Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 33 + Sigurbergur Þórarinsson fæddist í Hafnar- firði 24. nóvember 1932. Hann lést á heimili sínu, Birki- hlíð 4 A, 20. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þórarinn Sig- urðsson, f. 17. maí 1905, d. 29.12. 1983, og Guðrún Sigur- bergsdóttir, f. 31. janúar 1907. Sigur- bergur átti eina systur, Eineyju, sem lifir bróður sinn, en Einar bróð- ir þeirra lést í barnæsku. Hinn 13. apríl 1957 kvæntist Sigurbergur Hrafnhildi Þor- leifsdóttur, f. 11. júlí 1935, og o Tákn það sem yfirskrift þessara minningarorða merkir í hugum skáta að viðkomandi sé „farinn heim“. Andlát Sigurbergs Þórarinssonar var óvænt og hann var kallaður „heim“ langt um aldur fram. Leiðir Sigurbergs og Skátafélags- ins Hraunbúa hafa lengi legið saman og Sissi, eins og hann var löngum nefndur innan okkar raða, hefur gegnt flestum trúnaðarstöðum innan Hraunbúa og var m.a. félagsforingi um tíma. Hraunbúar hafa gert átak í því að safna og varðveita fundar- gerðir, myndir og muni sem snerta sögu hafnfírskra skáta og í því safni má sjá hve virkur hann var á sínum tíma og í fararbroddi ásamt félögum sínum í skátaflokknum Fákum, sem reyndar enn halda hópinn allt fram á þennan dag. Þeir stóðu fyrir fjöl- mörgum námskeiðum af ýmsum toga og gáfu út blaðið Skáldu sem hreyfði sannarlega við Iesendum og tók á flestum málum sem vörðuðu félagið. Sissi var um árabil formaður for- ingjaráðs Hraunbúa, enda átti hann gott með að stjórna fundum og kunni vel til verka á því sviði. Var hann reyndar oft fram á síðari ár fenginn til þess að stjórna aðalfundum félags- ins. Þá var hann starfsmaður Hraunbúa um tíma. Sissi lét Hraunbúum í té myndasafn sitt úr skátastarfí og þar má sjá hann í glöð- um hópi fjölmargra vina sinna. Við minnumst hans í útilegunum í Krisu- vík, á vormótunum í Helgadal og þá var fræg för þeirra Fákafélaga á Indaba-mótið á Englandi. Sissi tók þátt í mörgum Landsmótunum og honum var falið nokkrum sinnum að halda hátíðaræðu á sumardaginn fyrsta í Hafnarfjarðarkirkju, því hann var góður ræðumaður. Við munum einnig öll spjallkvöldin í gamla Hraunbyrgi við Strandgötuna og síð- ar við Hraunbrúnina, og sjáum hann síðan fyrir okkur leiða skrúðgöngu skáta á hátíðarstundum. Já, það er sannarlega margs að minnast og Hraunbúar munu varð- veita allar þessar minningar og þakka honum að leiðarlokum samfylgdina, tryggðina og vináttuna. Aldraðri móður hans, börnum og ættingjum öllum vottum við okkar innilegustu samúð. Skátafélagið Hraunbúar. Allt frá unglingsárum höfum við félagar Sigurbergs Þórarinssonar, eða Sissa eins og hann var nefndur af vinum sínum, haldið hópinn. Kynni okkar hófust í skátahreyfíngunni og þar voru viðfangsefnin íjölbreytt og skemmtileg og þróaðist með okkur samheldni og vinátta, sem haldist hefur fram á þennan dag, er Sigur- bergur kveður svo skyndilega og óvænt. Sigurbergur var glaðsinna og skemmtilegur félagi, hugmyndaríkur og mikill kappsmaður um að koma áhugamálum sínum í framkvæmd. Kunni þó vel að meta skoðanir ann- arra og tók tillit til þeirra. Þótti gam- hjuggu þau í Hafn- arfirði allan sinn búskap. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Anna Jónína, bankamað- ur, f. 13.2.1957, gift Sigurði Kristjáns- syni tryggingafull- trúa hjá Sjóvá- Almennum. Böm þeirra: Þórbergur Már, Kristján og Sindri. Þórarinn tónlistarkennari, f. 13.4 1958, kvæntur Rosalia Moro Rodr- iguez, matreiðslum. Böm þeirra: Helga Guðrún og Alexander. Utför Sigurbergs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. an að rökræðum og reyndist oft far- sæll í að leiða mál til lykta með sam- komulagi. Þessum eiginleikum hélt hann alla ævi og var því vel látinn af þeim er kynntust honum. Því voru honum fljótlega fengin forystuhlutverk innan skátafélagsins