Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 20

Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Myrtu verkalýðs- leiðtoga París. Reuter. ALSÍRSKIR ofsatrúarmenn drápu í gær æðsta verkalýðsleiðtoga lands- ins, Abdelhak Benhamouda, í mið- borg Algeirsborgar. Lágu fjórir vopnaðir hryðjuverka- menn fyrir Benhamouda og myrtu hann er hann yfírgaf höfuðstöðvar samtaka sinna. Benhamouda var á leið út í bifreið sína er hafin var á hann vélbyssuskot- hríð. Féll iífvörður hans og einnig starfsmaður verkalýðssamtaka hans. Benhamouda var á fímmtugsaldri. Honum var sýnt banatilræði árið 1993 en slapp naumlega. Ofsatrúar- menn myrtu bróður hans í fyrra. Stjóm Alsírs hefur heitið að taka hart á hryðjuverkamönnum. í gær var hafínn flutningur öryggissveita til úthverfa Algeirsborgar þar sem ofsatrúarmenn eru sagðir eiga grið- land. Talið var að í uppsiglingu væri stórsókn gegn vígamönnum þeirra. Háttsettur í sovéska hernum Grozni. Reuter. ASLAN Maskhadov virtist í gær hafa tryggt sér sigur í forsetakosn- ingunum í Tsjetsjníju með rúmlega helming greiddra atkvæða að baki sér. Hann er sagður hógvær maður og sker sig úr í landi þar sem stolt manna á að vera í eldi hert og byss- an nánasti félaginn. Maskhadov skipti á bardagaföt- unum og jakkafötum í kosningabar- áttunni, en í átökunum við Rússa, sem stóðu í 21 mánuð, stjómaði hann skæruliðum Tsjetsjena og lék andstæðingana oft grátt. Rússneski herinn lagði Grozní undir sig í upphafi átakanna, en neyddist á endanum til að hörfa eftir þrálátar skæmr manna Mask- hadovs. Andlit Maskhadovs varð brátt þekkt meðal Tsjetsjena eftir að Rússar ákváðu að bijóta sjálfstæð- isbaráttu þeirra á bak aftur með valdi. Á hvequ kvöldi vom sjón- varpsútsendingar úr kjallara for- setahallarinnar í Grozní, þar sem skæraliðar höfðu höfuðstöðvar sín- ar, og lýsti Maskhadov þar gangi átakanna frá sjónarhóli Tsjetsjena. Stjórnaði samningaviðræðum Þegar blóðbaðinu lauk hafði Maskhadov forystu í samningavið- ræðunum við Rússa. Hann fór sér hægt, var rólegur og raunsær og nú kveðst hann hafa tryggt Tsjetsjníju sjálfstæði í raun. Ráðamenn í Moskvu hamra aftur á móti á því að ekki komi til greina að Tsjetsjníja fái sjálfstæði. Þeir em hins vegar flestir þeirrar hyggju að af þeim fjómm frambjóðendum, sem flest fengu atkvæði, hafi Maskhadov verið besti kosturinn. Auðveldast verði að semja við hann um framtíð- arsamskipti Rússa og Tsjetsjena. Krefst stríðsskaðabóta Nú bíður uppbyggingin Mask- hadovs. Stór hluti mannvirkja í Tsjetsjníju er í rúst eftir átökin. Maskhadov hefur sagt að hann vilji „stríðsskaðabætur" fyrir skemmd- imar, sem unnar vom í átökunum við Rússa. Rússar hafa heitið fé til uppbyggingar, þar á meðal til að endurreisa olíuhreinsunarstöðvar Tsjetsjena, en vænta má að þau framlög verði lykilatriði í samning- um milli Rússa og Tsjetsjena. Maskhadov fæddist í Kazakstan. Fjölskylda hans var meðal þeirra tugþúsunda, sem sovéski einvaldur- inn Jósef Stalín sendi út á steppurn- ar árið 1944. Stalín sakaði Tsjetsj- ena um að hafa hjálpað nasistum í heimsstyijöldinni síðari. Maskhadov er kvæntur og á son og dóttur. í kosningabaráttunni vitnaði Maskhadov oft til Dzokhars Dúdajevs, hins látna leiðtoga Tsjetsj- ena, eins og reyndar hinir frambjóð- endumir 15. Dúdajev er sagður hafa verið myrtur með flugskeyti, sem hæfði hann þar sem hann stóð á akri og var að semja við Rússa í farsíma. Hann lagði einnig áherslu á að Tsjetsjenar þyrftu að horfa til íslams I leit að