Morgunblaðið - 29.01.1997, Page 1

Morgunblaðið - 29.01.1997, Page 1
72 SÍÐUR B/C/D 23.TBL. 8B.ÁEG. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yill nýja hafvernd- arstofnun Strassborg. Reuter. MARIO Soares, forseti Port- úgals, lagði til í gær að Evrópu- ríkin kæmu á fót stofnun til að vernda fiskstofna og draga úr mengun í höfunum. Soares sagði að stofnunin gæti einnig samræmt aðgerðir til að hindra hvers konar smygl um höfin og ólöglega losun hættulegra efna í sjóinn. Hann ræddi þessar hugmyndir við Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjómar Evrópusam- bandsins, og Daniel Tarschys, forseta Evrópuráðsins í gær. Soares er formaður nefndar, sem á að safna upplýsingum um ástand heimshafanna og greina allsheijarþingi Samein- uðu þjóðanna frá niðurstöðunni á næsta ári. Tsjetsjenar kjósa Aslan Maskhadov forseta Heitir Tsjetsjen- um fullu sjálfstæði Grozní. Reuter. ASLAN Maskhadov, fyrrverandi leiðtogi tsjetsjenskra skæruliða, lýsti í gær yfir sigri í forsetakosn- ingunum í Tsjetsjníju. Maskhadov hét því að knýja fram sjálfstæði Tsjetsjníju og afla Kákasusríkinu alþjóðlegrar viðurkenningar. „Öll tsjetsjenska þjóðin hefur í tvö ár beðið þessa dags og bundið miklar vonir við hann,“ sagði Maskhadov á blaðamannafundi á heimili sínu. „Ég er mjög ánægður með ... að þjóðin hefur tekið rétta ákvörðun.“ Ekki hafði verið greint opinber- lega frá úrslitum í Tsjetsjníju seint í gærkvöldi, en aðstoðarmenn Maskhadovs sögðu að hann hefði fengið 58% atkvæða. Ef hann hefði ekki náð meirihluta hefði farið fram önnur umferð milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem fengu flest atkvæði. Aslan Maskhadov sagði að póli- tísk staða Tsjetsjníju væri þegar ráðin. „Árið 1991 ákváðum við að Tsjetsjníja væri sjálfstætt ríki og lýstum yfir fullveldi," sagði hann. „Nú þurfa önnur riki, þar á meðal Rússland, að viðurkenna það. Því má ná eftir pólitískum leiðum.“ í friðarsáttmálanum, sem var Reuter undirritaður í ágúst, féllust Rússar og Tsjetsjenar á að fresta því um fimm ár að taka endanlega ákvörð- un um stöðu Tsjetsjníju. Zelimkahn Jandarbíjev, núver- andi forseti Tsjetsjníju, fékk aðeins átta af hundraði atkvæða sam- kvæmt óopinberum tölum og játaði hann sig sigraðan, en sagðist þó ætla að halda áfram afskiptum af stjórnmálum. Jeltsín fagnar úrslitum Borís Jeltsín, forseti Rússlands, fagnaði úrslitunum í Tsjetsjníju í gær, en var þó varkár. Sergei Yastrazjembskí, talsmaður forset- ans, sagði að Jeltsin teldi að þessi úrslit vektu vonir um að viðræður milli stjórnar Rússlands og nýkjör- innar forustu Tsjetsjena bæru árangur. Hann lagði hins vegar áherslu á að þær viðræður myndu snúast um stöðu Tsjetsjníju innan rússneska ríkjasambandsins. Aðrir frammámenn í rússnesk- um stjórnmálum voru hins vegar ekki jafnbjartsýnir á að þessi úr- slit myndu binda enda á ágreining- inn milli Rússa og Tsjetsjena. Hyggst bjóða Basajev sæti í stjórn Sagt var að harðlínumaðurinn Sjamíl Basajev hefði fengið næst mest fylgi í kosningunum. Hann er eftirlýstur vegna gíslatökunnar í Búdennovsk árið 1995 og leist Rússum illa á að þurfa að eiga við hann á forsetastóli. í kosningabaráttunni sakaði Maskhadov Basajev um að beita bolabrögðum en kvaðst í gær von- ast til að geta boðið honum sæti í nýrri ríkisstjórn Tsjetsjníju. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem sendi tugi manna til að fylgjast með kosningunum, til- kynnti að þær hefðu farið vel fram og „endurspegluðu fijálsan vilja“ kosningabærra manna. ASLAN Maskhadov, sigurvegari kosninganna í Tsjetsjníju, ræðir við fréttamenn á heimili sínu í Pervomajskaja eftir að fyrstu tölur voru birtar I fyrrinótt. ■ Foringi skæruliða/20 Reuter Jeltsín kemur framí sjónvarpi RÚSSNESKAR sjónvarpsstöðvar sýndu í gær myndir sem teknar voru af Borís Jeltsín, forseta Rússlands, þegar hann ræddi við Viktor Tsjemomyrdín forsætis- ráðherra í Kreml. Þetta er í fyrsta sinn i þrjár vikur sem for- setinn kemur fram í sjónvarpi. Þetta er i annað sinn sem forsetinn fer á skrifstofu sína í Kreml frá því hann var útskrif- aður af sjúkrahúsi í Moskvu fyrr í mánuðinum. Hann var á skrifstofu sinni í þrjár klukku- stundir og hélt síðan í bústað sinn nálægt Moskvu. Grannur og afslappaður Jeltsín brosti breitt þegar hann heilsaði Tsjernomyrdín og Ivan Korotsjenja, framkvæmdastjóra Samveldis sjálfstæðra ríkja. Hann virtist afslappaður á mynd- unum og augljóst var að hann hefur grennst frá því hann fékk lungnabólgu eftir umfangsmikla hjartaskurðaðgerð í nóvember. Jeltsín heldur upp á 66 ára afmæli sitt á laugardag og hyggst ræða við Jacques Chirac, forseta Frakklands, í Moskvu daginn eftir. Jeltsín hefur hins vegar ákveðið að fresta ferð sinni til Hollands, sem var fyrirhuguð I næstu viku. Nýtt borgarráð myndað úti á götu Belgrad. Reuter. ZAJEDNO, bandalag stjórnarand- stöðuflokka í Serbíu, myndaði í gær borgarráð í Smederevska Palanka. Athöfnin fór fram á götunni fyrir framan ráðhúsið þar sem lögreglan vildi ekki hleypa inn í húsið öllum þeim borgarfulltrúum, sem Zajedno taldi sig hafa fengið kjörna í kosn- ingunum 17. nóvember. Zajedno kvaðst hafa sigrað í Smederevska Palanka, sem er 80 km suður af Belgrad, og kjörstjórnin sagði að bandalagið hefði fengið hreinan meirihluta, eða 26 af 49 borgarfulltrúum. Dómstólar úr- skurðuðu hins vegar að bandalagið hefði fengið 24 fulltrúa. Nýtt borgarráð átti að taka við völdum í borginni í gær. Þegar full- trúar Zajedno fengu ekki að fara inn með alla fulltrúa sína, framhjá skjaldborg, sem lögreglan hafði sleg- ið um ráðhúsið, sóru þeir embætti- seiða við athöfn utandyra. Hét Zajedno að halda borgarstjórnar- fundi fyrir framan ráðhúsið í Smed- erevska Palanka dag hvern þar til sósíalistar virtu úrslit kosninganna. Reuter EINN af stuðningsmönnum Salis Berisha, forseta Albaníu, kyasir hann á kinnina á útifundi stjórnar- flokks landsins í Tirana í gær. Berisha lofar endurgreiðslum SALI Berisha, forseti Albaníu, reyndi i gær að sefa reiði Albana, er töpuðu á fjárfestingum í ávöxtunarfyrirtæki sem reyndist svika- mylla, og sagði að þeir fengju allt féð endurgreitt. Hagfræðingar áætla að alls hafi fyrirtækið fengið jafnvirði rúmra 70 milljarða króna og margir Albanir lögðu aleiguna í fyrirtækið í von um skjótan gróða. Berisha sagði að stjórnin myndi einnig fjármagna viðgerðir vegna skemmda sem urðu á mannvirkjum í mótmælum sem hófust víða um landið eftir að ávöxtunarfyrirtækið varð gjaldþrota. Stjórnin áætlar að tjónið hafi numið sem svarar 3,4 milljörðum króna. Forsetinn hélt í gær á útifund, sem flokkur hans efndi til í miðborg Tirana, en lífverðir hans fylgdu honum fljótlega í burtu og virtust óttast um öryggi forsetans þegar fólkið flykktist að honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.