Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 41 FRETTIR BRAUTSKRÁNINGARNEMAR frá Tækniskóla íslands í janúar 1997. Fjölmenn brautskráning frá Tækniskólanum 86 NEMENDUR frá Tækniskól- anum brautskráðust laugardag- inn 18. janúar sl. og var þetta fjölmennasta brautskráning frá stofnun skólans árið 1964. Að þessu sinni hlutu lokaprófs- skírteini fimmtíu iðnrekstrar- fræðingar, tíu byggingartækni- fræðingar með B.Sc. gráðu, þrír röntgentæknar með B.Sc. gráðu og tíu iðnfræðingar. Einnig luku þrettán nemendur Lyfjaávani á Norðurlönd- um ræddur á málþingi ÞRIÐJA málþingið um lyfjaávana frá norrænu sjónarmiði verður hald- ið 23.-25. apríl nk. í Mogenstrup í Danmörku. Hin tvö málþingin um sama efni voru haldin í Stokkhólmi 1994 og í Reykjavík 1995. Málþingið mun fyrst og fremst fjalla um lyfjategundir; róandi lyf og svefnlyf (benso-diazepin), lyf við þunglyndi og verkjalyf. Frum- mælendur verða fólk með mismun- andi viðhorf til þessara lyfja eins og t.d. fulltrúar yfirvalda, vísinda- menn, læknar og hjúkrunarfólk, svo og lyfjaneytendur. Lyfjaávani og annar vandi sem kemur fram þegar lyf hafa verið skrifuð út og þeirra neytt á löglegan hátt vekur oft blandaðar tilfinningar, alveg án tillits til þess frá hvaða sjónar- horni litið er á málið. Málþingið í Mogenstrup hefur undirfyrirsögn- ina „ágreiningur og samstaða" en lyíjaávani er ágreiningsmál á öllum raungreinadeildarprófi sem veitir rétt til náms á háskóla- stigi. I ræðu sinni sagði Guðbrand- ur Steinþórsson, rektor skólans, að skólinn fengi afhent í júlí nk. 1.200 fermetra húsnæði á efri hæð skólahússins á Höfðabakka 9. Þá mun rætast úr húsnæðis- málum skólans en hluti nemenda hefur þurft að sækja tíma í öðr- um húsakynnum. Nemendur Norðurlöndum, segir í fréttatil- kynningu. I samvinnuhópi þeim sem skipu- leggur málþingið eru eftirtaldir: Ebba Holm Hansen, prófessor við Lyfjafræðiháskólann í Danmörku, Curt West, geðlæknir, rithöfundur, Finnlandi, Olafur Ólafsson, land- læknir, íslandi, Kalle Gjesvik, nám- skeiðsstjóri við Hjúkrunarháskól- ann í Tromsö, Noregi, Olof Edhag, yfírforstjóri Félagsmálastofnunar Svíþjóðar, Jan Albinsson, stofnandi KILEN, Svíþjóð og Lena Westin, stofnandi KILEN, Svíþjóð. Málþingið er vinnuþing og er haldið á vegum KILEN - Institut för lákemedelsberoende. Málþingið nýtur stuðnings Norðurlandaráðs og mun talsmaður þess verða með- al frummælenda. Helgarnám- skeið í áfalla- hjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir helgamámskeiði í áfallahjálp og stórslysasálfræði laugardaginn 1. febrúar. Þetta námskeið er haldið vegna fyrir- spurna frá fólki, einkum af lands- skólans eru nú um 550 sem er mesti fjöldi frá upphafi. Lang- flestir nemenda skólans eru í rekstrarnámi. Rektor er það áhyggjuefni hversu dræm að- sókn er í hefðbundið tækninám og nefnir í því sambandi að ljóst sé að haldi þessi þróun áfram muni verða skortur á tækni- menntuðu fólki áatvinnumark- aðnum innan nokkurra ára, seg- ir í fréttatilkynningu. byggðinni, um það hvort ekki sé hægt að taka slíkt námskeið á einni helgi. Námskeiðið hefst kl. 10 og kennt verður til kl. 17. Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysa- sálfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekk- ingu né reynslu á þessu sviði. Nám- skeiðshaldari verður Lárus H. Blön- dal, sálfræðingur. Gengið um virkjunarsvæði Hitaveitunnar HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni i fyrstu ferðina til að kynna starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með ströndinni inni að einni af gömlu borholunum við Höfða. Þaðan gengið um virkju- arsvæði Hitaveitunnar og að aðal- dælustöð hennar við Bolholt. Þar mun Einar Gunnlaugsson, jarð- fræðingur, rifja upp í stuttu máli sögu Hitaveitunnar og segja frá starfsemi hennar. Val verður um að ganga til baka eða fara með Rektor telur brýnt að bæta kennslu í raungreinum á grunn- skóla- og framhaldsskólastigi, það sé forsenda þess að góðir nemendur fáist í tækninám. Við athöfnina voru veitt verðlaun Iðntæknistofnunar fyrir besta lokaverkefni í iðnrekstrarfræði. Tveir lokaverkefnishópar sem unnu að verkefnum fyrir Sól hf. og ístex hf. skiptu þeim á milli sín að þessu sinni. SVR. Hugmyndin er að seinna verði genginn í áföngum hitaveitustokk- urinn upp í Mosfellsbæ að elstu borholunni þar. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Fyrirlestur um samkirkju- lega guðfræði EINAR Sigurbjörnsson, prófessor, heldur fyrirlestur á vegum Vísinda- félags íslendinga í Norræna húsinu miðvikudaginn 29. janúar kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist: Samkirkju- leg guðfræði. „Samræður og samvinna kirkju- deilda hafa verið einkenni 20. aldar guðfræði. Mikill árangur hefur náðst af samræðum og komið í ljós ótrúleg mál milli ólíkra kirkna. í fyrirlestrinum verður leitast við að gera grein fyrir þeim samræðum sem hafa átt sér stað milli róm- versk-kaþólsku kirkjunnar og hinn- ar lúthersku undanfarin 30 ár. Þær samræður eru nú komnar á loka- stig og framundan að taka afdrifa ákvörðun um samneyti kirknanna með því að þær láti af að fordæma kenningu hvor annarrar um réttlæt- ingu mannsins fyrir Guði,“ segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er öllum opinn. Fræðslu- fundur um trjá- og runna- klippingar FRÆÐSLUFYRIRLESTUR um trjá- og runnaklippingar verður haldinn föstudagskvöldið 31. janúar kl. 20-23 í húsnæði Landgræðslu- sjóðs, Suðurhlíð 38 í Reykjavík. Fyrirlesari verður Kristinn H. Þor- steinsson, garðyrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Rafmagnsveitna Reykjavíkur. Hann mun m.a. fjalla um lim- gerðisklippingar frá gróðursetningu til grisjunar, tijáklippingar hvað varðar lögun tijáa og grisjun tijá- krónu og um skraut- og berjarunna í tengslum við grisjun og aðrar klippingar til að viðhalda fegurð, blómríki og beijauppskeru. Fjölmargar litskyggnur verða notaðar við fyrirlesturinn. Verð er 1000 kr. Skráning á fyrirlesturinn fer fram hjá Magnúsi Hlyn Hreið- arssyni, endurmenntunarstjóra Garðyrkjuskóla ríkisins, til fimmtu- dagsins 30. janúar. Fyrirlesturinn er öllum opinn, jafnt fagfólki sem áhugafólki. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Grískar goð- sögur í máli o g myndum GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ heldur fræðslufund fimmtudaginn 30. janúar kl. 20.30 í Komhlöðunni, Bankastræti 2, og er fundarefnið: Grískar goðsögur í máli og myndum. Fyrst mun Kristján Ámason, for- maður félagsins, flytja forspjall um goðsögur almennt en einkum þátt þeirra í bókmenntum. Síðan mun Helga Bachmann, leikkona, lesa upp og loks flytur Hrafnhildur Schram, listfræðingur, erindi með litskyggn- um um grískar goðsögur í myndlist Vesturlanda. Fundurinn er öllum opinn. LEIÐRÉTT Röng höfundarmynd í MORGUNBLAÐ- INU sl. laugardag (bls. 34) birtist grein eftir Birgi Rafn Jónsson, varaformann Fé- lags íslenzkra stór- kaupmanna, undir yfírskriftinni „Steinum bætt í múrinn“. Með greininni birtist röng höfundarmynd. Blaðið biður hlutaðeigendur velvirð- ingar á þessum mistökum. Rétt höf- undarmynd fylgir hér með. Birgir Rafn Jónsson VEGNA fréttar Morgunblaðsins laugardaginn 25. janúar um samn- inga