lífsgildum. Reuter ASLAN Maskhadov, fyrrverandi leiðtogi tsjetsjenskra skæruliða og verðandi forseti Tsjetsjnyu, steytir hnefann eftir að hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum á mánudag. Maskhadov var háttsetur foringi í sovéska hernum eins og Dúdajev. Það var fátítt að Tsjetsjenar næðu frama þar vegna þess að almennt var litið svo á í Sovétríkjunum að Tsjetsjena skorti pólitíska sannfær- ingu til að treysta mætti þeim fyrir mikilvægum stöðum í hernum. Maskhadov og Dúdajev eiga hins vegar fátt annað sameiginlegt. „Hann var þver og tilfinninga- heitur, en ég sagði að við ættum ekki að rasa að stríði," sagði Mask- hadov í viðtali fyrir skömmu og bætti við: „En hvað varðar sjálf- stæði Tsjetsjníju er ekki nokkur munur. Við erum sjálfstætt ríki.“ Fjölgar í starfs- liði Parker-Bowles London. The Daily Telegraph. KARL prins af Wales er svo áhyggjufullur vegna ágengni fréttamanna f Bretlandi gagn- vart ástkonu sinni, Camillu Parker-Bowles, að hann hefur ráðið bílstjóra og fleiri starfs- menn henni til aðstoðar. Kornið sem fyllti mælinn var þegar blaðamaður sem elti Parker- Bowles, var svo ágengur að hún ók út af þjóðvegi á bíl sínum. Fullyrða vinir hennar að ástæða aukinnar verndar sé ekki til marks um að prinsinn hyggist opinbera samband sitt við hana frekar en orðið er. Fullyrt er að prinsinn tejji að áhugi fjölmiðla á Parker-Bowl- es sé eingöngu vegna sambands hennar við hann og því sé það á hans ábyrgð að vernda hana. Hefur henni reynst æ erfiðara að lifa eðlilegu lifi vegna ágangs fjölmiðla og er svo komið að hún getur vart farið úr húsi eða keypt í matinn án þess að með því sé fylgst. Vangaveltur um að prinsinn og Parker-Bowles hyggist koma fram opinberlega saman hafa fengið byr undir báða vængi að undanförnu eftir að henni var boðið að gerast verndari góð- gerðarstofnunar sem hefur í för með sér að hún þarf að koma fram opinberlega við fjölmörg tækifæri. Parker-Bowles hefur hins vegar tengst starfi stofnun- arinnar lengi, en hún aðstoðar konur sem þjást af beingisnun. Móðir og systir Parker-Bowles létust báðar úr sjúkdómnum. Prinsinn hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki kvænast Parker-Bowles en hann hefur einnig gert mönnum það ljóst að hann muni ekki láta undan þrýstingi annarra varðandi samband þeirra. Þrátt fyrir að prinsinn og ráðgjafar hans vissu um andstöðu bresks almennings við Parker-Bowles, mun þeim hafa komið á óvart hversu djúpt hún ristir. Foringi skæru- liða í forsetastól Frakkland og Þýzkaland ósammála um þörf á „efnahagsmálaráði“ EMU Deila um áhrif stjórnmála- manna á peningastefnu el. Reuter. Halli á við- skiptum ESB við NAFTA Brussel. Reuter. HALLI var á viðskiptum Evrópusam- bandsins við NAFTA, Fríverzlunar- svæði Norður-Ameríku, á árinu 1995 og nam hann alls 2,9 milljörðum ECU eða um 238 milljörðum íslenzkra króna. Meginorsök hallans var auk- inn innflutningur frá Norður-Amer- íku á skrifstofubúnaði og hátækni- vömm, að sögn Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Afgangur var af viðskiptum ESB við NAFTA árin 1993 og 1994. Á árinu 1995 jókst innflutningur frá NAFTA (Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó) hins vegar um 5,3% en út- flutningur Evrópuríkjanna minnkaði um 3,6%. ESB verzlar meira við NAFTA en nokkur önnur svæðasamtök og eru um 21% af utanríkisviðskiptum sam- bandsins við NAFTA-ríkin. Lang- mest af þeim viðskiptum er hins veg- ar við Bandaríkin, eða 18%, en Kanada og Mexíkó standa fyrir eitt