Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hafa hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hækkað of mikið í verði? Hlutabréf írótgrónum félögum rétt inetin VERÐ hlutabréfa í ýmsum sjávar- útvegsfyrirtækjum, sem nýkomin eru á markað, er hærra en afkoma þeirra gefur til kynna. Verð hluta- bréfa í ýmsum rótgrónum sjávarút- vegsfyrirtækjum, einkum stórum fyrirtækjum, er þó síst of hátt. Þetta kom fram í máli Andra Teits- sonar, viðskiptastjóra fyrirtækja- sviðs íslandsbanka hf., á fundi hjá VÍB í gær. Andri leitaðist við að svara spumingunni hvort verð á hluta- bréfum sjávarútvegsfyrirtækja væri orðið of hátt eins og Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, fullyrti í fjölmiðlum fyrir skömmu. Andri lagði einkum áherslu á tvennt í máli sínu. Ann- ars vegar hvort hlutabréf í sjávarút- Á DÖGUNUM var undirritaður samningur milli Olíufélagsins hf. og Landsbanka íslands, um beingreiðslur vegna Einkakorts ESSO, sem er greiðslukort fyrir einstaklinga. Oliufélagið hefur lagt mikla áherslu á að auka veg skjalalausra viðskipta og um það snýst þessi samningur að miklu leyti. Allar sendingar milli Landsbankans og Olíufélagsins eru samkvæmt EDI-staðli sem er alþjóðlegur staðall um skjala- laus viðskipti. Beingreiðslur hafa verið þekktar hér á landi í nokkurn tíma en þessi aðferð, sem nefnd hefur verið Direct Viðskiptakerfi fyrir RR Tilboði Tæknivals verði tekið STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur lagt til við Borgarráð að tekið verði tilboði Tæknivals hf. að upphæð tæpar 30,5 milljónir króna í viðskipta- og upplýsingakerfí fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Tveimur aðilum var gefinn kost- ur á að gera tilboð í kerfið að undan- gengnu forvali, Tæknivali hf. fyrir hönd EllipsData og Teymi fyrir hönd Info Synergi. Tilboð Tækni- vals var að upphæð 39,9 milljónir og Teymis að upphæð 46,8 milljón- ir, en að auki barst frávikstilboð frá Tæknivali að upphæð 30,8 millljón- ir króna. Það tilboð varð fyrir valinu eftir viðræður við Tæknival og smávægilegar breytingar á því. vegi hafi hækkað meira en við mætti búast og hins vegar hvort gengi hlutabréfa einstakra fyrir- tækja í greininni væri í samræmi við mat á kvótaeign. Ef hægt væri að svara því neitandi væri verð hlutabréfanna ekki of hátt. Andri benti á að verðmæti þorsk- kvóta hefði tvöfaldast frá upphafi ársins 1992 en hlutabréf í sjávarút- vegi hefðu hins vegar þrefaldast á sama tíma. Miðað við arðsemi væru hlutabréf rótgróinna fyrirtækja í sjávarútvegi fremur ódýr en lítið eitt yfir meðallagi er miðað væri við bókfærðar eignir. Hins vegar væru hlutabréf margra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem nýkomin væru á hlutabréfamarkað, mjög dýr mið- að við afkomu. Miðað við endurmet- Debet, er nýjung hérlendis. Einkakortið hefur staðið við- skiptavinum Olíufélagsins til boða í hálft ár og segir í frétt frá ESSO að það hafi greinilega fallið fólki vel í geð því sífellt fleiri bætast í hóp Einkakort- hafa. Hliðstæður samningur og þessi hefur áður verið gerður við íslandsbanka og Póstgíró- stofuna. Geir Magnússon, for- stjóri ESSO, Jóhann P. Jónsson frá ESSO, Ingólfur Guðmunds- son frá Landsbankanum og Jó- hann Ágústsson, bankastjóri Landsbankans gengu frá samn- ingnum. Kjallari til sölu í Borgar- kringlunni HÚSNÆÐIÐ þar sem ís- lenski bjórkjallarinn er til húsa í Kringlunni hefur verið auglýst til sölu hjá Firmasöl- unni ehf. Um er að ræða 918 fermetra húsnæði sem hefur verið í eigu Mænis ehf. frá 1994. Kristmann Árnason