Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 45
gæsaeldi í hlaðvarpanum og lánað-
ist vel.
Honum var sérlega sýnt um að
tilreiða fiskmeti og fugla í reyk-
húsi sínu og eru ótaldar þúsundir
lunda sem hafnað hafa í frystikist-
um okkar, eftir að Kiddi hafði
beitt snilld sinni.
Þau hjónin, Hanný og Kiddi,
voru sérlega samtaka, léttur and-
blær í kring. Hanný er ein af fáum
Eyjapæjum, sem ennþá handreyta
lundann, varð landsþekkt með
þátttöku Eyjamanna í sjónvarps-
þætti í fyrra, þar sem þeytingur
varð reytingur, enda Hanný í for-
ystuhlutverki.
Lengi vel var Kiddi mikill radíó-
áhugamaður og hafði ómælda
ánægju af samböndum sínum um
víða veröld. Ávallt fylgdist hann
með hvernig gekk á sjónum, ekki
síst er veðrin voru verst.
Þegar Kiddi er allur, sakna
margir og Brekkuhúsin verða ekki
söm.
Undirritaður hefur sérstakar
taugar til staðarins en þar var
faðir minn, yngstur 13 systkina,
fóstraður eftir föðurmissi í sjóslys-
inu mikla við Eyjar 1901.
Kiddi var ótrúlega hress í
bragði, þrátt fyrir langvarandi
veikindi, harðnaði við hveija raun
og kvartaði aldrei.
Einn af hetjum hversdagsins,
sem gott er að minnast og Drottni
falinn að leiðarlokum.
Ég bið Brekkuhúsafólkinu
blessunar Guðs og styrks um
ókomna ævidaga.
Jóhann Friðfinnsson.
ÞOREY
ÁSMUNDS-
DÓTTIR
+ Þórey Ásmundsdóttir fædd-
ist í Snartartungu í
Strandasýslu 18. nóvember
1930. Hún Iést í Landspítalan-
um 31. desember síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Hallgrímskirkju 10. janúar.
Elsku Þórey mín. Þá ert þú farin
frá okkur í ferðalagið langa sem
bíður okkar allra fyrr eða síðar.
Mér finnst þú nú fara allt of fljótt
og ég veit að þú hefðir gjarnan
kosið að vera lengur með öllum
dætrunum og barnabörnunum,
stórum og smáum. Eins hjálpsöm
og þú varst, alltaf mætt á staðinn
ef eitthvað var um að vera og byij-
uð að taka til hendinni. Ætli þú
hafir nokkurn tíma verið aðgerða-
laus? Já, þú varst ótrúleg kona.
Eignaðist sjö yndislegar dætur sem
þú ólst að mestu upp alein. Þið
bjugguð í þriggja herbergja íbúð
sem í dag þætti rétt nógu stór fyr-
ir þriggja manna fjölskyldu. En
aldrei man ég eftir að hafa séð
drasl né dót úti um allt. Ekki nóg
með það, heldur var alltaf allt
straujað, heitur maður, heimabak-
aðar kökur, saumuð föt. Svo
vannstu fulla vinnu. Það voru ekki
boð og bönn á heimilinu. Bara
ósagðar reglur eða virðing sem all-
ir fóru eftir.
Ég er svo lánsöm að tvær af
dætrum þínum eru mínar bestu vin-
konur og þegar að ég flutti að heim-
an fannst þér lítið mál að ég fengi
herbergi á loftinu ásamt þeim „fóst-
ursystrum“ mínum.
Álltaf var mér boðið í mat og
ekkert þýddi að vera með neitt
múður. Þú vissir hvað mér þótti
slátur gott og sást alltaf til þess
að ég fengi vitneskju um þegar það
var á borðum.
Elsku Þórey mín, þakka þér fyrir
allt sem þú varst mér. Ég veit að
þín er sárt saknað enda missirinn
mikill. Elsku systur, mágar, barna-
böm og fjölskyldur. Mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð veri með
ykkur öllum.
Þín vinkona
Elsa.
t
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur
vináttu og samúð við andlát bróður og
góðs fraenda,
iÓNS SNORRA BJARNASONAR
fró Ögurnesi.
Bestu þakkir til starfsfólks Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Vinátta ykkar mun lifa í minningunni.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Þ. Bjarnadóttir.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
SVAVARSHELGASONAR
frá Fagradal i Breiðdal,
Snorrabraut 56,
Reykjavík.
