Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 42

Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR LÁRUSSON + Halldór Lárus- son fæddist á Miklabæ í Blöndu- hlíð í Skagafirði 2. apríl 1939. Hann lést á Landspítalan- um 1. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Björnsdóttir próf- asts frá Miklabæ, f. 27.2. 1897, d. 19.11. 1985, og séra Lárus Arnórsson prestur á Miklabæ, f. 29.4. 1895, d. 5.4. 1962. Halldór var yngstur fimm bræðra, elstur er Ragnar Fjalar, f. 15.6. 1927, Stefán, f. 18.11.1928, Björn, f. 8.12.1933, d. 6.6. 1935, Björn Stefán, f. 29.3. 1936. Hinn 1. júlí 1959 kvæntist Halldór Kolbrúnu Guðmunds- dóttur, f. 10.1. 1940, dóttur Guðlaugar Stefánsdóttur og Guðmundar Gunnlaugssonar. Eiga Halldór og Kolbrún sex börn. Þau eru: 1) Guðrún Lára, Að kveldi nýársdags hins síðasta lézt bróðir minn Halldór Lárusson frá Miklabæ, langt um landur fram. Var þá lokið skammri en mjög harðri baráttu við illvígan sjúkdóm. Með Halldóri er horfinn af sviði jarðlífs sterkur persónuleiki er ekki fór alltaf troðnar slóðir. Hann var að skaplyndi um margt snögglíkur föður okkar, sr. Lárusi Arnórssyni á Miklabæ. En einnig mátti kenna hjá honum arf frá móður okkar, Guðrúnu Björnsdóttur. Á þessum stundum koma minn- f. 21.2. 1957, maki Óðinn Helgi Jóns- son, f. 17.9. 1962, 2) Hrafnhildur, f. 19.4. 1959, maki Óskar Sigþór Ingi- mundarson, f. 13.2. 1959. 3) Guðmund- ur Örn, f. 9.6. 1960, maki Regína Jóns- dóttir, f. 12.8. 1961. 4) Guðlaug, f. 9.11. 1961, maki Páll Kristinsson, f. 16.4. 1961. 5) Lárus, f. 29.11. 1963, maki Gígja Sveinsdóttir, f. 12.4. 1968. 6) Kolbrún Birna, f. 4.8. 1972, maki Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson, f. 4.10. 1970. Barnabörn þeirra Hall- dórs og Kolbrúnar eru 15. Hall- dór lærði trésmíði, rak hótel í fjögur ár, vann við verslun- arrekstur en hans aðalstarf var leigubílaakstur. Utför Halldórs fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ingarnar um Halldór fram í hugann hver af annarri. Það eru minningar um kæran bróður, hugþekkan mann, sem var einkar hlýr í við- móti og hjálpsamur svo af bar, sér í lagi þeim er honum fannst vera skuggamegin í lífinu. Vissulega átti Halldór oft við ýmsa erfiðleika að stríða. Þar ber vísast hæst verulegan heilsubrest, er árum saman hrjáði hann. Vegna hjálpsemi Halldórs, er fyrr var aðeins að vikið, munu án efa ýmsir telja sig vera í þakkarskuld t Sonur okkar, bróðir og faðir, KRISTJÁN GUNNARSSON, Einholti 7, Reykjavík, lést 7. janúar. Fyrir hönd systkina, barna og annarra aðstandenda, Erla Kristjánsdóttir, Gunnar Dúi Júliusson. t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN T. KRISTJÁNSSON, hjúkrunarheimilinu Sunnuhli'ð, Kópavogi, áðurtil heimilis á Kársnesbraut 71, lést laugardaginn 11. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Dagbjört Pétursdóttir, Kristján H. Jóhannsson, Brynja Baldursdóttir, Rúdóif Jóhannsson, Hrönn Kristinsdóttir, Ari Jóhannsson, Anna Ingibergsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT HINRIKSSON, Fornastekk 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 14. janúar, kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Ólöf Þóranna Hannesdóttir, Hanna Sigríður Jósafatsdóttir, Hannes Freyr Guðmundsson, Atli Már Jósafatsson, Andrea Þormar, Karl Hinrik Jósafatsson, Hrafnhildur L. Steinarsdóttir, Birgir Þór Jósafatsson, Jóhanna Harðardóttir, Smári Jósafatsson, Erna Jónsdóttir, ívar Trausti Jósafatsson, Arna Kristjánsdóttir, Friðrik Jósafatsson, Sigrún