Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
BREF
TLL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 569 1100 • Simbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Enn um íslenska
tónlist á rás 2
Frá Magnúsi Einarssyni:
HINN 24. nóv. sl. birtist í Morgun-
blaðinu bréf frá fjórum formönnum
hagsmunasamtaka í tónlistariðnað-
inum þar sem því var haldið fram
að spilun íslenskrar tónlistar á rás
2 hefði dregist saman um 30% á
nokkrum árum. í þessu bréfi var
birt einhver heimasmíðuð prósent-
utala sem fjórmenningarnir töldu
sanna lágkúru og aumingjaskap
undirritaðs og rásar 2. Þessu var
svarað og bent á að rangt væri
farið með staðreyndir í málinu.
Skömmu síðar snaraðist fram á
ritvöllinn einhver líkami sem kall-
ast Tónlistarráð íslands og jórtraði
sömu tugguna. Þessu var einnig
svarað af hálfu undirritaðs í bréfi
þar sem birtar voru opinberar
skýrslur Útvarpsins sem sönnuðu
hið gagnstæða, spilun á íslenskri
tónlist á Rás 2 hafði aukist gríðar-
lega, u.þ.b. 63% milli ára, sömuleið-
is reyndar á Rás 1, eins og sjá má
í bréfinu í Morgunblaðinu 18. des-
ember sl. Þar með taldi undirritað-
ur málið vera úr sögunni, misskiln-
ingi hefði verið eytt og menn gætu
nú farið að vinna í friði hver að
sínum málum. Birtist þá ekki enn
ein ritsmíð þeirra félaga í Morgun-
blaðinu 8. janúar sl. þar sem þeir
eru greinilega haldnir vanstillingu
hugarins og ritræpu af verri sort-
inni.
í þessari grein segjast þeir
reyndar fagna því að spilun ís-
lenskrar tónlistar hafi aukist á Rás
2, viðurkenna sem sé að hafa haft
rangt fyrir sér og farið með fleipur
í upphafi. Ágætt svo langt sem það
nær og batnandi mönnum best að
lifa. En það er snákur í hverri Para-
dís, eins og danskurinn segir, því
í þessari sömu grein setja þeir fram
tillögu um 50% kvóta á íslenska
tónlist á Rás 2 í janúar og febrúar
á þesu ári. Ekki á öðrum útvarps-
stöðvum, ekki á Rás 1, Aðalstöð-
inni, Fm95,7, Bylgjunni og öllum
hinum, bara á Rás 2. Ekki eftir
1. mars heldur bara í janúar og
febrúar á þessu ári. Rökstuðningur
og forsendur eru ekki gefnar fyrir
þessari kvótakröfu, þær eru engar
að finna í greininni, tala að vísu
um að sýna vilja í verki. En vilja
hvers er ekki ljóst, þeirra sjálfra
ef til vill? Þessi krafa er með tölu-
verðum ólíkindum svo ekki sé meira
sagt. Til að taka eitt lýsandi dæmi,
hvað yrði nú sagt ef Rithöfunda-
samband íslands og Félag bókaút-
gefenda settu fram þá kröfu að
helmingur þeirra bóka sem lánuð
yrðu úr Landsbókasafninu í janúar
og febrúar yrðu að vera íslenskar
bækur? Ekki á öðrum bókasöfnum,
bara Landsbókasafninu. Ekki af
neinum sérstökum ástæðum, bara
af því Rithöfundasambandið og
bókaútgefendur hefðu svo mikinn
vilja til þess! Það er ekki ástæða
til að elta ólar við rangfærslur for-
mannanna og vísvitandi ósannindi
í grein þeirra í Morgunblaðinu 8.
janúar sl. slíkt væri eingöngu til
skemmtunar skrattanum.
Undirritaður varð óneitanlega
nokkuð forviða þegar formönnun-
um tókst að lesa úr skrifum hans
skoðanir eins og að hann „telur
íslenska tónlist vonda upp til hópa“,
„veitist ítrekað að höfundum og
flytjendum sem samið hafa og flutt
tónlist á ensku og telur slíkt aðför
að íslenskri menningu", „fullyrðir
að útgefendur séu að hafa flytjend-
ur og höfunda að fíflum", „skuli
hæða íslenska tónlistarmenn sem
sett hafa stefnuna á alþjóðamarkað
og meina þeim flutning tónlistar
sinnar á heimamarkaði". Um þetta
er ekkert annað að segja en lygi-
mál og della, eins og sagt var fyr-
ir austan í æsku undirritaðs.
Sérstakur áhugi er samt fyrir
því að formennirnir rökstyðji þá
fullyrðingu að tónlistarritstjóri
Rásar 2 hafi meinað íslenskum tón-
listarmönnum, „sem sett hafa
stefnuna á alþjóðamarkað, flutning
tónlistar sinnar á heimamarkaði";
komi með dæmi um í hvaða tilvik-
um og með hvaða hætti. Formanni
Shf vafðist reyndar tunga um háls
þegar hann var spurður um ástæð-
ur fyrir þessari fullyrðingu. Undir-
ritaður reyndi að benda honum á
sönnunarbyrði ásakandans, um
nauðsyn þess að hafa orsök á und-
an afleiðingu og fleiri element sem
þykja eðlileg í almennri skynsemi
og rökræðu. Án árangurs. Takist
honum og hinum þrem ekki að
finna þessum orðum sínum rök þá
eru þeir minni menn en áður. Það
er þekkt aðferð að reyna að gera
hagsmuni sína að hagsmunum
heildarinnar. Þetta „trix“ er gam-
alt í allri hagsmunabaráttu og for-
mennirnir spila þessu snjáða korti
fram af nokkrum reigingi. Nú er
það ekkert minna en „sjálfsímynd
þjóðarinnar" og „uppeldi kynslóð-
anna“ sem er í húfi ef Rás 2
skammast sín ekki og spilar 50%
af íslenskri tónlist í dagskránni í
janúar og febrúar. Ja, gott væri
ef satt væri. Hagsmunir útgefenda,
sem fá 70 krónur fyrir hveija mín-
útu sem spiluð er af íslenskri tón-
list, eru nú orðnir að hagsmunum
þjóðarinnar, menningu hennar og
framtíðar. Það liggur við að maður
taki sér í munn máltæki sem ensku-
mælandi mönnum er nokkuð tamt
þegar þeir standa frammi fyrir
ólýsanlegri fírru og vitleysu, „get
real“.
Það er ekki ástæða til að eiga
frekari orðastað við þessa menn á
þessum vettvangi, því ekki verður
séð að hún hafi orðið til annars en
að skaða þá sem hana hófu á svo
neikvæðan hátt, formennina sjálfa.
Veldur sá miklu sem upphafinu
veldur. Þeir eru nú búnir að auglýsa
málþing um það hvernig ljósvakam-
iðlar geti hjálpað tónlistariðnaðinum
sem á í einhveijum kröggum um
þessar mundir. Ef til vill gefst þar
tækifæri til að byija þessa umræðu
um hlutfall íslenskrar tónlistar á
útvarpsstöðvunum á nýjan leik og
þá vonandi á uppbyggilegri og já-
kvæðari nótum en hingað til.
Gleðilegt nýtt ár.
MAGNÚS EINARSSON,
tónlistarritstjóri Rásar 2.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.