Morgunblaðið - 29.01.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 27
AÐSENDAR GREINAR
Úreltar
námsbækur
Samanburður við Singapore
UNDANFARIÐ hafa
birst greinar í dagblöð-
unum um niðurstöður
TIMSS (Third Inter-
national Mathematics
and Science Study)
könnunarinnar.
í blaðagreinum þeim
sem ég hef lesið um
könnunina hafa ýmsir
skólamenn reynt að út-
skýra hvers vegna ís-
lenskir nemendur komu
illa út úr henni.
Skýringar greina-
höfunda hafa meðal
annars verið þessar:
- of fáir kennarar
útskrifast með trausta
undirstöðu í stærðfræði og raun-
greinum
- blöndun í bekki
- skortur á aga
- vinnutími foreldra of langur
- unglingastigskennarar í stærð-
fræði hafa ekki numið uppeldis- og
kennslufræði á háskólastigi
- of fáir skóladagar
- of lág laun kennara o.fl.
Við iestur blaðagreinanna gat ég
ekki að öllu leyti sætt mig við þær
skýringar sem greinahöfundar settu
fram því að ég hafði óljósan grun
um að íslenskar námsbækur stæðust
ekki samanburð við það sem best
gerist erlendis.
í lok desember gerði ég ráðstaf-
anir til að fá sendar kennslubækur
frá Singapore en nemendur þar
komu best út í framangreindri
könnun.
Námsefnið sem ég fékk sent var
fyrir nemendur í 1. - 7. bekk í stærð-
fræði og raungreinum. Þegar ég fór
að bera saman okkar námsbækur
og þeirra kom í ijós ótrúlegur mun-
ur. Námsbækur þeirra eru nýrri, eða
gefnar út á síðustu fjórum árum,
mun markvissari og efnismeiri.
Grunnbækur okkar í stærðfræði
eru frá árunum 197 -1977 og ekki
er nóg með að þær séu orðnar gaml-
ar heldur eru þær efnislitlar og rugl-
ingslegar.
Við samanburð á grunnbókum
fyrir 1. bekk á íslandi og í Singa-
pore kemur í ljós að mismiklar kröf-
ur eru gerðar til nemenda. í grunn-
bók okkar er eingöngu samlagning
á tölunum frá 0-5. I grunnbókum
þeirra í Singapore er samlagning
og frádráttur á tölunum frá 0-100
og margföldun á tölunum 0-5 og
lítils háttar deiling. Á þessu sést
hver reginmunur er á þeim kröfum
sem gerðar eru til nemenda á 1.
skólaári þar og hér.
Þessi mikli munur helst
síðan í gegnum allt
námsefnið.
í stærðfræði fyrir 6.
bekk (11 ára nemend-
ur) á Islandi erum við
með tvær grunnbækur
samtals 140 bls. á því
skólaári sem er 170
dagar. Kennsluleiðbein-
ingar fylgja. Gert er ráð
fyrir að nemendur
reikni smávegis í
kennslubókina sjálfa og
í reiknihefti. Dæmi og
verkefni eru af ýmsum
toga, margt er kynnt
en lítið um æfingar og
þjálfun. Þar af leiðandi er staldrað
stutt við hverja aðferð. Kennarar
þurfa að útbúa verkefni til að festa
aðferðirnar og til að leysa heima.
Úreltar námsbækur og
styttri skólatími eru, að
mati Péturs Orra
Þórðarsonar, megin-
orsakir lélegs árangurs
íslenzkra nemenda.
Gefur auga leið að þau verkefni
hafa verið eins mörg og misjöfn og
kennarar eru margir.
Góðir nemendur eru oft fljótir að
reikna grunnbækurnar. Slakir nem-
endur eiga hins vegar í erfiðleikum
með að ná tökum á efninu þar sem
vaðið er úr einu í annað.
Á síðustu árum hefur Náms-
gagnastofnun gefið út vinnubæk-
urnar „Viltu reyna?“ og svokallaðar
„Stjörnubækur“. Þessar bækur eru
ágætar svo langt sem þær ná en eru
hvorki efnismiklar né í beinum
tengslum við grunnbækurnar.
Stærðfræðibækurnar fyrir 11 ára
nemendur í Singapore eru tvær
grunnbækur ásamt tveimur vinnu-
bókum. Grunnbækurnar eru um 200
bls. til úrvinnslu á skólaárinu ásamt
vinnuheftum sem eru um 240 bls.
Skólaárið þar er 200 dagar.
Bækurnar eru byggðar upp þann-
ig að farið er frá því hlutbundna,
til hins myndræna og að því óhlut-
bundna (concrete - pictoral -
abstract). Þessum bókum (kennslu-
bókum og vinnubókum) fylgja
kennsluleiðbeiningar og ýmis nýsi-
Pétur Orri
Þórðarson
Lítil ábending
gögn (audio - visual materials).