Blomsterberg, barnabörn og barnabarnabarn. við hann. Og mér er ljúft að játa að ég og konan mín erum í þessum hópi. I lífi manna skiptast tíðum á skin og skúrir. En það er víst að í öllum þeim erfiðleikum, sem lífið færði Halldóri að höndum, stóð eig- inkona hans, Kolbrún Guðmunds- dóttir, eins og klettur við hlið hans. í blíðu og stríðu gaf hún honum sí og æ af kærleika sínum og fórn- arlund. Halldór fylgdist af umhyggju- semi með börnum þeirra, líka eftir að þau voru flogin úr hreiðrinu og höfðu stofnað eigin heimili. Hygg ég að yfirsýn hans og reyndar þeirra hjóna beggja yfir stórfjölskylduna hafi verið næsta góð. Er þar ekki aðeins átt við börnin og fjölskyldur þeirra, heldur og miklu stærri hóp skyldmenna og venzlamanna. Halldór hafði í áranna rás lagt stund á ýmis störf en um margra ára bil var akstur leigubifreiða aðal- starfið. Eitt var það áhugaefni er mjög svo hafði fangað huga Halldórs allra síðustu árin. Það var að gera heimildarmyndir tengdar ýmsum atburðum og persónum. Lagði hann feikna vinnu í þetta starf og hafði að margra dómi náð mjög góðum árangri enda þótt væri hann ein- ungis leikmaður á þessu sviði. I þessari kveðju vil ég ekki láta hjá líða að minnast hversu samband Halldórs og Björns Stefáns bróður okkar var gagnkvæmt og sterkt. Ómæld var öll sú hjálp, er þeir höfðu veitt hvor öðrum sinn upp á hvorn máta. Halldór var að dómi undirritaðs kjark- og baráttumaður langt yfir meðallag. En hæst fannst mér hann rísa í veikindastríðinu harða undir lokin. Þegar af honum bráði gat hann með skýrri vitund og yfirveg- aðri stillingu rætt um hina stóru nálægu stund. Þau örlög sýndist hann hafa sætt sig við. Að lyktum hugsa ég í einlægri samúð til eiginkonunnar hans elsk- uðu og annarra ástvina. Megi friður Guðs miskunnar hvíla yfir þeim öll- um. Megi friður Guðs miskunnar hvíla yfír sálu vors burtkallaða bróður, Halldórs Lárussonar. Guð blessi minningu hans. Stefán Lárusson. Þegar horft er um öxl til æsku- daga, verður allt svo bjart. Svo virð- ist í minningunni, sem alltaf, eða oftast nær, hafi sólin ljómað í heiði. Þá var dásamlegt að lifa og vera til. Bestu vinirnir voru bræðurnir tveir elstu synir sr. Lárusar Arnórs- sonar á Miklabæ, Ragnar Fjalar og Stefán, frændur mínir. Á þeirra fund lagði ég leið mína hvenær sem færi gafst. Og slíkt hið sama hygg ég að hiklaust megi um þá segja. Þar var um að ræða þau einlægu vináttubönd, sem órofin hafa staðið allt til þessa dags. Þriðji bróðirinn, Björn Stefán, var nærfellt áratug yngri en við. Vegna aldursmunar urðu kynni við hann ekki eins náin, en minnisstæð verður mér jafnan hógværð hans og óbrigðu! prúð- mennska. Vorið 1941 var ég í fermingar- undirbúningi hjá sr. Lárusi og dvaldist þá um hálfs mánaðar tíma á Miklabæ. Það voru dýrlegir dag- ar, sem aldrei gleymast. Þá var yngsti sonur prestshjónanna á Miklabæ að feta sín fyrstu skref á lífsbrautinni, Halldór litli, sem þá var um það bil tveggja ára gamall. En það fór ekki á milli mála, að það var hann, sem var sólargeislinn á heimilinu. Hann var svo Ijúflynd- ur, fallegur og góður, að hann bók- staflega gekk inn í hjarta allra, sem eitthvað kynntust honum. Hann var áreiðanlega talsvert mikið eftirlæt- isbarn foreldra sinna og sjálfsagt ekki örgrannt um, að hann hafi goldið þeirrar aðdáunar og eftirlæt- is, sem hann varð aðnjótandi, síðar í lífinu. Fljótt kom það í ljós, að Halldór var bráðvel gefinn, bæði til líkama og sálar. Og vafalaust hefði hann getað náð langt á námsferli, hvort