Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýr djassklúbbur
í Lækjargötu
NYR djassklúbbur hefur starfsemi
næstkomandi föstudag á veitinga-
staðnum Jómfrúnni í Lækjargötu.
Klúbburinn hefur verið fengið heitið
Múlinn í höfuðið á einum mesta
frumkvöðli íslendinga á sviði djass-
tónlistar, Jóns Múlá Ámasonar út-
varpsmanns. Klúbburinn er samstarf
milli djassdeildar Félags íslenskra
hljómlistarmanna, Heita pottsins og
veitingastaðarins Jómfrúarinnar.
Pétur Grétarson tónlistarmaður
segir að framlag Heita pottsins sé
flygill sem klúbburinn fékk frá Ríkis-
útvarpinu sem greiðslu fyrir fjöl-
marga tónleika sem útvarpað var.
Múlinn hefur gefið út tónleikaskrá
fyrir næstu þijá mánuði og kennir
þar margra grasa. Tónleikar verða
á hveiju föstudagskvöldi og heflast
þeir klukkan 21.
Næstkomandi föstudag verður
opnunarhátíð klúbbsins með jam
session þar sem fram koma margir
af þekktustu djassspilurum landsins.
14. febrúar leikur Þórir Baldursson
hefðbundinn djass og íslensk lög á
Hammond orgel ásamt félögum.
Hilmar Jensson, Jóhann Ásmunds-
son og Matthías Hemstock leika
rokk og popplögum í djassútsetning-
um 21. febrúar en sérstakur gestur
verður söngkonan Teena Palmer. 28.
febrúar flytur hljómsveit Egils B.
Hreinssonar píanóleikara útsetning-
ar hans á íslenskum þjóðlögum og
djassperlum.
7. mars flytur hljómsveit Carls
Möller frumsamið og aðfengið efni
en kvartett píanóleikarans Agnars
Más Magnússonar leikur nútíma-
djass eftir Corea, Hancock og fleiri
á tónleikum 14. mars. 21. mars flyt-
ur hljómsveit Tómasar R. Einarsson-
ar frumsamda tónlist fyrir kontra-
bassa og hljómsveit. Bergmenn og
söngkonan Ragnheiður Sigjónsdóttir
flytja þekkt djasslög 26. mars._
Kvintett saxófónleikaranna Ólafs
Jónssonar og Sigurðar Flosasonar
leika djasstandarda 4. apríl. 11. apríl
kemur fram tríó Ólafs Stephensen
ásamt Jóhönnu Jónas. Norrænt tríó
Bjöms Thoroddsen, skipað Ole Ras-
mundsen bassaleikara, Ame To-
olbom og Agli Ólafssyni söngvara
flytur frumsamið efni 18. apríl. 25.
apríl kemur síðan tríó Kjartans
Valdimarssonar fram og leikur tón-
list eftir DeJohnette, Surman auk
frumsaminna ópusa. Þórður Högna-
son leikur á kontrabassa og Matthías
Hemstock á trommur. 30. apríl verð-
ur lokakvöld fyrstu hrinu Múlans.
Senn kætir
ekkjan
óperugesti
EIN VINSÆLASTA óperetta
allra tíma, Káta ekkjan eftír
austurríska tónskáldið Franz
Lehár við texta eftir Victor
Léon og Leo Stein, verður frum-
sýnd í Islensku óperunni á laug-
ardag. f stærstu hlutverkum eru
Signý Sæmundsdóttir sem leik-
ur ekkjuna sjálfa, Hönnu Glaw-
ari, Garðar Cortes sem fer með
hlutverk Danilos greifa og Sig-
urður Björnsson sem fer í gervi
Zeta baróns. Marta G. Halldórs-
dóttir og Þorgeir J. Andrésson
eru í hlutverkum elskendanna
Valencienne og Camille de Ros-
illons.
Leiksfjóri er Andrés Sigur-
vinsson, hljómsveitarstjóri Páll
Pampichler Pálsson, leikmynd
er eftir Stíg Steinþórsson og
búninga gerir Hulda Kristín
Magnúsdóttir. Lýsingu hefur
með höndum Björn B. Guð-
mundsson og danshöfundur er
Terry Etheridge. Þýðendur eru
Þorsteinn Gylfason, sem þýðir
söngtexta, og Flosi Ólafsson,
sem þýðir leiktexta.
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/'Þorkell
EGILL Friðleifsson, Gísli Pálsson og Vigdís Finnbogadóttir
hljóta menningarverðlaun VÍS.
Þijú hlutu menn-
ingarverðlaun VIS
MENNINGARVERÐLAUN Vá-
tryggingarfélags íslands voru afhent
í gær í annað sinn og hlutu þau
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti, dr. Gísli Pálsson, prófessor
í mannfræði við Háskóla íslands, og
Egill Friðleifsson, kórstjóri kórs Óld-
utúnsskóla. Það var herra Ólafur
Ragnar Grímsson sem afhenti verð-
launin í Listasafni íslands.
