Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 37

Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 37 Skýrsla um framfærslu- kostnað heimilanna Athugasemdir og leiðréttingar TOLUVERÐ fjöl- miðlaumfjöllun hefur verið í kjölfar birtingar skýrslu sem nefnd á vegum forsætisráðu- neytisins skilaði á dög- unum um framfærslu- kostnað heimilanna. Nokkur atriði í þessari umijöliun eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að koma með nokkrar athugasemdir. Fyrst má nefna að miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp vegna þeirr- ar afstöðu nefndarinn- ar að koma ekki með beinar tillögur um að- gerðir til iækkunar á framfærslu- kostnaði heimilanna. í ljósi erindis- bréfs forsætisráðuneytisins kann þetta að koma á óvart. Á þessu eru nokkrar skýringar sem ef til vill hefði átt að skýra betur í skýrsl- unni. Aðalatriðið er að það var mat nefndarmanna að það þjónaði best hagsmunum launþega, vinnuveit- enda og ríkisvalds að koma þeim upplýsingum sem nefndin bjó yfir á framfæri fremur en að halda starfí nefndarinnar áfram við tillögugerð um stjórnvaldsaðgerðir á einstökum Björn R. Guðmundssson sviðum. í þessu sambandi horfði nefndin einkum til talna um mismun á verðlagi matvæla á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni annars vegar, og hins vegar til samanburð- ar á kostnaði við rekstur fasteigna á mismunandi stöðum á landinu. Sú staðreynd að verð matvæla er hátt hér á landi er vissulega ekki ný sannindi og nefndarmönnum var það vissulega ijóst að slíkar upplýs- ingar hafa komið fram áður. Það sem er hins vegar nýtt í þessari umfjöllun er sá ítarlegi samanburð- Guðni N. Aðalsteinsson ur á öllum þáttum verðlags hér á landi miðað við Evrópulöndin sem er að finna í skýrslu Hagstofu Evr- ópusambandsins (Eurostat). Þessu taldi nefndin mikilvægt að koma á framfæri nú í aðdraganda kjara- samninga. Þessi afstaða skýrist enn frekar þegar litið er til með hvaða hætti var stofnað til nefndarstarfsins. Við gerð kjarasamninga í febrúar 1995 komu fram áhyggjur verkalýðs- hreyfingarinnar vegna vöruverðs sem sérstaklega beindist að ástandi á landsbyggðinni. í yfirlýsingu sinni við gerð samninganna lofaði ríkis- stjórnin að stofnuð yrði nefnd sem falið yrði að fara ofan í saumana á þessum málum. Þegar nefndin var skipuð ári síðar var verið að upp- fylla þetta loforð. Þar sem til nefnd- arinnar var stofnað með þessum hætti taldi hún skyldu sína að skila áliti við lok samningstímabilsins. Þegar litið er á samanburð á vöru- verði hér og í Evrópu á stærstu vöruflokkunum er Ijóst, að verðlag hér á landi sker sig hvað mest úr því sem annarstaðar þekkist í land- búnaðarvörum og þá sérstaklega í kjöt- og mjólkurvörum. Vinnuveit- endasambandið og Alþýðusamband- ið hafa á öðrum vettvangi farið ofan í kjölinn á tollamálum með það að markmiði að innflutningur geti veitt Aðalatriðið er að vinnu- brögð séu með þeim hætti, segja þeir Björn R. Guðmundsson og Guðni N. Aðalsteins- son, að almenningur geti treyst því að f ag- lega sé að verki staðið. innlendri framleiðslu heilbrigða samkeppni. Auk þess lýstu stjórn- völd yfir vilja til að endurskoða for- sendur verðlagsþróunar á ýmsum búvörum við endurskoðun kjara- samninga í árslok 1995. Þessir aðil- ar áttu einnig fulltrúa í nefnd um endurskoðun raforkumála sem skil- aði áliti í árslok 1996. Nefndin taldi ekki ástæðu til að endurskrifa allar þær tillögur sem fram hafa komið á þessum vettvangi. Það er því frá- leitt að saka þau um áhugaleysi á þessum málaflokkum sem varðar lífskjör jafn mikið og raun ber vitni. Hvað varðar einstök efnisatriði er rétt að gera athugasemd við leið- ara DV frá 8. janúar sl. Auk þess að rekja skoðanir sínar á umfangi Ný lög um lífeyrisrétt- indi starfsmanna rikisins í FJÓRUM greinum, sem ætlunin er að birtist í Morgunblaðinu í þess- ari viku, verður gerð grein fyrir nýjum lögum um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins, sem tóku giidi 1. janúar sl. Lögin fela í sér róttæk- ar breytingar á lögum um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna og var samþykkt þeirra eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir jólahlé. Meginmarkmið laganna var að treysta starfsgrundvöll lífeyris- sjóðakerfisins, en óvissu vegna eldra kerfis má meðal annars rekja til þess að ríkisstarfsmenn hafa verið að ávinna sér lífeyrisréttindi sem eru verulega umfram iðgjalda- greiðslur. Með hliðsjón af