Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 39

Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 39 HAUKUR KRISTJÁNSSON + Haukur Krist- jánsson á Kambi fæddist á Siglufirði 1. mars 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 7. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Sigurðard- ótir, f. 28. júlí 1897, d. 1988, og Kristján Asgrímsson, skip- stjóri, útgerðar- maður og síldar- verkandi á Kambi í Siglufirði, f. 4. júlí 1894, d. 7. mars 1974. Systkini Hauks eru: Bára, f. 7. nóvember 1916, dáin, ógift; Ásgrímur, f. 18. september 1918, búsettur í Hafnarfirði, maki Sigríður Lúðvíksdóttir; Ólafur, f 1920, drukknaði 1950; Ólöf, f. 21. júlí 1921, búsett í Hafnarfirði, maki Guðmundur Atlason, dáinn; Sigurður, f. 14. desember 1924, d. 1987; Ægir, f. 10. júlí 1926, látinn, maki Ágústa Engilberts- dóttir, búsett í Reykjavík; Guð- rún, f. 5. maí 1931, ógift, bú- sett á Siglufirði; Guðbjörg, f. 27. júní 1933, búsett í Hafnar- firði, maki Sigurður Sigurðs- son. Hinn 16. júní 1951 gekk Haukur að eiga Guðnýju Frið- finnsdóttur, f. 8. október 1932, núverandi starfsmann á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. For- eldrar hennar voru þau Jóný Þorsteinsdóttir og Friðfinnur Níels- son á Siglufirði. Haukur og Guðný eignuðust sjö börn sem eru: Kristján Ólafur trésmiður í Reykjavík, f. 20. apríl 1950, kona hans er Erla Björnsdóttir og eiga þau tvær dæt- ur og tvö barna- börn; Hanna Jonna, verslunar- kona í Reykjavík, f. 14. maí 1951, gift Ingvari Lúðvíkssyni stýri- manni og eiga þau tvö börn; Guðrún Anna, tónlistarmaður í Svíþjóð, f. 15. apríl 1953, ógift en á eina dóttur, Alla Hjördís, húsmóðir í Reykjavík, f. 25. október 1954, gift Hin- riki Olsen prentara og á hún tvö börn og eitt barnabarn; Sigurður Friðfinnur, verk- stjóri á Siglufirði, f. 20. októ- ber 1957, sambýliskona hans er Sigurbjörg Elíasdóttir verkakona, þau eiga þrjú börn; Selma verkakona í Reykjavík, f. 13. apríl 1963, hún á 3 börn; Sigurjóna Bára, verkakona í Reykjavík, f. 1. janúar 1966, hennar maður er Sveinn Ó. Þorsteinsson og eiga þau eitt barn. Útför Hauks fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var langt liðið á þriðjudags- kvöldið 7. janúar sl. er mér barst sú harmafregn að vinur minn Haukur á Kambi væri látinn. Mér féllust gjörsamlega hendur og það sem eftir lifði kvöldsins ráfaði ég um og gat ekki fest hugann við nokkurn hlut. Ég vissi svo sem að hann hafði verið fluttur á sjúkra- húsið rétt eftir áramótin og að hann hafði verið töluvert veikur, en Haukur frá Kambi hafði svo oft áður, hin síðari ár, verið lagður inn á sjúkrahús og tekist á við mikil veikindi. Þrisvar sinnum hafði þessi gamla trollarakempa fengið slag en alltaf tekist með þrautseigju og bjartsýni að sleppa frá manninum með ljáinn. Auðvit- að láta menn á sjá eftir slík áföll en baráttan og bjartsýnin í Hauki var slík að maður átti eiginlega á öllu öðru von en því að hann biði ósigur í baráttunni við þennan ókunna sláttumann. Haukur á Kambi hóf sjó- mennsku sína ungur að árum á smábátum með föður sínum Kristj- áni Ásgrímssyni, skipstjóra, út- gerðarmanni og síldarsaltanda á Siglufirði. Þegar unglingsárunum sleppti og ævintýraþráin var orðin svo mögnuð að honum héldu engin bönd hélt hann á vertíð í Vest- mannaeyjum og þar var hann nokkrar vertíðir á bátum með ýmis veiðarfæri. 