sem hann hefði lagt fyrir sig tækni- legar greinar eða haslað sér völl á bóklega sviðinu. Allt lá jafn opið fyrir honum. En langskólanám varð ekki hlutskipti hans. Honum lá svo mikið á að komast út í lífið. Ég held, að honum hafi fundist hann ekki mega vera að því að sitja leng- ur á skólabekk en skyldan bauð. Allar götur virtust honum greiðar. Og svo var hann orðinn ástfanginn fáum árum eftir fermingu. Og þar var ekki um neitt skyndiskot að ræða. Stúlkan, sem fangaði hug hans og hjarta, Margrét Kolbrún Guðmundsdóttir, var siglfirskrar ættar, en hafði fýrir nokkrum árum flutt til Keflavíkur með fjölskyldu sinni, þegar fundum hennar og Halldórs bar saman. Þau gengu í hjónaband þegar þau höfðu aldur til. Og síst er það of djúpt í árinni tekið, þótt staðhæft sé, að Kolbrún hafi verið heilladísin góða og bjarta í lífi Halldórs. í samfylgd hennar gekk hann til móts við mestu lífs- gæfu sína. Þau eignuðust sex börn, fjórar dætur og tvo syni, sem öll eru bæði vel gerð og vel gefin. Þau eru nú öll uppkomin og hafa á allan hátt reynst hið nýtasta fólk. Barna- lánið var þeim hjónum því sístætt þakkar- og gleðiefni. Halldór var alla tíð einstaklega viðmótsþýður og hjartahlýr. Og svo barngóður var hann, að eftir því var sérstak- lega tekið. Þessa góða eiginleika hans fengu börnin, og síðar barna- börnin, í ríkum mæli að njóta. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Halldór og Kolbrún í Keflavík. Á þeim árum lágu leiðir okkar oft saman, þar eð ég var þá einnig starfandi þar. Margar góðar minn- ingar á ég í barmi geymdar frá þeim dögum, þótt ekki verði þær raktar hér. Síðar fækkaði samfund- um. En vináttan, tryggðin og frændræknin var alltaf söm við sig. Halldór kom víða við sögu í störf- um sínum á liðinni ævileið. Líkleg- ast voru bifreiðastjórn og öku- kennsla þau störf, sem hann stund- aði lengst. En hann fékkst líka við smíðar, hótelrekstur og verslunar- störf. Og alls staðar þar sem hann tók til hendi, var vel og fagmann- lega að verki staðið. Hann var vin- sæll meðal þeirra sem áttu samleið með honum, svo að segja má, að mannheillin hafi vart eða ekki brugðist honum. En máske var hann stundum of tilbreytingagjarn á vettvangi starfsins. Síðari árin var Halldór ekki heilsusterkur, þó að lítt léti hann á því bera og gegndi störfum sínum sem fullfrískur væri. Hann veiktist alvarlega í nóvembermánuði en taldi, að þar væri aðeins um slæma inflúensu að ræða. Svo reyndist þó ekki. Við nánari rannsókn kom í ljós, að hann var helsjúkur orðinn af krabbameini. Hinn 16. desember síðastliðinn lá leiðin inn á Landspít- alann og þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Á nýársdag var barátta hans til lykta leidd. Við dánarbeðinn sat hún sem hafði gefið honum æsku sína og helgað honum líf sitt, trúföst, traust og kærleiksrík, allt til hinstu stundar. Umhverfis þau stóðu börnin öll, lutu hljóðlát höfði með saknaðartár á brá. Þetta var heilög kveðjustund, þegar hinn ljós- þyrsti ástvinur þeirra hóf nýja för, „áfram með sólunni", „upp í Guðs sólfögru lönd, lifenda ljósheiminn bjarta“. Þangað vil ég beina augum trúar- innar, er ég kveð kæran vin og frænda, sem kallaður var til sinnar hinstu ferðar langt um aldur fram. Við hjónin sendum þér, elsku Kolbrún, börnum þínum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Geymi þig góður Guð. Björn Jónsson. Kæri Halldór. Þegar ég frétti hversu alvarleg veikindi þín voru ætlaði ég að líta til þín á spítalann en þegar kom að því varst þú