Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Halldór
LEIKENDUM fagnað að lokinni frumsýningu. Þórhallur Gunnarsson í hlutverki skáldsins Tómasar.
Uppfyllingarefni
fyrir stórt svið
LEIKLIST
Lcikfciag
Rcykjavíkur
í Borgarlcikhúsinu
FAGRA VERÖLD
Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson. Höf-
undur ljóða: Tómas Guðmundsson.
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Lýsing: Lárus Bjömsson. Leikmynd
og búningar: Siguijón Jóhannsson.
Leikarar: Alexander Oðinsson, Ami
Pétur Guðjónsson, Ásta Amardóttir,
Bjöm Ingi Hilmarsson, Dofri Her-
mannsson, Ellert A. Ingimundarson,
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Helga
Braga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson,
Jóhanna Jónas, Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir, Jón Hjartarson, Kjartan
Guðjónsson, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Maria Ellingsen, Pétur Ein-
arsson, Sóley Elíasdóttir, Theodór
Júlíusson og Þórhallur Gunnarsson.
Laugardagur 11. janúar.
TILVISTARKREPPA hefur
hijáð Leikfélag Reykjavíkur um
langt árabil. Einn þáttur hennar
er óhjákvæmilegur samanburður
við hið tiltölulega fjáða Þjóðleik-
hús; annar er að stærð aðalsalar
og -sviðs leikhússins er tíma-
skekkja og krónískt vandamál að
fylla gímaldið af gestum og góðum
verkum. Kostnaðurinn við að setja
á svið leikrit sem sóma sér í slíkum
salarkynnum er gífurlegur og því
brugðið á það ráð að fylla tómið
með einhvers konar söngleikjum
sem eru mikið sjónarspil og láta
hátt í eyrum.
Tómas Guðmundsson var rétt-
nefnt borgarskáld og því vel til
fundið að minnast hans á afmælis-
ári Leikfélags Reykjavíkur með því
að setja upp sýningu sem þiggur
nafn sitt af vinsælustu ljóðabók
hans. Því miður liggja tengsl milli
efnis þessarar ljóðabókar og sýn-
ingar þeirrar sem hér er til umfjöll-
unar ekki ljós fyrir. Óneitanlega
eru nokkur ljóð úr téðri bók flutt
í verkinu en efnisleg tengsl eru nær
engin. Kannski er hægt að hugsa
sér texta leikritsins sem eins konar
kontrapunkt við ljóðin en ekki er
hægt að segja að laglínurnar nái
að hljóma saman.
Verkinu stendur helst fyrir þrif-
um hvað það er andlaust og klisju-
kennt. Áhorfendur fá að sjá þjóð-
ernissinna beija á kommúnistum,
og fylgjast með fisksöludeilum,
útgerðarmannssyni á villigötum og
sveitafólki að fóta sig á mölinni.
Allt á þetta að byggja upp mynd
af borginni á útkomutíma ljóðabók-
arinnar. En lykilpersónan í verkinu,
skáldið Tómas, er svo óskýr frá
hendi höfundar að hún nær ekki
að tengja þessar svipmyndir sam-
an. Karl Ágúst Úlfsson sannaði
fyrr á þessu leikári að hann getur
skrifað áhrifamikil dramatísk verk
og þess vegna er hægt að krefjast
meira af honum. Víst er hægt að
kalla verkið ljúft, en það er einmitt
hið alltumfaðmandi meinleysi og
góðsemi allra sem drepur allt nið-
ur. Þetta söngleikjasmælki - svo
notuð sé gamalkunnug skilgreining
úr sögu Leikfélags Reykjavíkur -
er aftur á móti andvana fætt.
Þrátt fyrir þennan slæma ann-
marka á sýningunni þá vill svo vel
til að þessum innantóma kjarna er
pakkað inn í nokkuð ásjálegar
umbúðir. Leikmyndin er t.d. stór-
skemmtileg, sýnir neðsta hluta
Bakarabrekkunnar með tröppum
að þeim notadijúgu almennings-
þægindum sem undir henni felast.
En í stað þess að ætla þeim hefð-
bundið hlutverk er þar komið fyrir
kaffihúsi og bílastæði. Leikmyndin,
litríkir og fjölbreyttir búningar og
hið stóra svið eru nýtt vel af leik-
stjóra í fjörugum hópatriðum sem
sýna áhorfendum lífið á götum
bæjarins. Ljósin eru hnitmiðuð og
notuð til að byggja upp tilfinningu
fyrir rými og til að afmarka leik-
svæði inni á sviðinu.
