Morgunblaðið - 06.02.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 19
Spmngur í Suðurskautinu
TALSMENN Grænfriðunga
skýrðu frá því í gær að liðsmenn
samtakanna hefðu kvikmyndað
stórar sprungur í íshellunni við
jaðar Suðurskautslandsins, sem
bentu til þess að hún væri að
liðast í sundur. Þeir sögðu
sprungurnar í Larsen B-ishell-
unni vera til frekara vitnis um
gróðurhúsaáhrifin á jörðinni.
Norðurhluti Larsen-íshellunnar,
sem kölluð var Larsen A, féll
saman og hvarf snögglega í jan-
úar 1995. Hún var 4.200 ferkíló-
metrar að stærð. Margir vís-
indamenn munu telja líklegt, að
Larsen B-íshellan muni fylgja
Larsen A-íshellunni eftir og
hverfa á næstu fáeinum árum.
Hér sjást tveir grænfriðungar
kanna eina af sprungunum í
Larsen B-íshellunni.
Harriman látin
París. Reuter.
PAMELA Harriman, lést í gær af
völdum heilablæðingar, 76 ára að
aldri. Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, minntist hennar í gær sem
einnar „sérstæðustu og hæfileika-
ríkustu manneskju", sem hann hefði
kynnst um dagana.
Harriman veiktist á mánudags-
kvöld þegar hún' var stödd á Ritz-
hótelinu í París. Var hún strax flutt
á sjúkrahús þar sem hún lést í gær.
Pamela Harriman var ötull stuðn-
ingsmaður Clintons og fékk hún
Harriman
hún drægi sig í
sendiherraemb-
ætti í Frakklandi
fyrir að hafa
safnað saman
nokkrum millj-
ónum dollara í
kosningabarátt-
unni 1992. Hafði
hún gegnt sendi-
herraembættinu
í fjögur ár og
búist var við, að
hlé á þessu ári.
ERLEIMT_________________
Simpson dæmdur
fyrir morð í bótamáli
Reuter
JOHN Kelly, lögfræðingur Brown-fjölskyldunnar, ræðir við
fréttamenn ásamt þeim Louis Brown og Juditha Brown, foreldr-
um Nicole Brown Simpson.
Viðbrögð ráðast
af litarhætti
••
manna — Onnur
réttarhöld
hefjast í dag
Los Angeles. Reuter.
DÓMSTÓLL í Los Angeles úrskurð-
aði í fyrrinótt að O.J. Simpson hefði
verið valdur að dauða fýrrverandi
eiginkonu sinnar, Nicole Simpson,
og vinar hennar, Rons Goldmans.
Höfðað var einkamál á hendur
Simpson eftir að dómstóll sýknaði
hann af ákæru um morðin fyrir
hálfu öðru ári. Þar sem um einka-
mál er að ræða var Simpson ekki
dæmdur til fangavistar en honum
var gert að greiða íjölskyldu Gold-
mans um 8,5 milljónir dala, um 600
milljónir ísl. kr., í bætur. Máli Simp-
sons er hins vegar ekki lokið því á
næstu dögum verður tekið fyrir
annað mál sem fjölskyldumar hafa
höfðað á hendur honum um skaða-
bætur. Blasir gjaldþrot að öllum lík-
indum við þessari fyrrverandi
íþróttastjörnu.
Tárvotar fjölskyldur hinna látnu
fögnuðu dómnum mjög og varð
dómarinn í málinu að áminna þær
um að hafa hljóð í salnum. Simpson
sýndi hins vegar engin svipbrigði
og hélt á brott þegar eftir að dómur-
inn hafði verið kveðinn upp. Fjöl-
skyldurnar tvær sögðu réttlætið
hafa náð fram að ganga og leigðu
hótelsvítu þar sem skálað var í
kampavíni.