Bókunum er skipt í nokkra efnis-
þætti sem unnið er með fyrst í
kennslubókinni en þar eru æfinga-
dæmi sem vinna á í reiknihefti. Síð-
an er vísað í vinnubókina sem teng-
ist því sem nemendur hafa verið að
læra. Þá eru með jöfnu millibili upp-
rifjunarkaflar. Þessir kaflar eru
þannig uppbyggðir að rifjað er upp
allt sem áður var lært (úr fyrri bók-
um) og nýjum efnisþáttum síðan
bætt við, þannig að námið verður
mjög markvisst.
Þegar litið er á þá efnisþætti sem
eru teknir fyrir í 11 ára bekkjum á
íslandi og í Singapore sjáum við
glöggt í hveiju munurinn er fólginn.
I íslensku bókunum eru margar að-
ferðir kynntar. Hver aðferð er á
örfáum blaðsíðum. Sami efnisþáttur
kemur fyrir hér og þar á stangli í
bókunum. Ekkert verkefnahefti
fylgir íslensku bókunum til þjálfun-
ar. í kennslubókunum frá Singapore
er unnið markvisst með hvern þátt.
Nemendur þar eru komnir töluvert
lengra í stærðfræðináminu en hér á
landi. Til dæmis er mikill munur á
þessum bókum varðandi almenn
brot, rúmmál, prósentureikning og
algebru. Allt stærðfræðiefnið sem
ég hef undir höndum er samið af
sama starfshópnum og verkefnis-
stjóra og tryggir það samfellu og
fylgni í námsefninu á milli aldurs-
hópa.
Einnig er mjög mikill munur á
námsefninu í náttúrufræði. Náms-
efnið frá Singapore er mjög alþjóð-
legt og þar eru líffræði og eðlis-
fræði samþættar greinar. Nemendur
fá textabók og vinnubækur og er
þetta námsefni mun meira að um-
fangi og markvissara og tekur á
fleiri efnisþáttum, en það námsefni
sem við notum í íslenskum grunn-
skólum. Okkar námsefni í eðlisfræði
hefur t.d. verið gefið út svo til
óbreytt frá árunum 1969-1971 og
námsefni í líffræði er sumt orðið
yfir 20 ára gamalt, óaðlaðandi og
litlaust. Það ítarefni sem komið hef-
ur út nýlega myndar ekki neina sam-
fellu við fyrirliggjandi efni og ska-
rast oft á tíðum við það.
Eftir að hafa borið saman
kennslubækurnar er ég ekki lengur
í vafa um að úreltar námsbækur og
styttri skólatími eru meginorsakir
lélegs árangurs íslenskra nemenda
í TIMSS-könnuninni.
Það er von mín að gerð verði
gangskör að því að gefa út nýtt
námsefni fyrir grunnskólana og það
hið fyrsta. Þörfin er vægast sagt
mjög brýn.
Nú stendur fyrir dyrum að fjár-
festa fyrir milljarða í nýju skólahús-
næði til að einsetja grunnskólana.
Verði ekki jafnframt lagt fé í betri
námsbækur væri það svipað og ef
útgerðarmaður keypti dýran togara
og sendi hann á handfæraveiðar
vegna þess að hann ætti ekki pen-
inga fyrir botnvörpu.
Höfundur er skólnstjóri
Hvassaleitisskóla í Reykjavík.
í STUTTU viðtali
við Hjálmar H. Ragn-
arsson tónskáld í
Morgunblaðinu 9. þ.m.
greinir hann frá flutn-
ingi á tónverkinu (lag-
inu) Requiem eftir Jón
Leifs 2. janúar í Berlín.
Hann telur að það hafi
sjaldan heyrzt erlendis
og nefnir til tvo ís-
lenzka kóra, sem hafi
haft það á söngskrá
sinni utan landsteina,
Hamrahlíðarkórinn og
Langholtskirkjukórinn.
Hjálmar hefur öðr-
um fremur fjallað um
feril Jóns Leifs í ræðu
og riti. Hann er nú formaður Banda-
lags íslenzkra listamanna, rétt eins
og Jón fyrrum, sem telst einnig
stofnandi samtakanna. Því er ekki
Tónlistarfélagskórinn
flutti Requiem Jóns
Leifs, segir Baldur
Pálmason, vorið 1948
í Kaupmannahöfn.
úr vegi að upplýsa hann og aðra
um flutning á Requiem Jóns vorið
1948 í Kaupmannahöfn. Þar var á
ferðinni eldri kór en báðir hinir fyrr-
nefndu, þ.e.a.s. Tónlistarfélagskór-
inn, sem þá hafði starfað þónokkur
ár og aðallega flutt klassísk stór-
verk undir stjórn dr. Victors Ur-
bancic.
