Morgunblaðið - 29.01.1997, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
____________AÐSEIMPAR GREIMAR_
Næstu kjarasamningar
1. Ný þjóðarsátt?
Miðað við aðdrag-
anda kjarasamninga
fyrri ára bendir margt
til að forysta ASI sé
að undirbúa næstu
þjóðarsátt. Sennilegar
forsendur slíkrar sátt-
ar eru þessar:
1. Að launahækk-
anir megi ekki vera
umfram aukningu á
framleiðni.
2. Að gengið verði
stöðugt (þ.e. laun í
fiskvinnslunni miðist
við burðargetu fisk-
vinnslunnar).
3. Að allir hópar launamanna,
einnig opinberir starfsmenn, axli
sömu ábyrgð á framleiðniforsend-
unni, svo og stöðugleika gengis og
verðlags.
4. Að opinberir starfsmenn hafi
nú þegar fengið meiri launahækk-
anir en aðrir og að auki sérstakar
kjarabætur í formi breytinga á líf-
eyrisréttindum og eigi þess vegna
ekki rétt á neinum launahækkun-
um nú.
5. Að bændur hafi ekki lækkað
búvöruverð í samræmi við alþjóð-
lega samninga og eigi þess vegna
að taka á sig enn meiri kjaraskerð-
ingar nú (alþekkt er að fátækt fer
nú vaxandi meðal bænda).
6. Að kaupmáttur launa verði
aukinn með skattkerfisbreyting-
um.
7. Að dregið verði úr ríkisút-
gjöldum (lesist: launakostnaði
vegna starfsmanna ríkis) til að
draga úr innlendri eftirpurn og
verðbólgu og auka kaupmátt
launamanna innan ASI.
Út frá þessum forsendum tala
forystumenn ASÍ um að launa-
menn innan ASÍ eigi einir að njóta
allra launahækkana
sem mögulegar eru
m.v. framleiðni og
gengisforsendur.
2. Undirbúningur
þjóðarsáttar
Forysta ASÍ hefur
tönnlast á því undan-
farið að laun opinberra
starfsmanna hafi auk-
ist miklu meira en hjá
ASÍ á tímabilinu 1.
ársij. 1990 til 2. ársfj.
1996. Samanburður á
greiddum dagvinnu-
launum skv. kjara-
rannsóknanefndum á
almennum vinnu-
markaði og hjá opinberum starfs-
mönnum sýnir að laun allra opin-
berra starfsmanna hafa aukist um
34,6% en launamanna innan ASI
um 33,1%. Munurinn er ekki mark-
tækur tölfræðilega (engu breytir
hér þó að lítið úrtak skv. rannsókn
Hagstofu sýni aðra þróun á al-
mennum vinnumarkaði). Er ég
raunar viss um að launaskrið hafi
verið mun meira á almennum
markaði en fram hefur komið í
úrtökum hingað til. Ekki má held-
ur líta framhjá því að úrtak kjara-
rannsóknarnefndar á almennum
vinnumarkaði tekur til 10-15.000
almennra starfsmanna en hækkun
opinberra starfsmanna miðast við
alla, einnig æðstu stjórnendur.
Þá er einnig nauðsynlegt að
benda á að lífeyrisréttindi í Lífeyr-
issjóði starfsmanna ríkisins hafa
ekki verið aukin á kostnað ríkisins
eða vinnuveitenda eins og forysta
ASÍ hefur margsinnis haldið fram.
Aðeins þeir starfsmenn fá aukin
réttindi sem greiða hærri iðgjöld
og er aukning réttinda í samræmi
við hærra iðgjald.
Þessar rangfærslur um opinbera
Ég er raunar viss um,
segir Birgir Björn
Sigxnjónsson, að
launaskrið hafi verið
mun meira á
almennum markaði.
starfsmenn hafa verið settar fram
í því skyni að draga úr kröfum og
væntingum þeirra og til að hræða
stjórnvöld frá því að semja við
starfsmenn sína. Herferðin hefur
nú þegar skilað nokkru miðað við
viðbrögð ráðherra. ASÍ-forystan
trúir því að launakakan sé fyrir-
fram ákveðin og virðist líta á opin-
bera starfsmenn sem andstæðinga
en ekki samhetja í baráttunni um
bitana.