Réttarhöldin hafa staðið yfir í
rúma fjóra mánuði. Niðurstaða kvið-
dómsins var einróma en kviðdóm-
endur voru sex daga að komast að
niðurstöðu. Til að úrskurða um sekt
þurftu þeir ekki að komast að ein-
róma niðurstöðu um að enginn vafi
léki á sekt eins og regla er í sakamál-
um, heldur nægði að þeir byggðu
ákvörðun sína á því að yfirgnæfandi
líkur væru á sekt og níu kviðdóm-
endur af tólf væru á einu máli.
Flestir kviðdómenda voru að
þessu sinni hvítir, níu talsins, einn
af asískum uppruna, einn af suður-
amerískum og einn var af asísku
og afrísku bergi brotinn.
Blökkumenn reiðir
Geysilegur mannfjöldi safnaðist
saman fyrir utan dómshúsið og sjón-
O.J. Simpson yfirgefur réttar-
salinn ásamt frænku sinni,
Terri Baker. Honum var gert
að greiða fjölskyldum hinna
látnu 600 milij. kr. í bætur.
varpsstöðvar fylgdust grannt með
gangi mála. Ekki var sjónvarpað
beint frá réttarhöldunum sjálfum.
Viðbrögð almennings eru misjöfn
og fara að mestu eftir litarhætti.
Urskurðurinn hefur vakið hörð við-
brögð hjá mörgum blökkumönnum,
sem fögnuðu á sínum tíma mjög
sýknudómi yfir Simpson en þá var
meirihluti kviðdómenda svartur.
Hafa margir þeirra sagt dóminn
óréttlátan og stórt skref aftur á bak
í réttindabaráttu svartra.
Dómari í málinu bannaði lög-
mönnum Simpsons að draga litar-
hátt hans inn í málið. Hvatti Bill
Clinton Bandaríkjaforseti almenn-
ing til að sýna stillingu og sætta
sig við niðurstöðuna, láta hana ekki
verða til þess að auka bilið á milli
hvítra og svartra.
Mál Simpsons fyrir bandarískum
dómstólum á sér vart fordæmi og
er fátítt að menn, sem hafa verið
sýknaðir af ákæru, séu dregnir fyr-
ir dóm að nýju í einkamáli.
Þrjár milljónir
„ósnertanlegar"
Fullvíst er að Simpson mun tapa
nær öllu fé sínu en áætlað var að
hann hefði átt um 11 miHjónir dala,
um 770 milljónir ísl. kr., fyrir fjór-
um árum. Viðbúið er að hann verði
dæmdur til enn frekari skaðabóta-
greiðslna en þær kröfur verða tekn-
ar fyrir í máli sem hefst í dag.
Óvíst er hvort hann verður úrskurð-
aður gjaldþrota, þar sem hann á
um 3 milljónir dala, um 210.milljón-
ir ísl. kr., í lífeyrissjóði, sem aðrir
geta ekki gert kröfu til.
Lögfræðingar minna hins vegar
á að lögmenn fjölskyldna hinna látnu
geti hundelt Simpson það sem eftir
er og gert kröfu í allar eigur hans,
bifreiðar, hús, tennisvelli og annað.
jTí'LÍSP^” Íuuiun Hans 100 50.088
ÍLxraia Hcnut 108
Skattar.:
Gjöld.: -2.500
| SS|»arn<t«Nir
’ Vt rðbrft *
I i *nln«a (iMÍSyajW
: Tryqg«itt»f *
HEIMILISLINAN
mmm
Ódýra heimilishjálpin!
Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaður, sérstaklega ætlaður fyrir heimilis-
bókhaldið. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til að nota hann, þú færir aðeins inn uþphæð-
irnar og Hómer sér um framhaldið.
Hómer færðu í Búnaðarbankanum á 900 kr. og ef þú ert í Heimilislínunni kostar
hann aðeins 450 kr. Með Hómer veistu hvað þú átt - og hvað þú mátt!
BÚNAÐARBANKINN
- traustur heimilisbanki