Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, flytur stefnuræðu sína á þingi Vill „þjóðarátak“ í menntamálum Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kynnti markmið sín á síðara kjörtímabilinu í stefnuræðu í fyrri- nótt þar sem hann hvatti demó- krata og repúblikana til að vinna saman að því að bæta menntakerf- ið, tryggja hallalaus fjárlög og breyta lögum um framlög í kosn- ingasjóði. „Við stöndum ekki frammi fyrir alvarlegum hættum en við eigum óvin: óvinur okkar tíma er aðgerða- leysið," sagði forsetinn í stefnuræð- unni, sem var flutt í þinghúsinu að viðstöddum þingmönnum beggja deilda, auk embættismanna úr Hvíta húsinu og hæstaréttardóm- ara. „Í kvöld gef ég út áskorun um aðgerðir... til að búa Bandaríkin undir 21. öldina." Clinton dró upp bjarta mynd af efnahagsástandinu í landinu og sagði að dregið hefði úr glæpum, auk þess sem tekist hefði minnka útgjöldin til velferðarmála. Emb- ættismenn í Hvíta húsinu höfðu óttast að sjónvarsstöðvarnar myndu sniðganga ræðuna vegna þess að skömmu áður en hún var flutt bár- ust fréttir af því að niðurstöðu kvið- dómsins í réttarhöldunum yfir O.J. Simpson væri að vænta. Sá ótti reyndist ástæðulaus því stóru sjón- varpsstöðvarnar sýndu ræðuna í beinni útsendingu og undir lok ræð- unnar birtist texti neðst á skjánum þar sem skýrt var frá því að kvið- Hvetur repúblik- ana og demókrata til að láta af flokkadráttum dómurinn hefði úrskurðað að Simp- son bæri ábyrgð á dauða eiginkonu sinnar og vini hennar. Varað við „fölskum málamiðlunum" Clinton lagði áherslu á að demó- kratar og repúblikanar þyrftu að láta af flokkadráttunum og vinna saman til að auðvelda honum að „taka erfiðar ákvarðanir næstu fjögurra ára“. Fulltrúadeildarþingmaðurinn J.C. Watts, eini blökkumaðurinn í röðum repúblikana á þinginu, svar- aði stefnuræðunni fyrir hönd repú- blikana. Hann fagnaði áskorun forsetans um samvinnu flokkanna, en bætti við að Bandaríkjamenn vildu ekki „falskar málamiðlanir" sem kæmu sér vel fyrir þingmenn- ina en leiddu til „slæmrar niður- stöðu“. Clinton gagnrýndi tilraunir repú- blikana til að bæta við ákvæði um hallalaus fjárlög í stjórnarskrána. Hann lofaði að eyða fjárlagahallan- um án breytinga á stjórnarskránni. Stærsti hluti ræðunnar fór í að hvetja til „þjóðarátaks“ til að bæta menntakerfið og „tryggja Banda- ríkjamönnum bestu menntun sem völ er á í heiminum". Clinton vonaðist augljóslega til þess að hans yrði minnst í sögubók- unum sem forseta menntamálanna. Hann lagði til að 51 milljarði dala, sem svarar 3.500 milljörðum króna, yrði varið til menntamála á fjár- hagsárinu sem hefst 1. október, sem er 20% meira en á þessu fjárhags- ári. Forsetinn fjallaði einnig nokkuð ítarlega um stefnu sína í utanríkis- málum og lofaði að beita sér fyrir stækkun Atlantshafsbandalagsins í austur ekki síðar en árið 1999 og „traustu samstarfi" við Rússa, sem leggjast gegn áformunum um stækkun NATO. Clinton hét því ennfremur að beita sér fyrir „dýpri viðræðum" við Kínverja í stað þess að reyna að einangra kínversku kommún- istastjórnina eins og nokkrir af andstæðingum hans vilja. Hann kvaðst ætia að heimsækja Kínveija og ræða við Jiang