3. Sjónarmið
vinnuveitenda
Ég get ímyndað mér að VSÍ
hafi í meginatriðum sömu sýn og
ASÍ hvað varðar nýja þjóðarsátt,
enda býður VSÍ sáralitlar almenn-
ar launahækkanir í takt við tvær
fyrstu forsendurnar. í rökréttu
framhaldi býður VSÍ vinnustaða-
samninga, þar sem hvert fyrirtæki
getur hækkað laun starfsmanna
m.v. eigin getu og án afskipta
stéttarfélaga. Þetta á sér áreiðan-
lega hljómgrunn meðal margra
launamanna á almennum markaði
sem hafa kjarasamningsbundin
taxtalaun á bilinu 40-80.000 en
semja svo sjálfir við vinnuveitendur
sína um yfirborganir sem geta
numið margföldum taxtalaunum.
Herbragð VSÍ felst í því að halda
ASÍ félögunum sem fjærst raun-
verulegum launaákvörðunum til að
hafa mikinn sveiganleika þegar á
móti blæs og til að tryggja að
launamenn fari ekki að fylkja sér
um ASÍ-forystuna í aðgerðir um
kauptaxta sem aðeins fáir nota.
Bæði ASÍ og VSÍ sjá að með þess-
um hætti er hægt að leiða mestan
hluta kauphækkana framhjá opin-
berum starfsmönnum en þessi leið
gagnast ekki heldur láglaunahóp-
um á almennum vinnumarkaði.
4. Hlutverk
hagstjórnar
Ofangreindar hugmyndir um
þjóðarsátt, ef sannar reynast,
byggja á kolröngum forsendum.
Hagkerfið hefur um árabil verið
að festa sig æ meira í kreppufarinu
með stórfelldum ijárfestingum í
hnignandi atvinnugreinum, þar
sem okkur er ætlað hlutverk hrá-
efnasalans og örfá lykilfyrirtæki
ráða hagstjórninni. Stóriðjuáform-
in eru af sama toga. Þessar fjár-
festingar byggja á því að launa-
stigið í landinu verði lágt til fram-
búðar. Þetta eru einnig forsendur
erlendra stóriðjufjárfesta nú, enda
auglýsa stjórnvöld að launin hér
séu 56% af því sem gerist í Þýska-
landi, um 53% af launum í Noregi
og 49% af launum í iðnaði í Dan-
mörku. Hækkanir launa sem eiga
alfarið að byggjast á aukningu
framleiðni gætu látið á sér standa.
Fastgengisstefnan byggir á því að
launastigið í útflutningsgreinum
verði ávallt miðað við burðargetu
fiskvinnslunnar sem er hnignandi
atvinnugrein með síminnkandi
möguleika til aukinnar framleiðni.
Þess vegna er stórhættulegt fyrir
stéttarfélög að sætta sig við þá
kenningu að aukning framleiðni (í
hnignandi atvinnugreinum) eigi að
stjórna launahækkunum.
Stéttarfélög og launamenn
verða með beinum hætti að stuðla
að því að hagkerfið komist upp
Birgir Björn
Siguijónsson
úr hjólförunum. Hin lágu laun eru
til skammar. Þau eru vandamál
heimilanna og íjölskyldna sem
þurfa að framfleyta sér af þeim.
Lágu launin viðhalda einnig núver-
andi atvinnuháttum og festa þá í
sessi. Hér er ekki síður þörf fyrir
alþjóðleg markaðslaun en alþjóð-
lega markaðsvexti til að fyrirtækin
fari að hagnýta vinnuaflið á hlið-
stæðum skilmálum og í samkeppn-
islöndunum. Vinnuaflið býr yfir
óvenju mikilli þekkingu og mennt-
un sem árlega fer forgörðum; er
vannýtt auðlind. Langur daglegur
vinnutími landsmanna er einnig
alþekktur. Hvorutveggja sýnir só-
unina í hagkerfmu.
Þessi staða mála ætti að að
kalla á umræðu innan stéttarfélag-
anna um ógöngur hagstjórninnar.
Stéttarfélögin verða nú að horfa á
fleira en verðlags- og gengismál.
Reynslan hefur kennt okkur að
markaðurinn sér ekki um skyn-
samlega hagstjórn ef launahækk-
unum er haldið niðri. Þvert á móti
eykst bara sukkið hjá fyrirtækjun-
um. Þau þurfa aðhald sem fæst
m.a. með alþjóðlegum markaðs-
launum á íslandi. Við verðum að
hafa í huga að hlutdeild launa-
manna mæld á grunni landsfram-
leiðslu hefur snarminnkað á und-
anförnum árum (um 6 %-stig) og
skattkerfið hefur á sama tíma
dregið enn frekar úr ráðstöfunar-
tekjum.