1945 ræður hann sig hjá Sigurjóni Einarssyni skip- stjóra sem þá var með togarann Faxa frá Hafnarfirði. Þar með var teningunum kastað og troll og tog- veiðar voru hans ær og kýr upp frá því. Haukur var á ýmsum togurum og togbátum. M.a. var hann á b/v Elliða þegar hann sökk 10 febrúar 1962. Síðustu ár sin á sjó var Haukur á Sigluvík SI. Leiðir okkar Hauks á sjónum lágu saman á Siglfirð- ingi SI 150, fyrsta skuttogara ís- lendinga. Á þessum árum kunni ég ekki mikið fyrir mér í trollum en Haukur var allur af vilja gerður að kenna mér og öðrum. Hann var okkar alfræðibók um troll og við- gerðir á þeim. Hann hafði ímigust á hroðvirkni og var sífellt að brýna það fyrir mönnum að vanda vinn- una við trollin; það ætti eftir að skila sér. Þegar ég var með honum á sjó fannst mér þetta stundum óttalegt tuð í honum og jafnvel óþarfi að leggja meiri vinnu í að gera við rifið trollið en nauðsyn- legt sýndist vera hveiju sinni; þetta myndi hvort sem er rifna aftur, en seinna meir lærði maður að meta vandvirkni hans. Hún er erfið sjómennskan og menn slitna fyrr í þeirri atvinnu- grein en nokkurri annarri og þrátt fyrir velgengni og góðar tekjur dreymir alla sjómenn um góða vinnu í landi. Og það er ekki fyrr en menn eru búnir að koma sér vel fyrir og ala upp börnin sem þeir leyfa sér slíkan munað eins og að fara alfarið í land og 1982 hætti Haukur á sjónum og setti á stofn fyrirtæki ásamt öðrum á Siglufirði og auðvitað netaverk- stæði, hvað annað. Það er hin æðsta sæla togara- karla, sem eru búnir að vera með netanálina í annarri hendi og spannann í hinni í 40-50 ár, þegar þeir fara í land; að vera áfram tengdir sjónum og halda áfram því eina starfi sem þeir kunna og unna. Veiðarfæri frá Hauki og félögum hans voru vönduð og sam- viskusamlega unnin eins og öll verk Hauks við troll í gegnum tíð- ina og þegar vel gekk að fiska í troll sem hann hafði sett upp eða gert við ljómaði hann af föðurlegu stolti. Og enn skýrari ljóma mátti sjá á honum þegar börnin hans bárust í tal. Hver lítill sem stór áfangi í þeirra lífi var honum sem ljós í lífinu og ekki var minni ánægjan með tengdabörnin og barnabörnin. En það var með Hauk eins og svo marga aðra sjómenn; seltan og návígið við náttúruöflin gerir þá hrjúfa á yfirborðinu og þeim er oft gjarnara að tala um sína nánustu en við þá, en þegar skelinni hefur verið flett af eru sjómenn eflaust með meyrari mönnum, þannig maður fannst mér Haukur vera; harður í horn að taka en ljúfmenni hið innra. Heimili þeirra Hauks og Guðnýjar stóð manni alltaf opið, alþýðlegt og innilegt viðmót þeirra hjóna yljaði manni alltaf um hjartaræt- urnar. Allt vildu þau fyrir mann gera, ég minnist þess sérstaklega MIIMNINGAR þegar við Kristján Ólafur vorum á bítlaárunum að stofna hljómsveit, eins og allflestir unglingar á þeim árum, og vantaði húsnæði til æf- inga, að þá þótti Guðnýju ekkert sjálfsagðara en að við æfðum í saumaherbergi hennar, dúndrandi hávaði með viðhlítandi öskrum og ópum virtust bara skemmta henni, hefðu án efa farið í taugarnar á öðrum mæðrum þessa tíma. Það var sama hvenær komið var á heimili þeirra, alltaf voru þau boð- in og búin að láta manni líða vel og það fór ekki hjá því að þannig liði manni í návist þeirra. Kunn- ingsskapur hefur alltaf verið mik- ill milli þeirra hjóna og foreldra minna. Haukur og faðir minn voru samskipa á sjónum í mörg ár og börn Hauks og Guðnýjar eru á svipuðum aldri og við systkinin. Ekki minnkaði kunningsskapurinn og samskiptin milli fjölskyldnanna við það að yngri sonur þeirra og yngsta systir mín hófu að búa saman, alltaf sama hlýja viðmótið og samhjálpin. Með Hauki á Kambi gengnum er horfinn af sjónarsvið- inu enn einn af gömlu togarakörl- unum, þessum körlum sem af harðfylgi og dugnaði við erfiðar aðstæður á síðutogurunum, gerðu sjómennskuna að listgrein. A Sjó- mannadaginn 1993 var Haukur heiðraður fyrir störf sín sem sjó- maður og þannig vildum við sigl- firskir sjómenn þakka honum brautryðjendastörf sem gera okk- ur nútímasjómönnum sjómennsk- una auðveldari. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég eftirlifandi eiginkonu Hauks á Kambi, Guðnýju Friðf- innsdóttur, börnum þeirra hjóna, tengdabörnum og barnabörnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegn um dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Hvíl þú í friði, Haukur á Kambi, - vinur minn. Krislján Elíasson. Á kyrrum og björtum vetrar- degi, eins og þeir gerast fegurstir nú rétt eftir áramótin, þegar dag var örlítið farið að lengja, barst mér sú fregn að gamall vinur minn, Haukur Kristjánsson, sem löngum var kenndur við Kamb á Siglufirði, hefði kvatt þetta líf og lagt upp í þá ferð sem allra bíður. Ekki gerði ég því skóna síðast þegar ég hitti Hauk að hið hlýja handtak þegar við kvöddumst yrði það síðasta og ég gladdist yfir því hvað hann var hress, spjallaði og gerði að gamni sínu, eins og hon- um var einum lagið, því að ég vissi að heilsa þessarar miklu hvunnda- gshetju var verulega farin að dvína. Haukur á Kambi bjó yfir þeim góða eiginleika að geta hrifið menn með sér, hvort heldur sem var í leik eða starfi. Ég var einn af þeim mörgu drengjum sem lögðu sjómennsku fyrir sig og höfðu Hauk fyrir læri- meistara. Ég get trúlega fyrir munn okkar allra sagt með sanni að það sem við sem með þér rerum á þínum langa og farsæla sjó- mannsferli lærðum í verklegri sjó- mennsku var okkur mikilvægt veganesti. Með þessum fátæklegum orðum kveð ég þig, kæri vinur, með orð- um skáldsins: Láfsfley nálgast æviós. Afram tifar vísir. Sumir eiga innra ljós sem öllum skín og lýsir. Gleður þeirra létta lund og lífgar gráa daga. Ljómandi um langa stund lifir þeirra saga. Alltaf birtir til að nýju, eins og brælurnar víkja fyrir blíðu. Guðnýju og íjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sævar Björnsson. EINAR EINARSSON + Einar Einars- son fæddist á Siglufirði 18. októ- ber 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Einar Jó- hannsson, múrara- meistari, f. að Arn- arstöðum í Saur- bæjarhreppi í Eyja- firði 17. febrúar 1896, d. 2. janúar 1960 og Ólafía Guðnadóttir f. í Keflavík 10. ágúst 1901, d. 6. janúar 1991. Hálfsystkin Ein- ars samfeðra eru Áslaug Jón- ína, f. 1. júlí 1921, húsmóðir og fv. bæjarfulltrúi á Akur- eyri, Helga Soffía, f. 22. nóv- ember 1924, fv. yfirkennari, búsett í Garðabæ, og Stefán Bryngeir, f. 19. apríl 1930, lög- reglumaður á Akureyri. Hinn 15. mars 1963 kvæntist Einar eftirlifandi eiginkonu sinni Björgu Þórðardóttur, f. 5. júní 1941. Foreldrar hennar eru Þórður Jónsson, f. 28. ágúst 1916, og Guðný Einarsdóttir, f. 15. mars 1916. Dóttir Einars og Bjargar er Ólafía, f. 16. október 1978, nemi í Reykja- vík. Áður átti Ein- ar Smára Lind- berg, f. 25. júlí 1955. Hann er kvæntur Guð- björgu Hilmars- dóttur, f. 13. mars 1958. Þeirra börn eru: Hilmar Örn, f. 29. apríl 1978, Signý Sigurlaug, f. l.desember 1984, d. 15. september 1985, Haukur Þór, f. 8. apríl 1987, og Signý Sigurlaug, f. 15. október 1991. Þau eru búsett á Raufarhöfn. Sonur Bjargar og kjörsonur Einars er Þórður Guðni Hans- en, f. 28. september 1958, bú- settur í Noregi. Hann var kvæntur Þórunni Þorsteins- dóttur, f. 8. júlí 1961. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Hjörtur, f. 1. júní 1983 og Ein- ar, f. 23. apríl 1986. Fyrri kona Einars var Kristbjörg Einars- dóttir frá Vestmannaeyjum. Þau slitu samvistir. Einar lauk sveinsprófi í múraraiðn 1958. Meistari hans var Einar Jó- hannsson. Útför Einars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. En hvers er að minnast og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma? Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flest allt er horfið í gleymskunnar sjá. En miskunnsemd Guðs má ei gleyma. (V. Briem) Einar Einarsson er látinn 61 árs að aldri. Hann lést er nýárssól- in er farin að vekja von og þrá eftir lengri dögum og meiri birtu eftir dimmu vetrarins. Hann þráði ekki aðeins að vetri linnti, heldur og miklu fremur líf, sem gæfi hon- um nýjan þrótt og heilsu eftir margra ára áþján og kvöl sjúk- dómsins sem að lokum hafði betur í glímunni við lífið. Einar sá ég fyrst ungan dreng, bjartan og léttan í spori er hann hljóp í leik með leikbræðrum á Mánagötunni. Hann var óskabarn og eftirlæti foreldra sinna, einka- barn þeirra hjóna. Tíminn líður hratt og ungir drengir fullorðnast fyrr en varir. Einar lærði múrsmíði af föður sín- um og vann nokkurn tíma við það. En hann átti eftir að starfa hjá ýmsum góðum og traustum fyrir- tækjum sem bílstjóri og afgreiðslu- maður. Alls staðar var hann vel látinn og vinsæll. En lífið lætur ekki að sér hæða og leikur margan grátt ojg leggur að velli um aldur fram. Arið 1989 er Einar úrskurð- aður heilsulaus. Þrótturinn þorrinn er lungun eru sjúk. Sjúkdómsgang- an lá að Reykjalundi, Vífilsstöðum, gjörgæslu Landspítalans og að síð- ustu aftur að Reykjalundi þar sem afburða vel var hlúð að honum til orðs og æðis af öllu starfsfólki þar. Fyrir nokkrum árum, meðan hann enn gat ekið bíl sínum, fór hann í eins konar pílagrímsferð um landið og heilsaði upp á vini og ættfólk, sem hann eflaust var að kveðja í sínu síðasta ferðalagi. í Hávamálum segir: Veist ef vin átt, þann er vel trúir, far þú að finna oft, þvíst hrísi vex og háu grasi vegr, er vætki treðr. En við sem gleymum þeim sem lokast inni vegna sjúkdóma, ættum að hugleiða þessi orð Hávamála, muna að vegurinn vex háu grasi ef enginn kemur. Heim var hans síðasta för, heim til konu og dóttur. Þaðan fór hann ekki aftur - það er gott að mega kveðja lífið þar. Því það er annað að óska að eiga sér líf og vor en hitt að geta gengið glaður og heill sin spor. (J.G.S.) Ég sendi Björgu og Ólafíu og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Helga S. Einarsdóttir. í dag kveðjum við okkar góða vin Einar Einarsson. Einar var okkur jraustur félagi og sannur vinur. Áldrei bar skugga á vináttu okkar þau 42 ár sem leiðir okkar lágu saman. Ekki er ætlunin með þessum fátæklegu orðum að fara yfir lífshlaup Einars, við hjónin og börnin okkar viljum aðeins fá að þakka honum samfylgdina. Þegar kynni okkar hófust, vor- um við ung og full af lífsgleði og horfðum björtum á framtíðina, þetta var í þá daga að allar hindr- anir voru að baki ef bíllinn komst upp Ártúnsbrekkuna. Vináttan jókst ár frá ári og upp frá þeim degi sem Einar kynntist eftirlif- andi konu sinni, Björgu Þórðar- dóttur, vorum við sem ein fjöl- skylda. Þegar litið er um öxl minnumst við með þakklæti og gleði í huga allra skemmtilegu heimsóknanna og ekki hvað síst ferðalaganna um landið ásamt börnum okkar. Einar hafði mikla ánægju af því að ferð- ast um ísland sem hann unni heitt. Þrátt fyrir langvarandi veikindi velti hann því stundum fyrr sér að ef honum skánaði nú eitthvað væri nú gaman að skreppa í smá- ferðalag. En kallið í síðustu ferðina kom 4. janúar sl., ferðina sem bíð- ur okkar allra. Elsku Björg, Ólafía, Þórður og Smári. Við sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rúna, Grétar og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.