í verkinu kemur fram stór hópur
leikara og skiptir nokkuð í tvö horn
með frammistöðu þeirra. Það sópar
að Jóhönnu V. Þórhallsdóttur í
hlutverki söngkonunnar og hún
gefur söngtextanum leikandi líf og
merkingu, atriði sem var áfátt í
mörgum einsöngsköflunum. Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir er ódrep-
andi í hlutverki kaffihúsaeigandans
og Pétur Einarsson ágætur í hlut-
verki eiginmanns hennar þó hann
sýni fáránlega takta er hann fær
aðkenningu að fugladansinum.
Ásta Arnardóttir og Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir eru skemmti-
lega meinlegar stöllur en ekkert
undirbyggir sinnaskipti persónu
Guðlaugar í síðari þætti. María
Ellingssen er hressileg sem Fanney
og Björn Ingi Hilmarsson stendur
sig vel í upphafi í hlutverki sínu
sem Finnbogi. Honum er vorkunn
í látalátunum er líður á verkið.
Alexander Óðinsson sýndi leikgleði
og úthald í litlu hlutverki.
Aðrir leikendur stóðu sig síður
og svo illa vill til að til þessa hóps
teljast aðalleikararnir þrír í hlut-
verkum skáldsins Tómasar og unga
parsins, Guðrúnar og Klemenzar.
Hlutverk skáldsins er - eins og
fyrr sagði - illa skilgreint frá höf-
undarins hendi en ekki bætti úr
augljós frumsýningarskrekkur hjá
Þórhalli Gunnarssyni; Jóhanna Jón-
as og Hinrik Ólafsson ná ekki að
gæða persónur sínar lífi enda ótrú-
legt hve þeim er gert að vera vit-
grönn og heimóttarleg. Álíka vand-
ræðaleg er önnur tilraun leikstjóra
til að ná fram auðfengnu brosi
áhorfenda: með því að klæða karl-
menn í peysuföt. Verst er þó upp-
hafsatriðið þar sem hvorki nýtur
sviðsmyndar eða tónlistar; veikur
texti og óbjörgulegur leikur leggj-
ast á eitt um að gera þetta að vand-
ræðalegustu stund sem undirritað-
ur hefur lifað í leikhúsi.
En svo vitnað sé í verkið sjálft:
„Skáldskapurinn er ekki til fyrir
gagnrýnendur. Hvernig í veröldinni
ættu þeir að geta haft eitthvað
fram að færa sem kemur skáld-
skapnum minnstu vitund við?“
Þetta má til sanns vegar færa en
hitt er annað mál hvort verkið fell-
ur undir skáldskaparhugtakið.
Sveinn Haraldsson
Hljóðlega
farið í tónmáli
Morgunblaðið/Halldór
HÖFUNDAR texta og tónlistar, Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reynir Sveinsson, Brynja Benedikts-
dóttir leikstjóri og aðrir aðstandendur sýningarinnar taka við fagnaðarlátum áhorfenda.
TONLIST
L c i k f c 1 a g
Rcykjavíkur
FAGRA VERÖLD
Höfundur tónlistar: Gunnar
Reynir Sveinsson. Hljónisveitar-
stjórn, útsetningar: Kjartan
Valdemarsson. mjómsveit: Árni
Scheving, Kjartan Valdemarsson,
Matthías Hemstock/ Pétur Grétars-
son, Sigurður Flosason, Szymon
Kuran og Þórður Högnason. Söng-
stjóm, útsetningan Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir. Söngur: Leikhópurinn.
Hljóð: Baldur Már Amgrimsson.
Laugardagur 11. janúar.
ÞAÐ sem mér er ætlað að skrifa
um hátíðar- og afmælissýningu
Leikfélags Reykjavíkur er tónlistin
í sýningunni og um hana er raunar
ekki margt að segja.
Gunnar Reynir Sveinsson er
margsjóaður í að skrifa leikhústón-
list og ásamt því að vera ágætt
tónskáld hefur hann góða tilfinn-
ingu fyrir leiksviðinu.
Margar leiðir eru færar til að
skrifa tónlist við leikrit og ein er
sú að skrifa nútímalega tónlist við
gamalt efni, jafnvel við leikrit
hinna elstu klassísku leikritahöf-
unda Grikkja, en ein eftirminnileg-
asta sýning sem undirritaður hefur
upplifað var einmitt á slíku gömlu
leikverki þar sem tónlistarlegar
kröfur voru slíkar gerðar til leikar-
anna að þrælrútíneruðu atvinnu-
tónlistarfólki hefði þótt nóg um.