Næsta þjóðarsátt á ekki aðeins
að snúast um verulega hækkun
dagvinnulauna og kaupmáttar
þeirra heldur einnig um það hvern-
ig hlutur launamanna verði aukinn
til framtíðar. Við þurfum þjóðar-
sátt um nýja hagstjórn sem miðar
að nýjum atvinnuháttum þar sem
menntun og þekking landsmanna
gegnir lykilhlutverki í því að koma
á nýjum atvinnuháttum, auka
tekjusköpunina og stækka launa-
kökuna.
Höfundur er hngfræðingur og
framkvæmdastjóri Bandalags
háskólamanna.
OFT hef ég dáðst
að því, hve alvarlegum
augum þú lítur ýmis
mikilvæg þjóðmál. Það
kom mér því nokkuð á
óvart, er ég sá brot
úr ræðu þinni á Fiski-
þingi. Þar brást þú all
harkalega við því að
sjómenn höfðu sagt
sannleikann um hina
neikvæðu hlið fisk-
veiðistjórnunar okkar.
Þætti sem flestum
sæmilega víðsýnum
mönnum hafa verið
ljós í langan tíma og
oft verið reynt að
koma á framfæri við
stjómvöld. Ég tel víst, að þar sem
þú ert löglærður maður, sé þér Ijóst
að menn verða ekki sóttir til saka
hér á landi, fyrir að segja sannleik-
ann. Sama hversu sár og óþægileg-
ur sem hann er fyrir einhveija aðra.
Það er einungis í ríkjum þar sem
mannréttindi eru að litlu virt, sem
slíkt getur átt sér stað. Ég vona
að þessi ádrepa þín hafí ekki verið
boðskapur um að dómsmálaráð-
herrann, sem þú ráðfærir þig trú-
1 lega stundum við, sé ekki að opna
á að sannleikurinn verði kæfður
með valdhroka, eins og helst á sér
stað í ríkjum þar sem lýðræði er
ekki virt.
Tilgangur laga
Raunar ætla ég mér ekki þá
visku að segja löglærðum manni
V til um tilgang laga. Eitthvað finnst
mér þó hafa farið úr-
skeiðis í lagasmíð um
stjórnun fiskveiða. Er
hugsanlegt að það sé
vegna þekkingarskorts
á aðferðum við veið-
arnar eða hegðunar-
þáttum _ fiskitegund-
anna? Ég er fyrrver-
andi sjómaður, sem
stundað hefur veiðar
með öllum þekktum
veiðiaðferðum hér við
land. Ég hef einnig
aflað mér nokkurrar
þekkingar á lögum,
auk þess sem ég tel
mig vera með nokkuð
skýra vitund um rétt-
læti. En, það er sama hvernig ég
leita út frá þessari þekkingu, ég
hef hvergi getað fundið grundvöll
réttlætis, í núverandi lögum um
stjórnun fiskveiða. Þá er ég ekki
að tala um hin aumkunarverðu
brot á 1. gr. laganna, sem eru öllum
sem málið varða til ævarandi niður-
lægingar. Ég er ekki heldur að
tala um kvótabraskið, því í mínum
augum setur það alla sem að því
koma á bás með öðrum sem kjósa
að hagnast á vafasaman hátt, á
kostnað alþýðunnar í landinu. Ég
er að tala um skiptingu aflaheim-
ilda og þær refsingar sem boðaðar
eru við brotum á þeim. Það er svo-
lítið undarlegt að reyna að tengja
þetta í samhengi. Vilji skipstjóri
ekki henda fiski sem hann fær í
veiðarfærin, en hefur ekki kvóta
fyrir, verður hann að sæta refsingu
Menn hafa orðið að velja
á milli þess að brjóta
gegn banni við að kasta
fiski, segir Guðbjörn
Jónsson, eða koma með
fisk að landi, sem þeir
höfðu ekki kvóta fyrir.
fyrir að koma með hann í land.
Hann hefur ekki möguleika á þeim
samskiptum við fiskitegundirnar á
veiðislóðinni, að hann geti komið
til þeirra boðum um hvaða tegund-
ir megi verða á vegi veiðarfæra
hans. Ekki hafa heldur verið gefn-
ar út, af hinum opinberu aðilum,
reglur um ákveðin veiðisvæði, þar
sem einungis væri hægt að veiða
þær tegundir sem menn hafi kvóta
fyrir. Ekki er heldur séð fyrir því
í lögunum, að útgerðir sem vantar
kvóta fyrir meðafla, geti fengið
aðgang að ónýttum aflaheimildum
annarra, á sama verði og ráðuneyt-
ið úthlutar þeim. Meðan ekki er
tekið tillit til þessara þátta, verður
ekki betur séð en lögin bijóti í
bága við þau grundvallarsjónarmið
lagasetningar, að menn eigi valkost
um að koma heiðarlega fram og
fara í einu og öllu eftir lögunum.