Ellen Olga Svavarsdóttir,
Már Svavarsson,
Marey Linda Svavarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGFÚSAR HALLDÓRSSONAR,
Víðihvammi 16,
Kópavogi.
Steinunn Jónsdóttir,
Gunnlaugur Y. Sigfússon, Jóhanna G. Möller,
Hrefna Sigfúsdóttir, Ágúst E. Ágústsson,
Sigfús Gunnlaugsson, Hulda Egilsdóttir,
Yngvi Páll Gunnlaugsson,
Helga Ágústsdóttir,
Gunnlaugur Yngvi Sigfússon.
t
MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR ÓLAFSSON
frá Hnífsdal,
lést á elliheimilinu Grund 23. desember síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey eins og hún hafði lagt fyrir um.
Fyrir hönd aöstandenda,
Jóhann J. Ólafsson.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúö og hlýhug við andlát og
útför
GUNNARS BJÖRNSSONAR
bifreiðasmiðs.
Rannveig Gunnarsdóttir, Sigurður Tómasson,
Þórarinn B. Gunnarsson, Ólafía B. Matthíasdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
BERGUÓTAR KRISTINSDÓTTUR,
Seyðisfirðl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra-
húss Seyðisfjarðarfyrirfrábaera hjúkrun
og umönnun.
Bjarney Emllsdóttir, Ólafur R. Ólafsson,
Bára Emilsdóttír, Eyþór Borgþórsson,
Hjörtur Emilsson, Ágústa U. Gunnarsdóttir,
Einar Emilsson, Sigriður Ingibjörg Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum, sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS ÞÓRÐARSONAR,
Reykhóli,
Skeiðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun-
arheimilis aldraðra, Ljósheimum,
Selfossi.
Unnur Jóhannsdóttir,
Þórður Þorsteinsson, Málfríður Steinunn Sigurðardóttir,
Bergljót Þorsteinsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Bríet Þorsteinsdóttir, Þórir Bergsson,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Eyvindur Þórarinsson,
Jóhanna Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Kristmundsson,
Óskar Þorsteinsson, Steingerður Katla Harðardóttir,
Erla Þorsteinsdóttir, Pálmi Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför
ÁGÚSTS JÓNSSONAR
skipstjóra,
Austurströnd 4,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 14-E,
hjartadeild Landspítalans.
Margrét Sigurðardóttir,
Bogi Ágústsson, Jónína Maria Kristjánsdóttir,
Emilía Ágústsdóttir, Yuzuru Ogino
Ágúst Bogason,
Þórunn Elísabet Bogadóttir,
Jónína Guðný Bogadóttir,
Guðbjörg Yuríkó Ogino,
Ólafur Jónsson,
Þorbjörg Jónsdóttir.
innilegar þakkir til allra, sem sýndu okk-
ur samúð og vinsemd við fráfall föður
okkar og tengdaföður,
KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR
frá Bergi,
Grindavik.
Sigurður Kristjánsson, Þorgerður Halldórsdóttir,
Björg Kristjánsdóttir, Ólafur Jónsson,
Ólafía Kristjánsdóttir, Helgi Kristinsson
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og vinsemd við andlát og útför
STEFÖNU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Lýtingsstöðum
f Skagafirðl,
fyrrum kaupkonu
i Reykjavik.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkr-
unarheimilinu Eir, sem annaðist hana
af alúð og viröingu.
Þórunn Sólveig Ólafsdóttir, Gylfi Eldjárn Sigurlinnason,
Stefana Björk Gylfadóttir, Guðmundur Björgvinsson,
Olafur Gylfi Gylfason, Bergþóra Kristín Garðarsdóttir,
Þórunn Rakel Gylfadóttir, Þorsteinn Eyfjörð Jónsson,
Þröstur Ingvar Gylfason, Dóróthea Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTMANNS MAGNÚSSONAR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Sigríður Rósa Sigurðardóttir,
Hólmfríður Kristmannsdóttir, Guðmundur Wiium Stefánsson,
Guðrún Kristmannsdóttir,
Jakobína Guðfinnsdóttir,
Sonja Hilmarsdóttir,
Ólöf S. Björnsdóttir,
Ruth Baldvinsdóttir,
Anna Bjarnadóttir,
Sigmar Gislason,
Kristmann Kristmannsson,
Ómar Kristmannsson,
Magnús Kristmannsson,
Ólafur Kristmannsson,
Birgir Kristmannsson,
Ásta Kristmannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.