Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 56
' >
43YUNDJII
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
m Tæknivai
SKEIFUNNI 17
SÍMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKIAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NÉTFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Enn hækk-
ar fola-
^ tollurinn
hjá Orra
FOLATOLLURINN undir stóðhest-
inn Orra frá Þúfu var hækkaður í
70 þúsund krónur á fundi Orrafé-
lagsins sem er sameignarfélag um
hestinn. Er hér um 10 þúsund króna
hækkun að ræða frá síðasta ári og
er Orri því enn sem fyrr langdýrasti
hestur landsins.
Ákveðið var að fjölga utanaðkom-
andi hryssum, sem aðgang fá að
hestinum, úr tíu í fimmtán á þessu
ári en fækka þeim í fimm á næsta
ári sem er landsmótsár. Líklegt þyk-
ir að Orri verði sýndur til heiðurs-
verðlauna fyrir afkvæmi á landsmót-
inu. Eignarhlutirnir í Orra eru sex-
tíu og gefur hver hlutur rétt á einni
hryssu undir hestinn árlega. Alls
hafa því um sjötíu hryssur verið
leiddar undir hestinn árlega en verða
nú sjötíu og fimm.
Þá hafnaði fundurinn ósk Hrossa-
ræktarsamtaka Suðurlands um að
tekið yrði sæði úr hestinum á stóð-
hestastöðinni í Gunnarsholti.
■ Hestaþáttur/39
Lofsamlegur dómur um Sjálfstætt
fólk í The Washington Post
Hefur næstum allt
sem sögu má prýða
„SJÁLFSTÆTT fólk hefur næst- [ Sóllilju vera
um allt, sem skáldsögu má prýða: IjF ij áhrifamiklar
Meistaralegt sögusvið, persónur, y - | persónur en
sem fanga hug lesandans, ástríðu- pSa'iMP' íýsingar Lax-
þunga, mikla breidd og frásagnar- *•. ness á aukaper-
kraft. Þýðingin er listrænt afrek Jj sónunum séu
í óbundnu máli ensku." Svo segir ' Jtt jafnvel enn list-
m.a. í ritdómi um skáldsögu Hall- rænni. Nefnir
dórs Laxness, Sjálfstætt fólk, sem hann sem dæmi
kom nýlega út í Bandaríkjunum Rauðsmýrar-
öðru sinni í þýðingu J.A. Thomp- frúna, „en lofsöngur hennar um
sons. Ritdómurinn birtist í The íslenska bændastétt er snilldarleg
Washington Post 12. janúar sl. og lýsing á skinhelgi, sem minnir
er höfundur hans ritstjórinn og mest á Pecksniff hjá Dickens".
rithöfundurinn Dennis Drabelle. Og Drabell segir einnig m.a.:
Brad Leithauser, sem skrifar „Jafnvel í þýðingunni leynir sér
formálann, talar um hana sem ekki, að Laxness er frábær rithöf-
„bók lífs míns“; að mati E. Annie undur. Hann getur sagt ýmsan
Proulx er hún ein af „tíu bestu sannleik, sem ekki liggur í augum
bókum allra tíma“ og Jane Smiley uppi, með fáum orðum. Mælska
telur hana „eitt af bestu ritverkum hans rís þó einna hæst þegar hann
tuttugustu aldar“. Segist Drabelle lýsir landinu og veðrinu."
fagna því að fá tækifæri til að Og dóminum lýkur svo: „Það
bætast í þennan hóp. er gott að fá hann aftur.“
Drabelle rekur efni sögunnar og ---------------------
segir svo feðginin Bjart og Ástu ■ Kraftbirting/22
Lokafrá-
gangur í
Helguvík
„ VIÐ vonumst til að geta
byijað að bræða þegar
loðnan kemur, eftir hálfan
mánuð eða þijár vikur,“
segir Þórður Jónsson
rekstrarstjóri SR-mjöls hf.,
en hann sljórnar byggingu
nýrrar loðnuverksmiðju
fyrirtækisins í Helguvík á
Reykjanesi. Framkvæmdir
við verksmiðjuna hófust
snemma á síðasta ári en nú
er uppsetningu hennar að
mestu lokið og þessa dagana
er unnið að lokafrágangi,
verið er að ganga frá rörum
og reynslukeyra vélar. Nýja
verksmiðjan er byggð inni í
gijótnámu við Helguvíkur-
höfn og er með 16-20 metra
háa klettaveggi á þijá vegu.
í gær var meðal annars verið
að vinna við dæluhús í hrá-
efnisþró. Fyrir ofan smiðina
sést innsiglingarmerki á
hamraveggnum.
Samkeppnisráð
Flugleið-
umsett
skilyrði
FLUGLEIÐIR hf. hafa tilkynnt
Samkeppnisstofnun að félagið
hyggist nýta sér kauprétt að
afganginum af hlutafé í Ferða-
skrifstofu Islands en áður hafði
félagið keypt þriðjungshlut í
fyrirtækinu. Samkeppnisráð
kemst að þeirri niðurstöðu að
kaup Flugleiða feli í sér yfír-
töku á Ferðaskrifstofu íslands
og hefur sett félaginu skilyrði
í níu liðum.
