Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ DANÍEL FRANKLÍN GÍSLASON + Daníel Franklín Gíslason fædd- ist í Reykjavík 25. apríl 1909. Hann lést á Landspítalan- um hinn 5. janúar. Foreldrar hans voru hjónin Stein- unn Guðmundsdótt- ir, f. 7. sept. 1870, og Gísli Kristjáns- son trésmiður, f. 25. júní 1868. Börn þeirra, sem öll eru látin, voru: Ingi- bjorg, f. 1893, Kristján Franklín, f. 1897, Guðmundur Franklín, f. 1899, Sigríður Lilja og Guð- rún Una, f. 1902, Sigrún og Oliver Franklín, f. 1903, Helgi Franklín og Daníel Franklín, f. 1909, og Kristin Anna, f. 1910. Daníel kvæntist 15. júlí 1944 Guðbjörgu Elínu Guðbrands- dóttur húsmóður, frá Loftsöl- um, f. 6. sept. 1902, d. 3. apríl 1992. Þau eignuðust eina dótt- ur, Guðbjörgu Elínu, f. 7. des. 1945. Eiginmaður hennar er Arni Þórólfsson arkitekt, f. 12. sept. 1944. Dóttir þeirra er Arna Björk, f. 19. júní 1978, sambýlismaður hennar er Sigurður Bjartmar Valsson, f. 20. des. 1976, son- ur þeirra Daníel Bjartmar Sigurðs- son, f. 18. sept. 1996. Daníel helgaði verslun alla starf- sævi sína; Veiðar- færaversluninni Geysi, 1924-1953, þar af í New York 1942-1945, Ó. Johnson & Kaaber 1953-1960, og hann var með eigin rekstur, Verslun- ina Daníel; 1960-1965, hjá Ebenezer Asgeirssyni, lengst af hjá Vörumarkaðnum, 1965- 1987. Daníel starfaði sem skáti frá 1925 og sem félagsforingi Skátafélags Reykjavíkur um árabil, meðstofnandi Hjálpar- sveitar skáta og Blóðgjafar- sveitar skáta, félagi í Odd- fellowstúkunni_ Ingólfi, sat í stjórn VR og Islensk-ameríska félagsins um tíma og í sóknar- nefnd Neskirkju um árabil. Útför Daníels fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Árið 1907 fluttust foreldrar Daníels frá Patreksfirði og hugðust setjast að í Ólafsvík. Farið var sjó- leiðis, en vegna óveðurs var siglt til Reykjavíkur, sem betur fór, hef ég eftir Daníel. Þar settust þau að og bjuggu til æviloka, lengst af á Vesturgötu 57. Þarna óx Daníel úr grasi við sjóinn. Hann fræddi okkur á því að móðir hans hefði kennt Reykvíkingum að borða steinbít og sagði okkur sögur af mönnum, sem drukku sjálfrunnið lúðulýsi. Endur- minningarnar frá uppvaxtarárun- um voru honum ljúfar. Að loknu fimm vetra námi í Landakotsskóla tók skóii lífsins við. Eftir stutta við- komu sem sendill hjá bakara á Vesturgötunni, réðst hann til starfa, þá 15 ára gamall, hjá Veið- arfæraversluninni Geysi, sem þá var til húsa í Fálkahúsinu við Hafn- arstræti. Fyrir Geysi starfaði hann í 29 ár. Þar festist við hann nafnið „Dandi í Geysi“, sem flestir eldri Reykvíkingar kannast við. Oft hef ég orðið var við betra og hlýrra viðmót, þegar í ljós kom að ég væri tengdasonur „Danda í Geysi“. Heimsstyrjöidin beindi viðskiptum íslendinga frá Evrópu í vesturátt. Daníel var sendur til New York til að annast innkaup fyrir Geysi. Átti þetta að verða sex mánaða dvöl en varð að þremur árum. Þetta urðu mikil reynslu- og gæfuár. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Guð- björgu Elínu Guðbrandsdóttur, sem starfaði á rausnarheimili Guðrúnar og Ólafs Johnson í New York. Brúð- kaup þeirra var 15. júlí 1944. Rúmu ári seinna, þá nýkomin heim til Is- lands, fæddist þeim einkadóttirin, Guðbjörg Elín. Árið 1953 flutti Daníel sig um set í Fálkahúsinu, nú í austurend- ann til Ó. Johnson & Kaaber. Úr austurendanum yfir i Veltusund 3, þar sem hann rak Verslunina Daníel 1960-1965. Eftir það starf- aði hann fyrir Ebenezer Ásgeirsson til starfsloka, lengst af í Vöru- markaðnum. Árið 1965 kvæntist ég dóttur Daníels, Guðbjörgu El- ínu, og var heimili okkar erlendis í fulla tvo áratugi. Öll árin að einu undanteknu heimsóttu þau hjónin okkur. Árið 1978 kom til sögunnar dóttir okkar, Arna Björk, sem strax varð augasteinn ömmu og afa. Hinn 18. september sl. fæddi hún sveinbarn, sem nú ber nafn lang- afa síns. Eftir heimkomu okkar hjóna 1985 höfum við búið saman í Sörla- skjóli 20 og átt margar góðar sam- verustundir, heima sem heiman, innanlands sem utan og notið mannakosta Daníels, sem ein- kenndust af léttri lund, bjartsýni, hjálpfýsi, réttsýni og kærleik. „Eitt sinn skáti, ávallt skáti,“ átti vel við um Daníel, sem allt fram á það síðasta klæddist sínum gamla skátabúningi á sumardaginn fyrsta eða til að heimsækja Ulfljótsvatn og minnti þá á Baden Powell. „Vertu viðbúinn" - hann var alltaf viðbúinn að hjálpa og löngu viðbú- inn hinu hinsta kaili. Minningin um góðan dreng lifir. Árni Þórólfsson. Einn af þekktustu skátaforingj- um þessa lands í áratugi, Daníel Gíslason, hefir farið í sína hinstu „útilegu". Daníel var best þekktur undir nafninu Dandi í Geysi, en hann vann lengi í Veiðarfæraversl- uninni Geysi í Hafnarstræti. Daníel gerðist skáti á unga aldri í skátafé- laginu Væringjar, sem þá var stærsta og öflugasta skátafélag á íslandi. Þar gegndi hann brátt ýms- um foringjastörfum. Hann vann m.a. að sameiningu skátafélaganna Arna og Væringja í Skátafélag Reykjavíkur og varð fyrsti félags- foringi þess. Dandi fór tvívegis á alheimsmót skáta Jamboree, er haldin voru í Bretlandi 1929 og Hollandi 1937. Hann tók og þátt í mörgum Lands- mótum. Ég minnist Danda fyrst á Landsmóti í Eyjafirði 1935 og árum saman lágu leiðir okkar saman í skátastarfinu og utan þess. Hann stjórnaði og Landsmótum, sem mótstjóri. Hann var ákveðinn og góður stjórnandi, og ávallt hinn sanni skáti. Dandi var frábær varðelda- stjórnandi, hann hélt uppi miklu fjöri og kátínu, hann sagði vel frá. Þar sem hlutirnir voru að ske, þar var Dandi. Þessar Iínur er ég nú set á blað, eru ekki ævisaga Daníels Gíslason- ar en nafn hans á eftir að koma víða við,_ er saga skátahreyfingar- innar á íslandi verður rituð. Við, sem störfuðum með Danda, söknum góðs félaga og skáta. Við hugsum til baka og þökkum fyrir að hafa þekkt hann og starfað með honum. Við gömlu félagarnir sendum fjölskyldu Daníels innilegar samúð- arkveðjur. Franch Michelsen. Samstarfsmaður okkar um langt árabil Daníel Gíslason er allur. Sem starfsmann einkenndi Daníel ein- stök snyrtimennska, samviskusemi og trúmennska. Hann mætti ávallt til vinnu á undan öðrum og