Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Deilan um hráefnisskort-
inn, úrskurður Félagsdóms
DEILA sú sem stóð
í haust milli Fiskiðj-
unnar og Vlf. Fram
og endaði með úr-
skurði Félagsdóms nú
í desember, vakti tals-
verða athygli á lands-
vísu. Er það eðlilegt,
þar sem niðurstaða
málsins snerti margt
fólk; raunar allt fisk-
- vinnslufólk á landinu
sem og stjórnendur
fiskvinnslufyrirtækj a.
Eitthvað hefur borið á
því að ekki hafi allir
gert sér grein fyrir
aðalatriðum þessa
máls. Verður því gerð tilraun hér á
eftir til að útskýra málið og varpa
á það því ljósi, að þeir sem áhuga
hafi geti betur gert sér grein fyrir
því. Dómur Félagsdóms frá 17. des.
1996 í gr. 16.8.1. í aðalkjarasamn-
ingi stendur: „Ef horfur eru á lang-
vinnri rekstrarstöðvun vegna hrá-
efnisskorts er fyrirtæki þó jafnan
heimilt með tilkynningu til starfs-
fólks, vinnumiðlunar og verkalýðsfé-
lags að boða vinnslustöðvun með
fjögurra vikna fyrirvara".
Þ. 17. desember sl. felldi Félags-
dómur úrskurð í ágreiningsmáli
Verkalýðsfélagsins Fram við Fiskiðj-
una Skagfirðing. Stóð deilan um lög-
mæti þess að tilkynna vinnslustöðv-
un við frystideild fyrirtækisins á
Sauðárkróki og saltfískvinnsluna á
Hofsósi frá 12. ágúst til 1. október.
í raun og veru var tekist á um þetta
eina orð; hráefnisskortur. Um túlk-
unina á þvi gekk dómurinn - félag-
inu og starfsfólki í vil, sem kunnugt
' er.
Við málflutninginn kom fram að
fyrirtækið kvað ástæðu þessarar
ákvörðunar vera hráefnisskort og
síðan taprekstur á þessum umræddu
vinnslugreinum. Vlf. Fram taldi
hinsvegar að eftir að það tímabil
hófst, að sannanlega væri til nægi-
legt hráefni á vegum fyrirtækisins,
gæti ekki staðist að hægt væri að
halda fólki án vinnu vegna hráefniss-
korts. Taprekstur kæmi þessu máli
ekki við. Væri hann til staðar væru
önnur rekstrarúrræði sem ættu við
en þau, að hætta vinnslu og setja
starfsfólkið á atvinnuleysisbætur.
Atvinnuöryggi
Lengi framan af öldinni sem senn
er liðin, var atvinnuöryggi þess fólks
sem hafði afkomu sína af vinnu við
fisk í landi lítil. í áratugi fylgdi þetta
öryggisleysi reyndar ýmsum öðrum
starfsgreinum, en eftir
því sem atvinnulífið varð
almennt flölbreyttara og
fólk gat ráðið sig í
„fasta“ vinnu, var áber-
. andi hvað þetta átti
einkum við um fisk-
vinnslufólk og var
reyndar mjög bundið því
hvernig hagaði til með
hráefnisöflun. Verk-
stjórar gátu sagt við
fólkið að kveldi, að ekki
væri þörf fyrir vinnu
þess næsta morgun eða
næstu daga. Það yrði
látið vita. Sumsstaðar
var notuð sú aðferð að
draga flagg að húni á áberandi stað,
sem merki þess að nú hæfist vinna
næsta dag.
Kauptryggingarsamningur
Á áttunda áratugnum var farið
að vinna að því að breyta þessu
ástandi. Þá var gerður hinn fyrsti
kauptryggingarsamningur, sem fól
það m.a. í sér að tilkynna varð með
nokkurra daga fyrirvara ef vinnslu-
stöðvun vegna hráefnisskorts var
framundan. Með betur búnum skip-
um og aukinni tækni við veiðar og
vinnslu var um leið hægt að gera
meiri kröfur til fyrirtækjanna um
jafnari hráefnisöflun. Enda var sá
tilgangurinn, jafnframt kröfunni um
aukið atvinnuöryggi. 1986 voru gerð-
ar verulegar breytingar á kauptrygg-
ingarsamningnum. M.a. var það, að
væru horfur á hráefnisskorti, bæri
að tilkynna vinnslustöðvun með fjög-
urra vikna fyrirvara. Að loknum þeim
tíma eru þá greiddar atvinnuleysis-
bætur, eftir rétti hvers og eins. Við
kjarasamningagerð 1995 voru gerðar
breytingar á ýmsum þáttum þessa
samnings, sem flestar miðuðu að því
að að auðvelda fyrirtækjunum að-
gang að opinberu fé til að geta hald-
ið fólki á launum.Samkv. reglugerð
um greiðslu atvinnuleysisbóta í hrá-
efnisskorti, er heimilt að tilkynna
vinnslustöðvun með þriggja daga fyr-
irvara, enda haldi fólk þá dagvinnu-
launum. Hefur þá fyrirtækið rétt á
að fá endurgreitt frá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði verulegan hluta
launakostnaðarins, eða sem nemur
ca. 85%.