Vigdís Finnbogadóttir hlýtur
verðlaunin fyrir að hafa með hug-
sjónum sínum ræktað lýð og land
eins og segir í umsögn vegna verð-
launanna. „Menningarafrek Vigdís-
ar forseta er fyrst og fremst fólgið
í því hversu snilldarlega og táknrænt
hún hefur tengt saman uppeldismál
og umhverfismál eða gefið okkur
yrkjurnar sínar, ræktun lýðs og
lands.“
Dr. Gísli Pálsson hlýtur verðlaunin
fyrir framlag sitt í þágu vísindanna.
í umsögn segir meðal annars: „Gísli
Pálsson á afar farsælan feril að baki
sem vísindamaður. í verkum hans
hafa komið fram nýstárleg viðfangs-
efni þar sem margvíslegum sjónar-
miðum er beitt. Hann hefur fengist
við margskonar rannsóknir á ís-
lensku samfélagi og menningu.“
Agli Friðleifssyni eru veitt verð-
launin fyrir störf sín á vettvangi
kóramála og hlýtur hann þau sem
„verðugur fulltrúi þeirra fjölmörgu
stjómenda barnakóra í landinu sem
ásamt honum vinna af alúð að þess-
um málum“, eins og segir í umsögn.
Leikhúsþrenna
LEIKFÉLAG Reykjavíkur býður
frá og með síðustu helgi upp á'
þrenns konar tilboð undir nafninu
Leikhúsþrennan. í fyrsta lagi er
boðið upp á Miðvikutilboð en á
miðvikudögum verða allir að-
göngumiðar á sýningar leikfélag-
isns seldir á hálfvirði. í öðru lagi
er á boðstólum Fjölskyldutilboð sem
felst í því að öll börn og unglingar,
16 ára og yngri, fá ókeypis aðgang
í fylgd með foreldrum sínum á allar
sýningar nema bama- og unglinga-
sýningar. Og loks er boðið upp á
tilboð undir yfirskriftinni Á síðustu
stundu sem þýðir að síðustu
klukkustund fyrir sýningu verða
miðar seldir á hálfvirði. Gildir til-
boðið á allar sýningar Leikfélags
Reykjavíkur en fyrirmyndin mun
vera fengin frá leikhúsum víða um
Evrópu.
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur feng-
ust þær upplýsingar að tilefni tilboð-
anna væri öðru fremur 100 ára af-
mæli leikfélagsins á þessu ári. Ár-
angurinn verði metinn að vori og
komi þá í ljós að vel hafí tekist til
sé ekki ólíklegt að þessi háttur verði
hafður á framvegis.
BÆKUR
Oröabók
RÚSSNESK-ÍSLENSK
ORÐABÓK
eftir Helga Haraldsson. Ritstjóri
V.P. Berkov. Prentuð í Singapore.
Nesútgáfan, Reykjavík 1996 - 946
siður.
UM ÞESSAR mundir er að koma
út rússnesk-íslensk orðabók próf.
Helga Haraldssonar. Orðabókin er
mikill menningarviðburður og er at-
hyglisverð fyrir margra hluta sakir.
Hugmyndin er komin frá prófessor
Valerij Berkov, höfundi íslensk-rúss-
neskrar orðabókar (1962) ásamt
Árna Böðvarssyni og brautryðjanda
í orðabókagerð. Orðabók þeirra var
þá viðurkennd sem meistaraverk.
Berkov er réttnefndur guðfaðir
verksins. Fáir munu hafa lagt meira
af mörkum til að glæða skilning á
eðli og mikilvægi tvítyngdrar orða-
bókafræði en hann. Berkov er líka
ritstjóri orðabókar Helga Haralds-
sonar.
Mér er minnisstætt atvik sem átti
sér stað fyrir þijátiu árum. Þá var
Berkov búinn að semja orðabókina,
stórkostlegt verk sem annars staðar
var unnið af mannfjölda og á áratug-
um, og meira að segja að læra málið
aðallega af bókum án þess að hafa
mörg tækifæri til þess að tala við
nokkum mann á því mæltan og fá
að heimsækja landið. Hann átti að
vísu einu sinni að fá að fara en þá
þurfti að prófa pólitíska vitund hans,
hvort hann væri verð-
ugur og hættulaus full-
trúi landsins að senda
til útlanda. Auðvitað
vissi hann ekkert um
pólitík. Þeir spurðu
hann: „Hvert er megin-
markmið næstu fimm
ára áætlunar ríkisins?"
Hann svaraði: „Megin-
markmið næstu fimm
ára áætlunar ríkisins er
að allir hafi það betra
en nú!“ Nefndin varð
hneyksluð: „Félagi
Berkov,“ segir hún,
„hvemig getur lærður
maður svarað af svona
yfirgengilegri fáfræði;
meginmarkmiðið með næstu fimm
ára áætlun ríkisins er auðvitað að
auka framleiðnina og draga úr til-
kostnaði, - það eiga allir að vita!“
Þá varð Berkov svo fjúkandi reiður
að hann kallaði nefndina samansafn
aula og skítseiða, rauk út og skellti
á eftir sér með orðbragði sem hann
hefði ekki einu sinni þorað að nefna
neðanmáls í orðabókinni. Eftir það
gat auðvitað ekki verið um neitt farar-
leyfi að ræða.
