Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Utandagskrárumræður á Alþingi um kynferðislega misnotkun á börnum Kannað hvern- ig efla má með- ferðarúrræði FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að fela Bamavemdarstofu að gera tillögur um hvernig efla megi meðferðarúrræði fyrir börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi. Þetta kom fram í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær um kynferðislega misnotkun á bömum, en þar beindi Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Þjóðvaka, spurningum til dómsmálaráðherra og félags- málaráðherra í kjölfar upplýsinga sem fram hafa komið I skriflegu svari félagsmálaráðherra við fyrir- spurn hennar um kynferðislega mis- notkun á bömum. Sagði Jóhanna þær upplýsingar sýna að sérstaklega þurfí að skoða og vinna að úrbótum á þeim þætti sem snýr að stöðu brotaþola kyn- ferðisofbeldis í réttarkerfinu, og að bæta verulega stuðning og meðferð- arúrræði sem fómarlömbum kyn- ferðisafbrota standa nú til boða. Hún sagði að kynferðisleg misnotkun á bömum væri einn alvarlegasti glæp- ur sem framinn er og því sé mikil- vægt að Alþingi ásamt fram- kvæmdavaldinu geti í samvinnu komið fram með aðgerðir sem leiði til úrbóta á þessu ófremdarástandi. „Staða þessara mála er mjög al- varleg og ógnvekjandi þegar fyrir liggur að barnaverndamefndir hafi haft 465 mál til meðferðar þar sem 560 börn hafi komið við sögu eða 112 á hveiju ári. Ekki síst er hún alvarleg þegar allar erlendar rann- sóknir sýna að einungis lítill hluti þessara mála komi fram í opinberum gögnum og engin ástæða til að ætla að staðan sé önnur hér á landi en annars staðar," sagði Jóhanna. Rannsóknir samræmdar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði mikilvægt að samfélagið reyndi að taka hart og skynsamlega á kynferðislegu ofbeldi gagnvart bömum. Hann sagði að leitast hefði verið við að samræma rannsóknar- aðferðir í málum er varða meint kynferðisafbrot gagnvart bömum, en um meðferð slíkra mála væri farið eftir lögum um meðferð opin- berra mála. Þann 1. júlí næstkom- andi taka gildi ný lögreglulög og samkvæmt þeim verður sett á fót embætti ríkislögreglustjóra, sem Þorsteinn sagði að hefði m.a. það hlutverk að samræma lögreglurann- sóknir í brotamálum, og að því væri stefnt að umræddum málaflokki yrði gerð rækileg skil í því samræmingar- starfi sem fyrir höndum er og nú væri verið að vinna að. Þá sagði Þorsteinn að ákveðið hefði verið að næsta stóra verkefni réttarfarsnefndar, sem væri að ljúka endurskoðun á dómstólalögum, yrði heildarendurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála. Barnaverndarnefndir efldar í máli Páls Péturssonar félags- málaráðherra kom m.a. fram að hluti meðferðarúrræða fyrir börn sem beitt hefðu verið kynferðislegu of- beldi væri á verksviði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, þ.e. bama- og unglingageðdeildir og geðlækningar sem geti komið til í kjölfar slíkra afbrota. „Barnaverndarlögin eru í endur- skoðun og ég tel að það sé einboðið að huga að þeim þætti sem snýr að fómarlömbum kynferðisofbeldis í þeirri endurskoðun. Ég tel að það þurfi að efla bamavemdamefndirn- ar mjög en þeim hefur fækkað um helming frá því bamaverndarlögin tóku gildi 1993, en það þarf enn að fækka þeim og efla þær með samein- ingu á stærra svæði,“ sagði Páll. „Hér er um stóralvarlega glæpi að ræða. Þetta gengur næst morði að mínum dómi. Meginatriðið væri auðvitað að koma í veg fyrir að glæpimir séu framdir og reyna að hafa áhrif á þá sem hafa tilhneig- ingu til að fremja svona svívirðu," sagði félagsmálaráðherra. Hólmaborgin land- aði 2.600 tonnum HÓLMABORG SU landaði me- tafla á Eskifirði í gær en skipið kom í land með fullfermi, í fyrsta skipti eftir breytingarnar í haust, með