Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 64

Morgunblaðið - 14.01.1997, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tillögur að starfsleyfi álvers Columbia á Grundartanga 30-40 athuga- semdir komnar FRESTUR til að skila athugasemdum við starfsleyfí álvers Columbia Vent- ures á Grundartanga rann út í gær. Að sögn Ólafs Péturssonar, deildar- stjóra hjá Hollustuvemd ríkisins, höfðu um miðjan dag í gær borist 30-40 athugasemdir. Hann sagðist eiga von á að margar athugasemdir bærust stofnuninni í dag og á morg- un, en hafí athugasemdir farið í póst í gær verða þær teknar til greina. Ólafur sagði að áhugi manna á d»jMihrifum álversins á umhverfið væri greinilega mikill enda hefðu þessi mál mikið verið rædd síðustu daga. Endanlegar tillögur til ráðherra um miðjan febrúar Athugasemdimar sem borist hafa eru misviðamiklar en þær bárust frá einstaklingum, félögum og stofnun- um. Ólafur sagði að gert væri ráð fyrir því að Hollustuvemd gæti af- greitt endanlegar starfsleyfistillögur til umhverfisráðuneytisins um miðjan næsta mánuð. „Við reiknum með að kynna öllum aðilum sem sent hafa athugasemdir hvemig við tökum á þeim en síðan sendum við tillögumar til ráðherra," sagði Ólafur. Skv. mengunarvamareglugerð skal Hollustuvemd gera nákvæma grein fyrir skriflegum athugasemdum sem berast stofnuninni við starfsleyfistil- lögumar, hvernig stofnunin tekur á þeim hverri fyrir sig og skal tiltaka sérstaklega þær athugasemdir sem hún tekur ekki tillit til og færa rök fyrir því. Lagnir ij'ar- lægðar í Skerjafirði REYKJAVÍKURBORG hefur keypt lóð Skeljungs hf. í Skerjafirði og er fyrirtækið nú að fjarlægja olíutanka og lagn- ir. Fjórir, stórir tankar eru í Skerjafirði og verða þeir fjar- lægðir í heilu lagi. Þá er verið að taka upp gamlar löndunar- lagnir en ráðgert er að verkinu verði lokið um mitt næsta sum- ar. Tæplega 30 ár eru síðan síðast var landað olíu í Skerja- firði en olía hefur verið geymd þar á tönkum alveg fram á síð- ustu ár. Öll olíulöndun fer fram með neðansjávarleiðslum í Ör- firisey. Morgunblaðið/RAX Innflutningsgj öld á bifreiðir Jöfur leitar til banda- ríska sendi- ráðsins JÖFUR hf., umboðsaðili Chrysler-bif- reiða, hefur leitað til sendiráðs Banda- ríkjanna á Islandi vegna hugmynda sem verið er að skoða í fjármálaráðu- neytinu um nýjar leiðir í innheimtu vömgjalda á bifreiðir. Forsvarsmenn Jöfurs telja að svo- kölluð norsk leið, sem verið er að skoða í ráðuneytinu og felur í sér að gjöld em miðuð við þyngd bíls, vélar- stærð og vélarafl, myndi leiða til þess að bandarískar bifreiðir myndu hækka veralega í verði hérlendis. Chrysler í Evrópu hefur látið í ljós miklar áhyggjur af hugmyndum sem fram hafa komið hérlendis um brejd- ingar á vörugjöldum bifreiða í þessa vem. Magnús Guðfinnsson, verslunar- fulltrúi hjá bandaríska sendiráðinu, segir að norski markaðurinn sé nán- ast lokaður fyrir bandarískum bifreið- um. „Norska kerfið er þungt í vöfum og mismunar mjög stærri og þyngri bílum sem er einmitt einkenni banda- rískra bíla. Þetta eru hins vegar ör- uggari bílar og hentugri fyrir stærri fjölskyldur og fyrir landsbyggðar- fólk,“ sagði Magnús. Hann segir að innflutningsreglur hefðu ekki verið hliðhollar bandarísk- um bílum fram að þessu en nú virtist sem ætlaði að keyra um þverbak ef norska kerfið yrði fyrirmynd þessara mála hérlendis. Sven Fischer, svæðisstjóri Chrysler í Evrópu, segir að íslendingar vilji flytja út vöm til Bandaríkjanna óá- reittir og án nokkurra þvingana en íslendingar hafi reist múr í kringum innflutning á bandarískum bílum. Magnús segir að þetta sé mikið alvömmál. Ekki hafi þó verið rætt um það hvort bandarísk stjórnvöld