Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 39 HESTAR Fundur hjá Orrafélaginu Folatollurinn sjötíu þúsund Búið í haginn fyrir sýningu Orra til heiðursverðlauna ÁKVEÐIÐ var að hækka folatoll- inn undir Orra frá Þúfu á fundi Orrafélagsins sem haldinn var á föstudag. Þurfa utanfélagsmenn nú að greiða 70 þúsund krónur auk virðisaukaskatts fyrir hryss- una nú en á síðasta ári var verðið 60 þúsund krónur. Einnig var ákveðið að bjóða utanaðkomandi aðilum að koma með 15 hryssur undir klárinn á þessu ári en fækka þeim í fimm á næsta ári sem er landsmótsár. Með þessari ráðstöfun segir Indr- iði Ólafsson, bóndi í Þúfu í Vestur Landeyjum, einn af eigendum Orra að verið sé að búa í haginn fyrir afkvæmasýningu þar sem Örri verði hugsanlega sýndur til heiðursverðlauna á landsmótinu á Melgerðismelum á næsta ári. Hann tók hinsvegar fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um þetta en sér þætti mjög líklegt að af því yrði. Beiðni um sæðistöku hafnað Þá var tekið fyrir á fundinum bréf frá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands þar sem óskað var eftir að leyft yrði að taka sæði úr Orra á stóðhestastöðinni. Beiðni þessari var hafnað á fundinum og sagði Indriði að ástæður þess væru þær að ekki lægi ljóst fyrir hvernig staðið yrði að þessu máli í heild og hinu að það færi ekki saman við hagsmuni eigenda hestsins að auka útbreiðslu hans of mikið. í slíku máli þyrfti að samræma sjónarmið eigenda. Indriði þvertók ekki fyrir að leyft yrði að taka sæði úr klárnum síðar en það yrði tekið fyrir hveiju sinni þegar óskir þar um bærust. Eins og sakir standa hefðu eigendur mestan áhuga fyrir að tekið yrði sæði úr honum með það að leiðarljósi að nýta það þegar hans nyti ekki lengur við til undaneldis. Gífurleg eftirspurn hefur verið í að koma hryssum undir Orra og sagði Indriði að á síðasta ári hafi borist formlegar umsóknir fyrir 30 fyrstu verðlauna hryssur en ellefu hryssum var hleypt að. Þá væru þeir ótaldir sem hafi haft samband en ekki sótt um þar sem sýnt þótti að slíkt þjónaði engum tilgangi. Það er þessi mikla eftirspurn sem gerir eigendum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Dýrastur stóðhesta ORRI FRÁ Þúfu er langdýrasti stóðhestur landsins í dag og komast færri að en vilja með hryssur sínar undir þennan eðalgrip. Myndin er tekin á sýningu stóðhesta í Gunnarsholti 1991, Rúna Einars- dóttir situr Orra. Orra kleift að hækka verðið en folatollar hjá þeim hestum sem næstir koma hafa verið á innan við 40 þúsund krónur. Orri frá Þúfu er sem kunnugt er verðmætasti stóðhestur landsins og án efa sá eftirsóttasti. Talið er að verðmæti hans hafi að minnsta kosti fimmfaldast frá því að stofnað var félag um hann. Indriði kvaðst ekki vita um nein eigendaskipti á hlutum á síðasta ári en vera kynni að tilfærslur hafi orðið milli núverandi eigenda án þess að honum væri kunnugt um slíkt. Þá seljast folöld undan Orra á mjög háu verði og er þá verið að tala um 200 þúsund krónur og þar yfir. Ólíklegt er talið að þau fari undir þessu verði. Eins og fram hefur komið í hestaþætti Morgunblaðsins er staða Orra í kynbótamati Bændasamtakanna mjög vænleg. Er hann með 136 stig og vantar aðeins níu afkvæmi til að komast í heiðursverðlaunamörk og yrði hann þá með góða forystu á þeim vettvangi. Indriði sagði að ekki væri farið að þjálfa hann ennþá en það yrði aðeins létt trimm því ekki væri fyrirhugað að hann kæmi fram á sýningum á þessu ári. