Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 1
80 SÍÐUR B/C
30. TBL. 85. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
SERBNESKIR óeirðalögreglumenn girtu af útifund tugþúsunda stjórnarandstæðinga í miðborg Belgrad.
Stjórnarandstaðan heldur áfram mótmælum í Belgrad
Tilslökun Serbíu-
forseta tortryggð
Belgrad. Reuter.
ÞUSUNDIR stjómarandstæðinga
efndu til mótmæla á götum Belgrad
í gær þrátt fyrir tilslökun Slobodans
Milosevic, forseta Serbíu, sem ákvað
á þriðjudag að láta þingið setja sér-
stök lög til að viðurkenna úrslit sveit-
arstjómarkosninganna í nóvember.
Viðbrögð ráðamanna á Vesturlöndum
við ákvörðun forsetans voru varfæm-
isleg og serbneskir sérfræðingar efuð-
ust um að hún stæðist stjómarskrána.
Um 20.000 háskólanemar gengu
um miðborg Belgrad án afskipta ör-
yggislögreglunnar, sem réðst á
stjómarandstæðinga á mótmæla-
göngu í serbnesku höfuðborginni
fyrr í vikunni. Lögreglumenn, vopn-
aðir rifflum, stöðvuðu hins vegar
mótmælagöngu á vegum stjórnar-
andstöðuflokkanna.
Viðbrögðin við tilslökun Milosevic
einkenndust af varfærni og tor-
tryggni. Bandaríkjastjóm fagnaði
tilslökuninni sem „fýrsta skrefi í rétta
átt“. Utanríkisráðherrar Norðurland-
anna, sem vom á fundi í Ósló, tóku
í sama streng en bættu við að þeir
myndu halda áfram að hvetja Serbíu-
stjórn til að virða mannréttindi.
„Ég vona að þetta sé ekki aðferð
til að vinna tíma,“ sagði Herve de
Charette, utanríkisráðherra Frakk-
lands, eftir að hafa boðið þremur
helstu leiðtogum serbnesku stjórnar-
andstöðunnar til viðræðna í París í
dag.
Stjórnlagasérfræðingar í Serbíu
sögðust í gær efast um að ákvörðun
Milosevic stæðist stjórnarskrána.
Slobodan Vucetic, dómari í stjóm-
lagadómstólnum, sagði að forsetan-
um væri heimilt að fela dómstólunum
að skera úr um kosningadeiluna, en
hann gæti ekki fyrirskipað þinginu
að hafa afskipti af henni.
Krefjast fjölmiðlafrelsis
Drago Hiber, formaður laganefnd-
ar stjómarandstöðunnar, sagði að
Milosevic væri augljóslega að reyna
að tryggja sér gálgafrest og láta líta
út fyrir að serbnesk stjómvöld vildu
leysa deiluna. Hann kvaðst búast við
frekara þjarki um niðurstöðu sendi-
nefndar OSE og „hvað þessi sérstöku
lög eigi að viðurkenna". Zajedno,
bandalag serbneskra stjómarand-
stöðuflokka, segist ætla að halda
mótmælunum áfram þar til Milosevic
verði við öllum kröfum bandalagsins.
Samskipti NATO og Rússa
Leiðtogíirnir
liðki fyrir
París. Reuter.
JACQUES Chirac Frakklandsforseti
hefur komið á flot þeirri hugmynd,
að fímmvelda leiðtogafundur verði
haldinn í París í apríl til þess að
leggja drög að framtíðar-öryggis-
kerfi Evrópu. Nýtur tillagan stuðn-
ings Þjóðveija en það stendur eða
fellur með afstöðu Bandaríkjamanna
hvort af fundinum verður.
Megintilgangur fundarins er að
móta helstu þætti samkomulags er
auðvelda ætti Rússum að fallast á
stækkun Atlantshafsbandalagsins
(NATO). Jarðvegurinn yrði því und-
irbúinn fyrir leiðtogafund NATO í
Madríd í júlí í sumar.
Á Parísarfundinum er ætlunin að
bjóða Rússum tryggingar á sviði ör-
yggismála, undantekningar frá
samningum um vígbúnaðartakmörk-
un og að samskipti þeirra við vestúr-
veldin verði efld og treyst.
