Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson KVIKMYNDALIÐINU var boðið heim til Eiriks Finns Greipsson- ar og var myndin tekin við það tilefni. Frá vinstri: Robert C. Poole ljósamaður, Jack McDonald framleiðandi, David Pickner tökumaður, Dave Ruddick hljóðmaður, Eiríkur Finnur og Kate Churchill aðstoðarframleiðandi. Mannlíf myndað á Flateyri Flateyri - Á dögunum var stadd- ur hér hópur bandarískra kvik- myndagerðarmanna. Hópurinn kemur frá sjónvarpsstöðinni Nova, sem sérhæfír sig í heim- ildamyndum um vísindi, ferða- lög, og mannlíf. í þessu tilfelli var verið að fjalla um mannlíf á snjóflóðasvæðum víða um heim og er Island eitt þeirra. Hópurinn hafði þegar lokið tökum í Sviss og til stóð að hefja tökur eftir Islandsdvölina í Colorado, á heimaslóðum hópsins. Þegar tökur stóðu sem hæst hér á Flateyri, komust kvikmyndagerðarmennirnir í feitt, því lítinn kóp á ísspöng hafði rekið inn í voginn við aðal- götu bæjarins. Kópurinn var myndaður í bak og fyrir af Bandaríkjamönnunum, og voru þeir nokkuð ánægðir með að hafa náð honum á filmu. Tekin voru viðtöl við þá sem lentu í hremmingum snjóflóðs- ins, og þar á meðal var Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Onfírðinga, en hann og fjölskylda hans misstu hús sitt í flóðinu. Bandaríkjamennirnir létu vel af dvöl sinni hérna þrátt fyrir Ieiðindaveður. Ný lögmanns- stofa á Egilsstöðum Egilsstöðum - Jónas A. Þ. Jónsson lögmaður hefur opnað lögmanns- stofu á Egilsstöðum. Jónas rekur ennfremur stofu á Seyðisfirði sem var opnuð 1. ágúst sl. og Fasteigna- og skipasölu Austurlands á Eskifírði sem hann rekur í félagi við Gísla Auðbergsson lögfræðing. Ástæðuna fyrir opnun lögmanns- stofu á Egilsstöðum segir Jónas vera vegna fjölmargra fyrirspurna og áskorana. Skrifstofan á Egils- stöðum verður til að byija með opin tvo daga í viku. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STARFSMENN Fasteigna- og skipasölu Austurlands og Lög- mannsstofu Jónasar, Gísli Auð- bergsson, Þórarinn Þórhalls- son og Jónas A.Þ. Jónsson. Undirbúningur fyrir opinbera heimskókn til Noregs Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson SÉRA Geir Waage, Ragný Emilsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir og Ólafur Ragnar Grímsson í kaffisamsæti í Reykholti. Forseta- hjóniní Reykholti Borgarfirði - Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttur heimsóttu Reykholt og voru við messu sunnudaginn 2. febrúar. Eins og kunnugt er fara forseta- hjónin í opinbera heimsókn til Nor- egs í febrúar og af því tilefni boð- uðu þau komu sína í Reykholt til að kynna sér staðinn og þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað þar á liðnum árum. Ný kirkja og safnaðarheimili hafa verið tekin í notkun í Reykholti en Snorrastofa er ekki nema fokheld ennþá. í kaffí á eftir messu bauð Guð- laugur Óskarsson, formaður sókn- arnefndar Reykholtssóknar, for- setahjónin velkomin. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson þakkaði fyrir sig og frú Guðrúnu Katrínu og fór nokkrum orðum um það hversu saga Reykholts og Noregs eru samofnar og ekki síður saga Bessastaða og Reykholts en Snorri Sturluson hafði þar bú og átti Bessastaði um tíma. „Illt er að vera konungur Noregs og hafa ekki komið í Reykholt" „Norðmenn eiga Snorra Sturlu- syni margt að þakka þegar rifjuð er upp saga þeirra og það er og verður okkar áhersla að varðveita minningu Snorra Sturlusonar og halda merkjum hans hátt á lofti. Reykholt verður einskonar „Mekka" Norðmanna í framtíðinni. Ólafur Haraldsson Noregskonungur kom í Reykholt bæði sem krónprins og konungur en Haraldur Noregskon- ungur hefur ekki átt því láni að fagna ennþá og þess vega er „illt að vera konungur Noregs og hafa ekki komið í Reykholt", sagði hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir LEIKSKÓLABÖRNIN á Barnabóli sungu og sýndu leikrit í tilefni dagsins, I I ) ) > í i VERKSMIÐJUÚTSALAN Síðustu dagar fimmtudag og Opið ffrá kl. 9-18, laugardag kl. 10-14 SÓLIN SAUMASTOFA NÝBÝLAVEGI 4 DALBREKKUMEGIN KÓPAVOGI SÍMI 554 5800 Leikskólinn á Þórshöfn fagnar 20 ára afmæli Aðeins það besta > fyrir bömin ► Þórshöfn - Opið hús var á leikskól- anum Bamabóli um síðustu helgi og var tilefnið 20 ára afmæli leikskóla- starfsemi hér á Þórshöfn. Rausnar- legar veitingar voru í boði og bömin sungu og léku fyrir gestina. A þessum tuttugu árum hafa miklar breytingar orðið í leikskóla- málum - og allar til batnaðar. í upphafí var leikskólinn til húsa í félagsheimilinu Þórveri - litlum sal sem nefndur er kaffistofan og segir það sig sjálft að það húsnæði var afar óhentugt, oft reykmettað eftir helgarskemmtanir fullorðna fólksins eða nauðsynlegt reyndist að nýta plássið vegna annarrar starfsemi. Ef sú staða kom upp voru börnin einfaldlega úti á meðan. Fyrir sextán árum var starfsemin flutt á neðri hæð hússins á Langanesvegi 14 en í því húsi býr jafnframt elsti starfs- maður leikskólans, Edda Jóhanns- dóttir. Þar var starfsemin með mikl- um blóma þar til loks var flutt í nýtt húsnæði Barnabóls við Fjarðar- veg 5a en bygging hússins hófst árið 1981. Mikil breyting átti sér stað við tilkomu nýja hússins en síðan hefur starfíð vaxið og börnum fjölgað - sem aftur kallaði á aukið húsnæði. Fjölmenni var í afmælinu og skemmtu fullorðnir og böm sér dá- vel - ekki síst vakti það kátínu barn- anna þegar virðulegir foreldrar og kennarar léku lítið leikrit fyrir við- stadda í gervi hinna ýmsu dýra með tilheyrandi dýrahljóðum. Á leikskólanum eru 25 börn Á leikskólanum Bamabóli eru nú fjórir starfsmenn; Fanney Jónsdóttir leikskólastjóri, Anna Jenný Einars- dóttir, Edda Jóhannsdóttir og Sóley Vífílsdóttir. Þar eru nú 25 börn, allt frá eins og hálfs árs aldri til sex ára. Sú breyting hefur orðin í gegn- um tíðina að nú fá börnin heitan I I I mat í hádeginu sem í fyrstu var útbúinn á leikskólanum en fyrir skömmu var ákveðið að samnýta mötuneyti dvalarheimilisins Nausts með leikskólanum og þaðan fá börn- in núna fullkomna heita máltíð í . hádeginu. Það kemur mjög vel út I segir leikskólastjórinn, bæði í kostn- aði og gæðum. k Að sögn Fanneyjar er meira rými 9 fyrir bömin nokkuð aðkallandi eftir því sem þeim hefur fjölgað og ýmis- legt fleira er á óskalistanum. Þrátt fyrir það er óhætt að segja að mál- efni barna á leikskólaaldri hafi sí- fellt þróast í betri átt með hverju ári og áfram stefnt í þá átt. Víst er að allir foreldrar voru sammála Maríu Kristjánsdóttur, formanni leikskólanefndar Barnabóls, í ræðu hennar í lok afmælisins: „Hér viljum við aðeins það besta fyrir börnin okkar.“ Y

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.