Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 16

Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir JÓN Guðmundsson starfsmaður hátíðardagskrár, Helgi Hall- dórsson bæjarstjóri, Ólöf Zóphaníasardóttir, Jónas Þór Jóhanns- son og Sigrún Lárusdóttir sem öll eiga sæti í afmælisnefnd ásamt Þorkeli Sigurbjörnssyni sem ekki var viðstaddur. Fjölbreytt hátíða- höld á 50 ára af- mæli Egilsstaða Egilsstöðum - Fimmtíu eru liðin síðan sveitarfélagið Egilsstaða- hreppur var stofnað með lögum. í tilefni af því verður árið 1997 sér- stakt afmælisár Egilsstaðabæjar. Á dagskrá afmælisnefndar eru fjöl- margir atburðir, en sérstök hátíðar- dagskrá verður 27.-29. júní og verð- ur forseti íslands heiðursgestur þar. Bæjarstjóri Egilsstaða, Helgi Halldórsson, og afmælisnefnd buðu til kynningar á dagskránni. 24 stunda tónverk Þar kom m.a. fram að til stendur að halda kvikmyndaviku í Bíó-Vala- skjálf, Djasshátíð Egilsstaða verður haldin 10. árið í röð, frumflutningur verður á söngverki eftir Keith Reed söngkennara við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, gefm verður út Saga Egilsstaða, Egilsstaðamaraþon verður á sínum stað og flutt verður 24 stunda tónverk eftir Charles Ross tónlistarkennara svo eitthvað sé nefnt. Sérstakt afmælissund verður frá 1. febrúar til 30. apríl þar sem bæjarbúar eru hvattir til þess að taka þátt, en þeir þurfa að mæta 50 sinnum á þessu tímabili í sund og eiga þá um leið möguleika á verðlaunum. Reiknað er með að gefið verði út sérstakt afmælisrit um mánaðamótin aprfl-maí með endanlegri dagskrá afmælisins og eins verður hægt að skoða dag- skrána á heimasíðu bæjarins og fylgjast með breytingum ef ein- hveijar verða. BÖRN úr Tónlistarskólanum á Egilsstöðum tóku lagið undir stjórn Rosmary Hewlett. LANDIÐ Aðilar 1 ferðaþjónustu á Suðurlandi kynna möguleika að vetri Vilja lengja ferða- mannatímabilið Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SIGURÐUR Jónsson, Guðmundur Þorvaldsson, Svanur G. Þor- kelsson, Kristinn Bergsson, Anna Amadóttir og Björn S. Lárus- son á Hlöðubarnum á Laugarbökkum. Hveragerði - Nokkur ferðaþjón- ustufyrirtæki á Suðurlandi boðuðu nýverið til blaðamannafundar á Laugarbökkum undir Ingólfsfjalli þar sem kynntir voru nokkrir af þeim möguleikum sem ferðamönnum bjóð- ast utan hins hefðbundna ferða- mannatíma á Suðurlandi. Það eru Gesthús á Selfossi, Hótel Vík í Mýrdal, Ferðaskrifstofan Grænn ís, Ferðaskrifstofan Suður- garður og Ferðamannafjósið á Laug- arbökkum sem hafa tekið sig saman um að kynna Suðurland sem athygl- isverðan valkost fyrir ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Á fundinum voru m.a. kynntir tveir athyglisverðir ferðamöguleikar fyrir hópa sem vilja gera sér glaðan dag í skammdeginu. Markmiðið er að ná til hópa, hvort sem það eru fýrirtæki, íjölskyldur og saumaklúb- bar, svo dæmi séu tekin, sem vilja taka þátt í að móta sína eigin ævin- týrahelgi og fá til þess aðstoð frá fagfólki á staðnum. Ævintýri í Vík felur í sér helgar- dvöl á Hótel Vík í Mýrdal, þar sem hópamir geta valið úr mörgum mis- munandi möguleikum á afþreyingu. Eða eins og gestgjafamir segja: „Þið ráðið ferðinni sjálf,“ en meðal tæki- færa sem nú bjóðast er ferð á Skeið- arársand til þess að sjá ummerki náttúruhamfaranna undir leiðsögn heimamanns. Einnig býðst gestum ferð inni á heiðarlönd Mýrdalsins á jeppum, gönguferð á Reynisfjall, kvöldvaka, varðeldur og margt fleira. Á Selfossi býðst tilsvarandi helg- ardvöl í Gesthúsum, sem er sumar- húsabyggð við Engjaveg. Þar geta hópar sett saman sína helgi allt eftir óskum hvers og eins. Meðal þess sem boðið er upp á eru jeppa- eða vél- sleðaferðir á Hellisheiði eða Þing- vallasvæðið, heimsókn í Ferða- mannafjósið, ferð á Skeiðarársand, gönguferðir um nágrennið, ratleikur, sundferðir, dansleikir o.fl. Grunnverð helgarpakkanna á báðum stöðum er 5.900 kr. Innifalið í því verði er gist- ing í tvær nætur og fæði, m.a. þrí- rétta kvöldverður. í máli ferðaþjónustufólksins kom fram að Suðurland