Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR *
VÍÐA þurfti að moka duglega til þess að bílar kæmust leiðar sinnar.
Samgöngiir
úr skorðum
í áhlaupinu
Margir urðu seinir til vinnu í gærmorgnn
vegna ófærðar. Þá voru margir sem komust
alls ekki ferða sinna, hvorki á láði né í lofti,
í einu versta áhlaupi í meira en áratug.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VILBERG Ágústsson yfirverkstjóri snjóruðningsdeildar Gatna-
málastjóra er vel tækjum búinn til þess að fylgjast með öllu,
m.a. hefur hann aðgang að nýjustu veðurtunglamyndum.
SAMGÖNGUR fóru úr skorðum á
Suðvesturlandi þegar kröpp lægð
gekk yfir landið með mikilli snjó-
komu aðfaranótt miðvikudags og
fram eftir degi í gær. Innanlands-
flug lá að langmestu leyti niðri
og truflanir urðu á millilandaflugi
en margir nýttu sér almennings-
samgöngur og skildu bfla sína eft-
ir heima. Þó var nokkuð um að
lögregla þyrfti að fjarlægja van-
búna bíla þar sem þeir lokuðu
vegum eða hindruðu starf snjóm-
okstursmanna sem eru í stöðugri
vinnu við að opna götur og vegi.
Um 40 björgunarsveitarmenn á
höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í
að aðstoða bíleigendur og við að
koma skólabörnum heim úr skóla
og sett var upp sérstök aðgerðar-
stjórn í lögreglustöðinni í Reykja-
vík til þess að sinna þeim málum.
Jafnt fannfergi
um alla borg
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
og sjálfstæðir verktakar í þjónustu
borgarinnar sem áttu að hætta
störfum kl. 11 á þriðjudagskvöld
héldu áfram störfum við snjó-
mokstur fram til kl. 4 um nóttina.
Þá unnu ellefu bílar við að ryðja
götur höfuðborgarinnar og 28
hjólaskóflur og dráttarvélar og
hafði þessi floti engan veginn und-
an snjónum sem kyngdi niður.
Vilberg Ágústsson, yfírverk-
stjóri í snjómokstursdeild Gatna-
málastjóra, segir að versta veðrið
Morgunblaðið/Golli
BÍLAR voru margir hverjir fenntir í kaf þegar eigendur þeirra komu út í gærmorgun.
hafí skollið á rétt upp úr miðnætti
aðfaranótt miðvikudags en upp úr
kl. 4 hafi dregið úr mesta vindinum
og tekið að snjóa mikið frameftir
morgni. „Það er eiginlega ekki
hægt að taka neinn einn stað út
úr, það hefur verið jafnt fannfergi
um alla borgina. Það hefur verið
lítið verra í úthverfunum en í vest-
urbænum,“ sagði Vilberg.
Búið var að opna leiðir strætis-
vagna strax þegar þeir byrjuðu
að ganga kl. sjö um morguninn
og tókst að halda þeim opnum
allan daginn. Mikið óunnið verk
var þó eftir í húsagötum um miðj-
an dag í gær. „Það fer allur dagur-
inn í það og dugar ekki til. Það
bætir alltaf í þetta,“ sagði Vilberg.
Vilberg sagði að það væri alltaf
eitthvað um vanbúna bíla sem
væru til trafala. Vaka hefði verið
fengin til þess að fjarlægja milli
10 og 15 bíla. Vilberg sagði að
þegar svona áhlaup yrði.væri mik-
ið álag á starfsmönnum. Aðeins
aðalgötumar eru mokaðar en íbúð-
areigendur eiga sjálfír að láta
ryðja bílastæði og heimreiðar.
