Morgunblaðið - 06.02.1997, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
*
Kæra Nemendafélags MHI vegna
heilsuspillandi húsnæðis í Laugarnesi
Ráðherra bíður
niðurstöðu heil-
brigðiseftirlits
KÆRA Nemendafélags Myndlista-
og handíðaskóla íslands vegna hús-
næðis skólans í Laugamesi er til
meðferðar hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur. Nemendurnir telja
húsnæðið heilsuspillandi og krefjast
þess að því verði lokað tafarlaust
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyr/rWINDOWS
Sjáðu nýjan frábæran
hugbúnað:
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
KRINGLAN
Til sölu glæsileg 3ja herb. 99 fm
endaíbúð á 2. hæð.
Yfirbyggðar svalir. Vönduð íbúð
á frábærum stað. Sérinng.
Bílageymsla.
Draumaíbúð fjölmargra.
Verð 10,5 millj.
Fasteignasalan CflRÐUR,
SÍMI 562 1200
Fasteignasalan
É^KJÖRBÝLI
NÝBÝLAVEGUR 14
FAX 5543307 |f
564 1400
NYJAR EIGNIR A SKRA
FURUGRUND - 2JA. Sérlega fal-
leg 56 fm Ib. á 3ju hæð í góðu fjölb.
Paket, góðar innrétt. Ákv. sala. V. 5,5
m.
ÁSTÚN 10 - 3JA. Falleg 80 fm
íbúð á 3ju hæð. Inng. af svölum. Góðar
innrétt. Áhv. 4,1 m. V. 6,8 m.
EFSTIHJALLI - 4RA. Sérl. falleg
86 fm íb. á 2. hæð (efstu). Suðursv.,
norðurútsýni. Nýl. eldhús. V. 7,1 m.
ESPIGERÐI 4-5 HERB. Sérl. fal-
leg 110 fm Ibúð á 8. hæð í eftirsóttu
fjölbýli. Glæsilegt útsýni, stórar stofur.
V. 10,6 m.
GRÆNAMÝRI - SELTJNES.
Glæsileg ný 112 fm efri sérhæð sem
afhendist fullb. án gólfefna. Áhv. 2,5 m
í 25 ára láni. V. 10,6 m.
og gerðar á því nauðsynlegar úr-
bætur.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra segir að kæran muni hafa
sinn gang. „Nemendurnir hljóta að
vilja fá niðurstöðu hjá þeim sem
þeir hafa kært til og mér finnst
alveg sjálfsagt að heilbrigðiseftirlit-
ið fái tækifæri til að gera sínar
athuganir á þessu húsi. Við hljótum
að bíða eftir því. Ef heilbrigðiseftir-
litið telur húsnæðið óhæft verður
því náttúrulega lokað en ég ætla
ekki að fara að taka fram fyrir
hendumar á heilbrigðiseftirlitinu,“
segir menntamálaráðherra.
Reiðubúinn að skoða aðrar
hugmyndir
„Myndlista- og handíðaskóli ís-
lands hefur fram að þessu lagt
höfuðkapp á að fá að vera í þessu
húsi og þegar hreyft hefur verið
hugmyndum um að hann fari eitt-
hvað annað þá hafa menn lagt
mikið kapp á að hann yrði að vera
þarna áfram. Ef hinsvegar koma
upp aðrar hugmyndir, er ég reiðu-
búinn að taka undir og skoða þær,“
segir Björn Bjarnason ennfremur.
Friðrik Friðriksson, heilbrigðis-
fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, segir málið vera í
vinnslu þar. Næsta skref sé að
fara yfir húsnæðið, skoða það og
meta og í framhaldi af því verði
tekin ákvörðun um aðgerðir. Það
verði þó ekki fyrr en á fundi heil-
brigðisnefndar 21. febrúar nk.
. Formaður bygginganefndar
listaháskóla, Þórhallur Arason,
segir að bygginganefndin aðhafist
ekkert í málinu fyrr en mennta-
málaráðuneytið hefur gert upp hug
sinn varðandi framtíðarnýtingu á
húsnæðinu í Laugarnesi.