fór ekki heim fyrr en öruggt var að ekkert væri ógert. Hann var af þeirri manngerð sem þarf enga stimpilklukku til að segja sér fyrir verkum heldur lét ávallt starfið sjálft ákvarða vinnutímann. Daníel var reglumaður af gamla skólanum og íhaldsamur um breyt- ingar sem honum þóttu óþarfar eða ótímabærar. Hann bar mikla virð- ingu fyrir vinnuveitendum sínum og ávann sér traust þeirra. Sam- starfsfólki var hann góð fyrirmynd og naut vináttu þeirra sem hann starfaði með. Daníel var góður skáti og í lífi sínu lifði hann eftir lögmál- um skátahreyfingarinnar um hjálp- semi við náungann. Hann var fjöl- fróður og sögufróður og kunni skemmtilegar græskulausar sögur um ýmsa þá sem settu svip sinn á Reykjavík fyrri tíma. Hann var einstakt snyrtimenni og minnisstætt er þegar hann þurfti að pakka einhveijum sendingum inn því pakkar frá Daníel voru ein- hvernveginn með þeim hætti að það var eins og þá mætti helst ekki opna svo nákvæm var límbands- notkunin, skátahnútarnir og kross- böndin. Daníel hafði unnið að verslunar- störfum svo áratugum skipti og stundum fann maður að hann sakn- aði gamalla tíma og verslunarhátta þó að hann sætti sig við það með heimspekilegri ró að heimur versn- andi fer. Hann þoldi illa kæruleysi eða leti annarra og tók því sérstak- lega illa ef menn unnu ekki eins og þeir væru að fara með sjálfs sín eigur þó fyrir aðra væri unnið. Hann krafðist nákvæmni og sam- viskusemi og virðingar fyrir hveiju starfi af öðrum, en þó fyrst og fremst af sjálfum sér. Sjálfur hafði hann bæði unnið fyrir eigin reikning og hjá öðrum en störf hans öll báru þess merki að eignarhaldið skipti ekki máli því trúmennska í starfi var honum sjálfsagður hlutur. Við þökkum Daníel áratuga sam- vinnu og vináttu sem aldrei bar skugga á og óskum þess að góður Guð fylgi ættingjum hans. Ragnheiður Ebenezerdóttir, Stefán Friðfinnsson. Einn af ágætustu sonum Reykja- víkur, Daníel Franklín Gíslason, er látinn. Þeim sem fylgdust með Daníel síðustu vikur og daga í lífi hans var ljóst að hann var tilbúinn að kveðja, sáttur við Guð og menn og þakklátur fyrir langt og gott líf. Ég átti því láni að fagna að þekkja Daníel og Guðbjörgu Elínu, konu hans, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þau opnuðu heim- ili sitt í Sörlaskjóli 20 fyrir mér, þegar við Guðbjörg Elín einkadótt- ir þeirra urðum vinkonur, þá barn- ungar. Þau hjón, Daníel og Guðbjörg, voru heimsborgarar í orðsins fyllstu merkingu, enda höfðu þau dvalið við störf í heimsborginni New York í nokkur ár sem ungt fólk og reynd- ar kynnst og bundist hvort öðru þar. Þau voru glæsileg hjón og höfðingjar heim að sækja. Heimilið í Sörlaskjóli var fagurt og andi stór- borgarinnar sveif þar yfir. Húsbún- aður þannig að sjaldan hafði ég sem unglingsstúlka séð annað eins. Það leiddi hugann í umhverfi amerískra kvikmynda sem maður sá í kvik- myndahúsum borgarinnar. En það var ekki glæsileiki heimilisins, sem skildi eftir sig ljúfustu minningarn- ar. Það var hlýleikinn og vinsemd þeirra hjóna, sem ég mun ævinlega