Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 7
VJS / GISQH VIJAH
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 7
Skatturá
jjármagns tekjur
-viðskipti með verðbréf
Hvaða upplýsingar
á að skrá á verðbréf?
Eftir 1. janúar 1997 er skylt að skrá upplýsingar á
verðbréf þegar þau eru seld eða afhent sem greiðsla.
Þetta á við um öll verðbréf, jafnvel þó að um sé að
ræða viðskipti við eða á milli aðila sem undanþegnir
eru greiðslu skatts á fjármagnstekjur.
Við sölu á verðbréfum skal skrá á þau dagsetningu
sölunnar, nafn og kennitölu seljanda og söluverð
(kaupverð í hendi kaupanda).
Hvað telst kaupverð?
Með kaupverði í þessu sambandi er átt
við kaupverð verðbréfsins að viðbættri
umsýsluþóknun vegna kaupanna ef um
hana er að ræða.
Hvað telst söluverð?
Með söluverði er átt við söluandvirði bréfsins
að frádregnum sölukostnaði eða umsýsluþóknun
vegna sölunnar.
Hver á að skrá hvað á bréfin?
... ef ég sel verðbréfin sjálfur?
Svar: Það veltur á hverjum þú selur.
• Ef kaupandinn er skilaskyldur, t.d. verðbréfafyrirtæki,
banki, sparisjóður eða lögmaður er það hann sem sér
um að skrá réttar upplýsingar á bréfið.
• Ef kaupandinn er einhver einstaklingur eða fyrirtæki
sem ekki er skattskylt, sérð þú sjálf(ur) um að skrá
upplýsingarnar á bréfið, þ.e. nafn þitt, kennitölu, söludag
og söluverð.
-... en ef bankinn selur bréfið fyrir okkur?
Svar: Ef skilaskyldur aðili hefur milligöngu með
viðskiptin ber hann ábyrgð á þvíað skrá réttar
upplýsingar á verðbréfið. Hann skráirþá nafn og
kennitölu seljanda, söludag og kaupverðið eins og
það er íhendi kaupanda.
Nánari upplýsingar um skráningu á verðbréf er að finna í Orðsendingu um skatt á fjármagnstekjur nr. 1/1997.
Orðsendinguna er hægt að fá hjá skattstjórum og ríkisskattstjóra.
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI
"r
. _ ^ 4 7. ’ • j
T