mikilvægi málsins og harðri gagnrýni formælenda ASÍ og VSÍ var ánægjulegt að víðtæk samstaða náðist um afgreiðslu máls- ins á Alþingi. Allt bendir til þess að ný lög um lífeyrisréttindi starfs- manna ríkisins séu stórt framfara- skref sem eigi eftir að hafa mikla þýðingu á komandi árum. Án þess að hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð munu lögin bæta mjög rekstrarumhverfi ríkisins samhliða því sem þau tryggja starfsmönnun- um eðlilegra og sveigjanlegra rétt- indakerfi en þeir búa við í dag. Sú gagnrýni sem fram kom reyndist í veigamiklum atriðum byggð á misskilningi. Auðvitað er afstaða manna einstaklingsbundin, en eftir stendur að lífeyrismál verða væntanlega meira í brennidepli yfir- standandi kjarasamingsviðræðna en upphaflega var ætlun samnings- aðiia. Málefnaleg umræða um lífeyr- ismál starfsmanna ríkisins og allra annarra sem falla undir lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda er því mikilvæg. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er sérstakur kafli um lífeyris- mái. Þar kemur það meginmarkmið fram að treysta beri starfsgrundvöll lífeyrissjóðakerfisins þannig að allir lands- menn njóti sambæri- legra lífeyrisréttinda. Jafnframt að almenn lög verði sett um starf- semi lífeyrissjóða, val- frelsi í lífeyrissparnaði aukið og samkeppni milli lífeyrissjóða inn- leidd. Ný lög um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkis- ins ber þannig að skoða með hliðsjón af stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. í því ljósi eru þau stór áfangi. Með þeim er hvort tveggja gert: starfsgrundvöllur lífeyrissjóða- kerfisins er treystur og skref tekið í þá átt að tryggja öllum landsmönn- um sambærileg lífeyrisréttindi. Það er þvi rétt sem forseti ASÍ segir að með lögunum eru stjómvöld að móta stefnu í lífeyrismálum til fram- tíðar. Það er hins vegar misskilning- ur að álykta sem svo að það sé markmið stjómvalda að auka og jafna lífeyrisrétt landsmanna. Að uppfylltum ákveðnum lágmarksskil- yrðum er það stefna ríkisstjórnar- innar að iðgjaldaprósenta og aðild að lífeyrissjóði eigi að vera kjara- samningsmál. Um leið og það er eftirsóknarvert að allir landsmenn búi við sambærilegt réttindakerfi og njóti ákveðinnar lágmarkstrygg- ingar á það að vera mál þeirra og stéttarfélaganna, en ekki stjórn- valda, hversu mikið þeir leggja til hliðar og til hvaða lífeyrissjóðs þeir borga. Sjóðsöfnun og beint samband milli iðgjalda og réttinda í desember 1995 undirrituðu full- trúar ASÍ og VSÍ kjarasamning um lífeyrismál sem fól í sér endurskoð- un á samkomulagi þessara aðila frá árinu 1969 um stofnun almennra lífeyrissjóða. Eitt af grundvallar- atriðum þessa samnings er að líf- eyrissjóðir skuii byggðir upp með sjóðsöfnun og veita sjóðfélögum sama rétt fyrir sömu iðgjöld, án tillits til aldurs við ið- gjaldagreiðslu, kyn- ferðis eða starfs. Breytingin sem nú hefur verið gerð á Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins hefur framan- greint grundvallarat- riði að leiðarljósi og er þar með áfangi á þeirri leið að búa öllum lands- mönnum sambærilegt réttindakerfi. Það að tryggja beint samband milli iðgjalda og lífeyr- isréttinda og að lífeyr- isréttindi starfsmanna ríkisins verða í framtiðinni að fullu tryggð á grundvelli sjóðsöfnunar felur í sér Mikilvægt skref hefur verið tekið, segir Stein- grímur A. Arason í þessari fyrstu grein af fjórum, í átt að einum vinnumarkaði á íslandi. samræmingu með tilliti til megin- atriða. Til frambúðar var óviðunandi fyrir sjóðfélagana og ríkið sem lau- nagreiðanda að lífeyrisréttindi og lífeyrisskuldbindingar skyldu að stórum hluta ráðast af öðrum þátt- um en greiddum iðgjöldum og mögulegri ávöxtun þeirra. Lífeyris- kerfi sem tekur mið af launum við starfslok en ekki meðallaunum yfir starfsævina, föstum dagvinnulaun- um en ekki heildarlaunum og launa- þróun eftirmanns en ekki þróun launa eða verðlags almennt, svo nokkur dæmi séu nefnd, getur bæði leitt til órökréttrar og ranglátrar niðurstöðu. Sjóðsöfnun og beint samband milli iðgjalda og lífeyrisréttinda er Steingrímur A. Arason ekki aðeins rökréttara og réttlátara kerfí en það sem ríkisstarfsmenn hafa búið við fram að þessu. Með aðlögun réttindakerfis ríkisins að almennu lífeyrissjóðunum er ein- staklingum einnig auðveldað að flytja sig milli starfa, hvort heldur er til eða frá ríkinu. í átt að einum vinnumarkaði Samræmingin þýðir að einkavæð- ing og