Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 43

Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 43
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 43~ - MINNIIMGAR KAROLINA GUÐNY INGÓLFSDÓTTIR + Karólína Guðný Ingólfsdóttir fæddist á Gríms- stöðum á Hólsfjöll- um 31. júlí 1932. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn rúmlega 64 ára að aldri. Foreldrar Karólínu voru Ing- ólfur Krisljánsson bóndi, f. 8.9. 1889 í Víðikeri í Bárðar- dal, d. 9.6.1954 á Akureyri, og Katrín María Magnúsdóttir frá Böðvarsdal í Vopnafirði, f. 13.10. 1895, d. 17.3.1978 í Reykjavík. Systkini Karólínu sem fallin eru frá eru Kristjana Hrefna, f. 12.11. 1914, Hörður, f. 22.2. 1916, Sigurður, f. 27.10. 1917, Ragna Ásdís, f. 23.6.1922 og Stefán Arnbjörn, f. 13.11. 1925. Eftirlifandi systkini eru þau Baldur, f. 6.5.1920, Þórunn Elísabet, f. 16.9. 1928, Jóhanna Kristveig, f. 28.11. 1929, Krist- ján Hörður, f. 9.5. 1931, Hanna Sæfríður, f. 31.7.1932, sem var tvíburasystir Karólinu, Birna Svava, f. 13.1. 1938, Magnús og Páll sem fæddir voru 24.9. 1940. Karólína var alin upp í Hólseli hjá Karen Sigurðar- dóttir, f. 1.12. 1893, d. 17.6. 1991 og Birni Jónssyni, bónda, manni henn- ar, frá Geirastöðum í Mývatnssveit, f. 14.7. 1887, d. 7.10. 1962 Hinn 1.12. 1953 giftist Karó- lína eftirlifandi eiginmanni sinum, Steingrími _ Sig- valdasyni, vélstjóra frá Ólafs- firði, f. 18.4. 1932. Fyrsta bú- skaparár sitt bjuggu þau á Akureyri en síðan fluttust þau til Ólafsfjarðar þar sem þau dvöldust í 6 ár, 1953 til 1959. Þaðan flyljast þau aftur til Akureyrar i eitt ár, þar til þau flytjast til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Þau eign- uðust soninn Björn Steingríms- son, f. 31.5. 1953 á Akureyri. Björn er búsettur í Danmörku. Útför Karólínu fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá and- mælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, _því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngu- maður sér fjallið best af sléttunni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar. Og gefðu vini þínum, það sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Hví skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann? Leitaðu hans með áhugamál þín. Því að það er hans að uppfylla þörf þína, en ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endur- nærist. Kahlil Gibran, Spámaður- inn. Þegar ég hugsa tilbaka um Línu eins og ég kallaði hana jafnan, minnist ég andlits sem var bros- andi, fullt af kærleika og hlýju. Hún var jákvæð og lífsglöð sem best má sjá af baráttu hennar við sjúk- dóm sinn í rúm 56 ár. Á tíunda ári veiktist Karólína af sykursýki og hefur barist við þann sjúkdóm af hetjuskap. Eg varð þess heiðurs aðnjótandi nýfædd að fá að heimsækja þau hjónin og dvaldi ásamt móður minni mína fyrstu ævidaga á heimili þeirra. Þegar við frændsystkinin komum til Reykjavíkur stóð heimili þeirra ávallt opið fyrir okkur, mik- ill gestagangur .var hjá þeim og jafnan var veitt af höfðingsskap. Lína fylgdist grannt með okkur systkinunum og hvatti okkur ávallt til dáða. Þegar lífsförunautar eru kvaddir er þeirra jafnan minnst með sögum af eftirminnilegum atvikum og ein þeirra er á þá leið að þau hjónin hafí eitt sinn verið á ferðalagi þeg- ar þau missa bílinn út af veginum. Lína var nú ekki ráðalaus, heldur sagði hún við mann sinn af still- ingu, ja, þú bakkar bara upp á veg- inn og heldur áfram. Þetta var dæmigert fyrir Línu, hvergi hugs- anleg uppgjöf, öll vandamál leyst eins og hvert annað verkefni. Karólína og Steingrímur voru sérstaklega hamingjusöm hjón alla tíð. Það var einstakt að kynnast