prósentustig hvort. Mikilvægasta útflutningsvara ESB til NAFTA em bílar og önnur farar- tæki. DEILUR Frakklands og Þýzkalands um þörfína á að setja á stofn sér- stakt „efnahagsmálaráð" Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) hafa magnazt að undanförnu. Frakk- ar vilja að stjómmálamenn hafi ein- hver áhrif á mótun peningastefnunn- ar eftir að sameiginlegur gjaldmiðill, evró, verður tekinn upp. Þjóðveijar leggja hins vegar ofuráherzlu á sjálf- stæði Evrópska seðlabankans, sem á að fara með stjóm peningamála í EMU. Svipað form og á samstarfi iðnríkjanna Jean Arthuis, fjármálaráðherra Frakklands, sagði fyrir skömmu að nota yrði næstu mánuði til að koma á fót efnahagsmálaráði EMU, sem yrði óformleg stofnun án skrifstofu eða starfsliðs, að mörgu leyti svipuð hinu óformlega samstarfí sjö helztu iðnríkja heims, en Frakkar áttu fmm- kvæði að því á sínum tíma. Frakkar ræða um að efnahagsmálaráðið (sem þeir hafa líka kallað stöðugleikaráð) muni ræða ríkisfjármálastefnu, sjá um framkvæmd stöðugleikasáttmál- ans, sem leggur hömlur á fjárlaga- halla aðildarríkja EMU, og fjalla um gengisstefnu, til dæmis gengissam- starf við ríki utan evró-svæðisins. Samkvæmt Maastricht-sáttmálan- um verður gengisstefna í höndum ríkisstjórna aðild- arríkja EMU, en peningamála- stefna í höndum sjálfstæðs evr- ópsks seðlabanka (ECB). Frakkar hafa áhyggjur af að peningamála- stefnan muni beinast eingöngu að þvi að viðhalda verðstöðugleika og slíkt geti dregið úr hagvexti og aukn- ingu atvinnu. Verður að vernda bankann fyrir stjórnmálamönnum Þjóðveijar óttast mjög að Frakkar muni reyna að nota efnahagsmála- ráðið til að hafa áhrif á ECB, þótt franskir embættismenn þvertaki fyr- ir öll slík áform. Fyrrverandi banka- stjóri þýzka seðlabankans, Karl-Otto Pöhl, skrifaði í Frankfurter AUge- meine Zeitung fyrir skömmu að Maastricht-sáttmálinn bannaði hvers konar pólitískan þrýsting á ECB. „Ef fjármálamarkaðimir sannfærast um að með pólitískum þrýstingi mætti þvinga Evrópska seðlabankann til að fylgja vísvit- andi þeirri stefnu að fella gengi ev- rósins gagnvart dollar eða jeni, gæti komið til gífuriegrar eignatil- færslu," skrifar Pöhl. Hans Tietmeyer, núverandi seðla- bankastjóri Þýzkalands, sagði nýlega í ræðu að sjálfstæði ECB væri „gífur- lega mikilvægt“ og vernda yrði bank- ann fyrir pólitískum stofnunum. „í Maastricht-sáttmálanum er þetta svo skýrt að ekki verður um villzt,“ sagði Tietmeyer. Alls konar tilraunir til að skapa pouvoir politique (pólitískt vald) til að stýra pouvoir monetaire (peningamálavaldi) eru andstæðar Maastricht-sáttmálanum." í síðustu viku tók Wim Duisen- berg, seðlabankastjóri í Hollandi og verðandi forseti Peningamálastofn- unar Evrópu (EMI), undir sjónarmið Þýzkalands í málinu. Margir búast við að Duisenberg verði fyrsti banka- stjóri Evrópska seðiabankans. í við- tali við Intemational Herald Tribune segir Duisenberg að Maastricht- samningurinn „banni skýmm orðum að Evrópski seðlabankinn taki við eða leiti eftir pólitískum fyrirmælum.“ Duisenberg segir að þetta mál hafí verið afgreitt á síðustu ríkjaráðstefnu ESB fyrir sex ámm. „Frakkar töpuðu þessari oirustu árið 1991, en þeir hafa aldrei gefízt upp,“ segir hann. Duisenberg segist þeirrar skoðun- ar að með því að veita ríkisstjómum aðildarríkjanna áhrif á peningamála- stefnuna væri spillt fyrir möguleikum seðlabankans til að viðhalda stöðugu verðlagi og stöðugu gengi evrósins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.