Stjórn Myndlista- og handíðaskólans
Tímasett áætlun
liggur ekki fyrir
STJÓRN Myndlista- og handíða-
skóla íslands telur rétt að fram
komi eftirfarandi atriði vegna þeirr-
ar athygli sem bágt ástand í
kennsluhúsnæði skólans hefur vak-
ið:
„í byrjun desember brást skóla-
stjóri Myndlista- og handíðaskóla
íslands við ítrekuðum kvörtunum
frá nemendum og starfsfólki skól-
ans um aðbúnað í því húsnæði sem
skólinn leigir í Laugamesi með því
að óska eftir að Vinnueftirlit ríkis-
ins gerði úttekt á húsnæðinu.
Forsaga þessa máls er sú að árið
1992 var skólanum veitt bráða-
birgðaleyfi til starfsemi í hluta SS-
hússins í Laugarnesi að því tilskildu
að framtíðarhúsnæði yrði tekið í
notkun innan þriggja ára. Skólinn
hefur hins vegar ekki hvorki fengið
leyfí né fjárveitingu frá yfirvöldum
til þess að ganga frá þessu framtíð-
arhúsnæði og er því enn starfandi
í ófullgerðu bráðabirgðahúsnæði.
Að úttekt lokinni gerði Vinnueft-
irlit ríkisins kröfu um tafarlausa
úrbætur og tímasetta fram-
kvæmdaáætlun um framtíðarlausn
á húsnæðismálum skólans fyrir 1.
febrúar 1997. Þann 30. janúar sl.
sendi skólastjóri Vinnueftirliti ríkis-
ins bréf þar sem gerð er grein fyr-
ir með hvaða hætti skólinn hafi
komið til móts við kröfur um tafar-
lausar úrbætur.
Enn liggur ekki fyrir tímasett
framkvæmdaáætlun um framtíðar-
lausn á húsnæðisvanda skólans
enda krefst það ákvarðana af hálfu
yfirvalda fjármála og menntamála.
Menntamálaráðherra hefur lýst
fullum vilja til að taka á vanda
skólans og fullvissar stjórnendur
skólans um að af hálfu ráðuneytis-
ins sé verið að vinna að málinu.
Stjórn skólans er skuldbundin til
að tryggja nemendum og starfsfólki
viðunandi starfsumhverfi og treyst-
ir á stuðning sinna yfirvalda til
þess að svo megi verða í nánustu
framtíð.“
Morgunblaðið/Þorkell
Samstarfs-
samningur
umNý-
sköpunar-
keppni
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samstarfssamningur um Ný-
sköpunarkeppni grunnskóla-
nema og stofnun nýsköpunar-
sjóðs milli Kennaraháskóla
Islands, Samtaka iðnaðarins,
íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur, Félags ísl.
smíðakennara, Tækniskóla
íslands og Félags ísl. iðnhönn-
uða. Með breyttu rekstrar-
formi grunnskóla hafa því
nýir aðilar tekið við nýsköp-
unarstarfi grunnskólanna.
Markmiðið er að vekja at-
hygli á frjórri sköpunargáfu
skólanemenda og stuðla að
nýtingu hennar til nýsköpun-
ar.
Hæstiréttur dæmir Tryggingastofnun til að endurgreiða lyfsala
Ríkíð gæti þurft að endur-
greiða yfir 200 milljónir
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
Tryggingastofnun ríkisins til að
endurgreiða ívari Daníelssyni,
fyrrverandi apótekara í Borg-
arapóteki í Reykjavík, 4 milljónir
króna með dráttarvöxtum, alls um
það bil 7 m.kr.
Telur Hæstiréttur að ívar hafi
ekki verið bundinn af ákvörðunum
sem lyfjaverðlagsnefnd tók í jan-
úar og september 1990 um að lyf-
Reykjavík - sérhæð
Fjársterkur kaupandi
Leitum fyrir tvo trausta kaupendur að sérhæð - raðhúsi á verðbilinu
9,5-13,5 millj., sem þegar hafa selt sínar eignir.
