fengið sínu fram- gengt við gerð stöðugleikasáttmál- ans; að ekki verði um að ræða sjálf- krafa sektargreiðslur ríkja, sem missi tökin á efnahagsmálunum, heidur verði það matsatriði í hvert skipti. Þar sem það er nú að sögn Hoff- meyers útbreidd skoðun að helstu kostir myntsambands séu ekki efna- hagslegir, heldur nánara stjórnmála- samstarf, telur hann að á næstunni verði þörf á að skýrgreina í hverju hinn stjórnmálalegi samruni eigi að felast. Þótt Persson undrist að evr- ópskir stjórnmálamenn tali um sam- eiginiegt ríki, sé það engin ný bóla, þó að flestir tali skýrlega gegn Bandaríkjum Evrópu. Ef takist að koma á myntsambandi margra landa með hófstilltu stjórnmálalegu augnamiði muni löndin utan þess ekki eiga neina aðild að þróun þess og það verði ekki aðlaðandi staða fyrir Dani. Með öðrum orðum þá óttast hag- fræðingurinn danski pólitískt áhrifa- leysi Dana utan myntsambandsins, en sænski stjórnmáiamaðurinn hefur meiri áhyggjur af skattlagningu hjá yfirþjóðlegu evrópsku valdi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.