Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 22

Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Það er alltaf mikið í húfi“ Petrí Sakarí aðalstjómandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er kominn til landsins til að stjóma hljómsveitinni á tónleikum í Háskóla- bíói annað kvöld og í upptökum fyrír Naxos útgáfufyrírtækið í næstu viku. Orri Páll Ormarsson tók hann tali af þessu tilefni. Morgunblaðið/Ásdis PETRI Sakari í hita leiksins á æfingu ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni, tónskáldi og píánóleikara, sem flytur á morgun pianókonsert sinn í annað sinn á sinfóníutónleikum í þessum mánuði. PETRI Sakari varð í senn glaður og undrandi þegar forráðamenn Sinfó- níuhljómsveitar íslands báðu hann á liðnu hausti um að taka að nýju við starfi aðalstjómanda hljómsveitar- innar en því gegndi hann áður á árunum 1988-93. „Það er harla óvenjulegt að listrænir stjórnendur séu fengnir í tvígang til starfa hjá sömu sinfóníuhljómsveitinni, sér- staklega með svona stuttu millibili. Boðið kom því flatt upp á mig. Engu að síður þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar enda er verkefnið spenn- andi og ekki spillir það fyrir að sam- starf mitt við hljómsveitina hefur frá upphafi verið ákaflega gott.“ Þótt Sakari, hinn finnski, legði tón- sprotann (hendur landa sínum, Osmo Vanská, haustið 1993 má með sanni segja að hann hafi aldrei horfið úr augsýn enda gegndi hann, fyrstur manna, starfi aðalgestastjómanda Sinfóníuhljómsveitar íslands árin 1993-96. Stjómaði hann hljómsveit- inni meðal annars í íjölmörgum upp- tökum fyrir Chandos útgáfufyrirtæk- ið, auk þess sem hann var við stjóm- völinn á tvennum til þrennum tónleik- um á vetri. „Skyldi því engan undra að mér finnist ég ekki vera að koma aftur - ég fór aldrei í burtu.“ Á efnisskrá tónleikanna annað kvöld eru þijú verk - hvert úr sinni áttinni. í upphafi skellur á Ofviðri, konsertsvfta eftir Jean Sibelius, landa Sakaris, sem unnin var upp BÆKUR Skáldsaga SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Haildór Laxness. J.A. Thomp- son þýddi á ensku. Inngangur eftir Brad Leithauser. Vintage Intemat- ional. Vintage Books. New York, 1997. SKÁLDSAGA Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, kom nýlega út í Bandaríkjunum í þýðingu J.A. Thompsons. Er þetta önnur útgáfa bókarinnar vestra en sú fyrri var gefm út 1946. Eftirfarandi ritdóm- ur um bókina birtist í The Washing- ton Post 12. janúar sl. og er höfund- ur hans ritstjórinn og rithöfundur- inn Dennis Drabelle: Þessi nýja útgáfa af einu mesta skáldverki Halldórs Laxness og sú fyrsta á ensku frá 1946 er kynnt lesendum með mjög lofsamlegum ummælum. Brad Leithauser, sem skrifar formálann, talar um hana sem „bók lífs míns“; að mati E. Annie Proulx er hún ein af „tíu bestu bókum allra tíma“ og Jane Smiley telur hana „eitt af bestu ritverkum tuttugustu aldar". Ekki spillir svo fyrir hár aldur höfundar- ins og orðstír hans - Halldór Lax- ness er fæddur 1902 og hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum 1955. Ég fagna því að fá tækifæri til að bætast í þennan hóp. Sjálfstætt fólk hefur næstum allt, sem skáld- sögu má prýða: Meistaralegt sögu- svið, persónur, sem fanga hug les- andans, ástríðuþunga, mikla breidd og frásagnarkraft. Þýðingin er list- rænt afrek í óbundnu máli