Zemin, forseta Kína, í Bandaríkjunum til að fýlgja þessari stefnu eftir. Forsetinn sagði að Bandaríkja- menn ættu að halda áfram að beita sér fyrir friði út um allan heim og varast einangrunarhyggju, án þess að líta á sig sem „lögregiu heims- ins“. Reuter BILL Clinton Bandaríkjafor- seti flytur stefnuræðu sína á þinginu. Lögum um kosningaframlög verði breytt Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CBS og dag- blaðsins The New York Times nýtur Clinton meiri vinsælda en nokkru sinni fyrr frá því hann var kjörinn forseti. 63% aðspurðra sögðust ánægð með störf forsetans og að- eins 29% óánægð þótt hann hafi sætt gagnrýni fyrir hvemig staðið var að fjármögnun kosningabaráttu hans á síðasta ári. Clinton skoraði á þingið að breyta lögum um framlög í kosningasjóði og ljúka því verki fyrir 4. júlí, þjóð- hátíðardag Bandaríkjanna. Trent Lott, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, var varfærinn þegar hann svaraði þess- ari áskorun og sagði að þingið þyrfti fyrst að ganga úr skugga um hvaða lög hefðu verið brotin eða misnotuð fyrir kosningarnar í nóvember. Tyggjó notað á steinöld London. Daily Telegraph. EVRÓPSKIR táningar hafa notað tyggjó frá því á stein- öld, samkvæmt uppgötvun- um fornleifafræðinga við Bradford-háskólann í Eng- landi. Með því er vindur sig- inn úr þeirri goðsögn að tyggjónotkun sé innfluttur bandarískur tuttugustu aldar ávani. Forsögulegar svartar tjöruklessur alsettar tanna- förum manna hafa fundist víða um norðanverða Evr- ópu, s.s. í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Aldursgreiningar sýna að þær eru frá mið-steinöld, eða tímabilinu 7.000 til 2.000 fyrir Kristsburð. Stærð tan- nafaranna þykir benda til að mikill meirihluti tyggjenda hafi verið börn og unglingar, 6-15 ára. Tyggjó steinaldarmanna var unnið úr birkibarkartjöru en ekkert er vitað um fram- leiðsluaðferðina. Hefur það reyndar valdið sérfræðingum talsverðum heilabrotum því hita verður börkinn í lofttæmi svo hann kolbrenni ekki meðar, tjörumyndunin á sér stað. Engin þéttlokuð áhöld voru til á þessum tíma og framleiðslan hefur því verið erfið. Milt reykjar- og bruna- bragð er af steinaldartyggjó- inu og þykir það hvorki gott né vont. Ákærur eftir gjaldþrot Hanbo í S-Kóreu Tveir handteknir vegna mútuþægni Seoul. Reuter. TVEIR bankaráðsformenn voru handteknir í Suður-Kóreu í gær vegna spillingarákæru sem tengist Hanbo-samsteypunni. Hefur sak- sóknari sakað þá um að hafa þeg- ið mútur úr hendi forstjóra Hanbo, Chung Tae-soo, og veitt samsteyp- unni í staðinn geysihá lán. Þá hefur einn þingmanna stjórnar- andstöðunnar viðurkennt að hafa þegið fé af Chung. Tvímenningarnir eru formenn bankaráða Landsbanka Kóreu og Cho Hung-bankans. Eru þeir sagðir hafa þegið sem svarar til 32 milljóna ísl. kr. hvor, fyrir að greiða fyrir lánum til Hanbo. Chung var handtekinn á föstudag en yfirheyrslum yfir honum er ekki lokið. Búast má við að fleiri stjórnmálamenn og bankamenn tengist spillingarákærum á hendur Hanbo. Áðurnefndir bankar og hinn ríkisrekni Þróunarbanki Kóreu voru stærstu lánardrottnar Hanbo, sem fékk sem svarar til um 406 milljarða ísl. kr. í lán áður en