Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga ákveður umfangsmiklar skipulagsbreytingar
Breytingar til að treysta
grnnn landvinnslunnar
Landsbréf
Mikil sölu-
aukning
milli ára
SALA í hlutabréfasjóði Landsbréfa
á Akureyri á árinu 1996 v_ar sjöfalt
meiri en árið á undan. Útibúið á
Akureyri tvöfaldaði einnig hlutdeild
sína í heildarsölu Landsbréfa miðað
við árið 1995.
Önnur útibú á Norðurlandi juku
sölu verulega og var Norðurlandið í
heild með um fimmföldun á sölu.
Heildarsalan í hlutabréfasjóði
Landsbréfa á Norðurlandi nam 115
milljónum króna og þar af um 86
milljónum króna á Akureyri.
Landsbréf _ er dótturfyrirtæki
Landsbanka Islands. Fyrirtækið hóf
starfsemi í upphafi árs 1990 og er
leiðandi í verðbréfaviðskiptum með
innlend og erlend verðbréf. Lands-
bréf hefur undanfarið Iagt áherslu
á að efla starfsemi sína á Norður-
landi m.a. með opnun skrifstofu í
útibúi Landsbankans á Akureyri í
september sl.
STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga
samþykkti á fundi í gær að ráðast
í umfangsmikla endurskipulagningu
á rekstri frystihúsa féiagsins á Dal-
vík og í Hrísey og fjárfesta í nýjum
búnaði og endurbótum á húsum fyr-
ir 150-170 milljónir króna. „Framtíð
landvinnslunnar hefur verið í sí-
felldri skoðun og með þessum breyt-
ingum erum við að treysta grunn
hennar, enda höfum við trú á að
þetta gangi,“ sagði Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, í
samtali við Morgunblaðið.
Frystihús KEA á Dalvík og í Hrís-
ey eru að mörgu leyti svipuð og í
svipaðri vinnslu, þótt húsið á Dalvík
sé mun stærra. „Hugmyndir okkar
ganga út á það að húsið á Dalvík
verði alfarið í bolfiskvinnslu og sjái
um að frysta fisk og hugsanlega
salta. Húsið í Hrísey verður sérhæft
í pökkun og þar áfram unninn koli.
Stórt hlutfall af okkar framleiðslu
fer í smásölupakkningar og þar eru
vaxandi verkefni. í dag taka bæði
húsin á móti hráefni til vinnslu en
í okkar áætlunum verður eingöngu
tekið á móti bolfiski á Dalvík. Þar
verður fiskurinn unninn í frysta bita
sem síðan eru fluttir til Hríseyjar
og pakkað þar í smásölupakkning-
ar.“
Vinna um 5.000
tonn á ári
Magnús Gauti segir nokkrar
ástæður fyrir þessari breytingu á
landvinnslu félagsins, sem hefur
verið rekin með tapi síðustu miss-
eri. „Við höfum það mikið af samn-
ingum í fullunna vöru í neytenda-
umbúðum, að núverandi tækjabún-
aður húsanna annar þessu ekki með
góðu móti og þarf að vinna þar
bæði dag og nótt. Því teljum við það
geta verið hagkvæma fjárfestingu
að sérhæfa húsin og auka fram-
leiðslugetuna í smásölupakkningun-
um.“
Frystihús félagsins hafa unnið um
5.000 tonn af bolfiski á ári. Á Dal-
vík starfa um 80 manns, þar af um
60 manns í frystingunni. í Hrísey
hafa starfsmenn verið um 55 í fryst-
ingu og skreiðarverkun. Magnús
Gauti gerir ráð fyrir að við þessar
breytingar muni starfsfólki fækka í
Hrísey en fjölga frekar á Dalvík.
„Heimamenn í Hrísey munu þó halda
sinni vinnu en við þurfum þá ekki
lengur að fá fólk að, eins og verið
hefur síðustu ár. Á Dalvík verða
unnin um 5.000 tonn á ári við þessa
breytingu í stað 3.000 tonna áður
og því er viðbúið að þar fjölgi starfs-
fólki eitthvað."
Stefnum á haustið
Frystihúsinu á Dalvík verður nán-
ast umbylt við þessar breytingar og
mjög mikil endurnýjun verður á
tækjakosti og er það kostnaðarsam-
asti þátturinn. Húsnæðisbreytingar
í Hrísey verða ekki miklar en tækja-
búnaður í pökkun verður endurnýj-
aður. Magnús Gauti gerir ráð fyrir
að vinnslan verði komin í gang eftir
breytingar í september nk. „I þess-
um áætlunum er gert ráð fyrir
tækjabúnaði sem ekki er á markaði
í dag en er í þróun. Því er nokkur
óvissa í okkar tímaáætlun, en við
stefnum á haustið."
EKKERT verður af ioðnuflokkun hjá
Krossanesverksmiðjunni á þessum
vetri eins og til stóð. Hugmyndin
var að flokka loðnu hjá verksmiðj-
unni, sem síðan yrði fryst á Japans-
markað hjá Útgerðarfélagi Ákur-
eyringa hf. Vegna óhagstæðs tíðarf-
ars síðustu vikur tókst ekki að ljúka
framkvæmdum við að koma upp
aðstöðu fyrir flokkun í Krossanesi.