Hvað er hráefnisskortur?
Löngum hefur verið uppi nokkur
ágreiningur um túlkun á orðinu „hrá-
efnisskortur" í þessu sambandi. Hafa
fiskvinnslufyrirtæki sótt í að túlka
það svo, að þeim sé heimilt að búa
Þegar það var sannan-
lega á valdi fyrirtækis-
ins að geta haft hráefni
til vinnslu, segir Jón
Karlsson, var þá hægt
að segja „hráefniss-
kortur“?
til „hráefnisskort". Hefur t.d. viljað
til að skip hafa verið látin sigla með
afla til sölu erlendis, en starfsfólki
tilkynnt vinnslustöðvun og það sett
á atvinnnuleysisbætur. Af hálfu
verkalýðsfélaganna hefur því sjónar-
miði jafnan verið haldið fram, að
hráefnisskortur verði að koma til af
ófyrirsjáanlegum ástæðum t.d.
óveðri, stórfelldum bilunum, bruna
eða skipstapa. Um þetta var í raun-
inni deilt fyrir Félagsdómi. Reyndar
hafa mál af þessu tagi farið fyrir dóm
áður og niðurstaða fallið á annan veg
en nú var. Það virðist hinsvegar stafa
af því að forsendur og málsatvik
hafa verið með öðrum hætti.
Niðurstaða dómsins
Nú lá fyrir nægilega „hreint“
mál, þannig að dómurinn þurfti ekki
að taka tillit til annars en aðalatriðis-
ins: Þegar það var sannanlega á
valdi fyrirtækisins að geta haft hrá-
efni til vinnslu, var þá hægt að segja
„hráefnisskortur"? Fyrir lá að frá
1. september 1996 hafði fyrirtækið
yfir að ráða hátt í 10 000 þorskígild-
istonnum. Niðurstaða dómsins í
þessu efni var ótvíræð. Þetta er ólög-
mætt frá og með 1. september.
Rekstrarlegar forsendur, s.s. tap-
rekstur í ákveðinni rekstrareiningu
eða deild fyrirtækisins, er ekki hægt
að taka til greina. Að ráðstafa skip-
um fyrirtækisins til veiða annars-
staðar, t.d. í Smugunni, kemur þessu
ekki við. Að stöðva vinnslu með þeim
hætti sem hér var gert - og hefur
raunar oft verið gert áður, stenst
ekki. Þessu ákvæði kjarasamnings-
ins er ekki hægt að beita sem ai-
mennu rekstrarúrræði. Þetta er
neyðarréttur sem ekki er heimilt að
nota nema sem slíkan. Niðurstaða
dómsins er sú, að ekki ber síður að
taka tillit til hagsmuna starfsfólksins
en hagsmuna fyrirtækjanna.
Höfundur er formaður
Verkalýðsfélagsins Fram á
Sauðárkróki.
Jón Karlsson
Rökþrota for-
stjóri ÁTVR
I MORGUNBLAÐ-
INU þann 10. janúar
sl. birtir Höskuldur
Jónsson, forstjóri
ÁTVR, grein sem á
m.a. að heita svar við
grein minni frá 24.
desember sl. um verð-
myndun og álagningu
ÁTVR við sölu á einum
kassa af íslenskum
bjór. Grein hans ber
því miður öll einkenni
rökþrota en hann velur
að svara mér með út-
úrsnúningi, rangfærsl-
um og segist loks
hættur að skrifa um
málið.
