Morgunblaðið - 29.01.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 29.01.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 29 IIARKAÐURINN i semur um laun sín í vinnustaðasamningum. i ERU GERÐ- ENELDRI IRENNAÚT VERNER Elgaard, aðalritari landssamtaka iðnfélaga, CO-Industri, segir að verkalýðshreyfingin hafi engan áhuga á að blanda stjórnvöld- um inn í kjaraviðræður. Ein af ástæðum þess að tiltölulega góður friður hefur verið á dönskum vinnumarkaði er sú, að hans mati, að ríkisvaldið hefur ekki verið að skipta sér af samningaviðræðum. DINES Schmidt Nielsen, yfirhagfræðingur sambands málmiðnaðar- manna, segir að danskur iðnaður eigi í harðri alþjóðlegri sam- keppni og það taki mörg ár fyrir hann að endurheimta stöðu sína ef það komi til harðra verkfalla í Danmörku. Allir geri sér grein fyrir þessu og því leitist menn við að semja án verkfalla. markslauna hefur engin áhrif á laun þeirra sem þegar hafa laun yfír 74 kr.“. Skov Christensen segir að það sé fyrirtækjanna og trúnaðarmannanna að semja um launabreytingar í hveiju fyrirtæki fyrir sig. Þeir geti komist að samkomulagi um að hækka laun um 1 kr. á tímann að meðaltali í einu fyrirtæki og 2 kr. í öðru. í einu fyrir- tæki sé hægt að skipta launahækk- uninni þannig að einn starfs- hópur fái 1,50 kr. og annar 2,50 kr. Dines Schmidt Nielsen, yfir- hagfræðingur sambands málmiðnaðarmanna, sem eru ein stærstu launþegasamtök í Danmörku, segir að breytingar á lágmarkslaunum í aðalkjara- samningi hafi veruleg áhrif á það sem samið er um í vinnu- staðasamningum. „Það má segja að þessi hækkun feli í sér skilaboð til vinnumarkaðarins um að þetta sé það sem við teljum raunhæft markmið og fyrirtækin ættu að stefna að. En trúnaðarmenn og fyrirtæk- in hafa frelsi til að semja um annað,“ segir Schmidt Nielsen. Samningar á réttum tíma Öll vinna við gerð kjara- samninga miðar að því að nýir samningar taki við þegar eldri samningar renna úr gildi. Báð- ir aðilar undirbúa sig tímanlega undir samningaviðræður. í verkalýðshreyfingunni hefst undirbúningurinn oftast ári áður en samningar renna út. Stéttarfélögin móta kröfugerð í samráði við trúnaðarmenn. Síðan þurfa félögin að hafa samráð við önnur félög um kröfugerðina og samræma sjónarmið. Samningaviðræður fara fram eftir viðræðuáætlun sem báðir aðilar koma sér saman um í desember. Áður voru þess- ar áætlanir talsvert ítarleg plögg sem samningsaðilar tóku sér langan tíma til að semja. Overgaard segir að þessar áætlanir hafi hins vegar þróast í þá átt að vera einungis stundatafla fyrir samningsað- ila. í henni komi þeir sér saman um hvenær þeir ætla að ljúka viðræðum. Skov Christensen segir að samningaviðræður taki að jafn- aði tvo mánuði. í síðustu kjara- viðræðum undirrituðu Dansk Industri og CO-Industri nýjan aðalkjarasamning 20. febrúar eða 10 dögum áður en sá gamli rann út. í viðræðuáætlun kem- ur fram að hafi samningar ekki tekist 40 dögum áður en samn- ingar renna út muni viðkom- andi launþegasamtök senda viðsemjendum sínum bréf þar sem því er lýst yfir að boðað verði verkfall 1. mars hafi samningar ekki tekist. Viku áður en samningar renna út sendi launþegasamtökin annað bréf þar sem því er lýst yfir að verkfall hefy'ist þann 1. mars. Fyrra bréfið er yfirleitt alltaf sent út og oft er seinna bréfið einnig sent út. Verkföll eru þó fátíð vegna þess að oftast nær tekst að semja áður en til verkfalls kemur. Sáttasemjari getur frestað verkfalli Verkfall þarf ekki endilega að skella á 1. mars þó ekki takist að semja fyrir þann tíma. ----------- Ástæðan er sú að ríkis- sáttasemjari hefur rétt til að fresta verkfalli í tvær vikur ef hann telur að hann geti á þeim tíma miðlað málum og forðað — verkfalli. Og jafnvel þó að það takist ekki hefur hann heimild til að fresta verkfalli um tvær vikur í viðbót ef það varðar almenningsheill. Þessi seinni heimild til frestunar er tak- mörkuð og má ekki nota nema að mjög víðtæk verkföll séu yfirvofandi. Auk þess hefur ríkissáttasemjari heimild til að leggja fram sáttatil- lögu, en það gerir hann ekki nema báðir deiluaðilar veiti honum heimild til þess eða séu sammála um að slík tillaga geti leyst deiluna. Ákvæði um atkvæðagreiðslu um sáttatillögu eru hliðstæð þeim ákvæðum sem sett voru í vinnulöggjöfina hér á landi í fyrra enda var fyrirmyndin sótt til Danmerkur. Sáttasemjari getur t.d. komið með sáttatillögu í fleiri en einni kjaradeilu og látið greiða atkvæði um hana í einum potti. Misjafnt er hvað sáttasemjari kem- NIELS Overgaard, aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá samtökum iðnrekenda, Dansk Industri, segir að dregið hafí úr mikilvægi