Jóhann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri Krossanes,, sagði
þessa niðurstöðu ekki svo mjög
bagalega fyrir fyrirtækið, þar sem
útlitið í loðnufyrstingunni væri ekki
eins og gott og menn héldu. „Miðað
við þær fréttir, sem maður hefur,
virðast alveg nógu margir um að
framleiða þessi tonn sem Japanir eru
tilbúnir að kaupa. Þannig að ég held
að skaðinn hjá okkur sé ekki mjög
mikill."
Jóhann Pétur segir stefnt að því
að hefja framkvæmdir þegar hlýnar
með vorinu. Við verksmiðjuna í
Krossanesi á að malbika plan undir
skemmu sem reist verður fyrir
loðnuflokkunina. Fyrsting fyrir Jap-
ansmarkað stendur yfir í 2-3 vikur
en til viðbótar er hægt að frysta
loðnu á markaði, sem ekki eru eins
kröfuharðir, að sögn Jóhanns.
„Þetta hefur ekki verið gert hér
áður og er í raun ákveðin tilraun sem
við erum tilbúnir að gera. Við setjum
upp búnaðinn og það er mögulegt
að farið verði í einhverja loðnuflokk-
un fyrir aðra markaði seinni partinn
í sumar. Ef aðstæður leyfa munum
við grípa það tækifæri sem gefst.“
Eng’in loðnu-
flokkun í vetur
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
STRAX var hafist handa við hreinsun úr rústunum og svo var ráðist í endurbyggingu fjárhússins
Getur þurr húð komist
í gott form?
CLINIQUE
100% ilmefnalaust
Nýjung frá Clinique.
Moisture On-Line fyrirþurra
og viðkvæma húð.
Ný árangursrík leið fyrir þurra húð.
Oflugur rakagjafi sem vinnur
stöðugt að því að metta húðina
Hefur þú þörf fyrir
Ráðgjafi frá Clinique
verður i versluninni dagana
6. og 7. febrúar
frákl 12-17.
af raka og eflir eiginleika hennar
til að varðveita hann. Dregur úr
fínum línum, sléttir og frískar.
Spornar gegn skaðlegum áhrifum
frá umhverfinu.
Moisture On-Line 50 ml verð
kr. 2.925.
Moisture On-Line?
O TTTTT Q
1
H Y G E A
j n yrti v ö ruve r,i l u n
Austurstræti
Þak fauk af fjárhúsi við
Kvíabekk í Olafsfirði
Ólafsfirði. Morgunblaðið.
ÞAK FAUK af 200 kinda_ fjárhúsi
á bænum Kvíabekk í Ólafsfirði
snemma í gærmorgun. Þetta gerð-
ist í sterkri austanátt sem gekk
yfir um nóttina og fram á morgun.
I látunum brotnaði þakið niður og
brak og plötur fuku út um allt
tún. Plöturnar fuku alllanga Ieið
eða rúmlega einn kílómetra sumar
hveijar. Skemmdir á húsinu eru
það miklar að það er talið ónýtt.
Endurbygging þess hófst þegar.
Mildi að kindurnar
voru ekki inni
Einn hestur drapst og er talið
að þakplata hafi fokið á hann og
drepið. Engar kindur voru í húsinu
en þær ganga úti allt árið, nema
í sérlega vondum veðrum. Andrés
Kristinsson bóndi sagði að hann
hefði verið að hugsa um að setja
kindurnar inn deginum áður, en
sem betur fer hafi ekki orðið úr
því. Þær hefðu verið komnar heim
á hlað, en það geri þær alitaf þeg-
ar vont veður er í aðsigi.
Áður skemmdir í austanáttinni
„Ég vaknaði klukkan 6 um
morguninn við veðrið en þá gekk
á með austan byljum, en sú átt
er mjög slæm hér á Kvíabekk,"
sagði Anette Ruck húsfreyja á
Kvíabekk. „Ég hugsa að það hafi
verið um 11-12 vindstig þegar
mest var. Austanáttin er mjög
slæm hér á Kvíabekk og gengur
oft á með slæmum byljum. Það
virðist vera staðbundið því hinum
megin í firðinum koma ekki svona
miklir vindar."
Anette varð ekki vör við
skemmdirnar fyrr en birta tók og
sagðist hún hafa hugað að útihús-
unum strax en það geri hún alltaf
eftir sterka austanátt.
Að sögn Andrésar er þetta ekki
í fyrsta skipti sem skemmdir verða
á Kvíabekk í veðri sem þessu.
Fyrir rúmum þremur árum fauk
þak í heilu lagi af hesthúsi og fyr-
ir 6-7 árum fauk heyvagn, en
bæði atvikin urðu í sterkri austan-
átt. Árið 1888 fauk Kvíabekkjar-
kirkja af í heilu lagi.
ANDRÉS Kristinsson bóndi á Kvíabekk í Ólafsfirði tíndi saman
brak og plötur af þaki fjárhúss síns, en það brotnaði í sterkri
austanátt snemma í gærmorgun.