Vantar 3ja-4ra herb. - staðgreiðsla
Fjársterkur kaupandi
Höfum kaupanda að 3ja-4ra herb. íbúð. Æskileg staðsetning í
vesturbær, miðbær eða austurbær á verðbilinu 6-8 millj.
Einnig má skoða Kópavog og Foldahverfi í Grafarvogi.
Allar nánari upplýsingar veita Bárður, Ingólfur eða Þórarinn á
Valhöll, fasteignasölu,
sími 588 4477.
sölum væri skylt að veita Trygg-
ingastofnun ríkisins tiltekinn af-
slátt af reikningum vegna skertrar
endurgreiðslu stofnunarinnar til
tiltekinna lyíjaverslana miðað við
veltu þeirra.
Til grundvallar ákvörðun lyfja-
verðlagsnefndar lá að álagning
væri ákveðin hærri en ella þar sem
hún miðaðist við rekstrarskilyrði
apóteka í dreifbýli og því væri tal-
ið eðlilegt að stærri lyfsalar veittu
TR afslætti.
Fjárhæðin sem apótekaranum
var greidd er sú sama og dregin
var af reikningum apóteks hans
til TR vegna ákvörðunar lyfjaverð-
lagsnefndar á árunum 1990 til
1994. Hæstiréttur segir að í
ákvæðum laga sé enga heimild að
finna fyrir lyfjaverðlagsnefnd til
að ákveða mismun á smásöluá-
lagningu lyfja eftir því hvaða lyf-
sali krefði TR um greiðslu hlut-
deildar hennar í söluverði lyfja.
Tók við greiðslum með
fyrirvara
Lyfsalinn hafði gert fyrirvara
við lögmæti ákvörðunar lyfjaverð-
lagsnefndar hverju sinni sem hann
tók við greiðslu reikninga sem
sættu frádrætti samkvæmt
ákvörðununum og segir í dóminum
að maðurinn hafi ekki veitt hinum
umdeildu ákvörðunum samþykki
fyrir sitt leyti og hafi þær ekki
orðið bindandi fyrir hann vegna
þess eins að þær voru teknar með
samþykki fulltrúa lyfsala í nefnd-
mm.
Alls 206,2 m.kr.?
Miðað við þær upplýsingar sem
fram komu í málinu nam afsláttur
þessi 122,3 m.kr. á árunum 1990-
1993. Ekki náðist í taismann
Tryggingastofnunar ríkisins til að
fá upplýsingar um útgjöld síðan í
árslok 1993 en ef miðað er við 42
m.kr. í afslátt hvort áranna 1994
og 1995 - sömu upphæð og nam
afslætti ársins 1993 - er alls um
að ræða 206,4 m.kr.
Samskonar mál tveggja annarra
apótekara bíða nú meðferðar í
Héraðsdómi Reykjavíkur, að sögn
Tryggva Gunnarssonar hæstarétt-
arlögmanns. Hann sagði að svo
stöddu ekki hægt að fullyrða um
þýðingu þess fyrir endurkröfurétt
apótekarans í málinu sem leitt
hefur verið til lykta að hann gerði
fullan fyrirvara við móttöku
greiðslu. Þó teldi hann nýlegt for-
dæmi Hæstaréttar styðja þá túlkun
að menn hefðu ekki glatað rétti
til endurkröfu þótt þeir hefðu ekki
gert fulla fyrirvara.
Biðstaða
Ingolf J. Petersen, formaður
Apótekarafélags íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið að málið
hefði verið rætt á stjórnarfundi í
félaginu í fyrrakvöld. Aðspurður
hvort allir apótekarar mundu nú
gera kröfu til endurgreiðslu sagði
hann að málið væri í biðstöðu
meðan málin tvö sem fyrr voru
nefnd fara í gegnum dómskerfið.
Hæstaréttardómararnir Hjörtur
Torfason, Markús Sigurbjörnsson,
Pétur Kr. Hafstein, Haraldur
Henrysson og Hrafn Bragason
kváðu upp dóminn á fimmtudag.
Tveir þeir síðastnefndu skiluðu
sératkvæði og vildu staðfesta nið-
urstöðu Héraðsdóms sem hafði
hafnað kröfu lyfsalans.