viðræðuáætlana og í seinni tíð séu þær fyrst og fremst stundatafla fyrir kjaravið- ræður. I þeim komi fram hvenær stefnt sé að því að ljúka viðræðum, en oftar en ekki hafa samningsaðilar undirritað nýjan samning áður en sá gamli rennur úr gildi. HANS Skov Christensen, framkvæmda- sfjóri Dansk Industri, segir að af hálfu vinnuveitenda sé ekki umræða um að þörf sé á að þrengja verkfallsrétt verkalýðs- hreyfingarinnar. Verkföll séu fátið í Dan- mörku og af hálfu beggja samningsaðila ríki skilningur á þvi að mikilvægt sé að leysa kjaradeilur án verkfalla. ur mikið að samningaviðræðum og svo er að heyra á sumum viðmælend- um Morgunblaðsins að þeir þurfi ekkert á honum að halda. „Við notum hann ekki,“ segir Skov Christensen þegar hann er spurður um hlutverk sáttasemjara. Schmidt Nielsen gerir -------- ekki eins lítið úr hlutverki sáttasemjara og segir að hann komi oft að lausn kjaradeilna. Verkfall skell- ur á þegar samningar renna út Verkfallsvopnið lítið notað Ekki hefur komið til víðtækra verkfalla í Danmörku frá allsheijar- verkfallinu 1985. Formlega séð hefur danska verkalýðshreyfingin frekar rúma heimild til að boða verkföll. í dönsku vinnulöggjöfinni er ekki að finna sambærileg ákvæði um lág- marksþátttöku félagsmanna í stétt- arfélögum um atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og sett voru í íslensku vinnulöggjöfina í fyrra. Raunar má segja að verkalýðshreyfingin boði verkfall í hvert sinn sem aðalkjara- samningar eru lausir því að í bréfinu sem sent er 40 dögum áður en samn- ingar renna úr gildi fellst nokkurs konar verkfallsboðun. Verkfallsvopn- inu er hins vegar beitt af mikilli var- kárni. „Danskur iðnaður á í harðri sam- keppni á alþjóðlegum markaði og við gerum okkur vel ljóst að báðir aðilar hafa hag af því að ná saman um gerð kjarasamninga. Á árum áður, t.d. þegar allsheij- arverkfallið 1985 skall á, tók það okkur allt upp undir sex mánuði að endurheimta mark- aði sem töpuðust í verkfallinu. í dag tæki það okkur mörg ár að endurheimta markaðina og ■ líklega myndum við aldrei ná fyrri stöðu ef það kæmi til harðra verkfallsátaka á al- mennum vinnumarkaði. Það er skilningur á þessu af hálfu beggja aðila og þess vegna reyna menn að semja án verk- falla,“ sagði Schmidt Nielsen, hagfræðingur danska málm- iðnaðarsambandsins. Skov Christensen segist ekki hafa áhyggjur af því að verka- lýðsfélögin hafi of rúmar heim- ildir til að boða til verkfalla og af hálfu vinnuveitenda sé engin umræða um að þörf sé á að þrengja þær. „Við verðum að hafa í huga að það hefur ekki komið til alvarlegra verkfalla í Danmörku síðan 1985 og þess vegna erum við ekki uppteknir af umræðum um verkfallsrétt- inn. Ef staðan væri önnur og samningar væru aðeins gerðir til skamms tíma má vera að við myndum þrýsta á stjórnvöld að setja reglur um að verka- lýðsfélögin yrðu að uppfylla tiltekin skilyrði áður en þau gætu boðað verkfall, en við þurfum þess ekki eins og stað- an er í dag.“ Samningar við opinbera starfsmenn Ein af þeim hefðum sem skapast hafa á dönskum vinnu- markaði er að samningar við opinbera starfsmenn renna út 1. apríl eða einum mánuði eftir að samningar á almennum markaði renna út. Hugsunin er sú að almenni vinnumarkað- urinn móti stefnuna í kjaramál- um. Schmidt Nielsen segir að það hafi þó komið fyrir að stétt- arfélög á opinbera markaðin- um hafi reynt að taka frum- kvæðið og móta launastefnuna.' En þó samningar á opinber- um markaði séu gerðir nokkr- um vikum á eftir almenna markaðinum hefur það ekki leitt til þess að opinberir starfs- menn hafi almennt náð betri samningum að því er Schmidt Nielsen segir. Sem kunnugt er telja margir að sú hafi verið raunin hér á landi í síðustu samningum. Þegar samningum um aðalkjarasamninga er lokið taka við samningaviðræður inni í fyrirtækjunum. Þær taka mið af mörgum þáttum m.a. samningum opinberra starfs- manna, sem eru yfirleitt gerðir á • undan eða á sama tíma og vinnu-' staðasamningarnir. Nái opinberir starfsmenn betri samningum en launþegasamtökin á almenna mark- aðinum geta starfsmenn á almennum markaði rétt sinn hlut í vinnustaða- samningum. Vinnustaðasamningam- ir gera ráð fyrir að starfsmenn geti krafist endurskoðunar á þeim á eins árs fresti. Opinberir starfsmenn hafa aftur á móti í samningum við danska fjár- málaráðuneytið ákvæði sem kveður á um að þeir eigi rétt á að fá að lágmarki 80% af þeirri launahækkun sem samið er um á almennum mark- aði. Á morgun: Umfjöllun um trúnaðarmanna- kerfið og hvernig lialdið er á málum ef ágreiningur kemur upp um gerð vinnustaðasamnings.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.