Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JONA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Jóna Jóhannesdóttir fædd-
ist að Ytra-Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit 5. október
1905. Hún lést á Kristnesspítala
18. janúar síðastliðinn og fór
útfðr hennar fram frá Munka-
þverárkirkju 25. janúar.
Einn af öðrum kveðja þeir, sam-
ferðamennirnir sem við höfum átt
á mislangri lífsgöngu, samferða-
menn sem með nærveru sinni hafa
áhrif á líf okkar hinna og varpa
á það ljósi eða gefa því lit eftir
atvikum.
Nú síðast féll í valinn Jóna Jó-
hannesdóttir frá Ytra-Laugalandi,
sem við öll í daglegu tali kölluðum
Jónu frænku.
Jóna var dóttir hjónanna Aðal-
bjargar Tryggvadóttur og Jóhann-
esar Helgasonar á Ytra-Lauga-
landi, og þar átti hún heima nær
alla sína ævi ásamt bræðrum sín-
um þeim Tryggva og Finni, en sá
síðamefndi er látinn fyrir nokkrum
árum.
Síðustu árin var Jóna vistmaður
á dvalarheimili aldraðra að Krist-
nesi, þar sem hún undi sér vel, bjó
við gott atlæti, þar var hún á
heimaslóð.
Jóna var harðdugleg kona,
þurfti ung að standa fyrir heimilis-
haldi að Ytra-Laugalandi með föð-
ur sínum og bræðrum, þegar Aðal-
björg móðir hennar féll frá um
aldur fram, og eins og annað sem
hún tók sér fyrir hendur leysti hún
það með þeim skörungs- og mynd-
arskap, sem einkenndi alla hennar
framgöngu.
Síðar þegar Tryggvi bróðir
hennar kvæntist og tók ásamt
konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur við
búi föður síns, voru þau systkinin
Jóna og Finnur áfram að Lauga-
landi og unnu heimili og búi eins
og áður.
Jóna var víkingur til allra starfa
bæði innan húss og utan og gekk
til útiverka svo sem heyskapar
meðan þörf var handverkfæra við
slík störf. Hún var stálgreind,
minnug, ljóðelsk og mjög vel lesin
og áti safn góðra bóka og tímarita
og var verðugur fulltrúi þeirra fjöl-
mörgu einstaklinga sem á eigin
spýtur öfluðu sér staðgóðrar þekk-
ingar um hin ýmsu mál. En lengst
munum við eftir Jónu fýrir hennar
glöðu lund og hlýja viðmót, sem
við eins og allir aðrir nutum í sam-
skiptum við hana.
Jóna hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og hvikaði
hergi frá þeim hver sem í hlut átti,
hún rökstuddi mál sitt einarðlega
og sköruglega svo að enginn velkt-
ist í vafa um skoðanir hennar,
stundum beitt, en þó miklu oftar
með skemmtilegri glettni, og víst
var að eftir orðum hennar var
munað.
Jóna var bamgóð og þess nutu
ekki einata synir þeirra Rúnu og
Tryggva heldur líka börn og ungl-
ingar sem dvöldu á Ytra-Lauga-
landi um lengri eða skemmtri tíma
og má þar nefna Guðnýju Magnús-
dóttur og Símon Jónsson sem þar
voru langdvölum, og síðar börn
þeirra Hjörleifs og Aðalbjamar
Tryggvasona, en á Ytra-Lauga-
landi var hin dæmigerða stórfjöl-
skylda, þar sem kynslóðirnar undu
saman við leik og störf.
Af þessari glaðværu og hispurs-
lausu heild, var hlutur Jónu býsna
afgerandi og átti sinn stóra þátt í
að alltaf var bæði gott og gaman
að koma í Ytra-Laugaland og
heimsóknir þangað gleymast seint.
Við leiðarlok þökkum við fyrir
þær góðu minningar sem tengjast
ótöldum heimsóknum milli bæja
um árabil, megi minningar um
góða og ljúfa frænku lifa með okk-
ur sem þeirra nutum. Góður Guð
blessi minningu Jónu Jóhannes-
dóttur.
Systkinin frá
Syðra-Laugalandi.
Hið íslenska
Biblíufélag
Aðalfundur
Hins íslenska Biblíufélags verður haldinn í
safnaðarheimili Grensáskirkju sunnudaginn
2. febrúar nk. kl. 15.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundurstörf.
Stjórnin.
".....
VEGAGERÐIN
Hringvegur (1), Skeiðará,
smíði stálbita
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í smíði 176 m
langra stálbita í brú á Skeiðará á Hringvegi (1).
Helstu magntölur: smíði úr stálplötum 118
tonn, smíði úr völsuðum bitum 60 tonn,
hreinsun og málun 1.800 m2, galvanhúðun
og málun 1.700 m2 (61 tonn).
Verki skal að fullu lokið 1. júní 1997.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í
Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá
og með 27. janúar 1997. Verð útboðsgagna
er 3.000 kr.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
mánudaginn 10. febrúar 1997.