hjá byggingafyrirtækinu Mæni segir sölu húsnæðisins engu breyta um rekstur veitinga- staðarins íslenska bjórkjall- arans þar sem í gildi er lang- tímaleigusamningur við eig- endur veitingastaðarins. ið eigið fé væru hlutabréf uppsjáv- arfyrirtækja dýrari en hlutabréf bolfísk- og rækjufyrirtækja og hlutabréf „rótgróinna“ fyrirtækja dýrari en hlutabréf „nýrra“. Með rótgrónum sjávarútvegsfyr- irtækjum sagðist Andri eiga við hlutafélög eins og Granda, Hrað- frystihús Eskifjarðar, Síldarvinnsl- una, Þormóð ramma, Skagstrend- ing, Vinnslustöðina, Útgerðarfélag Akureyringa og Harald Böðvars- son. Með „nýjum“ fyrirtækjum ætti hann hins vegar við þau fyrir- tæki sem nýkomin væru á hluta- bréfamarkað, t.d. Tanga, Bú- landstind, Jökul, Hólmadrang, Básafell, Bakka, Snæfelling og Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Niðurstaða Andra er sú að FÉLAG íslenskra stórkaupmanna og Kaupmannasamtök íslands hafa nú fyrir hönd félagsmanna sinna sent bæði Eimskip og Samskipum erindi þar sem kvartað er yfir nýjum þjón- ustugjöldum í flutningum til og frá landinu. Um er að ræða afgreiðslu- gjöld fyrir stykkjavörusendingar, gámagjöld og gjöld fyrir útgáfu farmskírteina. í erindi samtakanna kemur fram að athugasemdir félagsmanna FIS og KÍ lúti að upphæð gjaldanna, en Ijóst sé að þau valdi hækkun heildar- flutningskostnaðar, enda hafi ekki verið tilkynnt um samsvarandi lækk- un annarra flutningsgjalda. „í öðr- BÚAST má við að hlutabréf í ís- lenskum fyrirtækjum haldi áfram að hækka í verði og hækkunin nemi samtals 12% á fyrsta árs- fjórðungi að því er segir í ársfjórð- ungsskýrslu Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, sem kynnt var í gær. I skýrslunni segir að árið 1997 sé fjórða árið í uppsveiflunni hér- lendis sem hófst sumarið eða haustið 1993. Líklegt sé að hag- vöxtur hafi orðið um 5,5 - 6% á síðasta ári og reikna megi með 4,3% hagvexti á þessu ári, þegar tillit sé tekið til byijunarfram- kvæmda fyrir stóriðju. Þrátt fyrir góðar efnahagshorfur ríki þó nokkur óvissa vegna niðurstöðu kjarasamninga sem gæti hægt á hagkerfinu um sinn. Líkur eru á að verðtryggðir vextir lækki vegna minna fram- hækkun hlutabréfa rótgróinna fyr- irtækja í sjávarútvegi sé ekki óeðli- lega mikil og verðið á bréfunum sé ekki sérlega hátt. „Hlutabréf nýrra fyrirtækja í sjávarútvegi hafa hins vegar hækkað meira en afkoma þeirra fram að þessu gefur tilefni til. Ég efast um að fjárfest- ar séu jafn viljugir að fjárfesta í fyrirtækjum sem eiga eftir að sanna sig rekstrarlega í öðrum greinum,“ sagði Andri. Hann sagðist ekki telja að verð- hækkunin á kvótanum væri orsök þeirrar miklu hækkunar, sem orðið hefði á gengi hlutabréfa rótgróinna félaga í sjávarútvegi. Hækkunin hefði orðið vegna þeirrar hag- kvæmni og hagnaðarvonar sem kvótakerfið hefði leitt af sér. um tilvikum er um að ræða gjald- töku fyrir þjónustu sem ekki hefur verið óskað eftir við skipafélögin, t.d. útgáfu farmskírteina, en útflytj- endur hafa sjálfir séð um þá vinnu hingað til. Félögunum hafa einnig borist erindi sama efnis frá erlendum flutningsmiðlurum þar sem m.a. hefur verið fullyrt að gjöldin séu mun hærri en þekkist annarsstaðar. Einnig hefur það valdið óánægju félagsmanna að þjónustugjöldin skuli lögð á fyrirvaralaust, án nokk- urra tilkynninga þar um og óháð gildandi flutningasamningum." Afrit af bréfinu var sent til Sam- keppnisstofnunar. boðs skuldabréfa en óverðtryggð- ir vextir hækki vegna óvissu í verðlagsmálum að mati VIB. „Vegna óvissu um verðlagsmál og kjaraviðræður er gert