Hanbo-samsteypan var lýst gjald- þrota 23. janúar. Hún var um tíma 14. stærsta fyrirtæki Suður-Kóreu. Þá hefur þingmaður í stjómar- andstöðunni játað að hafa þegið um 12 milljóna ísl. kr. framlag í kosningasjóð. Þingmaður þessi er náinn samstarfsmaður eins leið- toga stjómarandstöðunnar, Kim Dae-jung sem hefur hins vegar sakað ríkisstjórnina um að beita áhrifum sínum í þágu Hanbo. Jackson vill kaupa Britanniu New York. The Daily Telegraph. BANDARÍSKI poppsöngvarinn Michael Jackson hyggst gera tilboð í bresku drottningarsnekkjuna Britanniu. Sagt er að söngvarinn vilji breyta snekkjunni í fljótandi höfuðstöðvar fyrirtækis sem hann ætlar að koma á fót til að stjóma rekstri skemmtigarða. Hefur frétt- um af áhuga Jacksons verið fálega tekið í Buckingham-höll og breska vamarmálaráðuneytinu. Talsmaður drottningar sagði ríkisstjómina verða að taka ákvörðun um málið en heimildar- menn í vamarmálaráðuneytinu segja að Jackson fái ekki að kaupa Britanniu. Hana eigi ekki að selja einstaklingum eða einkafyrirtækj- um. Fullyrt er að Jackson sé reiðu- búinn að bjóða um 25 miiijónir punda, hátt í 3 milljarða ísl. kr. fyrir snekkjuna en saudi-arabískir fjárfestar eru reiðubúnir að taka þátt í kaupunum. Sagt var frá því í New York Post að Jackson teldi drottning- arsnekkjuna fyrirtaksheimili utan heimalandsins. Talsmenn Jacksons neituðu í gær að tjá sig um málið. Reuter PAKISTÖNSK ungmennl í Karachi brenna brúðumynd af H.D. Deve Gowda, forsætisráðherra Ind- lands. I gær var svokallaður Kasmírdagur í Pakistan en hann er helgaður baráttu Kasmírbúa gegn yfirráðum Indveija. I ) I i 1 I I Bhutto á báðum áttum Islamabad. Reuter. BENAZIR Bhutto, sem rekin var úr embætti sem forsætisráðherra Pakistans, hefur ekki ákveðið hvort Þjóðarflokkur hennar tekur þátt í störfum þjóðþingsins og fylk- isþinganna en hann beið mikið af- hroð í kosningunum á mánudag. Múslimabandalagið var sigur- vegari kosninganna og hafði í gær fengið 134 sæti af 217 á þingi. Flokkur Bhuttos var þá aðeins með 19 sæti, sem er minnsta fylgi hans frá 1969. Var þá enn beðið talning- ar í einu kjördæmi en kosningum var frestað í þremur vegna andláts frambjóðenda. Þá eru enn óskipuð 10 sæti, sem ætluð eru fulltrúum trúarlegra minnihlutahópa. Bhutto átti fund í gær með framkvæmdastjórn Þjóðarflokks- ins en ekki vartekin nein ákvörðun um hvort hann tæki þátt í þing- störfunum. Sagði talsmaður flokksins, að það yrði gert daginn fyrir þingsetningu. ítrekaði hann þá yfirlýsingu Bhuttos, að brögð hefðu verið í tafli í kosningunum en sagði, að ekki yrði aðhafst neitt frekar í því máli. Nawaz Sharif, leiðtogi Múslima- bandalagsins, verður næsti forstæ- isráðherra Pakistans og er búist | við, að hann leggi fram ráðherra- lista 16. febrúar, daginn eftir þing- setningu. Hann og bandamenn hans hafa nú tvo þriðju þingsæta, sem nægir meðal annars til að breyta stjórnarskránni, en það verður ekki auðveldara fyrir hann en aðra að stýra ríkinu. Mikil óvild ríkir milli þjóðarbrota og trúflokka I Pakistan, efnahagsmálin eru í ólestri og síðan bætist við stöðug | togstreita milli Pakistana og Ind- ' veija.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.