Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Langar þig...
í skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku
eða eitt laugardagssíðdegi í viku?
□ Laagar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn
hugsanlega og líklegast eru í dag og hversu öruggt meint
samband við þá og þessa undarlegu heirna er með aðstoð
miðla?
□ Langar þig að vita hvað eru afturgöngur, líkamningar, álfar,
huldufólk, fjarskynjun, fyrirboðar, berdreymi, svifjógar,
ærsladraugar, eða bara hvers vegna skilaboð koma að
handan?
□ Og langar þig að setjast í skemmtilegan og svo sannarlega
spennandi skóla í glaðværum og jákvæðum hópi nemenda
eitt kvöld í viku eða eitt laugardagseftirmiðdegi í viku fyrir
hófleg skólagjöld, þar sem farið er ítarlega í máli og myndum
sem og í námsefni yfir allt, sem lýtur að framhaldslífi okkar
jarðarbúa eins og mest og best er vitað um það á hnettinum
í dag, fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill
samleið með okkur og yfír fimm hundruð ánægðum
nemendum sl. fimm misseri.
Tveir byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum
1 núá vorönn ‘97. Skráning senduryfir. Hringdu ogfáðu
allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann
í bœnum sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana er
svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar
kl. 14 til 19.
Sálarrannsóknarskólínn
„skemmtilegasti skólinn í bænum“
Vegmúla 2,
símar 561 9015 og 588 6050.
irtE
BOX
Kpiii pr IIké l!i íœ
# Vandað og margbreytilegt fjaðrakerfi sem tryggir réttan
stuðning, þægindi og endingu.
# Margar gerðir eru til þannig að allir geta fundið dýnu
við sitt hæfi, þungir eða léttir -það skiptir engu máli.
# Margar stærðir eru í boði, allt frá 80 sm.
# Góð yfirdýna fylgir öllum Ide Box fjaðradýnunum.
# Ide Box fjaðradýnurnar eru á tréramma og geta staðið
einar sér eða passa ofan í flest öll rúm.
# Hjón geta valið sitthvora dýnugerðina ef vill og eru
þá dýnurnar einfaldlega festar saman.
# Ide Box fjaðradýnurnar hafa leyst málin fyrir þær þúsundir
íslendinga sem kusu betri svefn.
# Ide Box fjaðradýnurnar eru alltaf til á lager
# Ide Box fjaðradýnurnar eru ekki dýrar.
Komdu og prófaðu Ide Box fjaðradýnurnar.
Sérþjálfað starfsfólk okkar tekur vel á móti þér.
Munið bara \
Ide Box fjaðra-
v dýnurnar fást >
\ aðeins hjá J
\ okkur.
HÚSGAGNAHÖLLIN
öildshofói >0 - 112 Rvik - S:0a7 1109
Góð leiðsögn í bland
við köttinn í sekknum
MEÐAL þeirra hesta sem fram komu í mynd Sigurbjörns er stór-
gæðingurinn Oddur frá Blönduósi sem verið hefur í fremstu röð
í töltkeppni síðustu árin.
HESTAR
Kcnnslumyndband
TÖLT
Kennshimyndband og bæklingur um
tölt. Kennari: Sigurbjöm Bárðarson.
Framleiðandi: Kvikmyndafélagið
Sleipnir. Lengd: Um 40 mín.
FYRIR allnokkru voru þau boð
látin út ganga að unnið væri að
gerð kennslumyndbands um tölt
með hinum kunna hestamanni Sig-
urbirni Bárðarsyni. Var mynd-
bandsins beðið með mikilli eftir-
væntingu og kom það loks út rétt
fyrir jólin. Með spólunni fylgir lítill
bæklingur til enn frekari glöggvun-
ar á kennsluefninu.
í kynningu á myndbandinu er
ekki tekið skýrt fram fyrir hvaða
hóp hestamanna myndin er sérstak-
lega ætluð og hætt við að mörgum
hinna vanari þyki þeir hafa keypt
köttinn í sekknum. Myndin sem er
um fjörutíu mínútur að lengd fjallar
aðeins að hálfu leyti eða varla það,
um tölt eða undirbúning fyrir tölt-
reið. Að þessu tvennu leyti mun
þessi mynd valda mörgum von-
brigðum.
Vinna með hestinn í hendi
En þrátt fyrir þessa ágalla er
margt gott á spólunni og fullyrða
má að hún muni nýtast mörgum í
glímunni um hinn hreina tón tölts-
ins, fjaðurmagn og hreyfingafeg-
urð. Sigurbjörn Bárðarson er eins
og flestir vita einn fremsti reiðmað-
ur landsins og löngum verið vin-
sælt að ausa úr fjölskrúðugum
viskubrunni hans. Að sjálfsögðu er
margt gagnlegt á þessari spólu og
má þar til dæmis nefna kaflann sem
fjallar um vinnu með hestinn í
hendi. Þarna er um að ræða gagn-
legri hluti en margur hyggur og
má hiklaust hvetja hina vanari sem
kannski hafa orðið fyrir vonbrigð-
um að gefa þessum kafla góðan
gaum. Það má einnig hvetja þá sem
telja sig bæði vita og kunna að
skoða spóluna oftar en einu sinni
því það sem í fljótu bragði virðist
einfalt og borðleggjandi er ef til
vill ekki alveg eins einfalt og talið
er í fyrstu. Ekki er óhugsandi að
þessi mynd geti unnið á við frekara
áhorf en það ætti að koma í ljós
þegar hestamenn fara að nota hana
samhliða töltþjálfun.