Verkamannasambands ís- lands, Landssambands íslenskra verslunarmanna, Rafiðnaðarsam- bands íslands og Samiðnar, lands: sambands iðnfélaga, við VSÍ vegna Pósts og síma hf. vill samn- inganefnd þessara landssambanda koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemd: „Fyrsti fundur samninganefnd- ar landssambanda með samninga- mönnum VSÍ og formanni samn- inganefndar Pósts og síma hf., um kjarasamning vegna starfs- manna sem eru félagar innan ASÍ, var föstudaginn 25. febrúar. Fundur þessi stóð í 45 mínútur og þar lagði samninganefnd landssambanda fram drög að kja- rasamningi fyrir félagsmenn sína. A þessum fundi var óskað upplýs- inga um hvaða störf hjá Pósti og síma hf. VSÍ hefði samningsum- boð fyrir. Það var tekið fram af okkar hálfu að ekki væru neinar Athugasemd vegna kjaraviðræðna við VSÍ vegna Pósts og síma hf. hugmyndir um að krefjast þess að félagar í Póstmannafélagi ís- lands og Félagi íslenskra síma- manna gerðust félagsmenn í fé- lögum innan ASÍ. Þessu til stað- festingar var lögð fram meðfylgj- andi yfirlýsing sem samin var í viðræðum undirnefndar samn: inganefndar landssambanda ASÍ og formanna þessara félaga, sem undirstrikar að landssambönd ASÍ hafa engin áform um að hafa afskipti af starfsemi FÍS og Fé- lags póstmanna heldur þvert á móti boðið þeim upp á samvinnu um kjarasamningamál á jafnrétt- isgrundvelli. Á áðumefndum fundi óskaði samninganefnd VSÍ eftir tíma til að skoða samningsdrög þau sem lögð voru fram af landssambönd- um ASÍ. Þeir hefðu ekki samn- ingsumboð frá Pósti og síma hf. til að semja um störf skrifstofu- fólks. Þeim var bent á að þeir hefðu enn ekki svarað bréfi Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur sem varðar forgangsréttarákvæði í samningum verslunarmanna við VSÍ og fyrr en það lægi fyrir og hvaða störf þeir hefðu samnings- umboð fyrir væru slíkir fyrirvarar óljósir. VSÍ kvaðst mundu hafa samband þegar þeir væru tilbúnir til frekari viðræðna. Það er því ljóst að samninganefnd VSÍ fyrir Póst og síma hf. hefur ekki hafnað gerð kjarasamnings við landssam- bönd innan ASÍ vegna Pósts og síma hf. Það er skoðun samninganefndar landssambanda ASÍ að það sé bæði heppilegra og eðlilegra að í framtíðinni fari kjarasamninga- gerð vegna Pósts og síma hf. fram við samningaborðið en ekki í fjöl- miðlum.“ Yfirlýsing „Neðangreindir aðilar gera með sér samkomulag um að standa saman að gerð kjarasamnings við Póst og síma hf. Samkomulagið grundvallast á neðangreindum at- riðum. Aðilar samkomulagsins munu sameiginlega gera einn kjara- samning sem gildir fyrir alla fé- lagsmenn þeirra sem koma til með að starfa hjá Pósti og síma hf. Aðilar samkomulagsins munu við afgreiðslu hins sameiginlega kjarasamnings láta fara fram sameiginlega skriflega atkvæða- greiðslu. Aðilar samkomulagsins munu láta fara fram sameiginlega at- kvæðagreiðslu um afstöðu starfs- manna til verkfallsboðunar. Aðilar samkomulagsins eru meðvitaðir um ágreining sem varðar forgangsrétt kjarasamn- inga en munu hver fyrir sig virða núverandi skipan mála á meðan sameiginlegur heildarkjarasamn- ingur er í gildi. Á samningstíman- um munu aðilar þessa samkomu- lags leita Ieiða til að eyða þeim tilfellum ágreinings, sem uppi hef- ur verið. Yfirlýsing þessi gildir meðan gerður er sameiginlegur heildar- kjarasamningur við Póst og síma hf., þó aldrei skemur en þijú ár frá dagsetningu kjarasamnings. Æski einhver aðili yfirlýsingarinn- ar að segja sig frá henni skal það gert með minnst sex mánaða fyrir- vara áður en hún fellur næst úr gildi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.