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/V aldimar HESTAMENN hafa ekki verið nægilega meðvitaðir um varúðarráðstafanir sem viðhafa þarf þegar tuggan er flutt yfir varnarlínur sauðfjárveikivarna og eins hvar heyið og úrgangur þess lendir að lokum. Eru þeir með hey af sýktu svæði eða ekki, er tryggt að sauðfé komist ekki í heyið? Bann við heyflutningi frá riðubæjum í burðarliðnum 7. ársþing HIS Sameining’ar- málin á dagskrá BLIKUR eru á lofti í verðlagningu á heyi því fyrir liggur tillaga frá Sauðfjárveikivörnum þess efnis að bönnuð verði sala og flutningur á þurrheyi frá bæjum þar sem riðu- veiki hefur komið upp í sauðfé. Ljóst er að niðurskurður á fé vegna riðu hefur aukið mjög framboð á heyjum til hestamanna og viðhaldið lágu verði. Má því ætla að verði tillaga þessi samþykkt muni það hafa áhrif á heyverð. Algengt verð á heyi kom- ið að hlöðudyrum á höfuðborgar- svæðinu er fimmtán krónur og hefur verið á því róli í tíu ár eða meira. Sannað þykir að smitefni sé til staðar í heyjum víða og sér í lagi þurrheyi. Smitefnið er talið berast með heymaurum sem lifa í heyinu en þeir eru allt að þijár milljónir í kílói af þurrheyi en mun færri í rúllu- heyi. Tekist hefur að smita mýs af riðuveiki með upplausn af heymaur- um. Þykir þetta sanna að hey frá riðubæjum geti borið smitefni milli staða. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hjá Sauðfjárveikivörnum segir að tillagan geri ráð fyrir banni á sölu á þurrheyi frá riðubæjum til að bet- ur sé hægt að fylgjast með og halda utan um sölu á heyi frá þessum stöð- um. Hann tók fram að ráð væri fyr- ir því gert í tillögunni að undanþág- ur verði veittar ef ástæða þætti til. í gildi hafa verið reglur þess efnis að fá þurfi leyfi hjá Sauðfjárveiki- vörnum ef flytja skuli hey yfir varn- arlínur og sagði Sigurður að þeim hafi ekki verið fylgt eftir. Sagði hann þá hjá Sauðíjárveikivörnum ekki sjá ástæðu til að vera með meiri skriffinnsku en nauðsyn bæri til. Leyfður hefur verið flutningur frá riðubæjum ef tryggt hefur þótt að sauðfé kæmist ekki í heyið á áfangastað eða úrgangi úr því. Hafa hestamenn í hestahúsahverfum við þéttbýli því getað notað sér hey frá þessum stöðum. Sigurður sagði að misbrestur hafi orðið á þessu í tveim- ur tilvikum að því er vitað sé en mikilvægt er að góð samvinna sé við hestamenn svo hægt sé að hafa þessi mál í lagi. Full ástæða er fyrir hestamenn að hugleiða þessi mál því þarna geta verið miklir hagsmunir í húfi bæði hvað þá sjálfa varðar og ekki síður fjárbændur. 7. ÁRSÞING Hestaíþróttasam- bands íslands verður haldið í Hlé- garði í Mosfellsbæ næstu helgi. Þingið hefst á laugardag klukkan 13 og mun Ijúka síðdegis á sunnu- dag. Yfir þijátíu tillögur liggja fyrir þinginu að þessu sinni og fjalla langflestar þeirra um keppn- isreglur. Er þar í mörgum tilvikum um að ræða smávægilegar breyt- ingar eða fínpússun eins og Sigrún Sigurðardóttir starfsmaður sam- bandsins orðaði það. Viðamesta tillagan er þó um sameiningu HÍS og Landsam- bands hestamannafélaga. Tillagan er samhljóða þeirri tillögu sem fram kom á ársþingi LH í haust þannig að HÍS verði lagt niður til að rýma fyrir nýjum sameinuðum samtökum. Af efni annarra tillagna má nefna að lagt er til að niðurhæg- ingarkafli í gæðingaskeiði verði lengdur í 70 metra úr 50 metrum, einnig ef keppendur eru fleiri en tuttugu í gæðingaskeiði skulu að- eins tuttugu efstu mæta í seinni umferð. Ein tillaga undirstrikar að tölt T 2 eða slaktaumatölt sé aðeins fyrir fimmgangshesta og óheimilt sé til dæmis að keppa í T 2 og fjórgangi svo ekki sé nú tal- að um aðaltöltkeppnina. Svo kann að fara að hindrunar- stökkskeppnin syngi sinn svana- söng á þessu þingi því lagt er til í einni tillögunni að þessi lítt vin- sæla grein verði ekki tekin með í stigasöfnun. Ef svo verður má ætla að stutt verði í endalok grein- arinnar og þykir víst að ekki muni margir fyllast söknuði. Sævar Kristjánsson ritari og Sigurður Marínusson meðstjórn- andi eiga að ganga úr stjórn. Á laugardagskvöldið efnir Hestaíþróttafélagið Hörður, sem sér um þinghaldið, til fagnaðar í félagsheimili sínu, Harðarbóli, sem stendur á félagssvæðinu á Varm- árbökkum. Byggingaplatan sem abir hafa beðið eftir WIISsXS’ byggingaplatan er fyrir veggi, loft og göff '\íDI3aXS’ byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni '^ffiSlaXg byggingaplatan er umhverfisvæn _______ 'MKsXS’ byggingaplatan er platan sem vefkfraeðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞÞ &CO Leitið frekari upplýsinga Þ. HORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • S: SS3 8640 & 568 6100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.