Verktakar athugið
Vegagerðin býður út á ári hverju fjölda stórra
og smárra verka í jarðvinnu, efnisvinnslu,
snjómokstri, sáningu, byggingarvinnu, stál-
smíði o.fl. Útboð þessara verka eru auglýst
í Framkvæmdafréttum, fréttabréfi Vegagerð-
arinnar, og ekki annarsstaðar nema í undan-
tekningartilfellum. Þeir verktakar sem kynnu
að hafa hug á að bjóða í verk hjá Vegagerð-
inni og eru ekki áskrifendur að Framkvæmd-
afréttum nú þegar, eru hvattir til að gerast
áskrifendur. Áskrift er endurgjaldslaus.
Sendið óskir um áskrift skriflega til:
Vegagerðin,
Framkvæmdafréttir,
Borgartúni 7, 105 Reykjavík,
(bréfsími 562 2332).
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er vandað skrifstofuhúsnæði á
2. hæð í húsi við sjávarsíðuna í vesturhluta
Reykjavíkur. Húsnæðið, sem er rúmlega 170
fm að flatarmáli, auk hlutdeildar í sameign,
skiptist í 5 herbergi, móttöku, fundarher-
bergi, eldhús og salerni.
Nánari upplýsingar í síma 562 1018 á skrif-
stofutíma.
Lausafjáruppboð
Uppboö fer fram á kranabifreiðinni HB-830, P&H, árgerð 1980, við
bifreiöageymslu embaettisins Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðviku-
daginn 5. febrúar 1997 kl. 13.30.
Sama dag kl. 15.30 verður eftirtaliö lausafé boðiö upp að Sjávar-
braut 9, Bolungarvlk:
160 fiskkör, 80 blokkarammar 2 x 16,4 Ibs., blokkahrærivél,
diesel lyftari JL-2427 árg. 1995 ásamt snúningi, flæðilína 10
manna, smíðuð af vélsm. Þristi hf. og Baader 694 marningsvél.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp-
boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurirm i Bolungarvík,
28. janúar 1997.
A
ÝMÍSLEGT
KÓPAV OGSBÆR
Auglýsing um sérstakan fasteigna-
skatt á verslunar- og skrifstofuhús-
næði í Kópavogi
Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að nýta
heimild til álagningar sérstaks skatts á fast-
eignir, sem nýttar eru fyrir verslunarrekstur
eða skrifstofuhald, sbr. bráðabirgðaákvæði
í lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfé-
laga sbr. og 7. gr. laga nr. 148/1995 um
breytingu á þeim.
Skattskyldan tekur til aðila sem skattskyldir
eru skv. 1. kafla laga nr. 75/1981 eða laga
nr. 65/1982 með síðari breytingum.
Gjaldstofn skattsins skal vera fasteignamat
eignar í árslok, ásamt tilheyrandi lóðarmati
samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins frá
1. desember 1996.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að'
skatturinn skuli vera 0,625% af gjaldstofni
og gjalddagar hinir sömu og fasteignagjalda.
Gjaldendur eru vinsamlega beðnir um að
koma á framfæri athugasemdum við skattinn
fyrir 15. febrúar nk. ef einhverjar eru.
Verði ágreiningur um gjaldstofn má vísa
honum til Fasteignamats ríkisins og verði
ágreiningur um gjaldskyldu sker yfirfast-
eignamatsnefnd úr, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga
nr. 4/1995, sbr. 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis
í sömu lögum.
Kærufrestur er sex vikur frá birtingu álagn-
ingar, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 320/1972.
20. janúar, 1997.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
KIPULAG RÍKISINS
Auglýsing um mat á umhverfisáhrifum
Bygging 125 MW
Sultartangavirkjunar
Niðurstöður frumathugunar og úr-
skurðar skipulagsstjóra ríkisins
Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam-
kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á um-
hverfisáhrifum. Fallist er á byggingu Sultart-
angavirkjunar svo sem henni er lýst í frum-
matsskýrslu með því skilyrði að fram-
kvæmdaraðili ábyrgist þær mótvægisað-
gerðir og rannsóknir sem lagðar eru til ífrum-
matsskýrslu og hann hefur fallist á í bréfum
til Skipulags ríkisins, dags. 8. og 13. janúar
1997, sbr. einnig umfjöllun um mótvægisað-
gerðir og rannsóknir í 5. kafla þessa úrskurð-
ar.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagi ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulags ríkisins: http://www.islag.is.
Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til
umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá
því að hann er birtur eða kynntur viðkom-
andi aðila.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
I.O.O.F. 18 = 1771298 = I.FL.
I.O.O.F. 9 = 178129872 = M.A.
I.O.O.F. 7 = 17801 298’/é = Sp.
□ Glitnir 5997012919 III 1
SAMBAND (SLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Samkoma í kvöld kl. 20. Jódís
Konráðsdóttir prédikar. Beðið
fyrir lausn á þínum vandamálum.
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Hugleiöing: Kjartan Jónsson.
Söngur: Heiðrún og Ólöf Inga.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og biblíulestur í
kvöld kl. 20.00. Ræðumaður:
Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
KFUM
Félagsfundur
Umræðufundur um stjórnskipu-
lag félaganna og hugsanlegar
breytingar verður í húsi félag-
anna, Holtavegi 28, kl. 20.00 í
kvöld. Kynning á skýrslu nefnd-
ar, hugmyndum stjórnanna og
umræður. Félagsfólk ereindreg-
ið hvatt til að mæta.
Stjórnir KFUM og KFUK
i Reykjavik.