Þetta vor, í júníbyrjun 1948, var
haldið norrænt kóramót í Kaup-
mannahöfn með þátttöku frá fimm
Norðurlöndum (hinum helztu), sem
hvert um sig lagði til einn kór.
Tónlistarfélagskórinn var þá skip-
aður 50-60 manns, en hinir voru
talsvert fjölmennari. Eg var þá í
stjórn kórsins og einn þriggja farar-
stjóra. Hinir voru Jón Alexanders-
son, forstjóri Viðgerðarstofu út-
varpsins, og Ólafur Þorgrímsson
hrl. sem var einn tólf „postula"
Tónlistarfélagsins. Þótt ekki væri
hann söngmaður, var honum falin
formennska í kórnum og var tengi-
liður milli kórs og félags.
Okkur kórfélögunum fannst mik-
ið til koma að standa á sviði Kon-
unglega leikhússins og kyija í
400-500 manna hóp þau lög, sem
æfð höfðu verið fyrir samsöng kór-
anna, þ. á m. þjóðsöngvana.
Einum eða tveimur dögum síðar
var seinni samsöngur kóranna hald-
inn í Forum, stóru og þekktu sam-
komuhúsi. Þar sungu kórarnir að-
greindir nokkur lög hver. Og þá var
það að við fluttum Requiem eftir
Jón Leifs við mikla
hrifningu áheyrenda,
það mikla að við end-
urtókum það eftir
langvinnt lófatak fjöld-
ans, sem í húsinu var.
Ekki spillti einsöngvar-
inn fyrir, Guðmunda
Elíasdóttir. Hún skilaði
hlutverki sínu með
miklum innileik og
þokka. Guðmunda var
þá að nálgast háskeið
söngferils síns og hafði
nýlega haldið stórvel
heppnaðan einsöngs-
konsert í Reykjavík.
Jón Leifs var staddur
í Kaupmannahöfn
þessa daga. Honum var boðið að
vera viðstaddur æfíngu okkar í sam-
komusal, sem okkur var fenginn til
afnota. Mig minnir að við tvítækjum
Requiem áður en dr. Urbancic tók
tónskáldið tali. Jón mun enga at-
hugasemd hafa gert við flutninginn,
enda var honum auðsjáanlega „tregt
tungu að hræra“. Hann hafði viknað
við, þar sem hann sat og hlustaði.
Þetta lag hafði hann nýlega samið
í minningu dóttur sinnar, sem
drukknaði við sjávarströnd í Svíþjóð
árið áður. Má vera að hann hafí
þarna fyrst heyrt kór og einsöngv-
ara flytja lagið. Ekki skal ég full-
yrða neitt um það.
En í fyrrnefndu viðtali við Hjálm-
ar H. Ragnarsson kemur fram, að
Requiem hrífi strax hugi hlustenda,
og í öðru Morgunblaðsviðtali 8. jan-
úar lætur þýzkur hljómsveitarstjóri
þessi orð falla um tónverið: „Requi-
em finnst mér vera eitt fallegasta
verk gjörvallra tónbókmenntanna.
Ég vil láta spila það yfir mér, þeg-
ar ég dey.“ Ég hygg að margir
geti tekið undir þau orð. Ég hef
alltaf litið á lagið sem sérstaka
perlu.
Þessi eina söngför Tónlistarfé-
lagskórsins út fyrir landsteina gat
með sanni kallast sigurför. Dönsk
blöð töldu okkar kór og hinn finnska
beztu kóra mótsins, og a.m.k. tvö
blöð nefndu sérstaklega Requiem,
sem hefði bært hjartnæmustu til-
finningar áheyrenda. Líka var
stjórnanda kórsins, dr. Victor Ur-
bancic, hrósað fyrir stórgóða
frammistöðu. Var það að vonum.
Tónlistarfélagskórinn starfaði
ekki lengi eftir þetta. Hann leystist
upp, þegar dr. Urbancic gerðist tón-
listarstjóri Þjóðleikhússins, sem þá
var í mótun. Þar tók hann við stjórn
hljómsveitar og kórs. Sumir félagar
Tónlistarfélagskórsins fylgdu hon-
um þangað, en aðrir létu staðar
numið.
Höfundur er fyrrverandi
dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.
Baldur
Pálmason
Singapore og stærðfræðin
ÞÓ ÉG hafi búið í
útlöndum að mestu
leyti síðastliðin 10 ár,
þá er Mogginn nauð-
synlegur hverri helgi.