Gott efni fyrir
skemmra komna
Fyrsti hluti myndarinnar fjallar
um mél og beislabúnað, já, reyndar
reiðtygi yfir höfuð. Þarna er fyrst
og fremst efni sem nýtist byijend-
um og skemmra komnum vel.
Kaflinn þar sem kennt er að fara
á bak er sömuleiðis meira fyrir
byijendur en hafa ber í huga að
margir af hinum svokölluðu vönu
hestamönnum fara með ýmsu móti
á bak og gott fyrir hvern og einn
að hugleiða hvort rétt sé að farið.
Að síðustu er komið að kjarna
málsins, töltinu sjálfu, og er það
að sjálfsögðu besti kaflinn á þess-
ari töltspólu. Þar eru mörg góð ráð-
in og aðferðir sem nýtast væntan-
lega hinum mörgu aðdáendum
töltsins. Hafa ber í huga að spóla
þessi og fylgiritið nýtist best sem
uppsláttarmiðill, það er að knapinn
noti þetta samhliða þjálfun hestsins
og leiti sér ráða um einstök atriði
sem verið er að fást við hveiju sinni.
Einnig ætti hún að nýtast vel sam-
hliða því að knapinn sæki námskeið
í reiðmennsku.
Komið inn á
kjarna málsins
Myndataka er ágæt og sömuleið-
is klippingar. Sigurbjörn flytur allan
texta í myndinni og verður það að
segjast eins og er að hann er mun
betri í reiðmennskunni en fram-
sögn. Eigi að síður er allt sem fram
er sett vel skiljanlegt og skiptir það
vissulega höfuðmáli. Af og til er
óþarflega mikið orðskrúð í kringum
einfalda hluti og gætir þess bæði í
töluðu máli á spólunni og í rituðu
máli í bæklingnum. Betur hefði
einnig verið að talsetja myndina að
mestu eftir á í hljóðveri. Með því
hefði verið hægt að koma í veg
fyrir ýmsa hnökra og gera textann
hnitmiðaðri. Að láta mann ríða á
hesti og útskýra um leið hvað er
að gerast eða hvað hann er að gera
rétt eða rangt er út í hött. í lagi
hefði verið að láta knapann (kenn-
arann) byija útskýringar, eina eða
tvær setningar, á hestbaki en láta
síðan talsetja framhaldið í hljóð-
veri. Hinsvegar kemur mjög vel út
að ríða hesti á tölti samhliða bíl í
hljóðupptöku og kvikmyndun og ná
með því frá sama sjónarhorni sam-
felldum hreyfingum hestsins og
takti á nokkur hundruð metra kafla.
Afbragðs góðar útskýringar á
mjög mikilvægum atriðum vega að
nokkru upp ýmsa galla myndarinn-
ar. Má þar benda á kafla „5.3 Unn-
ið á feti“ og ekki síður „5.4 Að
gefa (eftir) og taka (í)“ á blaðsíðu
38 og 39 í pappírskiljunni. Þótt
heitið á síðarnefnda kaflanum sé
klúðurslegt er innihaldið afar mikil-
vægt svo ekki sé meira sagt. Beri
menn gæfu til að öðlast fullan skiln-
ing á því sem Sigurbjörn setur þar
fram má gera ráð fyrir miklum
framförum í reiðmennsku hjá þeim.
Að halda sig við efnið
Möguleikarnir við það að gera
kennslumyndband um tölt eru
margir. Hægt er að taka viðfangs-
efnið mjög mismunandi tökum.
Hinsvegar verður myndin aldrei góð
nema aðstandendur haldi sig við
efnið, það er töltið í þessu tilfelli.
Þótt vissulega þurfi mél, beisli,
hnakk og reiðmúl til að ríða tölt
er líklega ekki brýn þörf á að eyða
svo miklu púðri í það sem hér er
gert. Hér er á ferðinni að mörgu
leyti ágæt en alls ekki gallalaus
kennslumynd sem nýtist best þeim
sem skemmra eru komnir á veg í
reiðmennskunni. Ekki má þó
gleyma því að margt gagnlegt er í
henni að finna fyrir alla hestamenn
en spurning er hvort þeir séu tilbún-
ir að greiða á sjöunda þúsund fyrir
góð ráð. Verð sem réttlætt er með
meðfylgjandi þunnri pappírskilju
sem sumir kjósa að kalla bók.
Valdimar Kristinsson
ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ
Hin sívinsælu ættfræðinámskeið hefjast um og upp úr 13. jan. hjá Ættfræði-
þjónustunni, Austurstræti 10a, og standa í 3-4 vikur (tvær mætingar á viku).
Lærið að rekja ættir og setja þær upp í skipulegt kerfi. Þjálfun í rannsóknum.
Frábærar aðstæður til ættarleitar. Einnig er hægt að fá teknar saman ættir
og niðjatöl (hentar vel til gjafa á stórafmælum). Leitið uppl. í s. 552 7100 og
552 2275. Ættfræðiþjónustan er með fjölda nýlegra og eldri ættfræði- og
æviskrárrita til sölu, kaupir slík rit og tekur í skiptum. ÆTTFRÆÐI-BÓKA-
MARKAÐUR verður í Kolaportinu um helgina (á D-gangi nr. 9) og uppl.
veittar þar um námskeið og annað.
(D Ættfræðiþjónustan, Austurstræti lOa, s. 552 7100. ÍT/5T
hð er^
ÚTSALA!