Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
«»*•
-»
t
Elskuleg móðir okkar,
ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR,
lést 27. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hildur Bjarnadóttir,
Sigríður Bjarnadóttir,
Guðmundur Bjarnason,
Þóra Bjarnadóttir.
t
Elskulegur tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚSTBÖÐVARSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður til heimilis í Barmahlíð 43,
lést að kvöldi 27. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Anna B. Ágústsson,
Ágúst Gunnarsson,
Sveinbjörn Gunnarsson
og barnabarnabörn.
t
Jarðarför elskulegrar mágkonu okkar,
CAMILLU D. SVEINSDÓTTUR,
Mávahlíð 35,
fer fram frá Fossvogskirkju 30. janúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna.
Ólafur Finnbogason.
t
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SÓLRÚNAR EINARSDÓTTUR,
Skipasundi 58,
Reykjavík.
Einar Kristjánsson, Guðrún Snorradóttir,
Gústaf Kristjánsson,
Jónína M. Kristjánsdóttir, Þórmar Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur hlýhug og vináttu við and-
lát og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLGERÐAR RÖGNU
HELGADÓTTUR,
Árbraut 19,
Blönduósi.
Guð blessi ykkur.
Svavar Pálsson,
Brynja Svavarsdóttir, Jónas Sumarliðason,
Páll Svavarsson, Valgerður Guðmundsdóttir,
Guðmundur Svavarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir minn, uppeldisbróðir og frændi,
ELLERT LEIFUR
THEÓDÓRSSON,
Sfðumúla 21,
siðast búsettur
i Hátúni 10B,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
í dag, miðvikudaginn 29. janúar,
kl. 13.30.
Soffía Bjarnrún Theódórsdóttir,
María Haukdal, Guðni Kárason,
RutSkúladóttir.
JÓHANNA KRISTÍN
EINARSDÓTTIR
+ Jóhanna Kristín Einarsdótt-
ir fæddist í Landakoti í
Sandgerði 13. ágúst 1917. Hún
lést á Sjúkrahúsi Keflavikur 20.
janúar síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Hvalsnes-
kirkju laugardaginn 25. janúar
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elskuleg amma mín í Sandgerði
er látin. Er ég hugsa til hennar
hrannast upp minningar um hana
er allar tengjast gjafmildi, hiýju
og væntumþykju. Þeirra hjóna
voru veraldleg gæði að veita öllum
þeim er þau þekktu allt það besta
er þau gátu gefið, og þar sem
amma var heimavinnandi alla sína
tíð, var alltaf sönn veisla á borðum
hjá þeim allan ársins hring. Mikið
var um gestagang hjá þeim enda
gott til þeirra að koma. Hver sá
er heimsótti þau hlaut ávallt hlýjar
móttökur og góðar veitingar.
Amma mín var ætíð vel að sér í
öllu sem var að gerast í kringum
hana, hún var vel upplýst um dags-
ins málefni bæði utanlands og inn-
an. Þó að aldrei hefði hún ferðast
út fyrir landsins steina, mat hún
ávallt að fá fréttir frá ættingjum
sínum erlendis. Hins vegar voru
fáir sem stóðu henni jafnfætis með
þekkingu á landi okkar.
Amma var rík af visku og henn-
ar áhugamál voru að vita um upp-
runa sinn og annarra. Mér er minn-
isstætt er hún kynntist konu minni.
Vildi hún þá fræðast örlítið um
ætt hennar að gömlum, góðum ís-
lenskum sið. Þekkti hún þá bæði
til afa og ömmu konu minnar í
báða ættliði. Upp frá því urðu þær
afar góðar vinkonur. Þegar við
hjónin eignuðumst son var það
barnabarn ömmu og afa númer
24. Amma sagði að þetta væri svo
fínn drengur. Ég var mjög stoltur
af ummælum ömmu, en að sjálf-
sögðu átti þetta við um öll barna-
börnin.
Veikindi ömmu höfðu verið lang-
varandi, hún hafði aldrei gert mik-
ið úr þeim, en þau voru henni ban-
væn. Undir það síðasta dró hratt
af henni. Er við vitjuðum hennar
á sjúkrahúsið í Keflavík nokkrum
dögum fyrir andlát hennar bar hún
höfuðið hátt og hugsun hennar var
skýr sem gull. Er við kvöddum
hana þrýsti hún sér að okkur þó
máttfarin væri, við vissum innst
inni að það væri í hinsta sinn.
Er ég reyndi að útskýra andlát
ömmu fyrir þriggja ára gömlum
syni mínum hughreysti hann mig
með sínum orðum: Pabbi, nú er
langamma kominn til englanna á
himninum. Það er ég sannfærður
um líka. Elsku amma, þakka þér
fyrir allar þínar ljúfu stundir og
alla þá ást og umhyggju sem þú
gafst okkar. Blessuð sé minning
þín.
Megi góður guð styrkja afa minn
því missir hans er mestur.
Jakob Már Harðarson.
HÖRÐUR
VILHJÁLMSSON
+ Hörður Vilhjálmsson fædd-
ist í Reykjavík 5. september
1929. Hann lést á Landspítalan-
um 16. janúar síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Breið-
holtskirkju 24. janúar.
Mig langar að minnast afa míns
með nokkrum orðum. Ég á margar
góðar minningar um afa. Það var
alltaf skemmtilegt þegar afi las á
jólapakkana um jólin. Við mamma
fórum tvær ferðir með afa þegar
t
Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir,
HUGI PÉTURSSON,
Aðallandi 6,
lést í Landspítalanum mánudaginn 27. janúar.
Gróa Herdis Bæringsdóttir,
Klara Peterson, Ásgrímur Peterson,
Belinda Peterson,
og systkini.
t
Ástkær eiginkona mín,
KRISTI'N (GÓGÓ) MAGNÚSDÓTTIR,
Ránargrund 5,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum að kvöldi
mánudagsins 27. janúar.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Hlynur Ingimarsson.
t
Elskulegur faðir okkar, tegdafaðir, afi
og langafi,
GUIDO BERNHÖFT
Garðastræti 44,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 30. janúar kl. 13.30. Þeim
sem vildu minnast hans er góðfúslega
bent á Barnaspítalasjóð Hringsins sími
560 1300.
hann var að fylgja ömmu á hestun-
um vestur á sumrin. Ég var oft að
hjálpa afa á sendibílnum, það var
líka mjög gaman. Þegar afi átti
hlut í bát fórum við pabbi stundum
út á sjó með afa. Þegar ég fékk
meiraprófið fór ég í heimsókn til
afa og ömmu, þá fór afi að segja
mér hvernig prófið var þegar hann
tók meiraprófið.
Afi minn, ég mun alltaf sakna
þín.
Sigurður og Inga.
Elsku afi, nú er kallið komið og
þrautagöngunni hörðu lokið. Við
munum sakna þín mikið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hörður, Hanna og synir.
Elsku afi minn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég mun ávallt sakna þín, elsku
afi minn.
Kristinn.
Örn Bernhöft, Svava P. Bernhöft,
Ragnar Vilhelm Bernhöft,
Kristín Bernhöft, Pétur Orri Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
ír boðsdagar! | Glös - Matarstell * 20 - 50% afsláttur
iittala rpl Laugavegi24. FINI and IX.C4 1 X- 1 sími 562 4525
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
blómaverkstæði
INNA
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090