Þetta árið fæ ég sunnu-
dagsblaðið á laugar-
dagsmorgni viku
seinna. Þó að fréttirnar
séu oft gamlar, þá kem-
ur mér ekki til hugar
að slá upp blaðinu á
tölvuskjánum, enda er
prentsvertan, kaffi-
bletturinn á blaðinu og
möguleikinn að krassa
á síðurnar hluti af
gamninu.
Ég hef tekið eftir
miklum skrifum um skólakerfið á
íslandi upp á síðkastið. Singapore
best og Island í tveggja stafa tölu
í röðinni yfir bestan árangur í stærð-
fræði. Þetta vakti mig til umhugsun-
ar þar sem ég hef búið í Singapore
síðasta hálft annað árið og vinn við
að reyna að skilja ungt
fólk til að geta sann-
fært þau um ágæti
varnings sem ég vinn
við að markaðssetja
hér.
Singapore hefur náð
gífurlegum árangri í að
byggja upp þróað þjóð-
félag og hefur tekið
svipuðum breytingum á
nokkrum árum og þeg-
ar íslendingar hættu að
slá þúfur með orfi og
ljá og fóru að byggja
skuttogara. Eitt það
fyrsta sem maður tekur
eftir hjá unglingum hér
í Singapore, er hve
miklum krafti og tíma er eitt í að
læra raungreinar. Allir ætla sér að
komast yfir hin fimm c; cash (pen-
inga), corporate credit card
(greiðslukort frá fyrirtækinu) condo
(flott einbýlishús) country club
(einkaklúbbinn) og car (bifreið). Til
Business Week taldi
í nýlegri grein, segir
Jón Diðrik Jónsson,
einlitt skólakerfi Singa-
pore helsta veikleika
landsins til að geta
tekist á við framtíðina.
að ná því marki þá er það frumskil-
yrði að ná sér í góðar einkunnir.
Þegar löngum skóladegi er lokið,
taka við aukatímar í stærðfræði,
ekki til að læra betur, heldur vegna
hræðslu við að aðrir gætu komist
framúr í náminu. íslendingurinn
færi í fótbolta eða að teika eða jafn-
vel horfa á imbann.
Þó að Singapore búar hafi náð
langt í stjórnsýslu, hagstjórn, fjár-
málasýslu og bókhaldi þá er athygl-
isvert að auglýsingastofur og mark-
aðsdeildir eru allflestar eingöngu
mannaðar útlendingum í lykilstöð-
um. Listaskólarnir hérna eru að
mestu setnir nemendum í grafískri
hönnun eða öðrum greinum er geta
leitt til öruggrar vinnu.
Það er athyglisvert að sjá að upp
á síðkastið hefur stjórn Singapore
gert sér grein fyrir, að það er ekki
hægt að treysta á hagvöxt í gegnum
lága skatta og fjárfestingar erlendra
fyrirtækja, heldur verði framtíðin
að byggjast á hugmyndaauðgi og
frumkvæði Singapore búa. Sérstak-
ar ráðstefnur hafa verið haldnar um
hvernig hægt sé að breyta skólakerf-
inu til að auka áhuga og getu í list-
rænum greinum, félagsfræði og
jafnvel sögu (námsgreinum sem voru
ekki til umræðu áður). Business
Week, sem er alþjóðlegt viðskipta-
tímarit, taldi í nýlegri grein einlitt
skólakerfi Singapore helsta veikleika
landsins til að geta tekist á við fram-
tíðina, vöxt og hagsæld. Starfskraft-
Jón Diðrik
Jónsson
ar hér í Singapore eru frábærir,
þegar hægt er að leggja saman tölur
og fá út útkomu, en vandamálin rísa
þegar eitthvað óvænt kemur uppá
og þarf að beita hugmyndaflugi til
að leysa málin.
Raungreinar eru mikilvægar og
ekki var efnafræðistofan upp á
marga fiska þegar maður fór í gegn-
um Versló. Það er þó allt best í
hófi og ekkert verra að menn geti
sparkað bolta, hnýtt pelastikk og
komið fyrir sig orði. Sem betur fer
ætla sér ekki allir að reikna út hag-
stærðir eða stystu leið fyrir raf-
magnskapla yfir hálendið en það
verða víst einhveijir að kunna það.
Það er allavega á hreinu að það er
ekki hægt að reikna út áhrifin á
sálina þegar horft er á fallegt sólar-
lag eða lesið lesendabréf í Moggan-
um en það þarf allavega hugvit til
að reyna.
Með bestu kveðjum frá landi þar
sem strætó kemur alltaf á réttum
tíma, byggingarnar eru byggðar í
beinum línum og veðrið breytist
næstum aldrei.
Höfundur cr markaðsstjóri i
Singapore.