Hraunbúa.en þar endurskipulagði hann uppbyggingu skátaprófanna og foringjastarfið. Var í forystu fyrir skeytasölu skátafélagsins, sem aflaði því góðra tekna. Hann var síðar gerð- ur að félagsforingja Hraunbúa. Þá var hann einn stofnenda Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði 1951 og annar formaður hennar 1956. Efldist sveitin mjög undir stjóm hans. Einnig var hann meðal stofnenda Georgsgildis- ins. Alla ævi átti skátastarf hug hans. Sigurbergur lauk gagnfræðaprófí frá Flensborgarskóla. Að loknu námi í bifvélavirkjun og störf við iðn sína réðst hann til Bifreiðaeftirlits ríkisins, þar sem hann var í ijölda ára bæði í aðalstöðvunum í Reykjavík og síðan í Hafnarfírði. Jafnframt varð hann kennari við meiraprófsnámskeiðin og komu skipulagshæfileikar hans þar að góðu gagni, enda ávalit opinn fyr- ir nýjungum í starfsgrein sinni. Eftir að Bifreiðaeftirlitið var lagt niður, starfaði hann við Víðistaðaskólann í Hafnarfirði sem gangavörður. Var og ökukennari í mörg ár og samdi þá leiðbeiningar fyrir nemendur sina, en hann þótti góður kennari og tók oft þá í ökunám, er áttu nokkuð á bratt- ann að sækja vegna lítillar kunnáttu í íslensku. Margir nýbúar eru honum þakklátir fyrir ökuskírteini sín. Undanfarin ár hafði starfsþrek Sig- urbergs minnkað nokkuð og horfði hann fram til þess dags er hann gæti notið eftirlaunaáranna og verið meira samvistum við fjölskyldu sína. enda hafði hann mikið yndi af bama- bömum sínum og var þeim góður afí - lifði sín eigin æskuár aftur gegnum þau. Móður sinni, Guðrúnu, var hann góður sonur og vitjaði hennar oft, en hún dvelur vel em á Sólvangi. Söknuð- ur fjölskyldu hans er mikill við svo sviplegt fráfall, en hún og við vinir hans fínnum huggun harmi gegn í minningunni^ um góðan dreng. Bragi, Ásgeir, Sigursveinn. Mánudagurinn 20. janúar var sorgardagur fyrir skólasamfélagið í Víðistaðaskóla. Þá um morguninn hafði brugðið svo við að Sigurbergur Þórarinsson, gangavörður unglinga- deildar, var ekki mættur til vinnu og ekkert hafði frá honum heyrst. Þetta var í hæsta máta óvanalegt þar sem Sigurbergur var stundvís og ná- kvæmur með vinnuna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Sigur- bergur hafíð orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Sigurbergur Þórarinsson, eða Sissi eins og hann var kallaður, kom til starfa sem gangavörður ungl- ingadeildar í Víðistaðaskóla eftir að Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt niður, en þar hafði hann starfað áður. Gangavarsla í unglingadeild er ekki auðvelt starf. Unglingarnir eru kraftmiklir og stundum í þeim nokkur fyrirferð, eins og ungu fólki er eðlilegt. Sissi tók unglingunum eins og þeir eru, og hlaut fyrir það hlýhug þeirra og þakk- læti. Hann var rólegur og yfirvegað- ur í störfum sínum og var annt um að halda sínu yfirráðasvæði í lagi. Kannski fannst krökkunum hann stífur á stundum, en skildu þó að þannig varð það að vera til að allt væri í lagi. Sissa þótti vænt um vinnustaðinn sinn, það sýndi hann á margan hátt. Ef ég ætti að lýsa Sissa eins og ég kynntist honum þá var hann í aðra röndina alvarlegur, en í hina röndina kíminn og átti það til að gant- ast. Hann var framúrskarandi kurteis og smekkmaður í hvívetna. í skólanum var því veitt athygli hversu natinn hann var við bamaböm sín. Þau tengsl ræktaði hann greini- lega vel eins og önnur fjölskyldu- tengsl. Hann heimsótti aldraða móður sína eins oft og hann frekast gat eins og góðum syni sæmir. Missir hennar er mikill eins og allrar íjölskyldu hans. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja Sigurberg. Fyr- ir hönd Víðistaðaskóla er honum þökk- uð samfylgdin og störf hans fyrir skóiann. Hans er saknað af starfsfólki og nemendum. Aldraðri móður, böm- um, bamabömum og öðmm ættingj- um sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Björgvinsson, skólastjóri Víðistaðaskóla. í dag er Sigurbergur Þórarinsson, Sissi eins og hann var jafnan kallað- ur, kvaddur hinstu kveðju. Við ótímabært fráfall Sissa leita á hugann ótal æskuminningar tengdar honum, foreldrum hans og ekki síst bömum hans, þeim Önnu og Þór- arni, en við vorum óaðskiljanlegir vinir. Það er margs að minnast, til dæmis öll spilakvöldin á Hraunbrún- inni, ferðalögin út á land, sundferð- imar og laugardagsmorgnamir með Sissa þegar hann þurfti að útrétta í Reykjavík sem enduðu oftast á ein- hveijum matsölustaðnum eða í ísbúð. Við brölluðum margt saman og ávallt var Sissi til staðar ef á þurfti að halda. Skipti þá ekki máli hversu önnum kafínn hann var við vinnu, alltaf átti hann stund aflögu fyrir bömin sín og vini þeirra. Nú þegar Sissi er farinn myndast tómarúm sem aldrei verður fyllt, en við eigum minningar sem munu ylja okkur alla tíð, minningar sem bera vott um hlýju hans, umhyggju og umburðarlyndi. Guðrún, móðir hans sem býr á Sólvangi í Hafnarfírði, nálgast nú níræðisaldurinn og sér hún á eftir góðum og umhyggjusömum syni. Við sendum henni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Önnu, Þórami og fjöl- skyldum þeirra sendum við einnig okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg- inni. Þijú af okkur systkinunum era nú erlendis og geta því ekki fylgt Sissa en við eram öll með ykkur í huganum, elsku Anna, Þórarinn, Guðrún og fjölskyldur. Vertu sæll, elsku Sissi, og hafðu þökk fyrir allt. Elín og Guðný. Sigurbergur eða Sissi eins og við kölluðum hann alltaf var góður og dugmikill maður sem var orðinn fast- ur liður í daglegu lífí okkar allra. Þarna stóð hann alltaf, rólegur en ákveðinn, staðráðinn í að halda skól- anum hreinum og fínum, í öllu amstr- inu sem í kringum okkur menntafólk- ið var. Honum þótti vænt um skólann, og hann lagði metnað sinn í að aðstaða nemenda væri sem best. Alltaf var hann tilbúinn að tala við alla og að- stoða ef á þurfti að halda, enda hjálp- samur og skilningsríkur maður og ekki hægt að segja annað en hann hafí alltaf verið til staðar fyrir okkur. En nú er þessi stoð og stytta horf- in. Hann Sissi, sem orðinn var hluti af hversdagslegu lífi okkar, er allt í einu ekki lengur þar sem hann hefur alltaf verið. Um leið og við þökkum honum samfylgdina vottum við fjölskyldu hans og vinum fyllstu samúð okkar. F.h. nemenda unglingadeildar Víðistaðaskóla, Ragnhiidur Ágústsdóttir. + Ellert Leifur Theódórsson var fæddur í Reykjavík 26. júní 1927. Hann lést í Reykjavík 20. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar Ellerts voru Helga Soffía Bjarnardóttir og Theódór Jónsson. Systkini Ellerts: Áslaug, Guðjón, Soffía Bjarnrún, Rebekka, Ingibjörg Katrin, Einar, Soff- ía, Kristján, Guðrún og Ólafía. Útför Ellerts fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elli frændi minn fæddist að sum- arlagi inn í stóran systkinahóp. Hann var sannkallað sumarbarn, sem bar sól í hjarta hvert sem hann fór. Þegar hann var fjögurra ára gamall dundi ógæfan yfir, hann fékk lömunarveikina. í mörg ár barðist hann við að reyna að læra að ganga og tókst það loks um 10-12 ára aldur og gekk hann við staf alla tíð síðan. Bjartsýni Ella fleytti honum áfram. Hann gafst ekki upp þótt á móti blési. Ég ólst upp í næsta húsi við Ella frænda, í Múlakampinum. Elli bjó hjá móður sinni, langömmu minni, ásamt föður sínum og bróð- ur. Það var mikill samgangur á milli húsanna og fjölskylduböndin sterk. Langamma mína, Helga, var mikil kjarnakona. Hún átti tólf börn og var mjög gestkvæmt á þeim bæ. Þegar ég var 10 ára voru börn hennar og barnabörn orðin rúmlega hundrað. Það var ævintýri líkast að alast upp við þessar að- stæður og barnahópurinn var stór sem lék sér saman. Ferðaþráin var Ella