Útúrsnúningar
í stað þess að gera athugasemd-
ir við nákvæma verðútreikninga
Þó Höskuldur telji mig
best heima í hænsna-
rækt, segir Jón Stein-
dór Valdimarsson,
treysti ég mér vel til
þess að fullyrða að 403
kr. séu nálægt 50% af
800 kr.
sem fylgdu grein minni kýs Hös-
kuldur heldur að kalla mig hávaða-
mann sem þekki betur til hænsna-
ræktar en álagningarreglna ÁTVR.
Þá beitir Höskuldur gamalkunnu
stílbragði til að gera lítið úr við-
mælanda sínum með því að nefna
mig hvergi á nafn í grein sinni.
Þetta heita sjálfsagt rö_k í stað
hávaða í höfuðstöðvum ÁTVR og
verður hann að eiga það við sjálfan
sig telji hann slíkan máflutning
sjálfum sér sæmandi.
Rangfærslur
Ég birti aftur tölur sem fylgdu
með fyrri grein minni. Þar kemur
glöggt fram að álagning ÁTVR er
402,59 kr. Þar er ekki talið með
áfengisgjald, skilagjald eða um-
sýsluþóknun. Þessar 402,59 kr. eru
hrein álagning ÁTVR. Það kemur
líka skýrt fram að verð bjórkassans
frá íslenska framleið-
andanum er 800 kr. í
dæminu áður en
áfengisgjald, skila-
gjald og umsýsluþókn-
un leggjast við. Það
stendur því óhaggað
þrátt fyrir grein Hö-
skuldar að framleið-
andinn fær 800 kr. í
sinn hlut þegar ÁTVR
tekur til sín 402,59 kr.
Þótt Höskuldur telji
mig best heima i
hænsnarækt treysti ég
mér vel til þess að full-
yrða að 403 kr. séu
nálægt 50% af 800 kr.
í grein minni held
ég því hvergi fram að áfengisgjald,
skilagjald og umsýsluþóknun séu
hluti af álagningu ÁTVR hvað þá
að umrædd gjöld séu hluti álagn-
ingar framleiðandans. Hér hiýtur
Höskuldur að vita betur.
Hættur að skrifa
Höskuldur klykkir svo út með
því að segja að hann muni ekki
skrifa meira um málið. Ekki harma
ég það í ljósi síðustu greinar hans.
Ég bið lesendur hins vegar að skoða
meðfylgjandi töflu og grein hans.
Ég get jafnframt upplýst að í bjór-
kútnum sem hann nefnir í grein
sinni og kostar 7.340 kr. frá ÁTVR
er hlutur framleiðandans 1.753 kr.
en hlutur ÁTVR er u.þ.b. 694 kr.
Það lætur því nærri að álagning
ÁTVR nemi 39,6% af hlut framleið-
andans í kútnum.
kassi af bjór
Verð framl. 800,00
Áfengisgjald 1.937,10
Skilagjald 135,12
Umsýsluþóknun 6,76
Samtals 2.878,98
0,3% heilds.ál. ÁTVR 8,64
Samtals 2.887,61
13% smásöluál. ÁTVR 375,39
Samtals 3.263,00
Vsk. 799,44
Samtals 4.062,44
Upphækkun ÁTVR 18,56
Útsöluverð ÁTVR 4.080,00
Heildarál. ÁTVR 402,59
Heildarál. ÁTVR sem
hlutf. af innk.verði 50,3%
Höfundur er aðst.framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins.
Jón Steindór
Valdimarsson
Réttlátt og heiðarlegt þjóðfélag
LENGI hefur verið rætt um sam-
einingu vinstri manna og ekki er
ólíklegt að sumum sé farið að leið-
ast þófið. Að mínu mati er þessi
umræða þó nauðsynleg þar sem
fenn á eftir að stíga stærstu skrefin
í átt að sameiningu jafnaðarmanna
þó nokkur séu að baki. Þann 18.
janúar ætlar ungt fólk að stofna
samtök til þess að þrýsta á um
samvinnu jafnaðarmanna fyrir
næstu kosningar og stíga þar með
enn eitt skrefið í átt að markmiðinu
stóra. Ungliðahreyfingar Alþýðu-
flokks og Alþýðubandaiags munu
eiga formlega aðild að þessum
samtökum auk einstakl-
inga úr röðum Kvenna-
lista og Þjóðvaka auk
■feinstaklinga sem ekki
hafa starfað í hefð-
bundnu stjórnmála-
starfi áður. Stofnun
samtakanna var form-
lega ákveðin á Bifröst í
nóvember á síðasta ári og
hefur frá þeim tíma verið
unnið ötullega að undirbúningi m.a.