Vilberg hefur starfað í yfír tutt-
ugu ár hjá Gatnamálastjóra og
.íann segir að þetta sé ekki versta
áhlaup sem komið hafi. „Verra var
það 1983 og 1984. Þá kom mikið
skot en reyndar er þetta ekki yfir-
staðið núna.“
Þórir Þórðarson, verkstjóri hjá
Vegagerðinni, hafði sömu sögu að
segja og Vilberg. Sólarhringsvakt
var hjá snjómokstursmönnum á
Reykjanesbraut og upp úr kl. 5
aðfaranótt miðvikudags var tækj-
um fjölgað á Hafnarfjarðarvegi
og Suðurnesjum. Hellisheiði var
lokað upp úr kl. 9 í gærmorgun
en búið var að ryðja hana skömmu
áður. Vegagerðin ætlaði að reyna
að halda Þrengslunum opnum en
mjög slæmt veður var á þessum
slóðum og óvíst hvort það tækist.
Sæmilegasta veður var hins vegar
í Hvalfírði og allir vegir opnir þar.
Þórir sagði að helmingi minni
umferð væri á helstu vegum en
hefði verið daginn áður. Aðeins
180 bílar höfðu farið Hellisheiðina
frá því á miðnætti aðfaranótt mið-
vikudags fram til hádegis í gær
og 737 bílar á Reykjanesbraut,
sem er helmingi minna en á venju-
legum degi.
Engar tímaáætlanir
stóðust hjá SVR
Sæmilega gekk að halda áætlun
hjá Bifreiðastöð íslands í Umferð-
armiðstöðinni í gær. Þó gekk erfið-
lega að halda áætlun austur fyrir
fjall og var bíll á leið til Selfoss
fjóra tíma á leiðinni, sem tekur
venjulega einn tíma að aka. Aust-
urleið var fjóra tíma austur á
Hvolsvöll sem tekur jafnan einn
og hálfan tíma að aka. Þrengsla-
vegur og vegarspottinn hjá Litlu
kaffistofunni reyndist mörgum
mestur farartálmi. Veghefill fór
út af veginum við Litlu kaffístof-
una og stöðvaðist öll umferð þar
í um tvo tíma og sömu sögu var
að segja í Þrengslunum, þar sem
var gífurlega snjóþungt. Keflavík-
urrútan var aðeins 20 mínútur á
eftir áætlun en aðeins þurfti að
fella niður eina ferð til Borgamess
og aðra til Selfoss og Þorlákshafn-
ar.
Flugi var aflýst til Vestfjarða
upp úr hádegi í gær en til stóð
að athuga með flug til Norður-
lands, Austfjarða og Vestfjarða
seinnipartinn. Útlitið var þó alls
ekki gott. Tæplega 1.000 manns
biðu eftir flugi í gær, aðallega til
Norðurlands.
Allir vagnar SVR hófu akstur
kl. 6.45 í gærmorgun en allar
tímaáætlanir voru látnar lönd og
leið. Töluvert var um að vagnarn-
ir festu sig í fannferginu og voru
nokkrir dráttarbílar í sérstökum
ferðum til þess að losa vagnana.
Óbyggð svæði í Grafarvogi voru
mesti farartálmi strætisvagnanna
upp úr hádegi í gær enda var
mjög hvasst þar og skóf. Mikil
hálka var einnig á Gullinbrú og
stóð til að dreifa salti þar. Mun
fleiri hafa nýtt sér ferðir strætis-
vagna en áður.
Aðgerðarstjórn
Heiða Ingadóttir, félagi í Flug-
björgunarsveitinni í Reykjavík,
varð fyrir svörum hjá aðgerðar-
stjórn lögreglu. Þátt í starfinu tóku
lögregla, björgunarsveitir,
slökkvilið og starfsmenn Reykja-
víkurborgar. „Við höfum virkjað
saman lögreglu, björgunarsveitir
og stjórnendur ruðningstækja.
Þetta hefur gengið ágætlega en
starfið gengur út á að hreinsa
göturnar, losa bíla og aka bömun-
um heim úr skólum.“
Einnig tóku þátt í starfinu
björgunarsveitir úr Mosfellsbæ.
Mest var um fasta bíla í úthverfum
borgarinnar, en þessi mál vom
komin í gott lag í miðbænum.
Skólahaldi var aflýst í nokkrum
skólum borgarinnar en þó ekki
öllum.