Stjómarerindrekar sögðu að fund-
ur leiðtoga Bandaríkjanna, Rúss-
lands, Frakklands, Þýskalands og
Bretlands yrði aldrei að veruleika
nema áður væru góðar líkur á um-
talsverðri niðurstöðu. Ekki heldur ef
einhverjum hinna NATO-ríkjanna
fyndist framhjá sér gengið með því
að vera ekki boðin þátttaka. Hermt
er, að ítölum svíði einkanlega að
vera útilokaðir frá samningaumleit-
unum iðnaðarstórvelda.
Sömuleiðis munu Hollendingar og
Danir enn móðgaðir yfir að hafa
verið útilokaðir frá fimmveldahópn-
um sem tók allar mikilvægustu
ákvarðanirnar um framtíð ríkja
gömlu Júgóslavíu.
Oruglað sjónvarp frá
íþróttaviðburðum
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins (ESB) Iagði í gær
fram nýjar tillögur er tryggja
ættu að almenningur gæti fylgst
með stórviðburðum á sviði íþrótta
án þess að þurfa að borga sérstak-
lega fyrir.
Áskriftarsjónvarpsstöðvar sem
keypt hafa einkarétt á útsending-
um frá viðburðum á borð við
ólympíuleika og heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu verða
samkvæmt áformum ESB að
senda efni út óruglað eða á sér-
stakri rás, sem allir hafa aðgang
að.
Til þess að koma til fram-
kvæmda verða tillögurnar að öðl-
ast samþykki ríkisstjórna aðildar-
ríkja ESB og ná fram að ganga á
Evrópuþinginu. Þar hefur verið
varað við því að verðstríð vegna
kapphlaups áskriftarsjónvarps-
stöðva um útsendingar frá mikil-
vægum viðburðum gæti leitt til
gjaldtöku fyrir horfun.
Framkvæmdastjómin leggur til,
að í stað einhliða tilskipunar um
ómglaðar útsendingar verði
ákvörðun um þær að byggjast á
gagnkvæmu samkomulagi. Að
vissu marki yrði það yfirvalda í
hveiju ríki fyrir sig að ákveða
hvaða íþróttaviðburðir, innlendir,
evrópskir eða á heimsvísu, varði
þorra almennings. En til þess að
fólk geti horft ókeypis á þá verða
sjónvarpsfyrirtækin að samþykkja
það. Fyrirkomulag af þessu tagi
um gagnkvæmar ókeypis og ótrufl-
aðar útsendingar er við lýði milli
Breta, Frakka og Beiga og nær
m.a. til Wimbledon-tennismótsins
og Tour de France-hjólreiðakeppn-
innar.
í tillögunum er reynt að fara
milliveg milli hagsmuna almenn-
ings, íþróttasamtaka og sjónvarps-
stöðva. Eftir sem áður verður
einkaréttur til útsendinga tryggð-
ur og stöðvamar geta því hagnast
á sölu auglýsinga og kostunar.
Norðurlöndin
styðja Brundtland
Ósló. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norð-
urlandanna lýstu í gær yfir stuðn-
ingi við Gro Harlem Brundtland,
fyrrverandi forsætisráðherra Nor-
egs, í nýtt embætti hjá Sameinuðu
þjóðunum, sem heyra á beint undir
Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ,
og fyrirhugað er að stofna. Þetta
kom fram á blaðamannafundi ráð-
herranna í Ósló í gær.
Arbeiderbladet birti í gær frétt
þar sem fullyrt var að Annan hefði
boðið Brundtland að gerast næstráð-
andi sinn en þau áttu fund í New
York um miðjan janúar.
Utanríkisráðherrar Svíþjóðar og
Danmerkur settu í gær þann fyrir-
vara að embættið væri ekki enn til
formlega. Sá síðarnefndi, Niels Hel-
veg Petersen, gaf einnig til kynna
að Norðurlöndin væru reiðubúin að
styðja Brundtland í annað embætti,
sem yfirmann Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO), en nýr
yfirmaður hennar verður ráðinn í
vor eða sumar.
Nafn Brundtland hefur áður verið
nefnt í tengslum við WHO, en hún
er læknir að mennt og býr yfir mik-
illi pólitískri og alþjóðlegri reynslu.
ÚKRAÍNSKIR kennarar hrópa
slagorð í mótmælagöngu í
Kænugarði í gær. Um 500 kenn-
Krefjast van-
goldinna launa
Reuter
arar tóku þátt í aðgerðum í
borginni og kröfðust vangold-
inna margra mánaða launa.