*með málefnastarfi, kynningu og
síðast en ekki síst opn-
un skrifstofu á Lauga-
vegi 103 þar sem sam-
tökin munu starfa á
næstunni. Markmið
samtakanna er ekki að
kijúfa vinstri menn enn
og aftur og ijúka í
framboð heldur miklu
frekar að stuðla að
málefnalegri umræðu
um sameiningu, til-
gang hennar og mark-
mið. Umræðuvett-
vangur um réttlátt og
heiðarlegt þjóðfélag
er nauðsynleg-
ur og mikil-
vægt að allir fái tæki-
færi á að leggja þar orð
í belg. Umræða um
afkomu og framtíð
venjulegs fólks sem
löngu er hætt að fylgj-
ast með pólitík, enda er
pólitík löngu hætt að snú-
ast um venjulegt fólk, afkomu
fjölskyldna og aðbúnað barna.
í dag er það svo að þorri almenn-
Hreinn
Hreinsson
ings er með lág laun
sem varla duga til
framfærslu, hvað þá
fjárfestinga tii fram-
tíðar. Það umhverfi
sem íslensku launa-
fólki er boðið upp á
hér á landi er orðið
gersamlega óþolandi.
Hin dæmigerða ís-
lenska fjölskylda þarf
tvær fyrirvinnur sem
vinna rúmlega fullan
vinnudag til þess að
ná endum saman með
öllum þeim afleiðing-
um sem það hefur á
uppeldi og aðbúnað
barna. Samt er það svo að mjög
stór hluti venjulegs Iaunafólks ræð-
ur hreinlega ekki við að framfæra
sér og sínum samhliða því að koma
þaki yfir höfuðið auk alls annars,
svo ekki sé talað um þá sem hafa
ekki vinnu. Hvaða skilaboð er verið
að senda þessu fólki? Fólki sem
gerir sitt besta í lífsbaráttunni en
uppsker það eitt að ráða ekki við
daglegan heimilisrekstur og hefur
Ungliðahreyfingar AI-
þýðubandalags og Al-
þýðuflokks munu eiga,
segir Hreinn Hreins-
son, formlega aðild að
þessum samtökum.
ekki tíma til að ala upp börnin sín.
Þessu fólki er verið að senda þau
skilaboð út um allt þjóðfélag að
það standi sig ekki. Fólk kemur í
Húsnæðisstofnun og þarf að semja
um framlengingu lána eða ný
greiðsluerfiðleikalán, þetta upplifir
fólk sem niðurlægingu vegna þess
að það er að gera sitt besta. Fólk
þarf að mæta til bankastjóra og
semja við hann um fresti og ný lán
til að bjarga sér, þetta upplifir fólk
sem niðurlægingu vegna þess að
það er að gera sitt besta. Fólk
upplifir mikla erfiðleika og upp-
lausn í sinni eigin fjölskyldu þar
sem enginn getur almennilega
staðið sig í sínu hlutverki vegna
tímaleysis og álags, fólk upplifir
þetta sem niðurlægingu vegna þess
að það er að gera sitt besta. Þann-
ig er verið að niðurlægja almennt
launafólk út um allt land í stað
þess að umbuna fólkinu fyrir að
halda þessu þjóðfélagi gangandi
með dýrmætu vinnuframlagi sínu.
Afleiðing þessa alls er vaxandi
upplausn, agaleysi og vangeta fólks
og áhugaleysi um að breyta sínu
nánasta umhverfi. Fólk hefur verið
barið til hlýðni í stað þess að virkja
þann lífskraft sem býr í fólki. Þann
sköpunarkraft sem flutti fslendinga
út úr moldarkofum og inn í framtíð-
ina á aðeins einum mannsaldri. Sú
þjóð sem gat framkvæmt slíkt
kraftaverk getur vel brotist úr þeim
höftum fátæktar og óréttlætis sem
í dag halda aftur af lífskjörum al-
mennings. Það markmið að sam-
eina krafta jafnaðarmanna í sterkt
afl sem vinnur að almannahags-
munum er því göfugt og tími til
kominn að gefa venjulegu fólki
tækifæri á að vinna að því markm-
iði. Vonandi verður 18. janúar að-
eins upphafið að nýrri framtíð þjóð-
ar sem hefur markmið jafnaðar-
manna að leiðarljósi.
Höfundur er félagsráðgjafi.