Meðal skilyrðanna er að
Ferðaskrifstofan starfi áfram
sem sjálfstætt fyrirtæki. Flug-
leiðum er óheimilt að veita
Ferðaskrifstofunni mikilvægar
viðskiptalegar upplýsingar
nema keppinautum standi þær
einnig til boða. Þá skulu keppi-
nautum Ferðaskrifstofu Is-
lands tryggð sambærileg við-
skiptakjör og dótturfélög Flug-
leiða njóta hjá Flugleiðum í
sölu og skipulagningu ferða.
■ Skilyrði/10
T~I*
Kjarasamningar í Danmörku breytast
Stöðugt fleiri gera
vinnustaðasamninga
STOÐUGT fleiri stéttarfélög í Dan-
mörku hafa kosið að semja við vinnu-
veitendur um launakjör starfsmanna
í vinnustaðasamningum. Hans Skov
Christensen, framkvæmdastjóri
landssambands iðnrekenda, Dansk
Industri, segir að þetta sýni að stétt-
arfélögin telji að þau nái betri
árangri í vinnustaðasamningum en
í samningum um hefðbundið taxta-
launakerfi.
Um 90% af öllum samningum sem
Dansk Industri gerir, en þau eru
stærstu samtök atvinnurekenda í
Danmörku, eru gerðir samkvæmt
kerfi vinnustaðasamninga. Fyrir
10-15 árum var þetta hlutfall um
50%.
Dines Schmidt Nielsen, yfirhag-
fræðingur samtaka danskra málm-
iðnaðarmanna, segir að reynslan af
vinnustaðasamningunum sé góð.
Þeir tryggi ákveðinn sveigjanleika
sem sé nauðsynlegur á dönskum
vinnumarkaði.
í síðustu aðalkjarasamningum,
sem voru undirritaðir 10 dögum áður
en eldri samningar runnu úr gildi,
var samið um aukinn sveigjanleika í
vinnutíma. Schmidt Nielsen segir að
starfsmenn í einstökum fyrirtækjum
semji um hagræðingu sem hlýst af
sveigjanlegri vinnutíma og fái þannig
hlutdeild í hagræðingunni.
Morgunblaðið kynnti sér í síðustu
viku vinnustaðasamninga í Dan-
mörku og ræddi við forystumenn á
dönskum vinnumarkaði. Fyrsta um-
fjöllunin af þremur um þetta efni
birtist í blaðinu í dag.
■ Samningar eru/28-29
Morgunblaðið/Kristinn
Krapaflóð féllu úr tveimur giljum fyrir ofan Bíldudal
Stór hluti íbúa
gisti í frystihúsinu
MEGINHLUTI húsa á Bíldudal var
rýmdur í gærkvöldi og íbúum þeirra
safnað saman í frystihúsi staðarins
eftir að tvö krapaflóð féllu úr giljum
fyrir ofan bæinn í miklu vatnsveðri
án þess að valda mannskaða eða
eignatjóni.
Þórólfur Halldórsson sýslumaður
á Patreksfirði sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að búið
væri að ganga úr skugga um að
enginn maður hefði lent í flóðunum
og að þau hefðu ekki valdið neinu
eignatjóni en þó fór aur og vatn í
kjallara tveggja verslunarhúsa þegar
fyrra flóðið féll. Það var vatnsflóð
sem féll úr Búðagili um kl. 20.45
en hið seinna féll úr Gilsbakkagili,
sem er innar í firðinum, um það bil
klukkustund síðar. Fyrra flóðið var
fremur lítið vatnsflóð en hið seinna
féll yfir veg og í sjó fram og er tal-
ið að það hafi verið um það bil 30
metra breitt og 4-5 metra hátt.
Tveir lögreglumenn frá Patreks-
firði fóru yfir til Bíldudals eftir að
fyrra flóðið féll og voru komnir á
staðinn þegar það síðara féll. Auk
þeirra unnu björgunarsveitarmenn á
Bíldudal að því að rýma hús á staðn-
um fram á nótt.
Hús rýmd í öryggisskyni
Að sögn Þórólfs Halldórssonar
sýslumanns var gripið á það ráð að
rýma hús í öryggisskyni. Fólk var
flutt í frystihúsið þar sem komið var
upp fjöldahjálparstöð.
Slagveður var á Bíldudal og erfitt
að meta aðstæður og snjósöfnun í
nokkrum giljum milli þeirra tveggja
sem hafa rutt sig, að sögn sýslu-
manns, en Bílddælingar sem rætt var
við í gærkvöldi minntust þess að úr
gili milli þessara tveggja hefðu áður
fallið skriður og valdið eignatjóni.
Ungmenni
börðu mann
í Laugardal
HÓPUR ungmenna réðst á mann
um tvítugt í Laugardal um klukk-
an níu í gærkvöldi og gekk í
skrokk á honum svo hann var
fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.
Um miðnætti í gær sagði Jón
Baldursson yfirlæknir á slysadeild
að maðurinn væri illa leikinn og
lemstraður en óbrotinn. „Það er
hins vegar ekki að þakka þeim sem
réðust á hann,“ sagði Jón.
Að sögn lögreglu voru árásar-
mennirnir á bak og burt þegar
komið var að manninum meðvit-
undarlausum. Tildrög árásarinnar
voru óljós í gær en maðurinn hafði
verið á ferð á göngustíg í grennd
við skautasvellið í Laugardal þeg-
ar á hann var ráðist.