ensku. Samt getur verið, að hér sé ekki um að ræða „söguna einu“ í lífi mínu eða lesenda, þar ræður mestu smekkur manna og skapferli, en hér er vissulega á ferðinni áhrifa- mikið listaverk. úr verki sem tónskáldið samdi við uppfærslu Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn á samnefndu leik- riti Williams Shakespeares árið 1926. Vann Sibelius tvær konsertsvítur upp úr leikhústónlistinni og verður sú fyrri flutt nú. Því næst beinist kastljósið að Snorra Sigfúsi Birgissyni, tónskáldi og píanóleikara, sem flytja mun glænýjan píanókonsert sinn í annað skipti á tónleikum í þessum mánuði en verkið var frumflutt á nýárstón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands á Akureyri 5. janúar síðastlið- inn. Er það harla fátítt að íslenskur konsert sé fluttur með svo stuttu millibil og sennilega einsdæmi, svo sem Snorra og Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra SÍ ber saman um. „Það eru forréttindi að fá tækifæri til að spila konsertinn tvisvar á tónleikum á svona skömmum tíma en verk verða yfirleitt ekki „til“ fyrr en búið er að flytja þau dálítið oft,“ segir Snorri sem samdi konsertinn að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. Er hann tileinkaður aðalhljóm- sveitarstjóra hennar, Guðmundi Óla Gunnarssyni. Loks heldur sinfóníuhljómsveitin áfram að minnast Johannesar Brahms en á þessu ári eru eitt hund- rað ár liðin frá andláti þessa höfuð- tónskálds. Að þessu sinni verður flutt fjórða og síðasta sinfónía hans, sam- in á árunum 1884-85. Var sinfónían Aðalpersónan, Bjartur í Sumar- húsum, er sjálfstæður eins og sögu- heitið vísar til, þrákelknislega og stundum jafnvel heimskulega sjálf- stæður. Honum fyrirgefst samt mik- ið vegna þess, að líf hans er erfitt og hann fær ekkert upp í hendurnar fyrirhafnarlaust. Auk þess er hann skáld í anda hinnar fomu, norrænu hefðar. Þegar aðrir gefa sig dag- draumunum á vald við fjárgæsluna eða annað búskaparbasl, þá setur hann saman kvæði og leggur á minnið. Vegna þessarar skáld- skaparástar sinnar stingur Bjartur í stúf við aðra, til dæmis í jarðarför Rósu, móður Ástu Sólliþ'u: „Menn beygðu höfuð sín, allir nema Bjart- ur, sem aldrei gat til hugar komið að beygja sig fyrir órímaðri bæn.“ Þegar sagan hefst (einhvem tíma um síðustu aldamót) hefur Bjartur verið vinnumaður í 18 ár en er nú búinn að festa kaup á Sumarhúsum og er kominn með bústofn. Nú er það baslið, sem bíður hans, að halda í jörðina í baráttunni við hina óblíðu, íslensku náttúru, duttlunga ullar- markaðarins og fjandann Kólum- killa, sem fylgir kotinu. Sami krafturinn og dreif Bjart áfram veldur því, að sambúðin við hann er hreinasta martröð. Konum- ar hans deyja ungar og börnin líka - komist þau á legg, forða þau sér frumflutt undir stjórn höfundar í október 1885. Viðbrögð áheyrenda voru ekki uppörvandi en Hans von Bulov, hljómsveitarstjórinn kunni, hreifst á hinn bóginn af tónsmíðinni sem hann sagði stórkostlega, frum- lega, fulla af nýjum hugmyndum og hlaðna einstökum krafti frá upphafi til enda. Óx þeirri skoðun fljótlega fiskur um hrygg. En tónleikarnir eru ekki eina verk- efni Sakaris í íslandsheimsókninni að þessu sinni því á mánudag hefst þriðja upptökuhrina Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrir hljómplötufyrirtækið Naxos, sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Gengu