vera þakklát fyrir að hafa fengið að njóta. Daníel var ávallt kenndur við Geysi þar sem hann vann til margra ára. Hann stofnaði síðar sína eigin herrafataverslun. Verslunin Daníel var fyrst um sinn starfrækt í Veltu- sundi og síðar á Laugaveginum. Ég var svo heppin að fá að vinna hjá Daníel í jólafríum mínum frá skóla. Þar kynntist ég ekki síðri hlið á Daníei en heima fyrir og skildi þá hvað það var sem gerði hann svo vinsælan og vel liðinn verslunarmann. Allir fengu sömu góðu þjónustuna og prúðmannlega viðmótið hvort sem það voru virðu- legir embættismenn að kaupa sér föt eða ungar og feimnar stúlkur, sem komu til að kaupa slifsi eða skyrtuhnappa í jólagjöf handa kær- ustunum. Þarna naut heimsborgar- inn Daníel sín vel og veitti ósigldum íslendingum sýn til annarra landa og menningarheima. Allt þar til Guðbjörg Elín yngri giftist Árna og þau settust að í Kaupmannahöfn kom ég reglulega í Sörlaskjólið til Guðbjargar og Daníels og eftir það vildi svo skemmtilega til að fyrsta heimili mitt og mannsins míns var í næsta húsi við Daníel og Guðbjörgu. Þannig hélt ég nánu og góðu sam- bandi við þau hjónin með daglegu spjalli yfir girðinguna, sem skildi að húsin. Það hefur án efa verið Daníel og Guðbjörgu þungbært að sjá á bak einkadótturinni til útlanda, en það átti fyrir Guðbjörgu Elínu yngri AÐALBJÖRG SKÚLADÓTTIR Aðalbjörg Skúladóttir var fædd í Reykjavík 12. maí 1906. Hún lést í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar Aðal- bjargar voru Skúli Jónsson, trésmiður í Reykjavík, og Ólöf Helgadóttir. Aðal- björg átti einn bróð- ur, Axel, f. 23.9. 1901, látinn. Aðalbjörg giftist Gunnari Einars- syni, f. 23. janúar 1907, d. 1942, þau slitu samvist- ir. Börn Aðalbjargar og Gunn- ars eru Ingibjörg, f. 1929, hún á einn son, og Einar, f. 1932, hann á sex börn. Aðalbjörg gift- ist Þorláki Einarssyni frá Borg á Mýrum, f. 1898, látinn, þau misstu son í frumbernsku. Þriðji eiginmaður Aðalbjargar var Guð- mundur Stefánsson frá Bjólu, f. 23.11. 1910, d. 1987. Útför Aðalbjargar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 15. Dagur líður, fagur fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnumar stíga stillt nú og milt upp á himin- braut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. Vald. Briem, Mig langar að minnast góðrar konu sem nú hefur kvatt þennan heim. Konu sem var amma elsta barns míns Hrafnhildar, sem hún ávallt kallaði hjartadrottninguna að liggja að dvelja í yfir tuttugu ár erlendis ásamt eiginmanni sínum Árna vegna náms og starfa hans sem arkitekts. Á þessum árum voru utanlandsferðir ekki eins algengar og þær eru í dag. Það lýsir þeim Daníel og Guðbjörgu vel að þau létu ekkert aftra för sinni og voru tíðir aufúsugestir á heimili Guð- bjargar Elínar og Árna hvort sem það var í Kaupmannahöfn eða í Carracas. Þegar við Ástráður síðar fluttum til Danmerkur hittum við þau hjón oft í kóngsins Kaup- mannahöfn og það fór ekki fram hjá okkur að þar nutu þau sín ákaf- lega vel, ekki síst eftir að dóttur- dóttirin og sólargeislinn