ráð fyr- ir að vextir óverðtryggðra skulda- bréfa og víxla hækki um allt að 50 punkta og raunávöxtun þeirra verði aðeins 3-4%,“ segir í skýrsl- unni. Hlutabréfavísitalan hérlendis hækkaði um 4% fyrri hluta jan- úarmánaðar eftir litlar breytingar á hlutabréfaverði síðustu vikur ársins 1996. í skýrslunni segir að bjartsýni sé nægileg á verð- bréfamarkaði til að hlutabréf haldi áfram að hækka og gera megi ráð fyrir að hlutabréfaverð hækki um samtals 12% á fyrsta ársfjórðungi. Erlend verðbréf séu því í bráð lakari fjárfestingarkost- ur en innlend verðbréf. Nýherji ræður þijá frá Apple- umboðinu NÝHERJI hf. hefur ráðið til sín þrjá lykilstarfsmenn Apple-umboðsins sem eiga þar langan starfsaldur að baki. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag hætti Ámi G. Jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Apple-umboðsins þar störfum sl. fóstudag og hóf hann störf hjá Ný- herja í gær. Nú hafa þeir Sveinn Orri Tryggvason sölustjóri og Jón Páll Vignisson hug- búnaðarsérfræð- ingur fýlgt í fótspor hans og ráðið sig til Nýheija. Ekki er orðið ljóst hve- nær Sveinn Orri og Jón Páll geta hafíð störf. Að sögn Frosta Siguijónssonar, forstjóra Nýheija hefur fyrirtækið að undanförnu bætt við þekkingu sína á þeim sviðum sem nauðsynleg eru til að fyrirtækið geti veitt viðskiptavin- um sínum ráðgjöf og þjónustu á sviði heildarlausna. Með þessum nýju starfsmönnum efli fyrirtækið þekk- ingu sína á sviði Mac-OS búnaðar og efli sérstöðu sína í samkeppninni. Margir af viðskiptavinum Nýheija hafí þurft að reiða sig á blandað tölvu- umhverfí og nú sé fyrirtækið vel í stakk búið til að veita þeim enn betri þjónustu en áður. Ámi G. Jónsson hefur unnið hjá Radíóbúðinni hf. og Apple-umboðinu hf. í 17 ár. Sveinn Orri Tryggvason, viðskipta- fræðingur, hefur unnið hjá Apple- umboðinu í tæp 7 ár og verið sölu- stjóri þar undanfarin 2 ár. Jón Páll Vignisson, rafeindavirki, hefur starfað hjá Apple-umboðinu í 7 ár, séð um sölu og ráðgjöf á sviði hugbúnaðar fyrir Apple-tölvur. „Árni var rekinn“ Grímur Laxdal, framkvæmdastjóri Apple-umboðsins, segir að það sé lítið við því að segja þótt menn hætti hjá einu fyrirtæki og hefji störf hjá öðru. „Árni G. Jónsson var rekinn þannig að það var viljandi gert. Hinir starfs- mennimir tveir kusu að fylgja honum og þeir ráða því auðvitað hvar þeir vinna. Ég sé ekki betur en að Ný- herji ætli sér að fara að selja Macint- osh-útgáfur af tölvubúnaði og mér líst vel á það enda er samkeppni af hinu góða. Búist er við mikilli upp- sveiflu á næstunni hjá Apple enda era þeir að setja á markað nýtt stýri- kerfí sem tekur öllu fram. Risk örgjör- vinn er einnig að taka stórstígum framföram," segir Grímur. ------» ♦ ♦----- Tóbaksrisar lögsóttir New York. Reuter. SAKSÓKNARI New York-ríkis, Dennis Vacco, hefur höfðað mál gegn sex stórum tóbaksfyrirtækjum og gefur þeim að sök að villa um fyrir íbúum ríkisins með því leyna hættum samfara reykingum. Vacca sakar eftirtalin fyrirtæki um að „tæla unglinga til sígarettu- reykinga með ólöglegum hætti“: R.J. Reynolds, deild í RJR Nabisco Holdings Corp; Philip Morris Cos Inc; American Tobacco Co, og Brown and Williamson Tobacco Corp, sem era í eigu B.A.T Industries Plc; Lo- rillard, fyrirtæki Loews Corp; og Lig- gett Group Inc, fyrirtæki Brooke Group Ltd. Beingreiðslur hjá Esso Kaupmenn segja ný þjónustugjöld skipa- félaganna hærri en annarsstaðar Veldur hækk- un flutnings- kostnaðar Ársfjórðungsskýrsla VÍB Frekari hækkun hlutabréfa spáð Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.