þessir aðilar til samstarfs á liðnu ári og mun hljómsveitin fyrsta kastið hljóðrita mörg af þekktustu hljómsveitarverk- um Jeans Sibeliusar, meðal annars allar sinfóníur tónskáldsins. Þegar hafa Lemminkainen-svítan, Karelia- svítan og þriðja sinfónían verið teknar upp en í þessari lotu er ætlunin að híjóðrita sinfóníur nr. 1 og 2, auk áðumefnds Ofviðris. En hvernig skyldi vera að taka upp verk eftir höfuðtónskáld Finna með íslenskri hljómsveit? „Mjög gott. ísland er norræn þjóð og fyrir vikið burt strax og þau geta. Öll nema Ásta Sóllilja, sem er þó kannski alls ekki dóttir hans (hvíslað er og Bjartur trúir því eða trúir ekki eft- ir því hvemig á honum liggur, að sonur hjónanna á Útirauðsmýri hafi fengið sínu framgengt við konu Bjarts skömmu áður en þau gift- ust) en Bjartur elskar hana heitt með sínum stirðbusalega hætti. Samband þeirra feðginanna breytist samt eftir ferðina til Reykjavíkur, höfuðborgarinnar. Til að spara sér útlátin leggjast þau til hvílu í sama rúmi með þeim af- leiðingum, að við liggur sifjaspell- um. Vegna þessa fyllist Ásta Sól- lilja mikilli sektarkennd og faðir hennar þjáist af hugarkvöl, sem ekki yerður tjáð með orðum. Þegar svo Ásta Sóllilja verður ófrísk eftir gestkomandi mann hafnar Bjartur faðeminu og rekur hana úr kotinu. Hann fréttir af henni annað veifíð - hún býr ekki fjarri í sárustu fá- tækt - en reynir að halda sínu striki. Sagan vekur þá spumingu hvort Bjartur getur haldið kotinu (og þar með sjálfstæði sínu) eða hvort hann vegna þrjósku sinnar hafnar tækifæri til að sættast við Ástu Sóllilju. Þau feðginin eru áhrifamiklar persónur en lýsingar Laxness á aukapersónunum eru jafnvel enn skilur fólk hér um slóðir Sibelius betur en til að mynda íbúar Mið-Evr- ópu. Nefni ég sem dæmi að Sibelius- ar-platan hefur að líkindum fengið besta dóma af öllum plötunum sem SÍ hefur gert fyrir Chandos." Segir Sakari reyndar fjölmargt fleira en tónlistaráhugann sameina íslendinga og Finna - menning þjóð- anna og lundemi íbúanna séu um margt lík. „Þið eruð reyndar ekki eins þunglyndir og við,“ segir hljóm- sveitarstjórinn og glottir í kampinn, „en drykkjusiðimir eru á hinn bóginn nauðalíkir." Ottast ekki aðra Að sögn Sakaris verður fyrsta geislaplata SÍ undir merkjum Naxos líkast til gefín út í mars næstkom- andi. Mun hún hafa að geyma svít- umar tvær. Hinu efninu verði síðan skipt niður á tvær plötur sem verði vonandi komnar í búðir undir lok ársins, ! það minnsta önnur. Og ekki ætti að vanta samkeppn- ina og samanburðinn en margar heildarútgáfur á hljómsveitarverkum Sibeliusar em í gangi um þessar mundir, nægir þar að nefna Sinfóníu- hljómsveit Lahti undir stjóm Osmos listrænni. Sem dæmi má nefna Rauðsmýrarfrúna en lofsöngur hennar um íslenska bændastétt er snilldarleg lýsing á skinhelgi, sem minnir mest á Pecksniff hjá Dick- ens; Gvend, son Bjarts, sem missir af Ameríkuskipinu vegna daðurs við fallega stúlku og kemst síðan að því, að útþráin er horfín; ömmu Ástu Sóllilju, sem er jafn stirð í lund sem liðamótum en með tuldr- inu í sér tekst henni að setja öll áföll fjölskyldunnar í kímilegt ljós, og hreppstjórann, sem lét sér ekki bregða þótt hann væri sakaður um mannsmorð. „En við einn glæp gat hann ekki þolað að láta bendla sig, þann að hann græddi fé, þá kastaði hann ísbrynjunni og losnaði um málbeinið á honum, slíka svívirð- íngu sat hann ekki neinum þegj- andi.