þeirri ást og virðingu sem þau báru hvort til annars. Þau voru ávallt samtaka um alla hluti. Steingrímur sýndi Karólínu mikla umhyggju í langvinnum veikindum hennar. Síðustu 4 árin hefur hún verið í dagvist hjá vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar þrjá daga í viku. Kar- ólína var ávallt þakklát fyrir þá hlýju og umönnun sem hún hlaut þar. Karólína var einstaklega kær- leiksrík eins og maður hennar eftir- lifandi er gott dæmi um. Það átti hún einnig sammerkt með systkin- um sínum sem öll bera vitni um mikinn kærleika og manndóm. Ég er full af þakklæti að hafa fengið að alast upp og mótast í þessum hópi. Þótt sorglegt sé að horfa á eftir kærri frænku og systur móður minnar þá veit ég að foreldrar henn- ar og systkini sem fallin eru frá, taka á móti henni. Að leiðarlokum er mér þakklæti í_ huga fyrir hlýlegt viðmót alla tíð. Ég og íjölskylda mín vottum Stein- grími og Birni syni þeirra okkar dýpstu samúð og minnumst Karól- ínu með innilegri hlýju og virðingu. Guð varðveiti Karólínu Ingólfsdótt- ur sem nú hefur fengið hvíld. Iðunn Bragadóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN S. THORARENSEN fyrrverandi borgarfógeti, lést laugardaginn 11. janúar. Ástríður Thorarensen, Skúli Thorarensen, Davíð Oddsson og barnabörn. t Frændi okkar, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, frá Syðra-vatni, Bólstaðarhlíð 45, sem andaðist 8. þessa mánaðar á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Friðbjarnardóttir, Helga Friðbjarnardóttir, Anna Pétursdóttir, Guðmundur Pétursson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGVALDI KRISTJÁNSSON, Skipasundi 12, Reykjavik, lést laugardaginn 11. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Sigvaldason, Jónfna Marta Árnadóttir, Kristján Jóhann Sigvaldason, Silja Hlfn Guðbjörnsdóttir, Gísli Freyr Guðbjörnsson. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HELGI ARNAR GUÐMUNDSSON, Hvalba, Færeyjum, lést af slysförum föstudaginn 10. janúar. Jarðarförin fer fram frá Hvalba miðviku- daginn 15. janúar. Anja Guðmundsdóttir, Oddný, Jón og Angela Helgabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR Þ. JÓHANNESSON fyrrverandi lögregluþjónn, Gunnarsbraut 36, Reykjavik, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu- daginn 10. janúar. Jóhanna Haraldsdóttir, Málfríður Haraldsdóttir, Margrimur G. Haraldsson og fjölskyldur. + Elskulegur bróðir okkar, HJALTI ÖXNDAL SVANLAUGSSON frá Akureyri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 10. janúar. Kveðjuathöfn fer fram í Reykjavík, en jarðsett verður á Akureyri samkvæmt ósk hins látna. Eva Svanlaugsdóttir, Ragna Svanlaugsdóttir, Hrefna Svanlaugsdóttir, Hulda Svanlaugsdóttir, Þorsteinn Svanlaugsson, Helga Svanlaugsdóttir. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, ARNAR ÁGÚSTSSON frá Varmahlið, Vestmannaeyjum, Bjarnhólastig 1, Kópavogi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans aðfaranótt sunnudagsins 12. janúar. Elin Aðalsteinsdóttir, Guðrún Arnarsdóttir, Magnús Axelsson, Pálina Arnarsdóttir, Kristján Níelsen, Ester Arnarsdóttir, Sigurður Halldórsson og barnabörn. + Eiginkona mín og móðir, KARÓLÍNA GUÐNÝ INGÓLFSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 14. janúar, kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg - Landssamband fatlaðra, Hátúni 12. Steingrfmur Sigvaldason, Björn Steingrfmsson. + Frænka mín, GUÐRÚN JÓSEPSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hagamel 43, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. janúar sL Fyrir hönd aðstandenda, Kristin D. Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.