þeirra Arna Björk fæddist. Þegar Guðbjörg Elín og Árni ákváðu að flytja frá Danmörku aftur til íslands var það ekki síst með það í huga að geta notið sam- vista við foreldra sína og hlúð að þeim, en bæði eru þau einkabörn foreldra sinna. Þau bjuggu sér heimili í Sörlaskjóli 20 hjá Daníel og Guðbjörgu Elínu eldri og má segja að allt frá þeim tíma hafi fjölskyldurnar haldið sameiginlegt heimili, en heilsu Guðbjargar Elínar eldri fór að hraka mjög upp úr því. Hún átti alltaf skjól hjá eigin- manni, dóttur og tengdasyni á heimili sínu þar til að hún lést árið 1992. Síðan, eftir að hún lést, hef- ur Daníel áfram haldið heimili með þeim Guðbjörgu, Árna og Örnu Björk í Sörlaskjólinu. Allt þar til fyrir ári fór hann með þeim til út- landa í ferðalög, en það var alltaf hans helsta yndi að ferðast. Þrátt fyrir hrakandi heilsu á síðustu árum þurfti hann aðeins að dvelja skamman tíma í senn á sjúkrahús- um, en naut hjúkrunar og umönn- unar á heimili sínu og frábærrar umhyggju Guðbjargar Elínar, Árna og Örnu Bjarkar. Var þetta Daníel mjög mikils virði og ekki var ham- ingja hans minni nú síðustu mánuð- ina þegar fjórar kynslóðir lifðu undir sama þakinu, eftir að fyrsta langafabarnið og nafni hans Daníel litli fæddist. Hann gladdist mjög yfir því að eignast þennan litla nafna. Síðustu vikurnar hafa verið vin- um okkar þungbærar. Dagana þeg- ar jólahátíðin var að ganga í garð lést Þórólfur Beck, faðir Árna, einnig sérstakur sómamaður og nú kveðjum við Daníel. Þrátt fyrir að þeir hafi báðir glímt við erfiða sjúk- dóma og um margt verið saddir lífdaga er söknuðurinn og sársauk- inn við fráfall þeirra erfiður þeim sem eftir lifa. Innilegar samúðar- kveðjur eru hér sendar ástvinum Daníels,_ kærum vinum Guðbjörgu Elínu, Árna, Örnu Björk, Daníel litla Bjartmar og Sigurði Bjartmar. Blessuð sé minning Daníels Franklíns Gíslasonar. Ásta B. Þorsteinsdóttir. sína. Aðalbjörg var sérstök mann- eskja með sérstakan skilning á líf- inu. Hún var hlý og góð og afskap- lega fórnfús í garð þeirra sem henni stóðu næst. Dóttur minni var hún sú amma sem sýndi hlýju bæði í orði og verki og börnum Hrafnhild- ar, Ragnari, Jónu og Stellu, var hún afskaplega góð og umhyggjusöm. Þegar fimmti ættliðurinn, Birgitta Ragnarsdóttir, fæddist pijónaði Aðalbjörg kjól sem sýndi að hand- verk hennar bar af um vandvirkni og smekkvísi sem svo oft fyrr. Ég var bara 15 ára þegar ég kynntist Aðalbjörgu og var vinátta okkar einstök í þau 45 ár sem hún varði. Alltaf tók hún á móti mér með opnum örmun og hlýju brosi. Henni treysti ég fyrir öllum mínum vanda sem ungr móður við uppeldi Hrafn- hildar og þáði hjá henni mörg lífs- ins ráð. Það var núna seint í desem- ber sem ég sá þessa vinkonu mína í hinsta sinn í þessu íífi. Hún var orðin þreytt og lúin og var sjónin orðin lítil, en sem fyrr voru móttök- urnar hlýlegar og hún þakkaði mér svo hjartanlega fyrir heimsóknina. Elsku vinkona, hvíl í friði, ég veit að við hittumst seinna. Jóna Kjartansdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.