“ Svo er líka eins konar grísk- ur kór bænda og minniháttar emb- ættismanna, sem eiga sér tvö og alveg óþijótandi umræðuefni: Sauðféð og veðrið. Jafnvel í þýðingunni leynir sér ekki, að Laxness er frábær rithöf- undur. Hann getur sagt ýmsan sannleik, sem ekki liggur í augum uppi, með fáum orðum. Mælska hans rís þó einna hæst þegar hann lýsir landinu og veðrinu: „Nokkru síðar tók að rigna, fyrst ofurmein- leysislega um stund, en himinninn nokkurs Vanská. Sakari kveðst hins vegar ekki hafa neitt að óttast: „Sin- fóníuhljómsveit íslands er frábær hljómsveit og ef við náum að gera okkar besta sé ég enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því sem aðrir eru að gera.“ Sakari blandast þó ekki hugur um að næsta vika verði strembin. „Hljóð- ritanir skipta sköpum fyrir sinfóníu- hljómsveitir enda eru þær heimild sem unnt er að grípa til um ókomna fram- tíð. Það er því eins gott að allt gangi upp, ekki síst ef verið er að taka upp fyrir alþjóðamarkað eins og í þessu tilfelli. Svo er Chandos fyrir að þakka að umheimurinn veit í dag að á ís- landi er starfrækt góð sinfóníuhljóm- sveit og það er því brýnt að halda rétt á spöðunum þegar risavaxin fyr- irtæki á borð við Naxos, sem vaxið hefur verulega að virðingu undanfar- in misseri, eru komin inn í myndina. Plötunum sem við erum að taka upp núna verður með öðrum orðum dreift um heim allan, þannig að í næstu viku verður mikið í húfi, ekki bara fyrir hljómsveitina heldur íslenska menningu í heild sinni - gildir það reyndar alltaf þegar Sinfóníuhljóm- sveit íslands á í hlut.“ var allur uppgróinn, og innan skamms stækkaði regnið og þýngd- ist, það er rigníng haustsins sem fyllir heiminn sínum þúnga niði, niði sem í ömurleik sínum minnir á óendanleg fallvötn bakvið heiminn, hún þekur í gráma sínum allan him- ininn, legst einsog bijóstþýngsli yfír hreppinn í krafti sinnar köldu ofstækislausu grimdar, tilbrigða- laus og án áherslu, jafnt, jafnt, yfir alla sýsluna." Það er dæmigert fyrir Bjart, sem er yfirleitt úti við vinnu sína, að hann er orðinn sáttur við slagviðrið og rigninguna: „Það er ekki annað en hver önnur helvítis sérviska að vilja vera þur, sagði hann, ég hef verið votur meiren helmínginn af ævinni, enda hefur mér aldrei orðið misdægurt.“ Um miðja bókina kemur sam- vinnuhreyfingin fram á sjónarsvið- ið. Margir nágranna Bjarts ætla að sameinast og verða sér þannig úti um sitt eigið ijármagn og nauðsynj- ar í stað þess að þurfa að leita til kaupmannanna og bankastjóranna, sem þeir saka um okur. Laxness er samt meiri listamaður en svo, að hann láti hugmyndafræðina fjötra ímyndunarafl sitt. Samvinnu- félagið er heldur ekki nein allra meina bót og þótt Laxness eða Bjartur hafi neitað að taka þátt í því, þá reynist það ekki sú skamm- sýni, sem ætla mætti. Komið hefur fyrir - og raunar nýlega - að Nóbelsverðlaunin hafí farið til lítt kunnra rithöfunda, sem við það hafi orðið frægir til þess eins að gleymast aftur. Sem betur fer gegnir öðru máli um Halldór Laxness: Hann er mikill rithöfundur frá litlu landi en hætt er við, að bækur hans væru ekki mikið þekkt- ar utanlands ef ekki hefðu komið til dómaramir í Nóbelsverðlauna- nefndinni. Það er gott að fá hann aftur. Kraftbirtíng norðursins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.