alls um 2.600 tonn af loðnu eftir eina veiðiferð. Aflinn fékkst í níu köstum. Þar með bætti Þorsteinn Krist- jánsson, skipstjóri, tveggja daga gamalt eigið íslandsmet en 1.910 tonnum var landað úr Hólma- borginni á mánudag. Áætla má að aflaverðmæti þessarar einu veiðiferðar sé nálægt 17 milljón- um króna. Mjög góð loðnuveiði var á mið- unum gmnnt austur af Stokknesi í fyrradag en skipin gátu lítið verið að í gær vegna veðurs. Loðnan úr Hólmaborginni fór öll í bræðslu vegna átu. Nú færðu 1 i n s u r i Linsunni Fagleg ráögjöf. LIN^AN Góö þjónusta. a * a i s t r » t i b FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX MAÐUR viljar bifreiðar sinnar við Sandgerði í gær, eftir að versta veðrið var gengið yfir. Læg'ðin myndaðist í köldu lofti við Nýfundnaland LÆGÐIN sem gekk yfír landið í gær myndaðist í köldu lofti vestur af Nýfundnalandi. Einar Svein- bjömsson veðurfræðingur segir að gjaman sé einkenni á slíkum lægð- um að þær verði mjög brattar en ekki stórar um sig. „Lægðin kom upp að landinu á vondum stað við suðvesturströnd- ina. Samfara skilum á undan lægð- inni fór að snjóa á þriðjudagskvöld og varð mjög blint á Suðurlandi frá kl. 22 og mestalla nóttina," sagði Einar. Einar sagði að um fótaferðatíma i í gærmorgun hefði verið hið skap- legasta veður, svikalogn eins og kallað er, en þá var lægðarmiðjan yfir höfuðborgarsvæðinu. „Lægðin var þá orðin mjög hæg- fara og djúp og var tvískipt um tímar. Það var kalt allt í kringum hana í háloftunum og ekkert sem ýtti á eftir henni yfír landið. Vest- j anóveðrið með éljunum og skaf- I renningnum um hádegisbilið getur skrifast á reikning hala lægðarinn- ) ar. í halanum og sunnan hans var mjög vont veður,“ sagði Einar. Eyðist í dag Því var spáð seinnipartinn í gær að lægðin staðnæmdist skammt vestur af landinu sem þýddi að hali lægðarinnar yrði yfir landinu suðvestan- og vestanverðu. Lægðin átti síðan að grynnast í nótt og í dag og eyðast. Spáð er að næsta lægð fari austan við landið og valdi norðanátt með skaplegu veðri á GERVITUNGLAMYND sem tekin var klukkan 13.30 í gær sýn- Suðurlandi en versnandi á Norður- ir hala lægðarinnar yfir sunnanverðu landinu. landi. Skil á vaski framlengd EMBÆTTI Ríkisskattstjóra auglýsti í gær að framteljendur virðisauka- skatts mættu fresta skilum á honum um einn dag, vegna óveðurs á land- inu. Snorri Olsen ríkisskattstjóri seg- ir þetta einstakt dæmi og hann efíst um að það hafi fordæmisgildi. Skila- dagur var 5. febrúar, en virðisauka- skattskýrslu má skila í dag þess í stað. Reglan er sú að um leið og fram- teljendur gera skil á virðisaukaskatt- skýrslu, greiði þeir skattinn sem er eðli málsins samkvæmt afskaplega mishár. Snorri segir að spyija megi hvort embættið hafí átt að standa fyrir þessari ákvörðun, enda sé hún frávik frá almennri reglu um fram- kvæmd sambærilegra mála. „Þetta er í raun óvenjuleg að- gerð, vegna þess að venjulega metur hver af hinum níu skattstjórum landsins það hvort ástæða sé til að falla frá beitingu álags tímabundið, ef aðstæður eru með þeim hætti að erfítt er að koma greiðslu til skila. Þá getur skattstjóri vikið frá þeirri meginreglu að álagi sé beitt. Seinasta dæmið sem ég man eftir um slíkt kom upp þegar náttúru- hamfarimar urðu á Súðavík. Ég býst við að þessi ákvörðun sé um- deilanleg, en ef aðstæður em með þeim hætti að erfitt er að koma greiðslu til skila, verður skattstjóri að meta það og bregðast við í sam- ræmi.“ Hann kveðst ekki vita hvort hafí verið haft samband við skattstjórana til að athuga hvort þeir hefðu verið sammála frestinum eða ekki, en hann teþ'i eðlilegra að í framtíðinni muni þeir sammælast um að veita slíkan frest, sé vilji fyrir hendi, án afskipta embættis Ríkisskattstjóra. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.