verkefnatilflutningur verður minna mál en áður. Hvorki starfs- menn né ríkið sem vinnuveitandi þurfa á sérstökum ráðstöfunum að halda til að fyrirbyggja skerðingu á lífeyrisréttindum eða til að koma í veg fyrir bakreikninga vegna lífeyr- isskuldbindinga. Með nýjum lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins hefur mönnum verið auðveldað að flytja sig milli starfa og að flytja verkefni milli rekstraraðila. Mikil- vægt skref hefur verið tekið í átt að einum vinnumarkaði á Islandi. Um leið og réttindakerfi Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins er sam- ræmt í meginatriðum því kerfi sem ASÍ og VSI hafa samið um er það frábrugðið í tvennu. í fyrsta lagi eru réttindin meiri en almennt geng- ur og gerist og í öðru lagi er geng- ið út frá ákveðnum réttindum og breytilegu iðgjaldi í stað breytilegra réttinda og föstu iðgjaldi, sem al- mennt er 10% af heildarlaunum. Réttindi umfram það sem er hjá almennu sjóðunum koma m.a. fram í því að miðað er við 65 ára ellilíf- eyrisaldur, í stað 67-70 ára aldurs, og árleg réttindaaukning samsvarar 1,9% af meðallaunum í stað 1,48% - 1,8% hjá almennu sjóðunum. Þessi umframréttindi endurspeglast síðan í þvi að áætlað er að iðgjald til lífeyr- issjóðsins þurfí að vera 15,5% af heildarlaunum í stað 10% hjá al- mennu sjóðunum. Þessi umframréttindi hafa verið gagnrýnd. Því hefur verið haldið fram að um oftryggingu væri að ræða og að nú þegar þessi réttindi væru orðin sýnileg kallaði það óhjá- kvæmilega á samsvarandi aukningu lífeyrisréttinda hjá öðram starfs- stéttum. I framhaldi af þessari mót- sagnakenndu gagnrýni er rétt vekja athygli á nokkrum atriðum málsins og verður það gert í næstu greinum. Höfundur er aðstoðarmaður fjármálarAðhcrra. og gæðum skýrslunnar gagnrýnir ritstjóri blaðsins nefndina fyrir’að hafa ekki notað nýjustu neyslukönn- un Hagstofunnar í stað eldri könn- unar frá 1990. Þetta á sínar eðlilegu skýringar, niðurstöður umræddrar' neyslukönnunar hafa enn ekki verið birtar opinberlega og því stóð nefnd- inni það ekki til boða að nota sér þessar niðurstöður. I Degi-Tímanum 8. janúar sl. er því haldið fram að samanburður á kostnaði við rekstur fasteigna á mismunandi stöðum á landinu sé byggður á tölum frá 1990 þó að tölur frá 1995 liggi fyr- ir. Hér er réttu máli hallað. Eins og fram kemur í skýrslunni byggist þessi samanburður á tölum frá 1995 og 1996. Að þessum atriðum frátöldum- . hefur sú umfjöllun sem skýrslan hefur fengið í fjölmiðlum að okkar mati verið mjög jákvæð. Saman- burður á verðlagi milli landa er á margan hátt vandasamur og ýmis álitaefni geta komið upp. Það er greinilegt á þeim viðbrögðum sem þessi skýrsla hefur vakið að brýn þörf er fyrir upplýsingar um verðlag og verðsamanburð milli landa. Að- alatriðið er að vinnubrögð séu með þeim hætti að almenningur geti treyst því að faglega sé að verki staðið við úrvinnslu á þeim gögnum sem lögð eru til grundvallar. Skýrsl- an hefur kallað á frekari upplýs- ingar um samanburð á verðlagi hér á landi og í nágrannalöndunum sem- fjölmiðlum hafa verið látnar í té eftir því sem mögulegt hefur verið. Okkur sýnist því að það fyrirkomu- lag sem nefndin kaus að hafa á starfi sínu hafi skilað tilætluðum árangri og geti skilað jákvæðu framlagi í því verkefni að draga úr framfærslukostnapi heimilanna. Þar sem fulltrúi ASÍ í nefndinni er staddur erlendis er greinin birt í nafni okkar tveggja. Björn er hagfræðingur & Þjóðhagsstofnun. Guðni er hagfræðingur VSI. Sími 555-1500 Höfum kaupanda að 200—250 fm einbhúsi á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Engin skipti. Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústað- ur í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Til- boð. Digranesheiði Gott ca 120 fm einbýli auk ca 35 fm bílskúrs á þessum vinsæla stað. Áhv. húsbr. ca 2,4 millj. Verð 11,5 millj. Garðabær Hlíðarbyggð Til sölu ca. 200 fm endaraðhús. Verð 11,5. Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bíl- sk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Baughús Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. íb. I tvíb. með góðu útsýni. Ahv. ca 2,8 millj. húsbréf. Verð 8,5 millj. Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjöib. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Litið áhv. Verð 4,3 millj. Atvinnuhúsnæði Arnarnesvogur Til sölu ca 1000 fm atv.húsn. Góð lofthæö. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.