Orðabók Helga Haraldssonar er
fyrsta rússnesk-íslenska orðabókin
frá upphafi vega. Bókin er mjög yfir-
gripsmikil, tæpar þúsund blaðsíður
að stærð í stóru broti
með meira en 50.000
flettiorðum, rússneskri
og íslenskri málfræði og
hljóðfræði og rússnesk-
um beygingatöflum og
beygingatáknum.
Að auki er að finna
í bókinni margvíslegan
fróðleik um Rússland
fyrr og nú, s.s. Rúss-
neska sambandsríkið
nýja, Sovétríkin gömlu
og kommúnistaflokk-
inn, rússneska herinn,
embættismannakerfi
Rússaveldis fram að
byltingu o.m.fl.
Sérstakur gaumur er
gefinn að orðaforða sem ætla má að
hafi sérstaka þýðingu fyrir sam-
skipti íslands og hins rússneska
málsvæðis, s.s. um siglingar, fisk-
veiðar, viðskipti, jarðfræði, skák,
Norðurlandasögu, norrænar bók-
menntir o.þ.h. Sérstök rækt hefur
líka verið lögð við orðtök, máls-
hætti, spakmæli o.þ.h. enda bæði
málin auðug og elsk að þeim krásum.
Bókin hefur að geyma fjölmörg orð
úr talmáli og slangri, ýmis fornyrði
og skáldamál auk íðorða og sérfræði-
legs máls á ótal sviðum.
Þessi orðabók er annars vegar
einkum ætluð íslendingum sem
leggja stund á rússnesku og hins
vegar rússneskumælandi fólki sem
stundar íslenskunám. Bókin verður
þessu fólki ómetanleg stoð. Hún er
samin fyrir fólk á öllum stigum mála-
náms og veitir jafnt byijendum og
reyndum þýðendum liðsinni. Hún
mun verða Rússum örvun til ís-
lenskunáms og íslendingum hvöt til
að taka gerska tungu glímutökum.
Rússnesk-íslensk orðabók eftir
Helga Haraldsson réttir íslendingum
lykil að ótæmandi auðlegð rússn-
eskrar menningar, gefur kost á að
lesa á frummálinu verk eftir Púshkin
og Lermontov, Gogol og Túrgenév,
Dostojevskij og Tolstoj, Blok og
Gorkij, Akhmatovu og Pastemak auk
Qölda annarra rússneskra skáldmær-
inga. Þessi orðabók opnar íslending-
um stórbrotinn og örlagaþrunginn
heim rússneskrar sögu bæði fyrr og
nú. Hún gerir blaðalesendum kleift
að fylgjast milliliðalaust með þróun
mála í Rússlandi á einhveijum afdrifa-
ríkustu tímamótum í sögu landsins.
Á sama hátt veitir bókin Rússum
tækifæri til að kynnast grundvelli
íslenskrar menningar, bókmennta og
tungu.
Þessi orðabók er eins manns verk,
og á okkar dögum er slikt ekki dag-
legt brauð. í röska tvo áratugi varði
Helgi Haraldsson öllum frístundum
sínum, öllu þreki sínu og þekkingu
til samningar þessarar bókar. Hann
lyfti þessu grettistaki fyrst og fremst
af þeirri hugsjón að byggja orðsins
brú milli þjóða okkar.
í þeim efnum hefur Helgi Haralds-
son notið ómetanlegrar aðstoðar
konu sinnar, Dinu Haraldsson-Sha-
bakajevu.
Fjölmargir einstaklingar og stofn-
anir hafa stutt verkið með ráðum og
dáð. Drýgstan þátt í ijármögnun út-
gáfunnar áttu Menningarsjóður, ut-
anríkisráðuneytið og Rannsóknarráð.
Nesútgáfan hefur staðið að útgáfu
bókarinnar af stórhug og smekkvísi.
Orðabókin er tileinkuð minningu
Mikhails Ivanovitsj Steblin-Kam-
enskiys með þakklæti og virðingu.
Má segja, að andi þessa stórbrotna
vísindamanns og íslandsvinar svífur
yfir henni: hann var patríarki nor-
rænna fræða í Rússlandi, stjórnaði
í mörg ár háskóladeild í Norðurlanda-
fræðum í Leningrað og helgaði alla
ævi sína íslenskunni. Til hans sóttu
nemendur víða að og hann var læri-
faðir Berkovs og Helga Haraldsson-
ar. En til þessa lands, sem hann elsk-
aði öllu framar og hugsaði viðstöðu-
laust til fékk hann ekki að fara í
áratugi. Þegar ég kom í fyrra skipti
til landsins reyndi ég að leysa þetta
mál. Og það tókst. Fyrstu heimsókn
hans til íslands var fagnað hér á
landi sem miklum viðburði í menn-
ingarlífi. Morgunblaðið helgaði hon-
um þá forustugrein.
Þessi orðabók verður mörgum
kærkomið framlag til eflingar sam-
starfs og vináttu milli Rússa og ís-
lensku þjóðarinnar.
Júrí Resetov
Helgi Haraldsson