í þessu tilfelli er það ekki hægt.
Stjórnvöld geta ekki byggt löglega
útgönguleið úr blindgötu lagasetn-
ingar, á því að keypt séu á okur-
verði ónýttar aflaheimildir, af þeim
sem þau úthluta þeim ókeypis.
Menn hafa því orðið að velja á
milli þess að bijóta gegn ákvæðum
um að kasta fiski eða koma með
fisk að landi sem þeir höfðu ekki
kvóta fyrir. í fyrrgreinda tilfellinu
eru menn að fást við eigin sam-
visku, sem þeir svara fyrir gagn-
vart réttlætisúrskurði Guðs. I hinu
tilfellinu eiga menn í samskiptum
við réttlæti réttarfars í landinu
okkar. Af framgangi þessara mála
á undanförnum árum, ætti varla
að fara á milli mála hvoru réttlæt-
inu menn treysta betur.
Segir þú sannleikann,
sætir þú ákúru
Þessi skilaboð hafa verið að skýr-
ast í þjóðfélagi okkar, nú um nokk-
urra ára skeið. Eftir því sem virð-
ing manna fyrir gildandi lögum
hefur dvínað, hafa þessi skilaboð
verið borin fram í sífellt minni
umbúðum. Fólk sem sagt hefur
sannleikann um margt sem aflaga
fer í þjóðfélaginu, hefur orðið að
sæta aðkasti og vera sniðgengið.
Einnig hefur það stundum verið
svipt vinnu sinni og lífsviðurværi.
Þessi þróun hefur verið afar mark-
viss og er nú svo komið að fólk
talar um að tilgangslaust sé að
segja frá lögbrotunum, því það
nenni ekki að taka á sig þau óþæg-
indi sem því fylgi.
Ekki verður annað sagt en sjáv-
arútvegsráðherra okkar hafí lagt
þungt lóð á þessa vogarskál, með
ummælum sínum um þá sem sagt
hafa sannleikann um óframfram-
kvæmanleg lög um aflaheimildir.
Ef menn leiða hugann að því að
hann hafí ekki sagt þetta í beinni
andstöðu við dómsmálaráðherrann,
eru komin afar skýr skilaboð um
að vera ekki að segja frá því sem
fólk verður vart við. Séu þetta skila-
boðin sem þessir tveir hæstvirtu
ráðherrar vilja koma á framfæri við
þjóðina, tel ég ljóst að verið sé end-
anlega að kasta lýðræðisgrímunni
fyrir borð. Framsetning ráðherrans
á máli sínu úr ræðustóli á Fiski-
þingi gæti einmitt bent til þess, sé
hún borið saman við framsetningu
valdamanna í þeim ríkjum sem að
litlu virða mannréttindi.
Leiðin til réttlætis
Kæri Þorsteinn! Á allri lífsleið
okkar, eru lögð fyrir okkur verk-
efni til að mæla réttlætisvitund
okkar. Hér á jörðu erum við sjálf
dómarar í úrlausnum þeirra. Verði
úrlausnin hins vegar ekki á þann
veg að hið æðsta réttlæti viður-
kenni þær, verða verkefnin lögð
fyrir okkur aftur, en aðeins örlítið
erfíðari úrlausnar. Opnun þessa
máls, á þann hátt sem það gerðist,
var trúlega prófverkefni á réttlæt-
isvitund þína og annarra sem þess-
um mála ráða. Því miður virðist
augljóst að þið ætlið flesir að falla
á þessu prófi. Ekki er þó alveg
orðið ljóst með formann Framsókn-
arflokksins, sem enn hangir á veiku
hálmstrái. Flestum er ljóst að leiðin
til réttlætis er erfið þeim sem hefur
misstigið sig. Hins vegar vekur það
alltaf almenna gleði réttlátra, þeg-
ar einhver gengur fram og viður-
kennir yfírsjón sína og snýr sér af
alhug til betri vegar. Geri hann það
með reisn, öðlast hann almenna
virðingu, fyrir að hafa tekið stórt
skref fram á við í þroska.
Það er ekki mitt að segja þér
hvað þú ættir að gera í þessu máli.
Ég leyfi mér hins vegar að vona
að ég geti verið stoltur af þér í
framtíðinni, því þjóð okkar er mik-
il þörf á sterkum og vel þroskuðum
mönnum til að takast á við erfið-
leika komandi ára. Hlustaðu vel á
innri vitund þína, þá mun þér vel
farnast í framtíðinni.
Með bestu framtíðaróskum.
Höfundur er skrifstofumaður.
Opið bréf til sjávar-
útvegsráðherra
Guðbjörn
Jónsson