Ein leiðin er sú sem farin var á
laugardagskvöldið, að setja frekar
einfalda slagaratónlist við róman-
tík borgarskáldsins Tómasar Guð-
mundssonar.
Gunnar fer hljóðlega í tónmáli
sínu, sýnir ekki neinar sérlega nýj-
ar hliðar, ofgerir hvergi en slær
kannske hvergi afgerandi í gegn,
en er sjálfum sér trúr. Ekki neita
ég því, að í mínum huga hefði ver-
ið forvitnilegt að fá nútímalegar
krefjandi sveiflur, algjörar and-
stæður við þessar rómantísku perl-
ur Tómasar, eitthvað úr allt öðrum
heimi, eitthvað sem vakið hefði
mann upp úr svefngöngu hernáms-
áranna. Ein tónlistarlega lausnin
hefði verið að nota lögin hans Gylfa
Þ. Gíslasonar við ljóð Tómasar þar
sem Gylfi hitti svo afgerandi á
hjartaslög skáldsins - ekki var
heldur laust við að Gylfi ginnti
Gunnar stundum í átt að sínum
tónhendingum - en tónlistarlega
séð var kvöldið Gunnars og megi
lög hans Iaða að marga áheyrend-
ur.
Ekki er ástæða til að nefna sér-
staklega söng leikaranna. Leikarar
eru yfírleitt músíkalskir og auðvelt
að móta flutning þeirra. Raddlega
eru þeir aftur á móti misjafnlega
á vegi staddir og þar á virðist lítil
breyting. Tómas - Þórhallur Gunn-
arsson fór hljóðlega og átakalaust
með sína söngva, Guðrún - Jó-
hanna Jónas hefur söngrödd, jafn-
framt að vera frábær Jeikkona, svo
og Klemenz - Hinrik Ólafsson, sem
áberandi sver sig í ættina, enda
var bónorðssena Klemenzar til
Guðrúnar eitt besta atriði sýningar-
innar og hefði hvaða svið sem er
verið fullsæmt af.
Nýtt árhundrað,
ný vandamál
Ekki er mér ætlað - nóg er samt
- að fjalla um leiklistina í pistli
þessum, en eitt kom þó upp í hug-
ann við þessi árhundruðaskipti hjá
LR þegar talað er um fjárhags-
vanda og fleiri þrengingar leikfé-
lagsins, vonandi aðeins tímabundn-
ar. Gamla Iðnó var frekar lítið leik-
hús þar sem skapast hafði sérstakt
andrúmsloft, „intímt" og kannske
dálítið heimilislegt. Leikarinn gat
leyft sér, og kunni, að leika á hljóð-
látu nótunum og þegar leikhúsgest-
urinn kom í húsið tóku við þrengsl-
in í fatageymslunni, en fata-
geymsla var það þó. í núverandi
byggingu byijar maður á því að
finna sér snaga og þegar loksins
yfirhöfnin hefur fengið þar aðsetur
og maður lítur við til þess nú að
staðsetja flíkina í þeirri von að
fínna hana aftur að lokinni sýn-
ingu, þá lýstur þeirri hugsun niður
hvort maður yfir höfuð sjái nokk-
urntíma fiíkina aftur og þótt hún
sé kannske ekki verðmæt eru bíl-
lyklarnir alltént 5 frakkavasanum
og að missa þá kostar óþægindi.
Einu sinni var talað um að spara
eyrinn en kasta krónunni og gæti
það átt hér við. Meðan á sýningu
stendur er ekki ósjaldan að maður
upplifir leikstílinn úr gamla Iðnó á
stóru sviði Borgarleikhússins og
maður sannfærist æ betur um að
sá leikstíll á ekki heima í þessum
stóra og, að mér finnst, heldur
óvistlega sal. Vafalaust hafa þessar
vangaveltur leikhúsgests verið til
umræðu hjá forystusveit LR og
reyndar ýjar leikhússtjórinn að
þessu í leikskrá, en þar segir hann:
„Minningar eru til þess að ylja sér
við, sagan til að draga lærdóm af.“
Megi Leikfélag Reykjavíkur
finna nýjan farveg með nýju ár-
hundraði. Og mætti ekki gera sal-
inn örlítið meira aðlaðandi og um
leið hlýlegri? - Og hvað tapaðist
og hvað græddist við að koma
skikki á fatageymsluna? Það eru
þó leikhúsgestirnir sem eru Alfa
og Omega leikhússins.
— o —
Megi afmælissýningin ganga vel
og lengi því hugmynd Karls Agústs
er góð og hugmyndaauður Bi-ynju
Benediktsdóttur í sviðssetningu
söngleikja er legio.
Ragnar Björnsson