í blóð borin. Hann tók bílpróf eins og aðrir ung- ir menn. Þegar hann var 26 ára eignaðist hann sjálfskiptan Chev- rolet. Eftir það héldu honum engin bönd og hann ferðaðist vítt og breitt um landið. Oft var mér boð- ið í bíltúr með móður minni og langömmu. Oft fórum við suður með sjó og heimsóttum Áslaugu, systur hans. Við fórum einnig aust- ur fyrir fjall og keyrðum um allt Suðurland, oft fengum við okkur veitingar í Tryggvaskála á Sel- fossi, en langamma hélt mjög upp á þann stað. Þá fórum við margar ferðir á Þingvöll og renndum gjarn- an fyrir fisk í Þingvallavatni. Stundum bankaði Elli upp á og bauð upp á rúnt niður í bæ að kaupa ís. Elli var mikill tónlistarunnandi. Hann spilaði á gítar og munn- hörpu. Það var ekki hægt annað en að vera glaður nálægt Ella. Ef einhveijir voru að kýta, kom Elli og spilaði á gítarinn þar til allir voru farnir að hlæja. Elli vann hjá Bifreiðum og land- búnaðai-vélum lengst af starfsævi sinni. Hann vann við að hreinsa og bóna nýju bílana. Hann var vandvirkur og vel liðinn í starfi. Það var ekkert til sem hann gerði ekki fyrir fyrirtækið, hann bar hag þess fyrir brjósti. Elli útvegaði mér mitt fyrsta starf hjá fyrirtækinu þegar ég var 14 ára gömul. Eg hafði bíla- dellu eíns og Elli og fannst mjög gaman að vinna þarna. Við vor- um að bóna rússneska bíla, eins og Volgur, Lödur og Moskvits. Ég lærði margt og mikið um bíla hjá Ella frænda og þegar ég eignaðist minn fyrsta bíl, Austin Mini, var gott að koma í skúrinn til Ella og leita ráða um viðgerðir. Lang- amma bauð svo upp á pönnukökur með ijóma á eftir. Elli var trúrækinn maður og sótti samkomur hjá Fíladelfíusöfn- uðinum í hverri viku. Alltaf var Elli að tala um að maður ætti að hugsa um Jesú og vera góður við aðra. Nú ertu farinn, Elli minn, frændi minn sem ég á svo margs að minnast frá barnæsku minni. Ég þakka þér fyrir góðu stundirnar og kveð þig með söknuði. Rut Skúladóttir. Nú er hann sofnaður svefninum langa hann Elli frændi. Hann var um margt sérstakur maður og ég gleymi honum aldrei. Hann ólst upp í stórum systkina- hópi í Reykjavík. Á þeim árum var efnahagur almennt bágur en nóg var til af mannkærleik og flestir undu sáttir við sitt. Þegar hann var fjögurra ára veiktist hann af lömunarveiki og varð mjög veikur. Hann lét það þó ekki aftra sér frá glöðum leik barnanna og fór allra sinna ferða í heimasmíðuðum kassabíl sem systkini hans skiptust á um að draga. Einhverja endur- hæfingu fékk hann og með ein- dæma dugnaði tókst honum að læra að ganga við staf, en fullan mátt fékk hann þó aldrei í fæturna. EIli bjó lengi framan af í for- eldrahúsum og oft var nú glatt á hjalla. Ég man vart eftir húsinu þeirra án þess að gestir væru þar og alltaf var heitt á könnunni. Elli var mjög músíkalskur og spiíaði bæði á gítar og munnhörpu. Hann starfaði lengi hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum og var hinn mesti dugnaðarforkur til vinnu þrátt fyrir fötlun sína. Trúin skipaði stóran sess í lífi hans og frelsaðist hann í Fíladelfíu- söfnuðinum og sótti þar samkomur áratugum saman. Bílar voru áhugamál Ella og var hann fróður um allt sem laut að bílum og vélum. Hann ók um á sérútbúnum bíl þannig að hann gat ferðast um fijáls sem fuglinn þrátt fyrir hreyfihömlun sína. Elli var góður bílstjóri og fór ég sem barn í margan bíltúrinn með honum austur fyrir fjall og suður með sjó. Ég var skírð í höfuðið á honum og á margar góðar æskuminningar tengdar honum. Ég kveð þig nú, gamli þjáði frændi minn. Blessuð sé minning þín. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins i þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Elín Lóa. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. SIGURBERGUR ÞÓRARINSSON ELLERT LEIFUR THEÓDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.