grípi til aðgerða ef niðurstaðan yrði enn frekari mismunun gagnvart bandarískum bílum með nýjum regl- um um innflutningsgjöld. ■ Chrysler/12 VSÍ kynnir nýjar hugmyndir í viðræðum um fy r irtækj asamninga Starfsmenn geti knúið á um sanminga með aðgerðum Fjöldi inn- brota í myrkrinu ÞRJÁTÍU innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík frá föstu- degi fram á mánudagsmorgun og er það með allra mesta móti. Lög- reglan rekur innbrotahrinuna m.a. til þess, að veður var milt um helg- ina, en myrkrið sem fylgir snjóleys- inu gerði þjófunum auðveldara fyr- ir. Meðal annars var brotist inn í fyrirtæki og stolið leysiprentara og nálaprentara, tölvu, þráðlausum síma og geislaspilara. Þá var gluggi w á safnaðarheimili Háteigskirkju spenntur upp og stolið prentara sem stóð við tölvu sóknarprestsins. Einnig var farið inn í nokkur íbúðarhús og m.a. stolið magnara, geislaspilara, tæplega 400 geisla- diskum, frakka, jakkafötum, ljós- myndavélum, myndbandstækjum, skartgripum og gjaldeyri. ■ Ofbeldi og ófriður/51 VSÍ lagði fram nýjar hugmyndir um fyrirtækjasamninga á fundum með fulltrúum stærstu landssam- banda innan ASÍ í gær. Hugmynd- irnar ganga út á að ef samningar takast ekki innan fyrirtækja innan tiltekins tíma geti starfsmenn grip- ið til aðgerða til að knýja á um samninga. Hingað til hafa fyrir- tækjasamningar verið gerðir undir friðarskyldu. Fundurinn var fyrsti _ sameigin- legi samningafundur VSÍ og lands- sambanda ASÍ um vinnustaða- samninga, en í nóvember og desem- ber voru viðræður um þessi mál milli VSÍ og einstakra landssam- banda. Samningamenn ákváðu að hittast aftur eftir viku og þá er gert ráð fyrir að landssamböndin verði tilbúin með viðbrögð við hug- myndum VSÍ. Flest ASÍ-félög vísa til sáttasemjara í vikulok Forystumenn landssambanda ASÍ reikna með að flest landssam- böndin vísi kjaraviðræðum sínum við vinnuveitendur til ríkissátta- semjara í lok þessarar viku. Verka- mannasambandið og Dagsbrún ætla að vísa til sáttasemjara á morgun, Iðja á fimmtudag og Raf- iðnaðarsambandið og Samiðn ætla að taka ákvörðun um að vísa til sáttasemjara á föstudag. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, sagði að ekkert hefði gerst í viðræð- um sambandsins við viðsemjendur í heilan mánuði og enginn samn- ingafundur hefði verið boðaður á þessu ári. Örn Friðriksson, formaður Sam- iðnar, sagði að þeir samningafundir sem haldnir hefðu verið á þessu ári hefðu engu breytt um stöðuna. Hann sagði að skattastefna stjórn- valda væri eitt þeirra atriða sem tefði fyrir samningum. Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður Landssambands verslunar- manna, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvenær versl- unarmenn vísuðu kjaraviðræðum til sáttasemjara. Viðræður hefðu farið hægt af stað eftir áramót, en menn vildu sjá hvað kæmi út úr viðræðum um vinnustaðasamninga. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagðist reikna með að allmörg félög myndu vísa kjaraviðræðum til sín á næstu dögum. Verkalýðsfélög geta ekki boðað til verkfalls fyrr en kjaraviðræðum hefur verið vísað til sáttasemjara og tilraun hefur verið gerð til að ná samningum á þeim vettvangi. Þórir var spurður hvort hann myndi gefa út einhvers konar vottorð um að slík sáttatil- raun hefði verið reynd án árangurs eða hvort það væri alfarið í valdi samninganefnda stéttarfélaganna að meta hvort frekari viðræður væru tilgangslausar. Hann svaraði því til að hann myndi sjá til þess að það yrði gerð alvörutilraun til að ná samningum. M.ö.o. þyrfti fleiri en einn fund áður en fullreynt væri hvort samningar tækjust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.