farinn. Eg skrifa því nokkur orð í.kveðjuskyni. Við áttum samleið um skeið og minnist ég margra ánægjustunda þó líf okkar beggja einkenndist þá fremur af erfiðleikum. Ég verð þér alltaf sérstaklega þakklátur fyrir þann stuðning sem þú veittir mér á ögurstundu, hjálp sem þú áttir stundum erfitt með að veita þér sjálfum. Leiðir skildu og fundir okkar urðu stijálli og tilviljana- kenndari en hver veit nema hinum megin... Vertu sæll og takk fyrir mig. Ásgeir Sveinsson. Með hryggð í hjarta skrifa ég þessar línur um góðan vin, Halldór Lárusson, sem látinn er langt um aldur fram. Halldóri kynntist ég fyrir fjórum árum við skemmtilegar aðstæður. Þá hafði nýlega verið stofnaður Kvennakór Hreyfils en Halldór kom með Kollu á hennar fyrstu æfingu hjá kórnum, og sagði: „Hér kem ég með konuna mína“. Stoltið leyndi sér ekki. Frá því kvöldi bar hann velferð kórsins í brjósti sér. Alltaf var hann tilbúinn með video-vélina og festi allar bestu stundir kórsins á filmu. Þá var ómetanleg vinátta hans er á móti blés. Reyndi hann sem hann gat að fá réttlætinu fram- fyigt. Einnig má þakka aðrar góðar stundir, t.d. er við í góðum hópi blótuðum þorra, og heimsóknir til okkar austur í sveit. Þar gaf hann góð ráð við smíðarnar á bústaðnum. Þá þakka ég honum fyrir að hafa haft tíma til að hlusta og hjálpa mér að skynja það jákvæða í fari hvers manns. Þá þakka Guðlaug, Obba, Stella og Heiða fyrir góðar stundir. Kæri Halldór, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Elsku Kolla og fjölskylda, megi góður guð vaka yfir ykkur alla tíð. Guðríður. í dag kveð ég tengdaföður minn með söknuði. Halldór hefur lokið sínu hlutverki á jörðu niðri, þó veit ég að hann hefur ekki yfirgefið okkur að fullu. Hann mun birtast í draumi og mun hann ætíð geyma sterkar og yndislegar minningar í mínu hjarta. Þó svo að ég hafi ekki þekkt Halldór nema í rúm sex ár þá var það nógu langur tími til þess að verða vitni að því hvernig persónu Halldór hafði að geyma. Hann er sá maður sem vildi allt fyrir alla gera þó svo að heilsa hans hafi ekki alltaf verið góð. Samt sem áður þijóskaðist hann við að verða fólki að liði og ekki síst þeim sem minnst mega. Eiginleikar þessir voru vörumerki Halldórs frá því að ég kynntist honum og af þeim sög- um sem ég hef heyrt af honum á hans ævi. Þó svo að Halldór hafi að hluta til átt erfiða ævi, t.d. vegna heilsu- leysis þá kveinkaði hann sér ekki. Þegar hann gat orðið einhveijum að liði var hann alltaf fyrstur á stað- inn. Annað sterkt einkenni Halldórs var það að léttleikinn var aldrei langt undan, jafnvel á hans síðustu erfiðu dögum. Hann gat alltaf fund- ið ljósu punktana í tilverunni. Það verður því mjög mikil eftir- sjá að þessum yndislega manni sem Halldór hafði að geyma. Vita skalt þú það, Kolla tengdamamma, að þú hefur verið lánsöm um ævina, því þú giftist þessum yndislega manni. Um leið vil ég votta þér og þínum börnum og barnabörnum samúð mína. Hafsteinn Ágúst. Elsku besti pabbi minn, nú kveð ég þig með sárum söknuði. Ég mun ávallt minnast þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Eftir situr stórt skarð sem enginn mun fylla, og ég veit að það mun taka tíma að sætta sig við það þegar svo kær manneskja er tekin burt frá manni. Elsku pabbi, ég veit þú munt lifa með okkur í anda og fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku mamma, ég veit að Guð mun styrkja okkur og við munum öll styrkja hvert annað í sorg okkar. Kolbrún Birna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.