er einn fjölsótt- asti fjórðungur landsins, bæði af ís- lendingum sem og erlendum ferða- mönnum. Markmið hagsmunaaðila í ferðaþjónustu er að fá fólk til þess að stoppa lengur og njóta þeirrar sérstöðu sem svæðið býður upp á. í því sambandi skiptir afþreying fyrir ferðamenn miklu máli og augu fólks eru að opnast fyrir mikilvægi þess hluta ferðaþjónustunnar. Reyklaus bar í fjósinu Á Suðurlandi er sífellt að bætast við afþreyingarmöguleikana og nú síðast má nefna Ferðamannafjósið á Laugarbökkum undir Ingólfsfjalli. Þar gefst gestum kostur á að fylgj- ast með mjöltum og öðrum störfum í íjósinu og bragða um leið á spen- volgri mjólk og gæða sér á öðrum veitingum. Nýjasta viðbótin í Ferða- mannafjósinu er Hlöðubarinn. Er það eini reyklausi bar landsins, en af skiljanlegum ástæðum eru reykingar ekki leyfðar þar innan dyra. Gestir barsins sitja á böggum í hlöðunni, en barinn sjálfur er skorinn út í heystabbann. Þama gefst hópum tækifæri á að hefja árshátíðina eða þorrablótin með fordrykk en halda síðan áleiðis í danshús til frekara skemmtanahalds. Samherj amenn funduðu með áhöfn Guðbjargar ísaflrði - Tveir af forsvarsmönn- um Samheija hf. á Akureyri, eig- anda Guðbjargar ÍS-46, þeir Þor- steinn Már Baldvinsson og Þor- steinn Vilhelmsson, komu til ísa- fjarðar á mánudag til fundar við áhöfn Guðbjargar, sem landaði fullfermi af rækju sama dag. Á fundinn mættu auk þeirra nafna frá Akureyri um helmingur skipveijanna, þ.e.a.s. sá hluti áhafnarinnar sem er búsettur á ísafirði, auk þeirra Ásgeirs Guð- bjartssonar og Guðmundar Guð- mundssonar frá Hrönn hf. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins var áhöfninni gerð grein fýrir þeim breytingum sem átt hafa sér stað á útgerð skipsins auk þess sem farið var yfir áætlun stjórn- enda Samheija um hvar skipið yrði að veiðum næstu mánuðina. Guðbjörg hélt í sína aðra veiði- ferð á árinu í gærkvöldi og var stefnan tekin á heimamið. Síðan er ráðgert að skipið fari til veiða á Flæmingjagrunni og verði þar í a.m.k. tvo mánuði. í framhaldi af því er ráðgert að skipið haldi til veiða á úthafskarfa, en hvenær það verður, ræðst allt af aflabrögð- um á Flæmingjagrunni. Ánægja mun vera á meðal skipveija með þær hugmyndir sem Samheija- menn höfðu á lofti á fundinum. Heildarafli Guðbjargar úr síð- ustu veiðiferð var 312 tonn af frystri rækju, að verðmæti um 44 milljónir króna. Rúmlega 157 tonn af aflanum, svonefnd iðnaðar- rækja, fór til vinnslu hjá Bakka hf. í Hnífsdal og Bolungarvík. Wö * I Ik» Ögis- L 1 1 m NÚVERANDl bæjarskrifstofa. Vinstra megin sést í Borgarhúsið. Morgunblaðið/Silli Húsavíkurbær kaupir Borgarhúsið Husavík - Fjárhagsáætlun Husa- víkurbæjar og fyrirtækja bænum tengd var samþykkt við aðra um- ræðu á fundi í síðustu viku. Frá framlagðri uppbaflegri áætlun voru þær breytingar gerðar að rekstrargjöld voru lækkuð um 3% og skyldi sá sparnaður koma fram á sem flestum gjaldliðum. Áætlað- ar skatttekjur eru um 400 milljón- ir sem eru tæpar 100 millj. kr. hærri en árið áður. Tekjuafgang- ur er áætlaður um 85 mil^ónir sem fara eiga til lækkunar skulda. Sú breyting hefur orðið á rekstri bæjarins að hagnaður af rekstri veitna bæjarins rennur nú ekki til bæjarsjóðs, en þessi hagnaður hefur numið 15-20 milþ'. kr. und- anfarin ár. Skiptar skoðanir urðu um þá tillögu Orkunefndar að hækka sölu á heitu vatni um 10% frá 1. janúar og aftur um 10% frá 1. júlí og kalt vatn, sem selt er eftir mælum, um 7% frá 1. janúar og 7% 1. júlí. Hækkun heita vatnsins var rökstudd með því að áformuð er borun nýrrar heitavatnsholu við Hveravelli og miklar endur- bætur hafa verið gerðar á bæjar- kerfinu í sambandi við það að lagður var breiðvæðingarstreng- ur um bæinn. Á fundinum samþykkti bæjar- stjórnin að kaupa svonefnt Borg- arhús sem er áföst bygging við bæjarskrifstofurnar og gera úr því myndarlega stjórnsýslumið- stöð Húsavíkurbæjar og flytja þangað alla starfsemi bæjarins, stofnanir og félög bænum tengd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.